Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MERKJASKILTI í versluninni Deb- enhams í Smáralind hafa tekið stakkaskiptum upp á síðkastið þar sem þau hafa verið þýdd af ensku yfir á íslensku. Eygló Harðardóttir, versl- unarstjóri Debenhams, segir versl- unareigendur búðarinnar leggja ríka áherslu á að allar merkingar í versluninni séu á íslensku en tíma- þröng í kringum opnun verslunar- innar hafi valdið því að merkingar voru á ensku til skamms tíma. „Fyrsta opnunardaginn voru allar merkingar á skiltum á ensku þar sem íslensku skiltin höfðu enn ekki borist. Þetta var algjörlega til bráðabirgða og var fært í rétt horf skömmu síðar,“ segir Eygló og bendir á að ensku auglýsingaskiltin hafi komið í stöðluðum byrj- endapakka sem allar nýjar versl- anir Debenhams fái en það sé síðan verslunarinnar að fá þýðingar á tungumáli heimamanna. Aðspurð segist hún ekki vita til þess að viðskiptavinir hafi gert at- hugasemdir við ensku merkingarn- ar en hins vegar sé auðvitað eðlileg- ast að hafa allar merkingar á íslensku. „Það er skýr stefna Debenhams á Íslandi að þýða allar merkingar sem við setjum upp í verslunninni í fram- tíðinni. Einu frávikin verða nokkur vörumerki sem eru skrásett eign Debenhams verslunarkeðjunnar og því hugverk hönnuða hennar. Þetta eru allt skrásett vörumerki sem okkur er ekki heimilt að breyta, eins og til dæmis húsbúnaður sem gengur undir heitinu Living og vörur tengdar svefnherberginu svo sem sængurver og þess háttar sem heita Sleeping,“ sagði Eygló. Í verslun Útilífs eru flestar vöru- merkingar til fyrirmyndar en eitt vörumerki sker sig þó úr heild- armyndinni íslensku og er það bandaríska vörumerkið Nike. Í deildinni þar sem Nike-vörunum er stillt fram kemur í ljós að þar eru föt skilgreind sem fyrir „women“, „men“ og „kids“ en ekki konur, karla og börn. Reynir Valgarðsson, verslunarstjóri Útilífs, segir útstill- ingarskiltin hafa komið í heild- arpakka frá höfuðstöðvum Nike í Bandaríkjunum. „Merki Nike er út- hugsað frá a til ö, heildarímynd fyr- irtækisins,“ segir Reynir. Spurður hvort þetta sé gert til að svara kröf- um fyrirtækisins um samræmt útlit verslana þar sem vörur þess séu seldar, segist Reynir ekki vita til þess, „þetta eru bara merki sem starfsmenn Nike settu upp og við höfðum ekki frekari áhyggjur af,“ sagði hann. Aðspurður hvort Útilíf komi til með að breyta skiltunum og heimfæra þau yfir á íslensku svarar hann neitandi og segir engar hug- myndir vera uppi um það og engar athugasemdir hafi enn borist frá viðskiptavinum. Hagstæðara vöruverð á Íslandi Spænska tískuvöruverslunin Zara vísar til fjölþjóðavitundar við- skiptavina sinna með öðrum hætti en Debenhams þar sem verðmerk- ingar í Zöru eru gefnar upp í 17gjaldmiðlum, allt frá íslenskum krónum yfir í japanskt jen og flest þar á milli. Athygli vekur að vöru- verð verslunarinnar er hagstæðara á Íslandi en á Norðurlöndum og á Bretlandi og í Bandaríkjunum. Peysa sem er merkt að kosti 17 Sterlingspund í Bretlandi, eða 2.516 íslenskar krónur, 33 Bandaríkjadali eða 3.432 íslenskar krónur og 199 danskar krónur sem jafngilda 2.388 íslenskum krónum, kostar hins veg- ar 2.295 krónur á Íslandi. Verð í Zöru er gefið upp í 17 gjaldmiðlum þar sem viðskiptavinurinn getur borið saman hvað hver flík kostar víða í heiminum. Merkingar í Debenhams eru nú á íslensku en voru á ensku. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Nike mælir á enskri tungu í Útilífi. Íslenskar merkingar og enskar á merkjaskiltum VIRK sprengja fannst á Fjarðarheiði í síðustu viku og kom í ljós við skoðun sprengjudeildar Landhelg- isgæslunnar að um bandaríska loftvarnarsprengi- kúlu úr seinni heimsstyrjöldinni var að ræða. Sprengikúlunni var eytt á staðnum án þess að hreyfa hana og varð eftir stór gígur þar sem sprengjan sprakk. Sá sem fann sprengikúluna brást hárrétt við, að sögn Landhelgisgæslunnar, með því að snerta hana ekki en tilkynna þegar um sprengj- una. Veruleg hætta getur verið á að slíkar sprengi- kúlur springi í höndum þeirra sem ekki kunna til verka. Kúlan var 32 cm á lengd og fyllt með 1,2 kg. af TNT. Henni hefur líklegast verið skotið frá loft- varnastöð bandaríska hersins á Seyðisfirði á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar gegn háfleygri þýskri njósnavél eins og Focke Wulfe Condor. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni eru sprengi- kúlur af þessari gerð með tímakveikju í nefi. Eftir þann tíma sem hún hefur verið stillt á, losnar um spenntan kveikipinna sem lemur á hvellhettu. Kúlan á þá að springa með þeim afleiðingum að sprengjubrot þeytast í allar áttir. Slík sprengjubrot eru lífshættuleg í allt að 500 metra fjarlægð. Ef hún springur ekki af einhverjum ástæðum er sprengi- pinninn í línu við hvellhettuna þannig að minnsta hreyfing eða högg getur framkallað sprengingu. Landhelgisgæslan hvetur alla sem slíka hluti finna að tilkynna um þá en snerta alls ekki og setja upp varúðarmerki á staðnum, ef sá möguleiki er fyrir hendi. Virk sprengja fannst á Fjarðarheiði Loftvarnarsprengjan sem fannst á Fjarðarheiði. Kúl- an var um 32 cm á lengd og fyllt með 1,2 kg af TNT. Minnsta hreyfing getur framkallað sprengingu. ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segist ekki sjá tilgang í að halda áfram að vinna með fyrning- arleiðina svokölluðu líkt og leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna þriggja á Alþingi hafa lagt til. Segir ráð- herrann að í kjölfar þess að endur- skoðunarnefnd um fiskveiðistjórnar- málin lauk störfum megi ljóst vera að meiri sátt er um veiðigjaldsleiðina svonefndu og því sé eðlilegra að vinna áfram með hana. Þeir Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, lögðu nýlega fram þingsályktunartil- lögu um nefnd sem leitaði sátta um breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða. Felur tillagan í sér að forsend- ur nefndastarfsins verði fyrning veiðiréttar úr núgildandi kerfi. Veiðiheimildum verði endurráðstaf- að í formi aflahlutdeildarsamninga á grundvelli jafnræðis byggðanna og útgerðar til nýtingar þeirra. Árni benti á að nú þegar hefðu tvær nefndir lokið störfum sem hefðu haft það verkefni að ná sátt um fiskveiðistjórnarmálin. Hann teldi enga sérstaka nauðsyn á að stofna eina nefndina til nema þá ef menn hefðu það markmið að halda málinu áfram í óvissu. „Og ég ímynda mér reyndar að það sé tilgangur stjórn- arandstöðunnar,“ sagði hann. „Þau telja sig væntanlega hafa einhvern pólitískan hag af því.“ Samfylkingin nú að hlaupast undan merkjum Ráðherrann minnti á að að meiri- hluti endurskoðunarnefndarinnar svonefndu hefði mælt með veiði- gjaldsleiðinni. Minnihluti hennar, sem taldi fyrningarleiðina ákjósan- legri, hefði aftur á móti klofnað í þrennt í afstöðu sinni til útfærslu hennar. Það væri nokkuð undarlegt að stjórnarandstaðan skyldi nú ætla sér að flytja mál sem þetta þegar menn þar á bæ hefðu ekki getað komið sér saman um útfærslu fyrn- ingarleiðarinnar í starfi endurskoð- unarnefndarinnar. Árni rifjaði jafnframt upp að Sam- fylkingin hefði átt hvorki meira né minna en þrjá fulltrúa í auðlinda- nefnd. Hún hefði ekki gert upp á milli veiðigjaldsleiðarinnar og fyrn- ingarleiðarinnar. Leiðinlegt væri að sjá flokkinn nú ætla að hlaupa frá þeirri niðurstöðu sem fulltrúar hans náðu þar. Sagðist Árni vona að Samfylkingin sæi að sér og að flokkurinn myndi taka þátt í að tryggja samstöðu um það grundvallaratriði að atvinnu- greinin greiði fyrir afnot sín af auð- lindinni. Sjávarútvegsráðherra um tillögu leiðtoga stjórnarandstöðunnar Má ljóst vera að meiri sátt er um veiðigjaldsleiðina SAMVINNUEFND um svæðis- skipulag höfuðborgarsvæðisins hefur ekki fjallað um nýlega skýrslu Orku- veitu Reykjavíkur og borgarverk- fræðings um hagkvæmni hraðlestar milli Reykjavíkur og Keflavíkur. For- maður nefndarinnar, Sigurður Ein- arsson arkitekt, sagði við Morgun- blaðið að samkvæmt því sem fram kæmi í skýrslunni, um að járnbrautin verði að mestu lögð austan Reykja- nesbrautar, ætti ekki að verða vand- kvæðum bundið að útvega land undir brautina. Horft væri til þess að leggja hana meðfram stofnbrautum en mið- að við umfang verksins mætti reikna með uppkaupum á einhverjum húsum í grennd brautarinnar ef af fram- kvæmdum yrði. Sigurður sagði nefndina ekki hafa tekið þessi mál til sérstakrar umfjöll- unar síðan ráðgjafar hennar voru fyr- ir nokkrum árum beðnir að meta kostnað við svona járnbraut. Sú vinna leiddi í ljós að hver kílómetri myndi kosta 1–2 milljarða króna. Hann reiknaði með að áframhaldandi skoð- un Orkuveitunnar og borgarverk- fræðings á kostum og göllum járn- brautar myndi koma inn í næstu endurskoðun svæðisskipulags höfuð- borgarsvæðisins. Sú vinna myndi væntanlega fara á fullt eftir sveitar- stjórnakosningar á næsta ári. „Ef menn sjá einhverja raunhæfni í þessu í náinni framtíð þá verður að taka þetta til formlegrar umfjöllun- ar,“ sagði Sigurður. Hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur Lögð að mestu við stofnbrautir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.