Morgunblaðið - 24.10.2001, Blaðsíða 24
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐD
a
u
ð
a
d
a
n
sin
n
í B
o
rg
a
rle
ik
h
ú
sin
u
GALLERÍ Skuggi, nýtt gallerí
við Hverfisgötu – nánar tiltekið
númer 39 – hefur litið dagsins ljós.
Hér er á ferðinni metnaðarfull
starfsemi sem ekki lætur staðar
numið við myndlist heldur vilja að-
standendur leggja sitt af mörkum til
að koma menningu almennt á fram-
færi. Bak við sýningarsalina er að-
staða til að dvelja við ýmis málefni
menningar. Til dæmis verður mán-
aðarleg kynning „Úr bókahillunni“,
og riðið á vaðið með hinni umdeildu
„Nickel and Dimed“ eftir Barböru
Ehrenreich. Jafnframt verða mán-
aðarlegar kvikmyndasýningar –
svokölluð „Skuggasýning“ – og hefj-
ast þær með „Nútíma“ Chaplin.
Fyrsta listsýningin í Gallerí
Skugga kallast „Hver með sínu
nefi“, og bregður upp nokkurs kon-
ar sýnishorni af því sem fimm lista-
menn eru að fást við, hver í sínu
horni. Að vísu eru þeir Ásmundur
Ásmundsson og Justin Blaustein að
bralla ýmislegt í sameiningu, undir
listfélagsheitinu Akusa. Verk þeirra
um brotna sjálfsmynd og sitthvað
fleira er á hæðnisnótunum og tæpir
á þeirri hallærislegu frægðardýrk-
un og snobbi sem viðgengst í heimi
menningar og lista.
Annars vegar eru heyrnartól
hangandi á veggjum yfir nöfnum
þekktra, bandarískra listamanna. Í
þeim heyrist Ásmundur gera heið-
arlega tilraun til að vekja athygli
þeirra á sér. Þá hafa þeir félagarnir
útbúið „logo“ og viðurkenningar-
romsu fyrir nokkur helstu gallerí
vestan hafs í von um að vera teknir í
raðir þeirra listamanna sem þar
sýna.
Upp stigann, og við blasir afstúk-
að rými þar sem Lilja Björk hefur
komið fyrir litfögrum krukkum sín-
um á hillum sem væru þær dýrindis
skrautvasar. Lýsingin og litirnir
skapa sérkennilegt og framandi
andrúmsloft sem í hendingu sinni
virkar í senn heillandi sem ævintýri
og afhjúpandi sem ömurlegur
hversdagsleiki.
Við innganginn í galleríið, vinstra
megin, hanga fimm samsettar ljós-
myndir eftir Guðmund Odd, af
myndskreyttum húsum á Íslandi.
Myndirnar fimm eru hluti af mun
stærri myndröð um íslenskan veru-
leik. Sem dæmi er myndin í miðri
röðinni af látlausu heimili Ásgeirs
heitins Emilssonar á Seyðisfirði;
þess óborganlega hagleiksmanns
sem gat búið til smækkuð rókókó-
húsgögn úr tómum öldósum og
fléttað dýrðlega myndaramma úr
tómum vindlingapökkum. Með
næmi sínu tekst Guðmundi Oddi að
laða fram í mynd sinni stóran hluta
af þeirri sérstæðu dulúð sem hvílir
yfir þessu einstæða húsi.
Lestina rekur Birgir Andrésson á
hægri veggnum við innganginn,
með „Húsa-ljóð“ sín, tíu blýants-
teikningar af grunnmynd bæja, og
„Eftirhermur“, þar sem uppstopp-
aður hrafn með lambhúshettu
stendur á stöpli hvaðan heyrist dúll.
Við hliðina er ljósmynd af Gvendi
dúllara Árnasyni. Einhver sérstæð
natni og umhyggjusemi tengir þá
Birgi og Guðmund Odd, ásamt hríf-
andi trú á mátt íslenskrar alþýðu-
snilli.
Þótt fátt sameini alla þessa lista-
menn og manni er spurn hvers
vegna þeir, endilega, slógu til en
ekki einhverjir aðrir þá er yfir sýn-
ingunni einhver fagnaðarsvipur sem
gjarnan einkennir slíkar vígslusýn-
ingar. Íslenskri myndlist og að-
standendum gallerísins verður að
óska hjartanlega til hamingju með
tiltækið og metnaðinn.
Opnað í Skuggahverfinu
Morgunblaðið/Þorkell
Frá opnunarsýningu hins nýja Gallerís Skugga, Hverfisgötu 39.
Halldór Björn Runólfsson
MYNDLIST
G a l l e r í S k u g g i
Til 28. október. Opið þriðjudaga
til sunnudaga frá kl. 13–17.
BLÖNDUÐ TÆKNI
ÁSMUNDUR
ÁSMUNDSSON,
JUSTIN BLAUSTEIN,
BIRGIR ANDRÉSSON,
GUÐMUNDUR ODDUR
& LILJA BJÖRK
SAMKÓR Kópavogs fagnaði 35
ára afmæli um daginn í kammertón-
listarhúsi því sem nágrannasveitar-
félögin geta með réttu öfundað
Kópavog af og stendur sem ögrandi
spanskgrænn vísifingur til áminn-
ingar um órisið tónlistarhúsið við
Reykjavíkurhöfn. Lagavalið var í
léttara kantinum og íslenzk lög að-
eins tvö, nema lag eftir stjórnandann
teljist þar með.
Dagskrá kóratriða hófst á lagi eft-
ir Lloyd Webber, Amigos para
sempre, líkast til úr söngleiknum
Evítu, og síðan Smávinir fagrir Jóns
Nordal. Þá kom hið angurfagra Því-
lík er ástin (There is a ship); skv.
textahöfundinum Jónasi Árnasyni
fengið frá Írum, þótt hér væri kallað
bandarískt þjóðlag. Þessi lög voru
nokkuð hreint sungin en fremur
dauft, og vantaði t.a.m. áberandi
hlýju og gleði í Nordalslaginu. Í þar-
næsta kórlagi, Draumar e. Bob Mer-
rit, yfirskaut sópraninn í tónstöðu á
sumum efstu forte-nótunum. Hins
vegar var þónokkurt flug yfir Tour-
dion (Að Lindum) úr danskennslu-
bók Thoinots Arbeaus „Orchéso-
graphie“ frá 1587, þó að sterkustu
staðir væru svolítið grófir. Hinn
óslítandi smellur Richards Rodgers
úr „Carousel“, Þú ert aldrei einn á
ferð – jafnliðtækur við skírnir, ferm-
ingar, brúðkaup og jarðarfarir –
gekk þokkalega vel, og einig hið
ágæta lag Valgeirs Skagfjörð, Þetta
fagra land, í raddsetningu stjórnand-
ans, þó að flutt væri helzti hratt og
píanóútsetningin hefði lítið til mála
að leggja.
Eftir hlé söng kórinn frumlega út-
setningu Bobs Chilcotts á írska þjóð-
laginu Londonderry Air („O, Danny
boy“), þar sem þéttskipuð raddfærsl-
an naut sín samt ekki nógu vel vegna
fámennis í karlaröddum í heldur
kantaðri mótun stjórnandans. Til eru
fræ (Pablo Sarasate) var eins og
margt á undan og eftir óþarflega
dapurlega sungið, að maður segi ekki
þreytulega, og hið prýðisgóða lag
stjórnandans, Góða tungl, hefði
örugglega orðið áhrifameira í léttari
og glaðlegri túlkun. Tvær hálflúnar
„lummur“, báðar í 6/8 og teknar í ná-
kvæmlega sama tempói, komu aftur
á móti þokkalega vel út, þ.e. Faðmlög
og freyðandi vín Winklers og napól-
íski kláfsöngurinn Funiculi, funicula.
Fremur mæðulegur heildartónn
kórsins hæfði veikum köflum hins
harmþrungna Fangakórs Verdis úr
Nabucco, og náðu kvenraddirnar þar
hvað þéttustum hljómi tónleikanna á
kraftmestu stöðum lagsins.
Endað var á þýzkri óperettu með
lagi úr Sígaunabaróni e. Johann
Strauss yngri og Vilja-söngnum úr
Kátu ekkju Lehárs. Af óskiljanleg-
um ástæðum voru bæði því miður
sungin á ensku, og flöttust að vonum
út helztu skapgerðareinkenni þess-
ara sígildu Vínarlaga í þeim alþjóða-
vædda skyndibitabúningi nutímans.
Hallveig Rúnarsdóttir tók nokkrar
léttar toppnótur með kórnum í fyrra
laginu („Be on your guard“) en sá um
einsöngskaflana í Vilja af miklum
glæsileik. Auk þess söng hún næst á
undan Fangakórnum með ónefndum
en prýðisfærum píanista aríuna
Come Scoglio úr Così fan tutte eftir
Mozart með bráðfallegum tilþrifum
og miklu öryggi, þrátt fyrir risastór
tónbil í fyrri hluta og kröfuharðan
kólóratúr í lokin.
Þá söng kórbassinn Þorbergur
Skagfjörð Jósefsson tvisvar einsöng í
fyrri hluta dagskrár, þ.e. í lagi Karls
O. Runólfssonar Í fjarlægð og Ave
María Sigvalda Kaldalóns, með reisn
og virkt, enda þótt röddin virtist
nokkuð tekin að lýjast.
Í heild var fátt við söng kórsins
sem snart mann verulega að þessu
sinni, rúmum fjórum árum eftir að
undirr. heyrði söngfólkið síðast. Hið
gífurlega ójafnvægi milli kynja sem
þá var hafði örlítið lagazt í mann-
fjölda talið, en þó varla sem skyldi
hvað varðar kraft, þéttleika og lýta-
lausa inntónun. Þrátt fyrir stórar og
snöggar hreyfingar stjórnandans var
kórflutningurinn víðast hvar í dauf-
ara lagi og sönggleðin sýnu minni en
fyrrum. Píanóleikur Jónasar Sen var
öruggur, samstilltur og í góðu styrk-
samvægi.
Gleðisneyddur
samkór
TÓNLIST
S a l u r i n n
Afmælistónleikar Samkórs
Kópavogs. Ýmis vinsæl inn- og
erlend kórlög, auk óperu- og óper-
ettuaría eftir Mozart og Lehár.
Hallveig Rúnarsdóttir sópran og
Samkór Kópavogs u. stj. Julians
Michaels Hewletts. Píanóundir-
leikur: Jónas Sen. Laugardaginn
20. október kl. 16.
KÓRTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Hrei
nsum
viðar-, rimla-,
strimla-, plíseruð-
og sólargluggatjöld.
Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Ungbarnafatnaður
Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og
verðið. Allt fyrir mömmu.
Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.
KVIKMYNDASAFN Íslands
og Goethezentrum standa fyrir
Wim Wenders kvikmyndahátíð
í Bæjarbíói í Hafnarfirði í dag
og fram á sunnudag. Á hátíð-
inni verða sýndar merkustu
kvikmyndir Wenders, m.a.
Himinn yfir Berlín, Paris, Tex-
as, Buena Vista Social Club og
Ameríski vinurinn. Ennfremur
verður boðið upp á sjaldséðari
myndir Wenders eins.
Í kvöld verður sýning kl. 22,
þá verður sýnd kvikmyndin
Himinn yfir Berlín.
Wim
Wenders í
Bæjarbíói
RITHÖFUNDURINN Jón Óskar
(1921-1998) hefði orðið áttræður á
þessu ári. Af því tilefni færðu ekkja
Jóns, Kristín Jónsdóttir frá Munka-
þverá, og dóttir þeirra, Una Mar-
grét, Landsbókasafni Íslands, Há-
skólabókasafni, að gjöf handrit
Jóns Óskars og skyld gögn sem
hann lét eftir sig. Þá gaf Kristín
safninu myndlistarverk sem hún
hefur búið til sérstaklega til minn-
ingar um eiginmann sinn og nefnist
Blik, blek og litblýantur á pappír.
Af sama tilefni var opnuð sýning
á gögnum skáldsins.
Landsbóka-
safni færð
handritagjöf
Morgunblaðið/Ásdís
Kristín Jónsdóttir frá Munka-
þverá afhendir hér Einari Sig-
urðssyni, forstöðumanni Lands-
bókasafns Íslands, Háskóla-
bókasafns, gjöfina.