Morgunblaðið - 02.12.2001, Side 14

Morgunblaðið - 02.12.2001, Side 14
14 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÖGU Ísfélags Vestmannaeyja hf. eru gerð góð skil í riti sem gefið er út í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Þrír höfundar hafa skráð sögu fé- lagsins. Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólastjóri og fræðimaður, ritaði sögu fyrstu 70 áranna, Hermann Einarsson, kennari og ritstjóri, skráði söguna frá 1971-91 og Sigur- geir Jónsson, kennari og blaðamað- ur, skráði sögu félagsins síðastliðin tíu ár. 1901 Ísfélag Vestmannaeyja hf. stofnað þann 1. desember. 1902 Íshús byggt 220 m3 að stærð. 1903 Íshússvörður ráðinn. Ís og snjó safnað í þegnskylduvinnu. Haf- in geymsla á afla, auk beitu, í húsinu. 1904 Vanhöld á greiðslum fyrir beitusíld, rekstur félagsins erfiður. Snjókofi byggður. Gísli J. Johnsen kjörinn formaður stjórnar. 1905 Erfiðleikar við útvegun beitu- síldar og rekstrarörðugleikar. 1906 Formanni stjórnar falið að kanna kaup á kælivél. 1907 Félagsstarfið í lægð, en haldið áfram útvegun beitusíldar. Aðal- fundur samþykkti að kaupa frystivél og byggja nýtt frystihús. 1908 Nýtt frystihús tók til starfa um áramótin og var fyrsta vélknúna frystihús á Íslandi. Aflvélar gas- knúnar. 1909 Félagið mjög skuldugt. Gísli J. Johnsen felldur úr stjórn, þrátt fyrir að hafa borið uppi reksturinn. 1910 Ný lög samþykkt á aðalfundi. Ný stjórn kosin. Ákveðið að hefja kjötverslun. 1912 Gísli J. Johnsen tekinn í sátt og gerður að formanni. Ákveðið að bæta vélakost og stækka frystihúsið. 1914 Félagið ákveður að hætta að geyma kjöt, fisk og önnur matvæli fyrir almenning. Opnuð kjötverslun. 1915 Átakamikill félagsfundur og þrír stjórnarmenn segja af sér. Ákveðið að raflýsa byggingar félags- ins með rafmagni frá Rafveitu Vest- mannaeyja. Metár í sölu beitusíldar, 153 smálestir. 1920 Fyrsta olíuknúna aflvélin sett upp í frystihúsinu. 1922 Stjórn heimilað að taka lán til að endurbæta frystihús og vélbúnað. 1923-4 Um 70 vélbátar gerðir út frá Eyjum. 1924 Gísli J. Johnsen mælir fyrir því á félagsfundi að formenn báta og útgerðarmenn gefi fé í sjóð til að byggja sjúkrahús í Vestmanna- eyjum. Það varð að veruleika þrem- ur árum síðar. 1926 Engar skuldir fást greiddar, mikil fjárhagsvandræði. Útlán á kjöti stöðvuð. 1927 Gísli J. Johnsen segir af sér formennsku. Jón Hinriksson kaup- félagsstjóri kosinn formaður. 1930 Vélbátar á vertíð nær 100. Ákveðið að stækka frystihúsið um 220 m2. Járnvinda keypt til að lyfta frosinni síld úr kjallara upp á götu- hæð. 1931 Félagið tekur við lifur upp í beituskuldir. Tvö ný íshús rísa í sam- keppni við Ísfélagið. 1932 Ísfélagið tekur þátt í stofnun Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda (SÍF). 1933 Á vetrarvertíð nemur beitu- sala um 5 tonnum á dag. Miklir rekstrarerfiðleikar vegna kreppu og ógreiddra skulda. Málaleitan enskra aðila um kaup á eignum félagsins hafnað. Jóhannes Brynjólfsson ráð- inn framkvæmdastjóri. 1934 Samþykkt að kanna stækkun frystihússins, byggja ísgeymslu, fá tæki til ísframleiðslu og aðstöðu til geymslu á nýjum fiski. 1935 Á vertíðinni skiptu 54 bátar við félagið. Enginn fékk keypta beitu sem ekki stóð í skilum eða setti veð. 1937 Lögð á ráðin um kaup á stækkun frystihússins og kaup á hraðfrystitækjum sem anni 5 tonn- um á sólarhring. 1938 Hafin bygging nýja hússins. 1939 Ný stjórn kjörinn og Tómas M. Guðjónsson verður formaður. Þessi stjórn sat óbreytt í áratug og reyndist mjög dugmikil. 1940 Byrjað að heilfrysta fisk. 1940-45 Miklar breytingar á hafn- arsvæðinu. Ísfélagið fær stærri lóð við höfnina. 1942 Ísfélagið meðal stofnenda Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og fær auðkennið H-2. 1946 Hafist handa við byggingu nýs hraðfrystihúss. 1947 Fyrsti áfangi nýja hússins kominn í notkun. Byggingu haldið áfram og keypt nýtt kælikerfi í frystihúsið. 1954 Fyrst hreyft hugmynd um byggingu verbúðar. 1956 Tímamót urðu á aðalfundi þetta ár. Útgerðarmenn tíu báta gengu til liðs við félagið og lögðu fram 150 þúsund króna hlutafé á hvern bát. Ný stjórn kjörin, Magnús Bergsson stjórnarformaður. 1957 Hafist handa við auknar bygg- ingarframkvæmdir og endurnýju tækja og véla. Tómas M. Guðjónsson andast. 1958 Félagið eignast sína fyrstu flökunarvél. 1961 Björn Guðmundsson kjörinn stjórnarformaður. 1965 Verbúð byggð. Hafin smíði nýs saltfiskvinnsluhúss við Strand- veg. 1970 Ísfélag Vestmannaeyja hf. hæsti skattgreiðandi Vest- mannaeyjakaupstaðar. 1973 Eldgos í Heimaey þann 23. janúar. Ísfélagið verður miðstöð björgunarumsvifa og verbúðir og matstofa notaðar fyrir björg- unarmenn. Skrifstofa sett upp í Reykjavík. Hraun fer yfir nýjasta hús félagsins og ógnar eldri húsum. Ísfélagið kaupir húseignir Júpiter & Mars á Kirkjusandi í Reykjavík og tekur við rekstri þar 1. apríl. Stjórnarfundur 13. september sam- þykkir að félagið fari sjálft út í út- gerð, sem er nýmæli í 72 ára sögu. Fiskmóttaka byggð í Þorlákshöfn. Ákveðið að hraða uppbyggingu í Eyjum að loknu gosi. 1974 Aftur hafin móttaka á fiski í Vestmannaeyjum, í saltfiskverkun 25. janúar og til frystingar 31. jan- úar. Miklar breytingar gerðar á frystihúsinu í Eyjum. Tvö frystihús í rekstri, í Vestmannaeyjum og á Kirkjusandi, sem var þá stærsta framleiðslueining í eigu sama aðila í fiskiðnaði hér á landi. Samþykkt að hefja byggingu á saltfiskhúsi í stað þess sem fór undir hraun. Kirkjusandur seldur Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga. 1975 Ísfélagið gerist aðili að Klakki hf, sameiginlegu félagi frystihús- anna í Eyjum um kaup og útgerð skuttogara. Togari smíðaður í Pól- landi. Félagið eignast einnig hlut í Berg-Huginn hf. 1977 Saltfiskhúsið stækkað. Tog- arinn Klakkur VE til landsins. 1978 Ísfélagið kaupir hlut Hugins í Berg-Huginn hf. og eignast 40% hlut í skuttogaranum Vestmannaey. 1979 Fiskmóttökuhúsið í Þorláks- höfn selt. Ísfélagið gerist aðili að togaraútgerðinni Samtogi. 1980 Miklir erfiðleikar. Öllu starfs- fólki sagt upp frá og með 1. ágúst. Rekstur hófst aftur mánuði síðar. 1986 Björn Guðmundsson hættir eftir 30 ára setu í stjórn, þar af stjórnarformaður í 25 ár. Kristinn Pálsson tekur við. 1987 Ísfélagið gengur úr Samtogi og fær í sinn hlut togarana Gideon og Halkion. Það er ein stærsta tog- araútgerð í Vestmannaeyjum og á auk einnig hlut í Bergey, Smáey og Vestmannaey. Hlutafélagið Höfn hf. stofnað um rekstur Halkions og Gid- eons. Einar Sigurjónsson lætur af for- stjórastarfi og Eyjólfur Martinsson ráðinn framkvæmdastjóri. 1988 Tunga hf., sem feðgarnir Kristinn Pálsson og Magnús Krist- Aldarlöng athafnasaga Morgunblaðið/Sigurgeir Sigurjón frá Hólakoti og Ingvar í Skógum í flatningu. Morgunblaðið/Sigurgeir Hrauni mokað úr vélasal Ísfélagsins. 1. desember 1901 – 1. desember 2001 ÉG ER ekki Vestmanna-eyingur en flutti hingað úrReykjavík 1964 og hafði þá aldrei unnið í fiski,“ segir Erla. Hún segir að það hafi kostað sig svolítið átak að fara í fiskvinnu, en svo hafi þetta gengið mjög vel. Fyrst vann hún aðallega „á borði“, við pökkun og snyrtingu, en síðar fór hún í gæðaeftirlitið. Það felst m.a. í að taka sýni af framleiðslunni til að kanna hvort allt sé eins og það á að vera. En þykir Erlu eitthvað skemmtilegra í vinnunni en annað? Síldarstemmning „Það er alltaf viss stemmning í síld og loðnu, mikil vinna og spenna yfir því hvort vertíðin verði góð. Það er bæði spennandi fyrir okkur og sjómennina hvort veiðist vel af síld eða loðnu. Við erum öruggari með bolfiskinn – það er rólegra yfir honum.“ Erla segir að fiskvinnan hafi mikið breyst frá því hún byrjaði. Það á bæði við um eftirlit, hrein- læti og sjálfa vinnuna. Umbúðirnar eru þægilegri og eins vinnuum- hverfið, vinnan er orðin léttari. „Nú sitja konurnar við vinnslu- línurnar, sem er mikill munur eða að standa við borðin all- an daginn. Það var erfitt fyrir stelpurnar sem komu með fiskinn á borðin, en nú kemur allt á færiböndum.“ Óvissan var erfið Erla segir að bruni frystihússins í desember í fyrra og óvissan í kjöl- farið hafi verið mikið áfall. „Þetta var erfitt um síðustu ára- mót og rosaleg óvissa. Manni létti mikið þegar maður heyrði að það ætti að fara í bolfiskinn aftur. Ég hefði ekki farið aftur í Ísfélagið nema af því það var keypt bolfisk- vinnslulína. Sama átti við um fleiri konur sem ekki langaði að vinna í saltfiski.“ Alltaf stuð í pásunum Erla segir að það sé góður vinnuandi í Ísfélaginu, „Alltaf stuð í pásunum hjá okkur og nóg að tala um!“ Í síðustu viku var Erla að vinna í síld. Það var unnið á tvískiptum vöktum, milli klukkan 7.30 og 19.30. Fólkið skiptist á að taka næturvaktir og dagvaktir. En hvernig líkar Erlu þessi vinna? „Mér hlýtur að líka hún mjög vel fyrst ég er búin að vera allan þenn- an tíma. Ég hef haft góða yfirmenn og átt gott samstarfsfólk. Það hafa margir góðir verið þarna yfir, bæði Sigurður heitinn Einarsson og fleiri.“ Ég hafði aldrei unnið í fiski Morgunblaðið/Sigurgeir Erla Víglundsdóttir Erla Víglundsdóttir fór að vinna hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. um áramótin 1967–68 og hefur unnið þar óslitið síðan. Mikilli sjálfvirkni er beitt og tækja- búnaður mjög vandaður. Sjálfvirkar Marel-vogir skammta hráefnið í plastpoka sem leggjast í frystibakka. Bakkarnir renna eftir færiböndum að þremur frystiskápum. Sjálfvirkur búnaður sér um að hlaða skápana og tæma þá þegar pakkarnir eru frosnir. Frá skápunum rennur varan á færi- böndum að búnaði sem raðar pökk- unum á vörubretti sem síðan fara í frystiklefa. Áætlað er að vinnslulínan muni af- kasta um 350 tonnum á sólarhring. Frystiklefinn var stækkaður frá því sem fyrir var og rúmar nú um 1.500 tonn af afurðum á brettum. Í frysti- húsinu, eða verksmiðjunni sem er lík- lega réttnefni, er unnið á vöktum þeg- ar nóg hráefni býðst. Áhersla á uppsjávarfisk Á efri hæð frystihússins er lítil vinnslulína fyrir bolfisk sem keypt var notuð sl. vor. Þar eru einungis unnin þorskur og ýsa, þegar ekki er unnið í loðnu eða síld. Þarna eru bæði unnin flök sem send eru fersk til út- landa og flök til frystingar. Bolfiskur hefur vegið mun minna en uppsjávarfiskur í rekstri Ísfélags- ins undanfarin ár. „Það var tekin ákvörðun um það í janúar sl., eftir brunatjónið, að byggja ekki upp bol- fiskvinnslu í þeirri mynd sem hún var áður,“ segir Ægir Páll. „Það lá gríð- arleg fjárfesting í bolfiskfrystihúsinu og kvótastaða okkar í bolfiski rétt- lætti raunverulega ekki þá fjárfest- ingu. Við höfum samt verið með nokkra bolfiskvinnslu sem hefur gengið þó að hún sé ekki stór,“ sagði Ægir. Um þessar mundir er verið að loka tveimur burstum á frystihúsinu og verður þar látið staðar numið um sinn við endurbætur eftir brunann, að sögn Ægis Páls. Í þessu húsnæði verður m.a. starfsmannaaðstaða. Ísfélag Vestmannaeyja hf. velti nær 2,8 milljörðum króna á síðasta reikningsári, að því er fram kom á að- alfundi 16. nóvember sl. Tap af reglu- legri starfsemi var 108 milljónir, en að teknu tilliti til óreglulegra liða var hagnaður upp á 97,1 milljón króna. Starfsmenn voru að meðaltali 198 á starfsárinu og launagreiðslur 654 milljónir. Það eru 103 hluthafar sem eiga hlut í Ísfélagi Vestmannaeyja hf. En hverjar eru framtíðarhorfur fé- lagsins? „Ég met stöðuna þannig að félagið eigi að vera sterkt eftir þessa upp- byggingu í vinnslu á síld og loðnu,“ sagði Ægir Páll. „Félagið verður með tvær góðar bræðslur, fullkomna vinnslu til að vinna loðnu og síld. Þótt skipin séu komin til ára sinna hafa þau samt náð að veiða þann kvóta sem við eigum úr að moða. Afurðaverð á síld og loðnu er gott í dag og horf- urnar góðar. Ég er því nokkuð bjart- sýnn og tel stöðu félagsins sterka þegar litið er til næstu mánaða.“ Að- spurður sagði Ægir Páll ekki neina ákvörðun hafa verið tekna um end- urnýjun fiskiskipaflota félagsins. gudni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.