Morgunblaðið - 02.12.2001, Síða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 27
LISTIN KRYDDAR
TILVERUNA
Rauðarárstíg 14,
sími 551 0400
Kringlunni,
sími 568 0400
Smáralind,
535 0400
fold@artgalleryfold.com
— Listamaður - Bragi Ásgeirsson —
ÞAÐ er orðið eilítið þreytandi að
tala sífellt um samruna lífs og listar
líkt og slíkt væri raunhæfur mögu-
leiki. En það er ekki auðvelt að slíta
sig frá þeirri umræðu þegar lista-
menn halda stöðugt áfram að ganga
út frá nánasta umhverfi sínu í verk-
um sínum.
Reyndar kemur vel fram í verk-
um Hlífar Ásgrímsdóttur að veru-
leikinn þarf alls ekki að vera lista-
manninum rannsóknarefni. Það
væri nær að tala um að eitthvað í
umhverfinu fangaði huga hans og
ylli nokkurs konar þráhyggju með
honum. Þeirri hugmynd skýtur upp
í kolli hans að hægt sé að fanga
eitthvert ljóðrænt augnablik og
miðla því til annarra með svipuðum
árangri og tilveran kastar fram
tækifærisperlum sínum.
En þó svo að listamaðurinn hafi
ekki erindi sem erfiði tekst honum
oftar en ekki að skapa annars konar
tengsl milli verks síns og viðfangs-
efnis og miðla þannig óbeint töfrum
tilverunnar eins og hann varð fyrir
þeim.
Þetta er einmitt það sem Hlíf
tekst með óvenjulegri samsetningu
sinni á vatnslitum og raunveruleg-
um sængurfötum, auk ljósmynda.
Eitthvað í nálgun hennar minnir á
fínleg handtök Hreins Friðfinnsson-
ar þótt langur vegur sé milli Hlífar
og hans. Þótt sýning hennar láti lít-
ið yfir sér er hún mjög vel valin við-
bót við sýninguna Air-Condition, í
hinum sölum Hafnarborgar.
MYNDLIST
Hafnarborg, kaffistofa
VATNSLITIR & BLÖNDUÐ TÆKNI
HLÍF ÁSGRÍMSDÓTTIR
Halldór Björn Runólfsson
Innrömmun
veruleikans
Til 3. desember. Opið miðviku-
daga til mánudaga frá kl. 11–17.
Frá sýningu Hlífar Ásgrímsdóttur í kaffistofu Hafnarborgar.
EMMA, bráðum níu ára, hittir
galdramann með gulltennur sem
gefur henni óhrjálegt og brotið 13
tíma úr. Hún á afmæli eftir viku og
afræður að nota skrýtna gamla úrið í
bili þar sem hún býst við að fá bráð-
um nýtt, fínt úr í afmælisgjöf frá
ömmu sinni.
Emma er í skóla og lífið gengur
sinn nútímalega vanagang, mamma
er sístökkvandi í vinnuna og pabbi
upptekinn og aldrei að hlusta.
Hann svarar næstum aldrei því
sem ég spyr um, hann pabbi minn.
Ég held hann heyri ekki mjög vel.
En hann lyktar vel. (18)
Foreldrarnir virðast veita því litla
eftirtekt þegar klukka töframanns-
ins tekur á rás og sólarhringur
Emmu tekur á sig allt aðra mynd en
hina viðteknu.
Og eftir því sem klukku galdra-
mannsins seinkar og seinkar reynist
erfiðara að synda gegn straumnum
og halda sínu striki. En galdramað-
urinn með gulltennurnar kann svar
við því.
Þú verður að treysta sjálfri þér ...
Og klukkunni þinni ... Það gengur
áreiðanlega vel. Kærðu þig kollótta
um hvað aðrir segja. (26)
Auk þess að læra að fylgja eigin
sannfæringu lítur Emma fleiri hliðar
á tilverunni í nýja tímanum en hún á
að öllu jöfnu að venjast. Hún hittir til
dæmis útigangsmann um miðja nótt,
Garð-Berg, sem sefur úti undir beru
lofti með pappaumbúðirnar af nýju
IKEA rúmi mömmu og pabba sem
skjól. Jafnvel þótt „hér á landi eigi
allir heima einhvers staðar“ og ekki
sé til „fólk sem sefur á götunum og
svoleiðis“ eins og hún lærði í fyrsta
bekk. Tennurnar á honum eru líka
„algjör tannlæknamartröð“ og hann
lyktar ekki vel. En hann segir sögur,
„talar og talar og hlustar og svarar
spurningum“.
Þegar afmælið er búið viku síðar
og Emma er búin að fá nýja úrið tek-
ur „gamli tíminn“ við aftur, en henni
þykir það samt sem áður að „vissu
leyti gott að hafa farið eftir klukku
galdramannsins“ um skeið.
Enda þótt ég missti dálítið úr skól-
anum. Og allt barnaefnið í sjónvarp-
inu. Því ég hitti Berg. Annars hefði
það ekki gerst.“ (91)
Ferðalag Emmu undir öðrum
tímaformerkjum er ekki bara dágóð
skemmtun í góðri þýðingu, heldur
þroskasaga telpu sem á dálítið upp-
tekna foreldra og eignast fullorðinn
vin sem hlustar.
BÆKUR
Börn
eftir Per Nilsson. Myndir gerði Eva
Lindström. Sigrún Árnadóttir íslenskaði.
94 síður. Mál og menning 2001.
KLUKKAN SEM GEKK EINS OG
HENNI SÝNDIST
Þroskasaga telpu
Helga Kr. Einarsdóttir