Morgunblaðið - 02.12.2001, Síða 40
MINNINGAR
40 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!"##
$%
& ( &
) '
!" #$
# %
&$'
()#$
*# + ,$'
#$
" ( #-
.*) )#$
" / $'
#
#$$' *$)/01 2
3$
. #$
0 $$'
' )44!
! "##$
% !
&
' (!
!" # $ %"&'() *++
# (
+, *++ $ - +. / ,+"0
!"
#$% & ' (( ) &*(%++
+ & ' (%++
, & ' (%++
-./0 & ' (%++ - -./((
+ ' & ' (( 1% %++
233/
!
!"
#
!
!
"
!
$% & "#$ %& '# (
)( %'# (
)( '
( '# ( %
!
!"
!
"##
!
$
#$% % %
& % ' % ( )& *
( * + ' ,
-. *
)/ %
' *
* / /. "
Elsku hjartans Hólmar minn.
Það er erfitt að sjá á eftir þér.
Margs er að minnast og margs að
sakna.
Það var eins og tíminn stæði í stað
þegar Rene hringdi og sagði að þú
værir dáinn. Ég trúði ekki mínum
eigin eyrum, óbærileg sorg og sökn-
uður sótti að mér. Ég trúi því ekki að
ég eigi ekki eftir að hitta þig í Köben í
nýju íbúðinni þinni sem þú varst
nýbúinn að festa kaup á og ætlaðir að
gera glæsilega.
Draumaíbúðin eins og þú sagðir
við mig, hátt til lofts og vítt til veggja,
stór verönd með glæsilegum garð-
húsgögnum. Þú varst svo stórtækur
og naust þess að geta loksins veitt
þér það sem þig langaði til, ferðaðist
um heiminn og lifðir lífinu lifandi. Þú
lifðir hratt og kvaddir allt of fljótt.
Þú varst vinmargur og tryggur
vinur vina þinna.
Það eru dapurleg örlög að lifa barn
sitt og það fær fullorðin móðir hans
nú að reyna.
Það var náið og traust samband á
milli þeirra og hann var einstaklega
góður og nærgætinn við hana alla tíð.
Missir hennar er sár. Megi Guð
blessa hana og styrkja í þessari
miklu sorg.
Elsku besti Hólmar minn, takk
fyrir allar frábæru samverustundirn-
ar.
Ég sakna þín.
Þín mágkona,
Margrét.
Það er undarlegt að hugsa til þess
að þú sért farinn og að ég eigi aldrei
eftir að sjá þig aftur fyrr en við hitt-
umst í himnaríki. Guð hlýtur að hafa
ætlað þér eitthvert stórt verkefni hjá
sér þar sem hann tekur þig frá okkur
svo snögglega.
Ég er ekki almennilega búin að
átta mig á þessu og mér finnst bara
eins og þú sért ennþá úti í Danmörku
og allt sé eðlilegt. Þegar mér var sagt
að þú værir dáinn fór ég að hugsa um
allar minningarnar sem ég á um þig
og ég mun alltaf varðveita þær innst í
hjarta mínu. Ég var svo ung þegar þú
fluttir til Danmerkur en ég man allt-
af þegar þú komst og passaðir okkur
systurnar í Ánalandinu og þegar þú
gafst okkur eftirminnilegustu jóla-
gjöf sem ég hef fengið.
Þó að ég hafi ekki hitt þig svo oft
eftir að þú fluttir út man ég eftir því
hvað þú varst alltaf glaður að hitta
okkur fjölskylduna. Þú varst alltaf
hlæjandi og í góðu skapi. Ég man
ekki eftir þér öðruvísi.
Þú varst langtengdastur mér af
bræðrum pabba og þú varst okkur
meira en frændi og föðurbróðir því
að þú og mamma voruð bestu vinir.
Ég gleymi því ekki þegar þú hringdir
seint á kvöldin og þið töluðuð saman í
marga klukkutíma. Ég er viss um að
ef þú hefðir lifað lengur hefðum við
orðið eins góðir vinir. Þér fannst svo
gaman að spjalla við okkur systurnar
og þú gafst þér alltaf tíma til þess.
HÓLMAR INGI ÞVER-
DAL KRISTJÁNSSON
✝ Hólmar IngiÞverdal Krist-
jánsson fæddist í
Reykjavík 4. apríl
1964. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu í Kaupmanna-
höfn 18. nóvember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans eru Hólm-
fríður Jónsdóttir, f.
15.9. 1920, og Krist-
ján Björnsson, f.
26.4. 1919, d. 1.7.
1990. Bræður hans
eru Jón Guðmundur
Jónsson, Kristján
Þverdal Kristjánsson, Björn Þver-
dal Kristjánsson og Jónas Þverdal
Kristjánsson.
Hólmar bjó í staðfestri samvist
með Renè Vilar, dönskum manni.
Útför Hólmars fer fram frá
Grafarvogskirkju á morgun,
mánudaginn 3. desember, og hefst
athöfnin klukkan 13.30. Minning-
arathöfn um Hólmar fór fram í
Kaupmannahöfn 24. nóvember.
Ég gleymi því ekki
þegar þú tókst á móti
okkur fjölskyldunni
þegar við komum til
Danmerkur sl. sumar.
Þegar við nálguðumst
fallega sumarhúsið þitt
tókstu á móti okkur
með stráhatt á höfðinu
og íslenska fánann í
annarri hendi og þann
danska í hinni. Og þú
varst skellihlæjandi,
kátur og glaður eins og
alltaf.
Og í hvert skipti sem
ég kvaddi þig tókstu
alltaf svo þétt utan um mig, ég held
ég hafi ekki fengið svona þétt faðm-
lag frá neinum öðrum.
Þú varst með svo stórt hjarta og
vildir engum illt. Þú varst vinur allra
og öllum líkaði vel við þig. Ég á
margar góðar minningar um þig sem
ég ætla að varðveita vel í hjarta
mínu. Þú ákvaðst að lifa lífinu lifandi
og gerðir það svo sannarlega. Þú
kvartaðir aldrei ef eitthvað var að.
Ég hefði svo sannarlega viljað hafa
þig miklu lengur hjá okkur og ég
sakna þín mjög mikið. En svona er
nú lífið stundum og því fær maður
ekki breytt.
Ég veit að þér líður vel og að þú
gætir mín. Nú ert þú í himnaríki hjá
Guði, Kristjáni afa og litla bróður
þínum. Mundu bara, elsku hjartans
Hólmar minn, að ég elska þig.
Þín frænka,
Helga.
Elsku Hólmar. Nú ert þú farinn til
himna, já þar ert þú. Ég veit að Guð
mun passa þig og þú munt einnig
passa mig. Þú sem varst alltaf svo
góður við alla. Af hverju þurftir þú að
falla svona hljótt og fljótt?
Það munu allir sakna þín, tár mín
og sorg munu aldrei dvína.
Núna verður þú engill sem svífur
voða hátt og hefur áhyggjur af fáu.
Og á hverju kvöldi hvísla ég að þér
lágt: Þú ert langbesti frændi sem ég
hef átt.
Þín frænka,
Hólmfríður.
Eins og hendi væri veifað varð ver-
öldin svo undarlega köld þrátt fyrir
blankalogn úti, líkt og náttúran héldi
niðri í sér andanum yfir þessari
harmafregn. Hann Hólmar vinur
minn er dáinn. Farinn á fund feðra
sinna í blóma lífsins án nokkurs fyr-
irvara.
Hólmari kynntist ég sem tíu ára
snáða er ég gerðist heimagangur í
húsi foreldra hans árið 1974 og höf-
um við alla tíð síðan haldið góðu sam-
bandi og vináttan styrkst með árun-
um þó svo að fjarlægðin í kílómetrum
væri yfirleitt mikil á milli okkar.
Jarðvist hans Hólmars sótti
snemma á brattann. Hann var fædd-
ur 4. apríl 1964 með alvarlegan
hjartagalla sem gerði að líf hans
hékk í bláþræði þar til hann fór í að-
gerð til Bandaríkjanna tveggja ára
gamall. Bernskuskónum sleit hann á
Hjallaveginum í faðmi fjölskyldunn-
ar, yngstur af sex bræðrum, sonur
hjónanna Hólmfríðar Jónsdóttur og
Kristjáns Björnssonar.
Það sem einkenndi skapgerð
Hólmars framar öðru var léttleikinn,
hvað sem á bjátaði í baráttu lífsins
var hláturinn alltaf rétt handan við
hornið, og brosin blíð var hann óspar
á. Hólmar fór sínar eigin leiðir og var
aldrei upptekinn af að fara troðnar
slóðir. Tvítugur réðst hann í íbúðar-
kaup sem okkur er að honum stóðum
leist lítið á. En hann vissi hvað hann
vildi, pilturinn, og kom sér upp sinni
íbúð og vann myrkranna á milli í ösk-
unni og oft var hann í bæði götóttum
skóm og slitnum úlpum. En hann
bara hló og var ánægður með sitt. En
undir léttu yfirborði Hólmars leynd-
ust djúpar hugsanir og vangaveltur
yfir lífinu og tilverunni. 26 ára gamall
dreif hann sig til Bandaríkjanna til að
víkka sjóndeildarhringinn og er heim
var snúið byrjaði hann í hárgreiðslu-
námi við Iðnskólann og lauk því námi
með sóma. Honum þótti stundum
þröngt um sig á Íslandi og umburð-
arlyndið í þjóðfélaginu oft meira fög-
ur orð en handfastur veruleiki. Fyrir
sex árum lagði hann aftur land undir
fót og var ferðinni að þessu sinni heit-
ið til Danmerkur. Þar fékk hann
vinnu við hárgreiðslu og vann sér
hylli viðskiptavina og vinnufélaga
með viðleitni sinni og færum hand-
brögðum. Stuttu eftir komuna til
Danmerkur kynntist hann Renè Vil-
ar og felldu þeir hugi saman og fóru
fljótlega að búa. Svo löggiltu þeir
sambúð sína 17. október 1997og var
þá glatt á hjalla. Þeir áttu heimili sitt
í Kaupmannahöfn og sumarhús á
yndislegum stað á Norður-Sjálandi.
Þar eyddu þeir helgunum og nutu
lífsins langt frá skarkala lífsins og
annríki hverdagsins.
Síðastliðið sumar fór ég og fjöl-
skylda mín í sumarfrí til Hólmars og
Renè. Þeir tóku höfðinglega á móti
okkur báðir tveir og var unun á að
horfa hversu ánægður Hólmar var
með tilveruna. Við áttum þarna heila
viku saman, þar sem margt og mikið
var rætt, og sem ávallt með Hólmar
voru það aldrei innantómar umræður
um veður og vind. Hann átti það til að
kalla mig systur sína, þótti sú nafn-
bót hæfa betur en að segja fyrrver-
andi mágkona. Hann saknaði mikið
Íslands og langaði oft heim. Mamma
hans hún Fríða átti stóran hlut í
hjarta hans og þótti honum erfitt að
búa svo fjarri henni. En seinni part
sumars treysti hún sér í langferð og
dvaldi þá hjá Hólmari í Danmörku og
fékk að sjá íbúðina, vinnustaðinn og
sumarhúsið. Síðan komu þau bæði
hingað yfir til Noregs og voru hjá
mér og einnig Kristjáni bróður
Hólmars. Ekki grunaði mig þá að
þetta væru okkar Hólmars síðustu
samverustundir hér á jörðu.
Ég kveð með söknuði góðan vin og
bið góðan Guð að vera með sálu hans,
Ég og fjöldskylda mín sendum eig-
inmanni hans, honum Renè, Hólm-
fríði, móður Hólmars, bræðrum
hans, Nonna, Stjána, Bjössa og Jón-
asi, og öðrum aðstandendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Megi
góður Guð vera hjá ykkur og gefa
ykkur styrk í sorginni.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið sama;
en orðstír
deyr aldrei,
þeim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Þorbjörg Kristjánsdóttir
(Böggý.)
Í dag má slökkva á sólinni, pakka
saman tunglinu og hleypa úr hafinu
því Hólmar vinur minn er dáinn. Á
morgun getum við kveikt á sólinni
aftur, tekið tunglið upp og látið renna
hægt í hafið aftur en ekki í dag, því í
dag kveð ég Hólmar vin minn. Vin-
átta okkar spannar mörg ár en henni
lýkur ekki í dag því hún nær út yfir
gröf og dauða. Við tökum upp þráð-
inn þegar við hittumst á ný.
Ég kveð ástkæran vin minn og
sendi Fríðu ömmu, Rene, bræðrum
og öðrum aðstandendum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Guð styrki
ykkur í sorginni og beri ykkur á örm-
um sér.
Ég trúi á Guð sem er gjöful og hlý
og gefur mér styrk sinn og dug.
Guð sem að læknar og gerir allt heilt
og græðir minn langþreytta hug.
Ég trúi á Guð sem grætur með mér
þá guggin ég er bæði og sár.
Huggandi Guð sem að huggar mig blítt
og hughreystir, þerrar mín tár.
Ég trúi á Guð sem að gengur með mér
og gleðst yfir lífinu hér,
á lífsglaða vinkonu, ljósberann þann
sem mér lýsir er héðan ég fer.
(Sigríður Magnúsdóttir.)
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elína Hrund Kristjánsdóttir.