Morgunblaðið - 05.12.2001, Side 12

Morgunblaðið - 05.12.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEÐALÁRANGUR íslenskra ung- linga í lestri er marktækt betri en meðaltal nemenda í OECD-löndunum en þeir standa bestu þjóðunum engu síður nokkuð að baki. Í lestrarþætt- inum lentu Íslendingar í 12. sæti en Finnar í því efsta en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Finnar koma vel úr námskönnunum. Í stærðfræði- og náttúrfræðilæsi voru Japanar og Suð- ur-Kóreubúar efstir en Finnar voru þar einnig sterkir. Þá vekur og sér- staka athygli að um þriðjungur nem- enda svaraði því til að þeir læsu lítið sem ekkert sér til skemmtunar. Þetta kemur fram í PISA-könnun, sem gerð er á vegum OECD, Efna- hags- og framfarastofnunar Evrópu, á árangri fimmtán ára nemenda í lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Í könnuninni nú var megináherslan lögð á lestrarþáttinn. Markmiðið með rannsókninni er að reyna að meta hversu vel nemendum sem eru að ljúka skyldunámi hefur tekist að til- einka sér þá þekkingu og ná þeirri hæfni sem þeir þurfa á að halda til þess að taka fullan þátt í nútímasam- félagi. Ekki nógu margir í efsta þrepi Í kynningu Júlíusar K. Björnsson- ar, forstöðumanns Námsmatsstofn- unar, kom fram að meðalárangur ís- lensku nemendanna er einnig betri en meðaltalsárangur í stærðfræði. Í náttúrufræði var aftur á móti ekki marktækur munur á árangri ís- lenskra nemenda og meðaltali nem- enda allra þátttökulandanna. Alls sýndu 10% nemendanna í þró- uðustu löndum heims hámarksgetu í lestri, þ.e. þeir ná svokölluðu fimmta þrepi. Þessir nemendur skilja flókið ritað mál, geta túlkað upplýsingar og dregið af þeim réttar ályktanir, ásamt því að nýta sér margs konar sértæka þekkingu. Í Ástralíu, Kanada, Finn- landi, Nýja-Sjálandi og Bretlandi er þetta hlutfall á milli 15% og 19%. Á Ís- landi reyndist hlutfallið vera 9% sem er ekki marktækt frábrugðið meðal- tali OECD-ríkjanna. Það er þó veru- lega lægra en hjá þeim þjóðum sem ná bestum árangri og sagðist Júlíus telja eðlilegt að kanna hvort og þá hvernig hækka mætti þetta hlutfall með því að gera betur við bestu nem- endurna. Niðurstöðurnar bentu til þess að í íslenskum skólum fengi all- stór hópur nemenda ekki nægilega verðug verkefni að kljást við eða full- nýtti ekki getu sína í grunnskólanum. Fleiri íslenskir nemendur búa yfir grunngetu í lestri Á Íslandi er hlutfall nemenda sem ekki ná lægsta hæfnisþrepinu mark- tækt lægra en OECD-meðaltalið eða um 4%. Júlíus segir að þessar niður- stöður bendi til þess að hér á landi sé lökustu nemendunum vel sinnt miðað við það sem gerist víða annars staðar. Á þrepi eitt eru að jafnaði 12% nemenda en það þrep krefst þess að grundvallarhæfni í lestri sé fyrir hendi og verða nemendur að geta ráð- ið við verkefni eins og að finna ákveð- ið atriði í texta eða skilja meginþema hans. Júlíus segir að ungt fólk sem ekki hefur þessa hæfni sé ekki vel í stakk búið til frekara náms og eigi því í erfiðleikum með að afla sér meiri menntunar og ná árangri á öðrum sviðum að loknu skyldunámi. Júlíus tók fram að góður almennur árangur hefði sterk tengsl við jafna dreifingu niðurstaðna. Meðalárangur Íslendinga var marktækt yfir OECD- meðaltalinu og bilið á milli besta og lakasta árangurs var því fremur lítið. Andstætt því sem var t.d. í Þýska- landi reyndist dreifing niðurstaðna í íslenska úrtakinu öll vera vegna mis- munar milli nemenda og að ákaflega litlu leyti vegna mismunar milli skóla. Júlíus segir að lítill sem enginn mun- ur sé því á árangri íslenskra nemenda eftir skólum. Það endurspegli eins- leitni íslenska skólakerfisins og styðji þá hugmynd að á Íslandi sé ekki um að ræða marktæka mismunun í námi eftir skólum, hverfum, landshlutum og efnahag skóla, eins og sjá má í flestum öðrum löndum. Íslenskir strákar slakir Í mörgum löndum reyndust strák- ar vera töluvert á eftir í lestri og raun- ar stóðu stelpur sig betur í lestri en strákar í öllum þátttökulöndunum. Þó sýnir marktækur munur á milli landa að skólakerfi þeirra bjóða nemendum umhverfi og aðstæður í misjöfnum mæli sem henta báðum kynjum. Í öll- um þátttökulöndunum eru strákar líklegri til þess að vera á þrepi eitt eða lægra í lestri. Júlíus benti sérstaklega á þá stað- reynd að á Íslandi eru strákar helm- ingi líklegri en stelpur til þess að vera á þrepi eitt eða neðar í lestrargetu sem benti til þess að sinna þyrfti þeim mun betur en nú er gert. Í helmingi þátttökulandanna standa strákar sig betur en stelpur í stærðfræði. Stóran hluta þessa mun- ar má rekja til þess að hlutfall stráka meðal þeirra bestu er hærra en stelpna en kynjahlutfallið er jafnt meðal þeirra sem standa sig illa. Á Ís- landi reyndist hins vegar ekki vera marktækur munur á kynjunum, hvorki í stærðfræði né í náttúrufræði, sem aftur táknar að íslenskir strákar koma fremur illa út í samanburði við önnur lönd. Júlíus tók hins vegar fram að hafa bæri í huga að PISA- verkefnin í stærðfræði og náttúru- fræði eru ákaflega háð lestrargetu. Búast mætti við að væru þau tengsl minni myndi árangur strákanna verða betri en skólasystra þeirra, sér- staklega í stærðfræði. Því væri ljóst að reyndu stærðfræðiverkefni veru- lega á lestrargetu stæðu stúlkur sig jafnvel og piltar. Jafn aðgangur að námi á Íslandi Könnunin leiddi í ljós að nemendur sem búa við betri félagslega stöðu standa sig nokkuð betur en þeir sem hafa laka stöðu en þessi munur er minni í sumum löndum en öðrum. Kanada, Finnland, Ísland, Japan, Kórea og Svíþjóð eru lönd sem eru yf- ir meðaltali OECD-landanna í lestr- argetu en í þessum löndum virðast áhrif félagslegra aðstæðna á árangur nemenda vera hvað minnst. Í Tékklandi, Þýskalandi, Ung- verjalandi og Lúxemborg er þessu öf- ugt farið, þ.e. félagsleg staða hefur mikil áhrif á árangur. Því má draga þá ályktun að á Íslandi hafi nemendur að mestu jafnan aðgang að námi, óháð efnahags- og félagslegri stöðu. PISA-könnunin er víðtækasta rannsókn sem gerð hefur verið á þekkingu og getu nemenda en í nær öllum löndum byggist könnunin á úr- taki. Hér á landi tóku allir íslenskir nemendur í 10. bekk í fyrra þátt í rannsókninni og kom fram í máli Júl- íusar K. Björnssonar, forstöðumanns Námsmatsstofnunar, að þetta dregur úr allri óvissu á íslensku niðurstöð- unum. Rannsóknin verður endurtek- in á þriggja ára fresti. Í fyrra var megináherslan á lestrarþáttinn, árið 2003 verður það stærðfræðin og nátt- úrufræði árið 2006. Könnun á námsárangri nemenda í grunnskólum OECD-ríkjanna Íslenskir nemendur eru yfir meðaltali 45 6  7 189  %&' 7 19 '')%&' 7 1:9 *+''& 7 19 *,+*+, 7 1!9 ))'*,- 7 1 9   ))' .      ',,/(%-0      1 *,,%,, (2           - " *+./0 1 2)3/," %40 560 640 %&0 70 60 40 6&0 5%0 660 %80 &0 4970 66950 6:9; 6%9;0 %%940 <980 Morgunblaðið/Golli Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Júlíus K. Björnsson, forstöðu- maður Námsmatsstofnunar, með PISA-skýrsluna. BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra segir að miðað við fyrstu niðurstöður megi ef til vill velta því fyrir sér hvort gert sé nógu vel í skólakerfinu við þá nem- endur sem eru bestir. „Við vitum raunar og erum sannfærð um að við Íslendingar eigum að geta átt mun stærra hlutfall nemenda í efsta þrepinu.“ Aðspurður um hátt hlutfall nem- enda sem ekki lesi sér til skemmt- unar segir Björn fulla ástæðu til þess að skoða það betur ef það er niðurstaðan úr könnuninni og hún reynist rétt, að ungt fólk sé al- mennt farið að draga mjög úr lestri. „Það er í andstöðu við það sem við höfum verið að vinna að í skólakerfinu upp á síðkastið. Við höfum verið að gera margvíslegar ráðstafanir til þess að auka við lestrarkennsluna og skilgreina lestrarfærni sem lykilþátt í öllu skólastarfinu. Við höfum verið með ýmis nýmæli, eins og til að mynda stóru upplestrarkeppnina sem nú er að fara af stað, sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk til þess að auka lestur og lesa með öðrum hætti.“ Björn segir þetta vissulega stangast á við okkar eig- in tilfinningu um að við séum bók- menntaþjóð, að við gefum út og kaupum fleiri bækur en flestar aðrar þjóðir. „Það er vissulega nokkur þverstæða ef niðurstaðan er síðan sú að enginn hefur ánægju af þessu og síst af öllu unga fólk- ið.“ „Þetta er þó ekki aðalatriðið í niðurstöðum rannsóknarinnar heldur að þegar á heildina er litið getum við vel við unað þótt vissu- lega vilji menn gera betur á sum- um sviðum. Könnunin sýnir að við erum á réttri leið og að íslenska skólakerfið stenst vel samanburð við bestu þjóðirnar í heiminum.“ Björn segir að rannsóknir af þessu tagi veiti mönnum nýjar upplýsingar og staðfesti sumpart eldri niðurstöður sem aftur geri mönnum kleift að fara að ræða um málin á hlutlægan hátt. „Nú getum við skoðað þetta í alþjóðlegu sam- hengi og það á eftir að hafa jákvæð áhrif þegar fram líða stundir.“ Spurður um muninn á frammi- stöðu kynjanna, sem mælist í könn- uninni, segir Björn að hann komi kannski ekki beinlínis á óvart. Hann sé hins vegar mjög mikið umhugsunarefni. „Það þarf að halda þeim skilaboðum og þá sér- staklega að ungum piltum að þeir eigi að leggja rækt við námið. Það er mjög mikilvægt. Af 10.500 há- skólanemum á Íslandi eru 6.500 konur en aðeins 4.000 karlmenn þannig að þetta rekur sig áfram upp skólakerfið.“ Hærra hlutfall nemenda í efsta þrep HARALDUR Örn Ólafsson sjötindafari, gekk á fjórða tind- inn af sjö í sjötindagöngu sinni er hann gekk á hæsta tind Ástr- alíu, Kosciuszko (2.228 m) á sunnudag. Tindurinn er í Snowy Mountains, um 400 kíló- metra suður af Sydney. Har- aldur lagði upp frá þorpinu Thredbo við rætur fjallsins og var strekkingsvindur á göng- unni, hálfskýjað og 10 stiga hiti. Gangan tók 3 klukkustundir. Hann gekk á tindinn í stað Car- stensz Pyramid, hæsta tinds Eyjaálfu en hvor um sig er við- urkenndur sem einn hátind- anna sjö. Haraldur er engu að síður staðráðinn í að klífa Car- stensz, sem hann varð að sleppa vegna ólgu í landinu fyr- ir skemmstu. Hann bindur von- ir við að það geti orðið í febrúar, áður en hann leggur á Everest. Ástralski tindurinn er sá lægsti og auðveldasti í tinda- röðinni og hefur Haraldur nú gengið á alla tindana í auðveld- ari kantinum, Kilimanjaro, El- brus og Kosciuszko. Hann hóf sjötindagönguna hins vegar með uppgöngu á Denali í Alaska sem er næst erfiðasta fjallið. Mjög mun reyna á Harald í viðureign hans við næstu þrjú fjöll, þ. á m. hið ískalda Vinson Massif á Suðurskautslandinu (4.897 m), sem hann klífur nú í desember gangi áætlanir eftir. ÁKVEÐIÐ hefur verið að próf- kjör verði hjá Sjálfstæðis- flokknum í Kópavogi vegna uppstillingar á lista flokksins við bæjarsjórnarkosningarnar í vor. Samkvæmt upplýsingum Halldórs Jónssonar, formanns fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Kópavogi, rennur fram- boðsfrestur út vegna prófkjörs- ins á gamlársdag, en prófkjörið sjálft fer fram 9. febrúar næst- komandi og er það opið öllum á kosningaaldri sem lýsa yfir stuðningi við flokkinn. Halldór sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn ætti nú fimm bæj- arfulltrúa og væri ekki vitað annað en þeir gæfu allir kost á sér. Þeir væntu þess að almenn þátttaka yrði í prófkjörinu. Prófkjör hjá Sjálfstæðis- flokknum í Kópavogi Haraldur gekk á fjórða tindinn HAFIN er formleg lögreglu- rannsókn á grundvelli kæru, sem lögð var fram á hendur fullorðnum manni, sem kærður er fyrir að kýla 14 ára nemanda í Hagaskóla fyrir skemmstu, með þeim afleiðingum að drengurinn nefbrotnaði. Móðir drengsins lagði fram kæruna eftir atvik sem varð við Há- skólabíó 26. nóvember sem átti upptök sín í því að nokkrir nemendur skólans fóru að kasta snjóboltum í manninn og annan sem með honum var. Af- drifarík atburðarás fór af stað í kjölfarið. Lögreglu- rannsókn hafin vegna nefbrots

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.