Morgunblaðið - 05.12.2001, Side 30

Morgunblaðið - 05.12.2001, Side 30
Stúlkubarn fætt sjö vikum fyrir tímann. Hún hefur nú náð jaf bollukinnum. Myndin er birt me KRISTÍN Lára Friðjóns-dóttir segir áhuga sinn áviðfangsefninu hafavaknað eftir þá reynslu sem hún öðlaðist í starfi sínu á ís- lenskum leikskólum en upplifun ís- lenskra mæðra af fyrirburafæðingu er meginviðfangsefni rannsóknar- og útskriftarverkefnis hennar í sér- kennslufræðum við Óslóarháskóla. „Það sýndi sig ítrekað að foreldrar barna, sem höfðu fæðst fyrir tím- ann, óskuðu eftir aðstoð við að bæta boðskiptin við barnið sitt. Þetta gilti bæði um börn án sýnilegrar ytri fötl- unar og börn með alvarlegar þros- katruflanir. Börn fædd fyrir tímann, sem ekki voru fötluð, þurftu einnig oft meiri athygli frá starfsfólki en jafnaldrar þeirra,“ segir Kristín og bætir við að foreldrar hafi einnig oft lýst yfir vanmætti og þreytu gagn- vart barni sínu. „Í þeim tilfellum sem barn var al- varlega fatlað varð ég hins vegar vör við viðkvæmni foreldranna þegar þau ræddu um boðskiptin eða sam- veruna með barninu sínu. Þetta beindi sjónum mínum að spurningu um hvernig foreldrar barna sem fæðast mikið fyrir tímann upplifa tímabilið þegar barnið er ungbarn.“ Kristín segir markmið rannsókn- arinnar vera að dýpka skilning á að- stæðum og stuðningsþörfum for- eldra og barna eftir fyrirbura- fæðingu. Spurningalistar voru lagðir fyrir mæður þar sem þær voru meðal annars spurðar um hvernig upplifun það hefði verið að eignast barn sem var fyrirburi og hvers konar stuðn- ingsþarfir mæður fyrirburabarna þyrftu. Fyrirburafæðing setur spor sín á móðurhlutverkið Barn sem fæðist fyrir 37. með- gönguviku telst vera fyrirburi eða fætt fyrir tímann. Spurningar Krist- ínar takmörkuðust fyrst og fremst við mæður sem eignuðust barn sem vó minna en 1.500 grömm við fæð- ingu en flest barna í þessum hópi fæðast fyrir 28. meðgönguviku. Meðgangan er oft innan við sex mánuðir og móðir og barn verða af síðustu þremur mánuðum meðgöng- unnar. Niðurstöður rannsóknarinnar varpa að sögn Kristínar ljósi á þörf- ina fyrir að styrkja sjálfstraust mæðra sem eignast barn fyrir tím- ann og einnig að styrkja þegar í byrjun samsömun þeirra við móð- urhlutverkið. Þar geta aðferðir sem hafa það að markmiði að styðja við samband móður og barns skipt miklu máli. „Þó að úrtak rannsóknarinnar sé einungis sex mæður sem fylgst var með um árs skeið endurspeglast ýmis blæbrigði í frásögnum þeirra. Reynsla mæðranna af að eignast barn fyrir tímann hafði sett spor sín á móðurhlutverk þeirra auk þess að hafa bein áhrif á lífsviðhorf þeirra, þær missa af þriðjungi meðgöng- unnar og eru svo óttaslegnar um líf barnsins síns þegar það er fætt,“ segir Kristín og segir nauðsynlegt að setja hugtakið „stuðning“ í brennidepil. „Það þyrfti að veita miklu meiri stuðning í víðu sam- hengi sem gildir almennt um þarfir fyrir handleiðslu, verklega hjálp, eða tilfinningalegan stuðning eftir fæðinguna og mánuðina sem fylgja,“ segir Kristín og segir verulegar úr- bætur þurfa á þessu sviði því þótt aðstæður séu yf- irleitt mjög góðar á ís- lenskum sjúkrahúsum skorti starfsfólk og að- búnað til að sinna nauð- synlegri fræðslu og stuðningi vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem fyr- irburaforeldrar lenda í – óvænt og með litlum fyrirvara. „En það er ekki bara inni á sjúkrahúsunum sem þarf að bæta aðstöðuna heldur vantar líka skiln- ing inn í allt samfélagið á því hvað það felur í sér að eignast svona barn.“ Áfallahjálp fyrir fyrirburamæður Það fylgir því alvarlegt áfall að fæða barn fyrir tímann og eignast fyrirbura. Undirbúningur fyrir móðurhlutverkið hefst fyrir alvöru þegar kona uppgötvar að hún er ófrísk. Líkami hennar breytist mik- ið á meðgöngunni, en biðtíminn eftir barninu og svo fæðingin felur einnig í sér miklar breytingar á daglegu lífi, tilfinningum og sjálfsmynd. Mikilvægur sálrænn undirbúningur fyrir móðurhlutverkið fer því fram á þessum níu mánuðum meðgöngunn- ar og segir Kristín að við barnsfæð- inguna fæðist einnig fullburða for- eldri. „Fyrirburamóðir fær ekki tíma til að þroska með sér innri tilfinningu fyrir að vera móðir, hún er kannski bara komin sex mánuði á leið og langur tími í áætlaðan fæðingardag en svo er hún allt í einu komin í móð- urhlutverkið – allt of snemma. Það er því hægt að segja að þær séu líka fæddar fyrir tímann, það er þær eru ekki andlega undirbúnar fyrir nýtt hlutverk og hafa ekki samsamað sig móðurhlutverkinu. Á síðustu þremur mánuðum með- göngunnar verður barnið svo raun- verulegt og allur praktískur undir- búningur, svo sem fatakaup og annað slíkt, fyrir fæðinguna fer fram. Hjá fyrirburamóður ger- ist allt svo snöggt, hún er jafnvel bara í vinnunni þegar hún fær hríðir og allt í einu er fætt barn. Fæðingin sjálf verður þá líka oft klínísk og jafnvel óraunveru- leg þar sem hún fer fram á skurð- stofu, mamman fellur í skuggann af læknunum, hún missir öll völd og oft sjálfstraustið í leiðinni. Mæður sem eignast svona mikla fyrirbura skilja sig ekki á nokkurn hátt frá öðru fólki sem verður fyrir alvarlegu áfalli. Þær hefðu þurft áfallahjálp og tilboð um áframhald- andi stuðning til að vinna úr reynsl- unni sem fylgir þessum atburði. Hjálp af þessu tagi er ekki veitt ís- lenskum mæðrum fyrirbura en flestar mæðranna í rann óskuðu eftir möguleika á og sambandi við aðra fore hafa verið í svipuðum spo skil ekki af hverju þessar m ekki áfallahjálp því áfall þ sömu tegundar og þegar fó hamförum og slysum, þetta ið þeirra sem er að berjast sínu inni í litlum kassa,“ seg ín og segir það erfitt umhv fyrirburamæður að byrja hlutverkið á vökudeild deilda þar sem þær hafa aðan aðgang að barninu o meðhöndlun barnsins er ó Sakir þess hversu veikbyg er er það ekki móðirin sem sér umönnun barnsins hel ast læknar og aðrir sérf allar þarfir þess. „Strax á meðgöngu fylg félagið með ófrískri konu, um hvað kúlan vex og barn ar og fylgist þannig með þ vexti barnsins. Við eðlileg fæðingu tekur móðirin str og veit hvað er barninu fyr Hún lærir öll smáatriðin um unina strax. Fyrirburamæð af þessari upplifun, þær fæ sitt eftir mjög stutta meðg fá svo ekki næði til að anna sjálfar fyrr en eftir nokkrar jafnvel mánuði. Fyrirbu lýsa vanmætti og að þær s ur hafi haft þá tilfinningu gætu ekkert gert fyrir barn væru það aðrir sem öxluðu ina á lífi þess.“ Kristín segir að auk þes ekki hugsað um barn sit einnig mikið áfall fyrir m irburaforeldra hversu fy geta á margan hátt verið ó burða börnum í útliti. Hand fótleggir eru oft mjög gr húðin getur jafnvel verið þ gerðu hári. „Húðin er svo þunn að Ný rannsókn um reynslu íslenskra m Fyrirburar ast mikillar Kristín Lára Friðjó mæ Mæður fyrirbura verða oft af mikilvægum sál- rænum undirbúningi fyr- ir móðurhlutverkið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rann- sókn íslensks vísinda- manns. Jóhanna K. Jóhannesdóttir kynnti sér rannsóknina. Glerveggur milli barns og móður truflar 30 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HANDVIRKT LÝÐRÆÐI OG RAFRÆNT MIKILVÆGI FRAMHALDSNÁMS OG RANNSÓKNA VIÐ HÍ Sagt var frá því hér í blaðinu í gærað íslenzkur doktorsnemi í Dan-mörku, Kristján Leósson, hafi ásamt öðrum stofnað fyrirtæki þar í landi um hugmynd sína að nýrri ljós- leiðaratækni. Hugmynd Kristjáns gengur út á að fá ljós til að beygja fyrir horn á mjög stuttum vegalengdum og smækka þar með mjög alls konar íhluti ljósleiðarabúnaðar. Þetta getur gert búnaðinn minni, ódýrari í framleiðslu og einfaldari í notkun. Þannig gæti þessi tækni aukið notagildi ljósleiðara- tækninnar enn frekar en þegar er orð- ið. Kristján Leósson stundar doktors- nám við Tækniháskólann í Árósum en hafði áður lokið meistaraprófi í eðlis- fræði við Háskóla Íslands. Einn af fyrrverandi kennurum hans við HÍ, Sveinn Ólafsson, segir í samtali við Morgunblaðið í gær að hefði Kristjáni verið kleift að stunda doktorsnámið hérlendis og tækjaaðstaða við HÍ leyft slíkar rannsóknir, hefði fyrirtækið allt eins getað orðið íslenzkt. „Kristján varð að fara utan til að geta stundað þær rannsóknir sem hug- ur hans stóð til en uppgötvun hans kom þó eins og hliðarsproti við það og var ekki tengd því rannsóknarverkefni sem hann hafði valið,“ segir Sveinn Ólafsson. „Hefði Kristján haft þessa möguleika hér þá væri þetta nýja fyr- irtæki íslenzkt og rannsóknir á þessu sviði hefðu fest sig í sessi hér og arð- semi slíkrar starfsemi er á við virði ál- vers eða virkjunar.“ Þetta er einkar umhugsunarverð ábending. Margir af vaxtarsprotum atvinnulífsins byggjast á vísindarannsóknum. Ef okkur tekst að byggja hér upp umhverfi, þar sem slíkar rannsóknir eru stundaðar, er líklegra að til verði ný atvinnutækifæri hér á landi tengd slíkum rannsóknum. Í þessu ljósi verður það enn skýrara en áður að það er tímabær og rétt ákvörðun hjá stjórnendum Háskóla Ís- lands að leggja stóraukna áherzlu á rannsóknatengt framhaldsnám við skólann. „Það er útilokað að nútíma- þjóðfélag fái staðizt sem sjálfstætt þjóðfélag nema það eigi sér mennta- stofnun þar sem rannsóknir eru settar númer eitt. Fyrirtæki landsins kalla æ meir á rannsóknir, bæði annarra aðila og síðan er starf margra fyrirtækj- anna fólgið í rannsóknum,“ sagði Páll Skúlason háskólarektor þegar hann kynnti áform um aukið framboð náms- leiða í framhaldsnámi fyrr á þessu ári. Áform um þekkingarþorp, þar sem rannsóknastarfsemi og rekstur þekk- ingarfyrirtækja verður í sambýli, ætti jafnframt að stuðla að því að innlendar rannsóknir nýtist við uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra og atvinnu- rekstur og rannsóknastarf hafi styrk hvort af öðru. Nauðsynlegt er að þessar áherzlur í starfi Háskóla Íslands njóti öflugs stuðnings bæði stjórnvalda og at- vinnulífs, því að með þeim er stuðlað að því að skjóta fleiri stoðum undir efnahagslífið og bæta lífskjörin til framtíðar. Ákvörðun félagsmálaráðherra umað hætta við að fella inn í frum- varp til breytinga á kosningalögum kafla, sem leyfir rafrænar kosningar, var til umræðu á ráðstefnu um raf- rænar kosningar fyrir helgi. Var þessi ákvörðun, sem í fundarboði til fjöl- miðla var sagt að hefði verið tekin í kjölfar ályktunar síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins gegn slíkum kosningum, hörmuð á ráðstefnunni. Á Íslandi er fulltrúalýðræði. Á fjög- urra ára fresti ganga kjósendur að kjörborðinu og kjósa sína fulltrúa, sem síðan fara með pólitískt vald í um- boði kjósenda sinna. Hið gamla kerfi, sem notað hefur verið við talningu at- kvæða þar sem mörg hundruð manns hafa fumlaus lagst á eitt eftir að kjör- kassar hafa verið opnaðir til að tryggja að vilji kjósenda komi fram, hefur gefið góða raun. Lýðræðið er hins vegar enn fyrirkomulag í mótun og hljótum við ávallt að leita leiða til að færa það nær kjósendum. Hugmyndin um rafræna kosningu snýst hvorki um að hygla ákveðnum fyrirtækjum né að gera lítið úr því fyrirkomulagi, sem fyrir er. Í henni er fólginn möguleiki til að víkka lýðræð- ið. Eins og málum er nú komið kjósum við fulltrúa, sem síðan taka ákvarð- anir í einstökum málum. Rafrænt fyr- irkomulag eykurmöguleika á að koma á beinu lýðræði. Þegar er farið að gera tilraunir með rafrænar kosning- ar erlendis og sú leið var einnig farin í atkvæðagreiðslunni um Reykjavíkur- flugvöll fyrr á þessu ári. Þá héldu sjálfstæðismenn rafrænt prófkjör á Seltjarnarnesi fyrir skömmu. Pétur Kjartansson, formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að af þeim 1.085 manns, sem kusu raf- rænt, hafi enginn gert ógilt, en 55 at- kvæði hafi verið ógild af 537 atkvæð- um þeirra, sem kusu handvirkt. Hann bætir við að mikið öryggi sé í rafrænni kosningu, kjörskráin sé mun öruggari en með gamla laginu og algjör leynd hvíli yfir kosningu hvers og eins. Ályktun sú sem samþykkt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var svohljóðandi: „Fundurinn telur að framkvæmd kosninga á Íslandi sé nær hnökralaus og engin rök séu til þess að breyta þeirri aðferð við kosn- ingar, sem hingað til hefur verið not- uð. Þvert á móti hafi hún sýnt sig að vera örugg, fljótvirk, traust og auð- veld í framkvæmd, bæði fyrir kjör- stjórnir og ekki síst kjósendur.“ Það er vitaskuld engin ástæða til þess að taka upp verra fyrirkomulag kosninga en verið hefur. Hins vegar er ekki þar með sagt að aðferðir, sem nýst hafi vel hafi áunnið sér þann sess að verða notaðar um aldur og ævi. Í framkvæmd þarf þó að huga að því að kjósendur í hverju bæjar- og sveitar- félagi sitji við sama borð þannig að ekki sé hætta á að hlutfall ógildra at- kvæða verði misjafnt eftir kjörstöðum fyrir þá sök eina að stuðst sé við mis- munandi kosningafyrirkomulag. En máttur vanans má ekki verða svo mik- ill að við látum ónotuð þau tækifæri, sem ný tækni veitir til að auka lýð- ræðið og efla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.