Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ný bók fyrir börn með lestrarörðugleika Málið hefur ákveðin form ÁSTHILDUR Bj.Snorradóttir hef-ur í samvinnu við Ingibjörgu Eldon Loga- dóttur lokið gerð bókar sem ber heitið „Ljáðu mér eyra – undirbúningur fyr- ir lestur“ og er bæði kennslugagn og fræðibók um málhömlun og vanda- mál tengd hljóðkerfisvit- und. Byggist bókin á rannsóknum Ásthildar. Morgunblaðið fræddist um bókina í samtali við Ásthildi í vikunni. – Hvað er hljóðkerfis- vitund? „Með hljóðkerfisvitund er átt við þann hæfileika að geta hugsað og talað um hljóðkerfi málsins. Börn verða að vita að mál- ið hefur ákveðið form sem kallast setningar, orð og hljóð. Hljóðin eiga sér síðan fyrirmynd sem heita stafir. Bókin, „Ljáðu mér eyra – undirbúningur fyrir lest- ur“ er byggð þannig upp að hún þjálfar ákveðna þætti í hljóðkerf- isvitund sem er undirstaða fyrir lestrarfærni. Verkefnin í henni eru spennandi og auðskilin. Þau byggjast á að geta sundurgreint setningar í orð, atkvæði og hljóð ásamt því að þekkja fyrsta og síð- asta hljóð í orði. Einnig læra börnin að ríma, flokka hljóð, leika sér með orðhluta og tengja eitt hljóð við annað. Höfundar ákváðu að hafa með í bókinni kynningu á bókstöfunum og hvernig þeir eru myndaðir, til þess að hjálpa barninu enn frekar til að skilja tengsl bókstafanna við hljóðin og búa barnið betur undir að læra að lesa. Einnig eru teikningar í bók- inni mjög aðlaðandi. Í lok bók- arinnar er síðan litprentað viður- kenningarskjal sem barnið fær eftir að hafa unnið verkefnin í bókinni.“ – Hverjir þurfa á þessari fræðslu að halda? „Málhömlun og vandamál tengd hljóðkerfisvitund endur- speglast oft í lestrarörðugleikum. Það er mikilvægt að það séu til aðgengileg verkefni til þess að þjálfa hljóðkerfisvitund og stuðla þannig að aukinni lestrarfærni hjá börnum sem eiga við þann vanda að glíma. Það hefur einnig sýnt sig að öll börn hafa gaman af að leika sér með málið með því að fást við skemmtileg verkefni. Það hefur átt sér stað heilmikil um- ræða undanfarið um lestur og lestrarörðugleika hér á landi. Það er jafnvel talað um að allt að 16% þjóðarinnar eigi við einhverja lestrarörðugleika að stríða.“ – Stafa lestrarörðugleikar af slakri hljóðkerfisvitund? „Síðustu ár hefur lestur og lestrarferlið vakið áhuga fagfólks um allan heim. Einn þáttur málmeðvitundar, hljóðkerfisvit- und og tengsl við lestrarfærni, hefur verið rannsakaður af mörg- um. Þær rannsóknir sýna fram á bein tengsl á milli hljóðkerfisvit- undar og þróunar á lestrarfærni. Ég gerði rannsókn hér á landi árið 1999 sem hluta af meistaranámi mínu í Bandaríkjunum. Rannsóknin beindist m.a. að því að rannsaka hljóðkerfisvitund barna með og án lestrarörðug- leika. Þessi rannsókn sýndi mikla fylgni milli hljóðkerfisvitundar og lestrar. Einnig hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þjálfun í hljóðkerfisvitund hefur marktæk áhrif í að bæta árangur í lestri og stafakunnáttu. Verk- efni í bókinni byggjast á því að þjálfa hljóðkerfisvitund og stuðla þannig að aukinni lestrarfærni.“ – Hvar er hægt að nálgast bók- ina? „Bókaútgáfan Skjaldborg gef- ur bókina út. Hún fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins. Sérstakar þakkir eru til þróun- arsjóðs grunnskóla og mennta- málaráðuneytisins sem veittu fjárstyrk til að koma hugmynd- um höfunda á framfæri sem síðan varð kveikjan að þessari bók.“ – Er þessi rannsókn sem þú gerðir og bókin allra meina bót fyrir börn með lestrarörðug- leika? „Það er nú of mikil fullyrðing að segja það. Hins vegar þarf að rannsaka þá þætti sem hafa bein áhrif á lestrarfærni. Ég tel að það sé einnig mjög mikilvægt að gera fleiri íslenskar rannsóknir á lestri og lestrarörðugleikum og stöðluð greiningartæki til að meta lestr- arfærni. Það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þjálf- un í hljóðkerfisvitund skilar sér í bættri lestrarfærni og þess vegna ætti þessi bók að undirbúa barnið betur undir listina að læra að lesa. Það hefur samt sem áður sýnt sig að það eru fleiri þættir sem skipta máli til þess að barn geti lært að lesa og má þá nefna skammtímaminni, einbeitingu, sjónræna úrvinnslu og hæfileik- ann að geta umskráð hljóð yfir í tákn. Þetta sýnir þörf á frekari samvinnu sérfræðinga til þess að mæta þörfum barna með lestr- arörðugleika.“ – Hvernig er hljóð- kerfisvitund þjálfuð? „Hún er þjálfuð þannig að barninu er kennt að leika sér með málið, t.d. með því að telja orð, klappa atkvæði og leika sér með málhljóð. Einnig er barninu kennt að hlusta eftir fyrsta og síðasta hljóði í orðum, búa til samsett orð, flokka orð eftir sama upphafshljóði og skilja hvernig hægt er að tengja saman hljóð þannig að útkoman verði orð. Þetta er hægt að gera í gegn um skemmtilega leiki eða með því að nota myndefni eins og bókina.“ Ásthildur Bj. Snorradóttir  Ásthildur Bj. Snorradóttir hef- ur starfað sem talmeinafræð- ingur í yfir 20 ár. Hún starfar nú við Talþjálfun Reykjavíkur. Hún lærði upphaflega talmeinafræði í Noregi og fór síðan í mast- ersnám til Bandaríkjanna og lauk þeirri törn árið 1999. Í nám- inu vann hún rannsókn á hljóð- kerfisvitund barna með og án lestrarörðugleika. Bókin, sem hér er greint frá, var unnin í samvinnu við Valdísi Guðjóns- dóttur talmeinafræðing hjá Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. ...að til séu aðgengileg verkefni Og vogaðu þér ekki að koma aftur til byggða með þetta norska sull, sveinkinn þinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.