Morgunblaðið - 09.12.2001, Page 10

Morgunblaðið - 09.12.2001, Page 10
10 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN eru mismunandi ogeinnig það sem fyrir þaugetur komið. Ég var stödd á manna- móti í vor, og hitti þar konu sem ég kannast við. Hún spurði, „Hvernig gengur með Siggu?“ og átti þá við 13 ára gamla dóttur mína sem er einhverf. Ég þakkaði henni sýndan áhuga, og sagði henni fréttirnar. Eftir sat ég hálfhvumsa og reyndi að muna hvenær og hvort ég hefði verið spurð svona beint um hvernig gengi hjá henni. Ef svo er þá hafa það bara verið þeir allra nánustu. Ég og maðurinn minn, Kristinn Ásmundsson, eigum dreng, Óttar Geir, sem fæddist árið 1978. Hann greindist með krabbamein fimm ára gamall fyrir bráðum 18 árum. Æxli var í vöðva sem hreyfir auga og þeg- ar það fannst var æxlið orðið það stórt að beita þurfti skurðaðgerð, lyfjameðferð og geislum. Aðgerðin tókst vel og auganu var bjargað. Strax daginn eftir var okkur sagt að hann þyrfti að fara til London í geislameðferð. Það varð annað áfall. Hvernig væri með fjármögnun? Hvað yrði um Birnu okkar sem er fædd 1983, og var þá aðeins 10 mán- aða? Eigum góða að En það var ekki spurt að því, þeg- ar svona gerist verða hlutirnir að ganga. Við áttum góða að og for- eldrar mínir voru með litlu stelpuna okkar. Við ákváðum að fara bæði út með honum þó að Tryggingastofnun borgaði bara fyrir einn fylgdar- mann. Upphaflega stóð til að við yrðum í þrjár vikur en það átti eftir að breytast þegar út var komið. Læknarnir úti í London breyttu meðferðinni, svo vikurnar urðu átta. Við komum heim eftir fyrstu vikuna úti og vorum hér heima í þrjár vikur og fórum svo aftur út og vorum í sjö vikur. Svo hélt lyfjagjöfin áfram hér heima eftir að geislameðferð lauk í London. Það tók hann langan tíma að ná sér eftir að meðferð lauk, þó að ungur væri. Þetta var mjög erfitt og mikið áfall. Allir vildu hjálpa Þegar hann veiktist fór allt í gang og allir vildu hjálpa, sem betur fer. Við aðstæður sem þessar verður til mikil samkennd hjá öllum. Jafnvel ókunnugt fólk sendir jólakort og spyr á förnum vegi hvernig gangi, klappar manni á bakið og maður finnur að fólk sýnir skilning á ástandinu. Það er ótrúlegt hvað það hjálpar mikið og hef ég oft hugsað til þess undanfarin ár. Þar sem við búum fór söfnun í gang, svo okkur væri fjárhagslega kleift að vera bæði hjá honum í London og verður það seint fullþakkað. Þegar um mikið veikt barn er að ræða, liggur fyrir hvað á að gera, og hverjar líkurnar eru. Það er einhver annar sem tekur ábyrgðina af herð- um þér og segir þér hvað tekur við og hvernig meðferð eða meðhöndlun á að eiga sér stað. Það eina sem þarf að gera er að halda í vonina og sinna barninu eftir bestu getu. Það er líka alveg nóg, því eins og allir vita sem í þessu hafa lent er eins og maður dofni allur, bæði hugur og líkami. Allt snýst um veika barnið, foreldr- ar sinna ekki sínum einkamálum og vinir sitja á hakanum. Ef börn eru fyrir er mikil hætta að þau sitji einnig á hakanum og að því þarf að hyggja. Bæði vinir og þeir nánustu verða einnig þátttakendur og um- ræðan snýst mikið um veikindin. Í okkar tilfelli fór allt vel, sem betur fer og í dag er hann heill heilsu. Við eigum líka stúlku, Sigríði Ernu sem fædd er 1988 og er hún einhverf. Hún er yndisleg brosandi stúlka, sem hrífur alla sem hana sjá. Það er að vonum mikið áfall að eign- ast fatlað barn og engu minna en þegar drengurinn veiktist, nema síður sé. Doðinn sem tók yfir kemur líka í þessu tilfelli. Það reyndist erfiðara að kyngja því og spurningum okkar var einhvern veginn ekki svarað. Enginn veit hvernig allt kemur til með að þróast. Núna snýst allt um fatlaða barnið og þannig verður það til frambúðar. Það þarf að hugsa fyrir öllu, geta í eyðurnar og finna leiðir til að leysa ótrúlegustu hluti. En tíminn líður og það kemur að því að maður vill sýna umhverfinu áhuga. Það gerist ekki sjálfkrafa. Hugurinn er alltaf fastur hjá fatlaða barninu, því mörgu þarf að sinna eins og þegar drengurinn veiktist en eitt er þó öðruvísi. Þetta líður ekki hjá. Við þurfum sem sagt að læra að sýna öðru og öðrum áhuga. Því oft virkar maður eins og áhugalaus og man ekki stundinni lengur það sem er að gerast allt um kring. Munur á veiku barni eða fötluðu Sigga greindist fyrst seinþroska áður en hún greindist einhverf. Ég tel það engu skipta um framtíðarlík- ur, sem vissulega eru settar upp um hvað sé best fyrir barnið, hver sem fötlunin er. Við verðum sjálf að setja okkur í stöðu sérfræðings og berj- ast í kerfinu og í skólanum fyrir að barnið fái rétta þjónustu. Þessu þyrfti að breyta. Baráttan tekur allt of mikla orku frá foreldrum, sem Hvernig gengur með Siggu? Morgunblaðið/Jim Sigríður Kristinsdóttir, Sigga, í sófanum hjá mömmu og pabba, þeim Bryndísi Sumarliðadóttur og Kristni Ásmundssyni. Fyrir aftan eru Óttar Geir og Birna. Að eignast alvarlega veikt barn og annað fatlað er mikil og erfið lífsreynsla. Bryndís Sumarliðadóttir segir frá reynslu sinni en hún er móðir drengs, sem greindist ungur með krabbamein, og seinna eignaðist hún dóttur sem er einhverf. Þegar drengurinn veiktist fór allt í gang. Jafnvel ókunnugt fólk sendi jóla- kort. Þegar hún greindist einhverf varð fátt um svör. Einhverfa og samfélagið Töluverður munur er á viðbrögðum sam- félagsins við alvar- legum veikindum barns eða þegar um einhverft barn eða fatlað er að ræða. Kristín Gunn- arsdóttir ræddi við foreldra barna með einhverfu og stofn- endur ráðgjafarþjón- ustunnar Áss, sem nýlega var stofnuð. Voru þau öll á einu máli um að rétt greining og þjálfun skiptu lykilmáli eigi að efla þroska barnanna og nýta styrkleika þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.