Morgunblaðið - 09.12.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 09.12.2001, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nám sem nýtist þér! er tveggja anna braut þar sem höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. Brautin er starfstengd og fara nemendur í starfsþjálfun í ein bestu fyrirtækin í Kópavogi. Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Kennsla hefst 8. janúar. Framhaldsnám á skrifstofubraut Kennt á kvöldin Nú stendur einnig yfir innritun í tveggja anna framhaldsnám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Mikil áhersla er lögð á tölvunám, viðskipta- og samskiptagreinar. Kennt er frá kl. 17:20 til 21:45, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Inntökuskilyrði: Nemendur hafi lokið a.m.k. fjórum önnum í framhaldsskóla eða hafi reynslu af skrifstofustörfum. Þeir nemendur sem lokið hafa námi af skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi ganga fyrir um skólavist. Hægt er að stunda annað hvort fullt nám eða velja úr fjölbreyttu námsvali brautarinnar. Kennsla hefst 14. janúar. Innritun stendur yfir. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 8.00 til 12.00 og 13.00 til 15.00. Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri bóknáms í síma 594 4000. MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI v/Digranesveg, 200 Kópavogi, sími 594 4000, fax 594 4001. MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI Skrifstofubraut I Á fyrstu áratugum 20. aldarinnar fjölgar augnlæknum hérlendis mikið og áttu þeir erfitt uppdráttar við þær aðstæður sem hér ríktu. Margir stund- uðu almennar lækningar meðfram sérgrein sinni. Almennar tryggingar tóku til starfa á fjórða áratugnum, en þjónusta við sjúklinga varð síst betri vegna óhagstæðra samninga við Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Almenn- ingur fékk að vísu næstum fría lækn- ishjálp, en aðstaða til lækninga var bágborin. NÝJUM augnlæknumvar nær ókleift að setj-ast hér að og stundaaugnlækningar ein-göngu. Í Reykjavík þurfti fólk að kjósa sér lækna: Heim- ilislækni, augnlækni og háls-, nef- og eyrnalækni. Fólk var sáralítið að skipta um lækna, en hafði þó rétt til þess um hver áramót. Sömu augnlæknarnir fóru í augn- lækningaferðir í áratugi. Varði þetta ástand langt fram eftir öldinni uns viðunanlegir samningar náðust við Tryggingastofnunina á sjöunda ára- tugnum eftir harða baráttu yngri lækna. Engin augndeild við sjúkra- hús var starfandi á þessu tímabili. Aðeins fáir útvaldir gátu lagt sjúk- linga sína inn á Landakotsspítalann. Þegar Sjúkrahús Hvítabandsins var stofnað fengu nokkrir augnlæknar þar takmarkaða aðstöðu. Á Land- spítalanum var ráðgefandi augn- læknir sem gerði flestar aðgerðir sínar á Landakotsspítalanum. Trakóma landlægt víða í Evrópu Andrés Fjeldsted tók við störfum Björns Ólafssonar eftir andlát þess síð- arnefnda. Andrés fór oft í námsferðir til nágrannalanda og gat þá borið saman þekkingu sína og starfsbræðra sinna erlendis og séð sjúkdóma, sem ekki höfðu borist til Íslands eða orðið þar landlægir. Má þar nefna trakóma, en um aldamótin 1800 flæddi tra- kóma yfir Evrópu og var meirihluti blindra á blindraheimilum í Evrópu blindir af völdum sjúkdómsins. Veikin barst til Danmerkur með pólskum landbúnaðarverkamönnum í lok 19. aldar en hennar varð ekki vart á Ís- landi fyrr en 1921. Engin lyf voru til við sjúkdómnum fyrr en sýklalyf komu til sögunnar. Trakóma var sennilega fyrst greind hér á landi í 15 ára gömlum rússneskum dreng sem Ólafur Frið- riksson ritstjóri Alþýðublaðsins flutti með sér til landsins frá Rúss- landi árið 1921. Farið var með drenginn til Andrésar fljótt eftir komuna til Reykjavíkur og var greining hans trakóma á lágu stigi í báðum augum. Mikil átök urðu í Reykjavík þegar settur landlæknir Guðmundur Hannesson prófessor og augnlækn- irinn Andrés Fjeldsted sem greindi sjúkdóminn álitu affarasælast að koma drengnum úr landi. Þeir vildu koma þannig í veg fyrir að trakóma breiddist út og sömuleiðis að dreng- urinn fengi viðhlítandi meðferð að þeirrar tíðar hætti við aðstæður í Danmörku sem voru þá allt aðrar og betri þar en hér. Heilbrigðisyfir- völd skildu að voði var á ferðum og háski búinn heilbrigði í landinu ef þessi smitandi sjúk- dómur herjaði á þjóð- ina. Andrés sendi svo- hljóðandi vottorð til ráðherra: „Hér með leyfi ég mér að tilkynna stjórn- arráðinu, að til mín kom fyrir fáum dögum rúss- neskur piltur, 15 ára að aldri (tökubarn, nýkom- ið hingað, sem gengur með illkynjaðan augn- sjúkdóm og smitandi, trachoma (þó á vægu stigi), en sú veiki er mér vitanlega ekki til hér á landi, og enn óvíst um, hvort læknað verður til fulls, svo að ekki stafi sýkingarhætta af. En því skýri ég frá þessu, stjórnarráðinu til at- hugunar, að í Banda- ríkjunum og Kanada er þeim inn- flytjendum bönnuð landsvist er tekið hafa þessa veiki, og það þótt læknað- ir séu, að því er virðist. Um leið vil ég geta þess, að Vínarbarnanefndin setti það, eftir tillögum mínum, m.a. að skilyrði fyrir því, að hingað mætti senda austurrísk börn, að þau væru samkvæmt þar um gerðri læknis- skoðun erlendis ekki haldin þessum sjúkdómi.“ „Legg ég því til, að sjúklingi þessum sé meinuð hér landsvist“ Landlæknir leitaði ráða hjá Andr- ési hvað gera skuli og í svari hans segir meðal annars: „ég fæ eigi séð, að unnt sé að fá neina viðunandi tryggingu fyrir, að sjúkdómur þessi berist ekki á aðra, ef sjúklingurinn dvelur hér. Og með því að veiki þessi, sem ekki er til hér á landi, er ill- kynjuð, virðist mér nauðsyn bera til, að reynt sé að sporna við því í lengstu lög, að hún verði hér land- læg, og legg ég því til, að sjúklingi þessum sé meinuð hér landsvist, samkvæmt 3. gr. laga nr. 10, 18. maí 1920, um eftirlit með útlendingum. Að öðru leyti vil ég geta þess, að mér virðist nauðsynlegt að fyrir- skipa læknisskoðun með tilliti til trachoma á þeim mönnum útlendum, er hingað koma til dvalar, eða heimta um það vottorð erlends læknis, og að þeim einum sé leyft að taka sér hér bólfestu, er ekki hafa sjúkdóminn eða bera þess menjar, að þeir hafi haft hann. Það kann að þykja harka- legt, eins og þér bendið á áður en slíkar reglur eru útgefnar, að vísa nú pilti þessum burt út á gaddinn, en ég get vel hugsað mér, að farin sé sú leið í þetta eina skipti, að stjórnin Deilan um rúss- neska drenginn Árið 1921 var ákveðið að vísa rússneskum dreng, Nathan Friedman, úr landi vegna hættu á að illvígur augnsjúkdómur, trakóma, sem hann var haldinn, bærist út. Frá sjónarmiði lækna snerist málið fyrst og fremst um sóttvarnir og að drengurinn fengi læknishjálp en aðrir töldu þetta pólitískar ofsóknir. Fyrsti spítalinn á Akureyri var í húsi sem Carl Gudmann gaf bænum. Spítalinn var tekinn í notkun 1873 og starfræktur til 1898 af Akureyrarbæ. Húsið er nú íbúðarhús eins og það upphaflega var. Augnlæknum fjölgaði hratt á Íslandi upp úr aldamótum 20. aldar, auk þess sem þekking manna á augnsjúk- dómum batnaði. Dr. Guð- mundur Björnsson rifjar hér upp er trakóma greindist hjá dreng sem Ólafur Frið- riksson, ritstjóri Alþýðu- blaðsins, hafði flutt með sér frá Rússlandi. Töluverðar deilur spruttu upp í kjölfarið og stóðu læknar sem fastast á því dreng- urinn skyldi úr landi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.