Morgunblaðið - 21.12.2001, Qupperneq 37
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 37
BÓK verður að hafa tiltekna
stærð. Þessi er í allstóru broti, hátt í
tvö hundruð síður. En letur er stórt
og langt á milli lína – línur aðeins
tuttugu og fimm á síðu og drjúgt bil
á milli orða. Þar að auki fara all-
margar síður undir fyrirsagnir og
myndir. Textinn er því styttri en
ætla mætti af ytra útliti að dæma.
Bókin inniheldur frásagnir þriggja
kvenna, Helenu Eyjólfsdóttur, Guð-
rúnar Ólafsdóttur og Bjarnfríðar
Leósdóttur, og tveggja karla, Frið-
jóns Þórðarsonar og Hilmars Foss.
Allt er fólk þetta á efra aldri. Að
vonum hefur það frá mörgu að segja.
En rúmið þrengir að viðmælendum.
Svigrúm það, sem hverjum og einum
er ætlað, verður því harla smátt í svo
stuttum þáttum. Hentast hefði verið
að einskorða frásögn hvers og eins
við sérstök, minnisstæð atvik sem
borið hafa fyrir sögufólkið á lífsleið-
inni. Til að svo mætti verða hefði
höfundurinn þurft að setja sér ein-
hverjar reglur þar að lútandi. Og
fara eftir þeim. Þórir sýnist ekki
hafa sett sér neinar slíkar reglur
heldur gefið sögufólki sínu tiltölu-
lega frjálsar hendur. Sameiginlegt
er þó að allir segja lítillega frá æsku
sinni og uppruna.
Viðtöl eru einatt að birtast í blöð-
um, löng og stutt. Vanda þarf viðtal,
sem á að birtast í bók, ef það á að
standa fyrir sínu, vera annað og
meira en venjulegt blaðaviðtal.
Skemmst er frá að segja að þætt-
irnir í bók þessari gætu allt eins átt
heima í dagblaði. Enginn sögu-
manna hefur frá neinu óvenjulegu að
segja, nema telja skyldi Guðrúnu
Ólafsdóttur sem fæddist og ólst upp
í Kína. Faðir hennar,
Ólafur Ólafsson, var þar
kristniboði. Ferð hennar
frá Kína til Íslands í þann
mund er Japanir réðust á
Kínverja var engan veg-
inn ævintýraleg en vissu-
lega frásagnarverð.
Hilmar Foss fæddist í
Englandi og starfaði þar í
stríðsbyrjun. Þá reið að
sönnu ógnaröld yfir
Engla bjöð. Síðan hefur
lífshlaup hans liðið bless-
unarlega tilbreytinga-
laust. Ráða má af því sem
hann segir um vini og
vandamenn að hann hafi
verið heppinn í lífinu.
Einn var »… minnisstæður sem ein-
staklega virðulegur og hlýlegur
maður,« annar var »… mjög svo
skilningsríkur og elskulegur mað-
ur,« þriðji var »… vingjarnlegur og
vitur lærdómsmaður …«
Orðið attaché kemur fyrir í þætt-
inum, þýtt sem aðstoðarmaður. Það
er í raun rangt þó svo kunni að
standa í orðabókum. Attaché gegnir
embætti, carrière, sem getur verið
stórmikilvægt svo ekki sé meira
sagt! Aðstoðarmann í sendiráði
nefna Frakkar á hinn bóginn aux-
iliaire, og gera mikinn mun þar á.
En diplomatamálið á allt uppruna
sinn í frönsku sem kunnugt er.
Helena Eyjólfsdóttir leitast við að
tengja saman frásagnir af bernsku-
árum í Reykjavík og starfsárum á
Akureyri. Mest segir þó frá vanda
þeim sem henni bar að höndum er
hún þurfti annast sjúkan eiginmann
sinn. Þó frásagnarefnið sé úr ýmsum
áttum tekst Helenu dável að hnýta
saman endana.
Friðjón Þórðarson fer í grófum
dráttum yfir æviferil sinn frá því er
hann var í heiminn borinn í Dölum
vestur þar til hann hafði hætt stjórn-
málaafskiptum og látið af embætti
sýslumanns. Friðjón reynir að tína
til allt hið markverð-
asta sem á daga
hans hefur drifið en
verður skiljanlega
að takmarka sig. Þar
af leiðir að manna-
nöfn koma fleiri fyr-
ir í þætti hans en
nokkrum sé ætlanda
að leggja á minnið.
Æviskrá þessa fyrr-
verandi þingmanns
og ráðherra er auð-
vitað víða tiltæk.
Stórum læsilegri
hefði þáttur hans
orðið ef hann hefði
einskorðað sig við
æskuheimili sitt og
ættmenni og sagt þá meira frá
hverjum og einum.
Skemmtilegastur er síðasti þátt-
urinn, skráður eftir Bjarnfríði Leós-
dóttur. Einkum er athyglisverður sá
hluti þáttarins þar sem Bjarnfríður
segir frá afmælisveislu sem fjöl-
skyldan hélt henni á sjötíu og fimm
ára afmæli hennar. Bjarnfríður er
ættuð úr Vestur-Skaftafellssýslu, af-
komandi Jóns Steingrímssonar. En
afkomendur hans eru orðnir margir,
flestir búsettir á suð-vesturhorni
landsins. Þeir bera flestir sömu ætt-
areinkennin sem rekja má til forföð-
urins: Þeir kunna að segja frá!
Þar sem svo vildi til að stórafmæli
Bjarnfríðar bar upp á hásumar lá
leið fjölskyldunnar austur um sveitir
á slóðir formæðra hennar og for-
feðra. Býli þeirra eru sum hver
löngu komin í eyði. En með góðri
leiðsögn heimamanna tókst að finna
bæjarstæðin og skoða umhverfið
sem er sums staðar mikið breytt
sakir ágangs náttúruaflanna. Í frá-
sögn sinni fléttar Bjarnfríður saman
ættfræði, staðfræði og persónusögu.
Meira kann ég ekki frá bók þess-
ari að segja.
Stuttir æviþættir
Þórir S.
Guðbergsson
BÆKUR
Endurminningar
Minningar og frásagnir eftir Þóri S. Guð-
bergsson. 181 bls. Nýja bókafélagið.
Prentun: Jana Seta, Lettlandi.
LÍFSGLEÐI X
Erlendur Jónsson
Í BÓKINNI Ljósið að handan seg-
ir Valgarður Einarsson miðill frá
sjálfum sér, miðilsstarfinu og lífssýn
sinni. Frásögnin hefst á því að Val-
garður segir undan og
ofan af lífi sínu og að-
draganda þess að hann
hóf miðilsstörf en það
þróast síðan út í spjall
um hitt og þetta sem
tengist starfi hans á
einn eða annan hátt.
Bókin er skrásett af
Birgittu H. Halldórs-
dóttur en hún lætur
frásagnarmáta Val-
garðs að mestu halda
sér og virðist gefa hon-
um nokkuð lausan
tauminn. Þetta gerir
frásögnina mjög per-
sónulega og á stundum
nokkuð óskipulagða.
Því finnst mér að Birg-
itta hefði mátt halda fastar um stjórn-
artaumana, fá Valgarð til að gera frá-
sögnina skipulagðari og nákvæmari.
Þá hefði hún mátt leggja að honum að
gera betur grein fyrir ýmsum atrið-
um sem ýjað er að. Þetta á sérstak-
lega við um fyrri hluta bókarinnar þar
sem Valgarður segir sögu sína, en sá
hluti bókarinnar er fullur af hálfsögð-
um sögum sem gera það að verkum
að sú mynd sem dregin er upp af Val-
garði og þroskabraut hans verður
mjög brotakennd.
Í bókinni eru nokkur meginatriði í
lífssýn Valgarðs kynnt á aðgengileg-
an hátt en þau samræmast að mestu
meginstraumum í því sem hann kallar
„þennan andlega geira“. Þá talar Val-
garður um misnotkun mannsins á
náttúrunni og þörfina á úrbótum í ís-
lensku samfélagi. Sjálfsvíg og mis-
notkun eru honum ofarlega í huga og
hann leggur áherslu á mikilvægi þess
að gripið sé til fyrirbyggjandi aðgerða
gegn slíku böli. Hér talar Valgarður
tæpitungulaust og er ekkert að skafa
utan af gagnrýni sinni á hroka og að-
gerðaleysi ráðamanna.
Valgarður gagnrýnir
einnig ýmislegt í hinum
andlega geira. Hann tal-
ar um sundurlyndi, öf-
und og kjaftagang innan
stéttarinnar og gagnrýn-
ir skort á þjálfun og að-
stoð við þá sem eru að
hefja miðilsstörf. Þá var-
ar hann við óheilindum
og rugli sem auðveldlega
geti þrifist innan stéttar-
innar. Hér sveiflast Val-
garður á milli þess að
tala beint út, eins og í
gagnrýni sinni á sjón-
varpsstöðina Omega, og
þess að fara í kringum
hlutina. Það er vissulega
skiljanlegt að hann vilji
gæta háttsemi en ég fékk það of oft á
tilfinninguna að hann væri að tala við
þá sem til þekkja og að ég vissi ekki
um hvað hann væri að tala. Hér hefði
annað hvort mátt bæta við upplýsing-
um eða skera niður vísanir í upplýs-
ingar sem ekki eru gefnar upp.
Í lok bókarinnar eru nokkrir kaflar
þar sem fólk segir frá kynnum sínum
af Valgarði. Þessir kaflar virðast til
þess gerðir að staðfesta hæfni Val-
garðs og manngæsku en þeir bæta í
raun litlu við frásögn hans, sem þrátt
fyrir gloppur dregur upp nokkuð
skýra mynd af áhugaverðum manni.
Sigrún Birna Birnisdóttir
Svipmyndir úr
lífi miðils
BÆKUR
Endurminningar
Birgitta H. Halldórsdóttir ræðir við Val-
garð Einarsson. Bókaútgáfan Skjaldborg
2001. 188 bls.
LJÓSIÐ AÐ HANDAN
Birgitta H.
Halldórsdóttir
LÆKJARBOTNAÆTT er rakin
frá hjónunum Guðbrandi Sæmunds-
syni og Elínu Sigurðardóttur. Þau
bjuggu að Lækjarbotnum í Land-
sveit á árunum 1804-1841, en síðan
tóku afkomendur þeirra við jörðinni
og bjuggu þar allt til ársins 1910.
Guðbrandur og Elín eignuðust alls
fjórtán börn og af þeim komust sjö
til fullorðinsára og eignuðust af-
komendur. Það mátti kallast bæri-
legt barnalán á fyrri hluta 19. aldar
og nú er niðjar þeirra hjóna taldir
um 5.400, hinir yngstu í 8. lið frá
Guðbrandi og Elínu.
Ekki þarf að fara mörgum orðum
um ættfræðiáhuga Íslendinga og ef
marka má fjölda útgefinna niðjatala
og annarra ættfræðirita, ættarmót
sem haldin eru hér og þar um land-
ið á ári hverju, auk ýmiss konar
fróðleiks af ýmsu tagi sem gengur
manna á milli fer áhuginn á þessum
fræðum heldur vaxandi ef eitthvað
er. Við því er ekki nema gott eitt að
segja, öllum er hollt að þekkja upp-
runa sinn.
Útgáfa niðjatala hefur lengi tíðk-
ast á Íslandi, en tekið stakkaskipt-
um á undanförnum árum og ára-
tugum. Hin fyrstu, sem gefin voru
út á fyrri helmingi 20. aldar, voru
mörg hver heldur óaðlaðandi bæk-
ur, hver síða þéttsett mannanöfnum
sem fáir aðrir en hörðustu grúsk-
arar entust til að brjótast í gegnum.
Á seinni árum hefur mikil breyting
orðið á í þessum efnum. Nú þykir
sjálfsagt að niðjatöl séu sem best
myndskreytt og ættrakningar allar
aðgengilegar og auðskiljanlegar. Í
þessu niðjatali er þessum reglum
fylgt og reyndar gott betur. Myndir
eru birtar af langflestum þeirra
sem getið er og ljósmyndir eru til
af og uppsetning er öll einkar skýr
svo auðvelt er að fylgja ættrakn-
ingum og sjá tengsl einstaklinga.
Þá eru og birtar hér fjölmargar
myndir af bæjum og stöðum sem
við sögu koma.
Sá hængur hefur oft verið á ís-
lenskum ættfræðiritum að þau hafi
fátt annað að geyma en upptalingu
á fólki og myndir af því. Minna hef-
ur verið sagt frá lífsháttum og ævi-
kjörum, einkennum og uppruna
ættanna. Úr þessu er rækilega
bætt í þessu riti og með þeim hætti
að líklegt má telja að aðrir muni
hér eftir reyna að feta í fótspor út-
gefenda. Fyrra bindi hefst á bráð-
skemmtilegri frásögn af Landsveit-
inni og baráttu íbúanna við
náttúruöflin og víða er skotið inn
ýtarefni þar sem ýmist er sagt frá
lífshlaupi og ævikjörum einstak-
linga eða heilla fjölskyldna af fyrstu
þremur ættliðunum eða greint frá
eftirminnilegum atburðum, sem
snerta sögu fólksins. Margt af
þessu efni er samið af gömlum
Lækjarbotnungum, oft í formi
minninga, annað er samið af yngra
fólki sem byggir þá tíðum á sögum
eða gögnum úr fórum forfeðra. Að
þessari nýbreytni er mikill fengur
og víst að margir hinna yngri í hópi
niðja hjónanna frá Lækjarbotnum
muni skilja sögu forfeðra sinna og
formæðra betur en ella að lestri
loknum. Þá hygg ég að margt í ýt-
arefninu varpi ljósi á sitthvað sem
kallað hefur verið kynfylgja Lækj-
arbotnunga.
Allur frágangur þessa rits er til
fyrirmyndar. Það er prentað á góð-
an pappír, er í handhægu broti og
fallega bundið. Eiga ritnefnd og rit-
stjóri þakkir skildar fyrir vel unnið
verk.
Jón Þ. Þór
Glæsilegt niðjatal
BÆKUR
Ættfræði
Bókaútgáfan Lækjarbotnar, Reykjavík
2001. 292+297 bls., myndir.
LÆKJARBOTNAÆTT I–II. RITSTJÓRI
JÓNÍNA MARGRÉT GUÐNADÓTTIR
HANDSKORNAR líkkistur er
„sannsöguleg“ frásögn af bandarísk-
um glæp og segir frá raðmorðum sem
eiga sér stað í bæ í litlu fylki í vest-
urhluta Bandaríkjanna á áttunda ára-
tugnum. Morðin eru öll óhugnanleg
en illmögulegt að finna nein verksum-
merki eftir morðingjann. Að minnsta
kosti hefur rannsóknarlögreglu-
manninum Jake Pepper ekki tekist
það á þeim fimm árum sem hann hef-
ur verið að rannsaka morðin. Hann
segist þó vita hver eigi hlut að máli og
hver ástæðan sé. Sjálfur leikur Tru-
man Capote eitt hlutverkið í sögunni.
Jake er vinur hans og hvetur hann til
að koma í heimsókn og litast um –
sem hann og gerir.
Sagan er ein af síðustu sögum
Trumans Capote og er hún að miklu
leyti samtal á milli „JP“ og „TC“.
Jake setur Truman inn í málið, út-
skýrir hvernig hann hafi leyst morð-
gátuna og hvers vegna ekki er hægt
að sanna glæpina á morðingjann. Á
meðan dundar sá seki sér við að
ganga frá fleiri fórnarlömbum. Það
má segja að í Handskornum líkkist-
um hafi höfundurinn verið að leika sér
með stílbrigði, meðal annars með því
að stilla samtölum upp í handritsform
og þegar ekki er verið að fjalla um
morðin er Capote að segja frá því
hvað hann sjálfur tekur sér fyrir
hendur (hvort hann er vakandi, sof-
andi, drekkandi eða gangandi), lýsa
umhverfinu og því fólki sem hann
hittir. Hann er þvílíkur miðpunktur
sögunnar að hinir skelfilegu atburðir
verða eins og aukaatriði.
Það kann að vera að þetta sé merki-
leg saga í höfundarverki Trumans
Capote en ekki verður sagt að þær
stílæfingar sem hann viðhefur séu til
þess fallnar að skapa spennu eða
halda athygli lesandans svo vel sé.
Sagan verður óttalega rislág og helst
til leiðinleg, eiginlega fullmikið ónaní.
Þýðingin er allt í lagi; full hátíðleg á
köflum fyrir svo flatneskjulega sögu.
Stílæf-
ingar
BÆKUR
Heimildarskáldsaga
Höfundur: Truman Capote. Þýðandi:
Guttormur Helgi Jóhannesson. Útgef-
andi: Arnargrip. 107 bls.
HANDSKORNAR LÍKKISTUR
Súsanna Svavarsdóttir