Morgunblaðið - 21.12.2001, Síða 39

Morgunblaðið - 21.12.2001, Síða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 39 Ekta Þorláksmessuskata 390 kr/kg Ó t r ú l e g t e n s a t t • Stór humar • Stórar rækjur • Hamsatólg • Hnoðmör • Hangiflot F I S K B Ú Ð I N V Ö R Höfðabakka,s ími 587 5070 Jólasveinarnir á Höfðanum Allt meðlæti í hátíðarmatinn Krakkar fá jólaglaðning Nýlöguð brauðsúpa 2 lítrar af Pepsi fylgja með öllum fiski ef keypt er fyrir 1.500 kr. eða meira á meðan birgðir endast GUÐMUNDUR Björnsson augnlæknir fæddist í Urriðakoti nálægt Hafnarfirði árið 1917. Hann lauk læknanámi hér heima en fór síðan til Bandaríkjanna í fram- haldsnám. Hann átti farsælan feril sem augnlæknir í Reykjavík, yfir- læknir augndeildarinnar á Landa- koti, dósent og síðar prófessor í augnlækningum við Háskóla Ís- lands og lét af störfum 1987 fyrir aldurs sakir. Sérsvið Guðmundar var gláka, sem var löngum helzti blinduvaldur á Íslandi, og varði hann doktorsritgerð um þann sjúk- dóm árið 1967. Bók sú sem hér lítur dagsins ljós er afrakstur margra ára tómstundaiðju læknis, sem í erli dagsins gaf sér tíma til að svala fróðleiksþorsta sínum og þegar starfsævinni lauk hélt hann áfram að skrifa og safna að sér heimildum til þess að sagan hyrfi ekki í gleymskunnar dá. Í fyrri hluta bókarinnar er rakin saga frumkvöðlanna. Rifjaðar eru upp skemmtilegar lýsingar úr forn- um ritum en augnveiki var algeng til forna og gripið til ýmissa ráða gegn henni. Sigurður Samúelsson nefnir fjölmörg dæmi um augnsjúk- dóma og lækningu við þeim í bók sinni Sjúkdómar og dánarmein ís- lenzkra fornmanna. Rækilega er sagt frá fyrsta sérmennt- aða augnlækninum, Birni Ólafssyni (1862– 1909) sem nam augn- lækningar í Kaup- mannahöfn á árunum 1889 til 1890. Hann starfaði fyrst í nokkra mánuði í Rangárvalla- héraði, síðan í nokkur ár á Akranesi en lengst af í Reykjavík og varð fyrstur lækna til að vinna eingöngu við sérgrein sína. Þeg- ar hann kom til lands- ins var akurinn algjör- lega óplægður, og vægast sagt ótrúlegt hve miklu hann fékk áorkað aleinn. Allur sá fjöldi blindra og sjóndapurra sem þessi læknir sinnti er með ólíkind- um og einnig hve það hlýtur að hafa gengið kraftaverki næst fyrir al- menning í landinu að blindir gátu fengið sýn fyrir tilstilli hans. Hann varð smám saman landsþekktur, ekki sízt eftir að Finnur nokkur Jónsson skrifaði grein í Ísafold undir fyrirsögninni: „Fáheyrð læknisíþrótt“. Þá hafði Björn gert dreraðgerð (drer: ský á augasteini) á báðum augum tæplega þrítugrar blindrar konu Finns og fékk hún af góða sjón. Benedikt Gröndal skáld birti Birni ljóð í Ísafold 1893 þar sem segir m.a.: „Hver mun sá bjáni sem ei hrifinn varð af hagleik þinna fínu læknis handa? Hver mun það auða aptur fylla skarð, ef aptur hyrfir þú til fjarra landa?“ Í bók Guðmundar er rakið hvern- ig staðið var að verki á þeim tímum sem augn- lækningatæki og tól voru frumstæð, ekki hægt að svæfa sjúk- linga en kannski farið að staðdeyfa með kók- aíndropum, og í gögn- um kemur fram að að- gerðir á augum, að minnsta kosti framan af, fóru fram heima hjá sjúklingunum. Björn skildi eftir sig sjúkra- skrá og dagbækur sem geyma mikinn fróðleik um augnsjúkdóma hér á landi, handskrifuð gögn og frábærlega unnin. Merkilegt er til þess að hugsa, að ýmis lyf, sem notuð voru á 19. öld, þekkja menn enn, svo sem augndropa og augnsmyrsli sem innihalda kvikasilfursambönd, atr- opin-augndropa og silfursambönd. Rúmu misseri eftir andlát Björns Ólafssonar kom Andrés Fjeldsted til starfa og er hann nefndur til sög- unnar þegar hinn bráðsmitandi og hættulegi augnsjúkdómur trakóma var fyrst greindur hérlendis í rúss- neskum 15 ára dreng, Nathan Friedman. Tveir aðrir læknar, Helgi Skúlason augnlæknir og Guð- mundur Hannesson, settur land- læknir, tóku undir greiningu Andr- ésar og var drengurinn sendur úr landi þótt um það stæði mikill styr. Í seinni hluta bókarinnar er höf- undur kominn nær nútímanum, þar sem hann lýsir því hve slæm vinnu- aðstaða augnlækna var langt fram eftir 20. öldinni. Sérstök augndeild var ekki stofnuð fyrr en á Landa- kotsspítala haustið 1969 og Sjón- stöð Íslands varð til 1987. Ýmis fé- lagasamtök hafa stutt dyggilega við bakið á augndeildinni, einkum þó Lionshreyfingin. Hjartavernd tók að sér að mæla augnþrýsting hjá því fólki sem kom þangað til rann- sókna. Þó er vissulega stærstur hlutur systranna á Landakotsspít- ala, en laun þeirra runnu ekki í eig- in vasa eins og flestum er ljóst, heldur var varið í þágu sjúklinga og spítalans. Mér finnst fyrsti hluti bókarinn- ar áhugaverðastur, svo og síðasti hlutinn. Í 8. kafla eru taldar upp vörður þær sem standa við veg augnlækninga (bls. 173–184) og í 9. kafla hefur verið safnað saman orð- um og orðatiltækjum um sjón og augu, stórmerkileg, afar skemmti- leg og fræðandi lesning. Guðmundur Björnsson lézt í Reykjavík vorið 2001, 84 ára að aldri. Í ritnefnd bókar hans áttu sæti Guðmundur Viggósson augn- læknir, dr. med. Gunnar Guð- mundsson og Jón Ólafur Ísberg sagnfræðingur, sem bjó hana til prentunar. Ritdómur þessi er skrifaður í síð- ustu viku fyrir jól, en hún heitir skv. orðalista Guðmundar augnalausa vikan, sem er ágæt tilviljun! Ég valdi mér fyrirsögnina „Þar er auga sem unir“, sem þýðir að mönnum finnst ljúft að horfa á það sem þeim þykir fallegt. Ég tel það skína í gegn, að Guðmundi hafi verið ljúft að vinna verk sitt. Þar er auga sem unir … BÆKUR Sagnfræði Saga augnlækninga á Íslandi frá önd- verðu til 1987. Höfundur: Guðmundur Björnsson augnlæknir. Útgefandi: Há- skólaútgáfan 2001. BRUGÐIÐ UPP AUGUM Guðmundur Björnsson Katrín Fjeldsted Biblían og þú – ljós fyrir líðandi stund er eftir barnabókahöfundinn Arthur Maxwell. Í kynningu seg- ir m.a.: „Uppgötv- aðu hvað Biblían segir um líf þitt, fjölskyldu, heilsu- far, vandamál og framtíðina. Kann- aðu frásagnir hennar og upp- lifðu nýjan tilgang í lífinu. Með því kynnist þú kærleika Guðs og krafti hans til að umbreyta lífi þínu.“ Útgefandi er Bókaforlagið Berg- lind. Bókin er í stóru broti, 229 bls., prentuð í Odda hf. Bókin er prýdd fjölda litljósmynda. Verð: 3.490 kr. Trú Snæfellsnes og Þingvellir eru tvær ljósmyndabækur ásamt textum eftir Hörð Daníelsson. Í bókarkynn- ingu segir: „Seið- ur Íslands er bókaflokkur sem fangar andrúm, fegurð og tign ís- lenskrar nátt- úru.“ Myndirnar eru allar teknar á breiðfilmu – panorama – og hefur mikil vinna verið lögð í að gera frá- gang bókanna og vinnslu myndanna sem bestan. Bækurnar eru fáanlegar á þremur tungumálum auk íslensku, ensku, frönsku og þýsku. Allar útgáfurnar eru einnig með íslensku texta. Bækurnar eru framleiddar af Nýj- um víddum fyrir Iceland Review. Hönnunarstjóri er Kristín Þorkels- dóttir, prentun og bókband Oddi hf. Útgefandi er Iceland Review. Ljósmyndir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.