Morgunblaðið - 21.12.2001, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 21.12.2001, Qupperneq 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 55 MÆÐRASTYRKSNEFND hefur fengið margar góðar gjafir að undanförnu, m.a. tölvur, bleiur og jólagjafir til handa skjólstæð- ingum nefndarinnar. Fyrir skömmu höfðu for- ráðamenn Tölvutækniskóla Ís- lands samband við Mæðrastyrks- nefnd og vildu gefa henni fimm uppgerðar tölvur ásamt árs netá- skrift. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, segir að nefndinni hafi verið falið að finna fimm fjölskyldur, sem mest þyrftu á tölvunum að halda, og hefðu þær fengið tölvurnar af- hentar í vikunni. Börn úr grunnskólanum í Þykkvabæ og kennarar þeirra komu færandi hendi í fyrradag og færðu skjólstæðingum Mæðra- styrksnefndar marga jólapakka. Ásgerður Jóna Flosadóttir tók á móti börnunum ásamt öðrum nefndarkonum og sagði þeim frá starfseminni. Að lokum þáði hóp- urinn veitingar. Sama dag kom Lúther Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Friggjar hf., og færði nefndinni 8.000 Libero-barnableiur til skjól- stæðinga nefndarinnar. Und- anfarin ár hefur Frigg gefið Mæðrastyrksnefnd mikið magn af hreinlætisvörum og gerði það einnig fyrir þessi jól en bætti um betur með bleiunum. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Sverrir Frá afhendingu bleianna. Frá vinstri: Bryndís Guðmundsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Lúther Guð- mundsson, Ásgerður Jóna Flosa- dóttir og Unnur Jónasdóttir. Gjafir til skjól- stæðinga Mæðra- styrksnefndarUNDANFARNAR vikur hefur ver-ið unnið að því að gera ráðuneyt-isvefina þannig úr garði að þeir standist fyrsta viðmið (priority one) af þeim sem sett eru um aðgengi fatlaðra að vefsíðum. Þessi viðmið eru fengin frá World Wide Web Consortium en þar eru settir fram staðlar sem tengjast tölvutækni sem flestir vilja miða sig við. „Staðan er þannig nú að eftirtalin ráðuneyti hafa náð þessu marki: Sameiginlegur vefur ráðuneytanna (raduneyti.is), vefir forsætisráðu- neytis, dóms- og kirkjumálaráðu- neytis, fjármálaráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, landbúnað- arráðuneytis, samgönguráðuneytis, sjávarútvegsráðuneytis og um- hverfisráðuneytis. Önnur ráðuneyti skila sér vonandi fljótlega inn líka en það markmið var sett að öll ráðuneytin hefðu náð þessu snemma á árinu 2002. Sigurður Davíðsson, vefstjóri Stjórnarráðs- ins, telur að því verði lokið í jan- úarmánuði 2002. Hann segir að jafnframt sé ávallt unnið að ýmsum endurbótum á vefjum ráðuneytanna með það að markmiði að bæta al- mennt aðgengi að þeim upplýsing- um sem á þeim eru vistaðar, það nýtist auðvitað öllum notendum vefjarins,“ segir í frétt frá Öryrkja- bandalagi Íslands. Stjórnarráðsvefurinn Með gott aðgengi fyrir fatlaða ÍSLANDSPÓSTUR minnir lands- menn á að síðasti skiladagur til að senda jólakortin innanlands er föstudagurinn 21. desember svo þau komi örugglega til viðtakanda fyrir jól. Jólafrímerki Íslandspósts fást á öllum pósthúsum. Auk þess í Bónus, Hagkaup, Kringlunni og Smáralind og á bensínstöðvum ESSO, OLÍS og Shell. Einnig fást þau í öllum helstu bókabúðum. Afgreiðslutími pósthúsa Pósthús á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri eru opin lengur síðustu daga fyrir jól, eða eins og hér segir; föstudaginn 21. desember frá kl. 9– 18. Laugardaginn 22. desember og sunnudaginn 23. desember frá kl. 10–18. Á aðfangadag 24. desember verður opið frá kl. 9–12. Pósthúsið á Akranesi, í Borgar- nesi, Egilsstöðum, Húsavík, Höfn, Ísafirði, Keflavík, Sauðárkróki, á Selfossi og í Vestmannaeyjum eru opin eins og hér segir; föstudaginn 21. desember frá kl. 9–18. Laug- ardaginn 22. desember og sunnu- daginn 23. desember frá kl. 13–16. Á aðfangadag, 24. desember, verður opið frá kl. 9–12. Aðrir afgreiðslustaðir Póstsins verða með óbreyttan afgreiðslutíma í desember. Á aðfangadag eru hins vegar öll pósthús og allir afgreiðslu- staðir á landinu með opið frá kl. 9– 12, segir í frétt frá Íslandssíma. Skiladagur jóla- korta innanlands SÍMINN býður viðskiptavinum sín- um 15% afslátt af símtölum til út- landa á jóladag og annan í jólum. Tilboðið gildir í tvo sólarhringa, jóladag og annan í jólum, 25. og 26. desember. Sama er hvort hringt er úr almennum talsíma, NMT-síma eða GSM-síma í áskrift. Tilboðið gildir ekki þegar hringt er úr Frelsi. Viðskiptavinir með heimilissíma sem eru með Vini & vandamenn í útlöndum halda sínum 10% afslætti og fá því 25% afslátt af símtölum þessa tilteknu daga. Tilboðið nær hvorki til símtala sem hringd eru úr GSM Frelsi né til símtala sem pöntuð eru hjá tal- sambandi við útlönd (1811), segir í frétt frá Símanum. Afsláttur af sím- tölum til útlanda FALLEGASTI jóla- glugginn í miðbæ Reykjavíkur fyrir þessi jól er hjá Guð- brandi Josef Jezorski, gullsmið á Laugavegi 48. Af því tilefni var verslunareigandinn heiðraður sérstaklega á miðvikudag og hlaut viðurkenningu Þróunarfélags mið- borgarinnar. Þróun- arfélag miðborg- arinnar er hagsmunasamtök atvinnurekenda og íbúa í miðborg Reykjavíkur. Hlutverk félagsins er að efla miðborg Reykjavíkur sem miðstöð stjórnsýslu, menn- ingarlífs, verslunar og þjónustu. Það voru mæðgurnar Barbara Haage og Kristín Guðbrands- dóttir sem skreyttu glugga versl- unarinnar og tóku við viðurkenn- ingunni á veitingastaðnum Horninu. Í umsögn dómnefndar um glugga verslunarinnar segir m.a. að þeir séu erfiðir, langir og mjó- ir og líkist ekki þeim sýning- argluggum sem hannaðir eru nú á dögum. Samt sem áður hafi Guðbrandi og fjölskyldu tekist að gera þá óvenjuaðlaðandi, ekki síst með skreytingum í tilefni jólanna. Segja megi að allt fari þar saman í smekkvísi; útstilling, litir og lýsing. Gullsmiður með fal- legasta jólagluggann UMHVERFISNEFND Eyjafjarð- arsveitar hefur um 10 ára skeið veitt viðurkenningar því fólki sem skarað hefur framúr með fyrirmyndarum- gengni á býlum sínum. Í ár varð Ytra-Gil fyrir valinu en þar búa hjón- in Ingunn Tryggvadóttir og Eiríkur Helgason ásamt börnum sínum. Í hófi sem haldið var í Íslandsbæn- um við Blómaskálann Vín nýlega af- henti Guðrún Egilsdóttir, formaður umhverfisnefndar, fjölskyldunni á Ytra-Gili verðlaunaskjöld sem festur er á bæjarskiltið við heimreiðina að bænum. Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri sagði við þetta tækifæri að það væri mjög mikilvægt að bændur og aðrir íbúar sveitarinnar gengju vel um, enda væri fallegt umhverfi mikil- vægur þáttur og þá ekki síst með til- liti til markaðssetningar afurða bú- anna í sveitarfélaginu. Að sama skapi væru þeir sem ekki stæðu sig nægilega vel í þessum efnum að spilla fyrir sjálfum sér og öðrum. Ferðaþjónustan á Öngulsstöðum, Stekkur, Syðri-Tjarnir og sumarbú- staðurinn Áttan hlutu einnig vður- kenningar. Ytra-Gil snyrti- legasta býlið Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. Ytra-Gil var útnefnt snyrtilegasta býli sveitarinnar í ár. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Hjónin á Ytra-Gili, Ingunn Tryggvadóttir og Eiríkur Helgason, og börn þeirra, Heiðrún og Halldór, sem heldur á verðlaunaskildinum, ásamt þeim sem einnig fengu viðurkenningu fyrir góða umgengni. ÁRLEG úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi sem haldið verður í Íþrótta- höllinni föstudaginn 28. desember nk. kl. 16. Auk úthlutunar úr sjóðnum verður nokkrum einstaklingum veitt sérstök viðurkenning og einnig verður öllum þeim Akureyr- ingum er unnið hafa til Íslands- meistaratitils á árinu 2001 afhent- ur minnispeningur Íþrótta- og tómstundarráðs. Þá verður og til- kynnt val Íþróttabandalags Akur- eyrar á íþróttamanni ársins. Ár- angur akureyskra íþróttamanna var góður á árinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem borist hafa til stjórnar sjóðsins hafa 242 Ís- landsmeistaratitlar unnist á árinu og einnig voru margir Akureyr- ingar valdir til að leika með lands- liðum í hinum ýmsu íþróttagrein- um. Íþrótta- og tómstundaráðs vonar að afreksmennirnir og þjálfarar þeirra sjái sér fært að koma til at- hafnarinnar. Afreks- og styrktarsjóður Akureyrar Úthlutað milli jóla og nýárs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.