Morgunblaðið - 21.12.2001, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 21.12.2001, Qupperneq 62
UMRÆÐAN 62 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GÓÐAR GJAFIR FRÁ FUJIFILM! Finepix 2600Z – Auðveld í notkun, meðfærileg, hlaðin búnaði og á góðu verði 2.0M pixel (1600x1200). Frábær myndgæði, tærir og náttúrulegir litir. 15x20 cm ljósmyndir í stafrænni framköllun. Lítil og nett 98,5x64,5x40 mm, 145 g með USB tengi. Sparneytin, alkaline rafhlöður duga í 150 skot í venjulegri notkun. 2 stk. alkaline rafhlöður og 16 MB minniskort fylgja. Með litaskjá og glugga. Hægt að taka upp 20 sek. kvikmyndir. Kr. 39.990 Hefur alla sömu eiginleika og A201 að viðbættum 3 aðdrætti. Samsvarar 38-114 mm í venjulegri 35mm myndavél. Notar Ni-Mh rafhlöður sem endast í allt að 300 skot hver hleðsla í venjulegri notkun. 16MB minniskort, 2 stk. Ni-Mh hleðslurafhlöður og hleðslutæki, USB tengi, ól og hugbúnaður fylgja. Kr. 49.990 FinePix 2600Z FinePix A201 Finepix A201 – Sérstaklega smá, alveg sjálfvirk og á frábæru verði www.fujifilm.is Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 • Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 Á DÖGUNUM var viðtal við doktor Pétur M. Jónasson í RÚV sem vakið hefur mikla athygli. Hann heldur því fram, að grenitré, sem plantað hefur verið á Þingvöllum allar göt- ur frá lokum 19. aldar, valdi mikilli mengun á grunnvatni sem Þing- vallavatni fellur til. Nú vil eg taka fram, að ekki er eg fræðimaður á þessu sviði, heldur ein- ungis áhugamaður um náttúruvernd og rækt- un skóga á Íslandi og því ekki bær um að meta hvort téður prófessor og doktor hafi rétt fyrir sér eða vaði reyk. Þingvellir eru í huga flestra Ís- lendinga helgur staður, þar sem ís- lenska fríríkið var stofnað á fyrri hluta tíundu aldar. Margir merkir at- burðir eru einnig tengdir sögu þjóð- arinnar, t.d. stofnun lýðveldis 1944 og Alþingishátíðin 1930. Í tengslum við þann atburð var Skógræktarfélag Íslands stofnað. Þingvellir eru einnig vettvangur skelfilegustu atburða sem tengjast einkum réttarfarssögu þjóðarinnar: fullnustu dauðadóma þegar refsivendi laga og réttar var beitt ótæpilega. Hugmyndir um að stofna þjóðgarð á Þing- völlum urðu að veru- leika með sérstökum lögum, nr. 59/1928. Þau eru elstu lögin sem kveða á um þjóðgarð á Íslandi en eru barn síns tíma. Hefur fram- kvæmd laganna stund- um farið í aðrar áttir en til var í fyrstu ætlað. Ótalmörg sumarhús eru jafnvel innan marka friðunarsvæðis- ins en spildum var útdeilt til vissra manna að frumkvæði stjórnmála- manna á sínum tíma. Lagasetningarvaldið tekur af öll tvímæli um verndun lífs innan þjóð- garðsins, bæði dýra og plantna. Grenitrén og furan sem vaxa í Þing- vallaskógi eru varin af téðum lögum, nr. 59/1928, sbr. eftirfarandi setn- ingu í 2. gr. laganna: „En skógurinn og villidýralíf, sem þar kynni að geta þrifist, skal vera algjörlega friðað.“ – Engir fyrirvarar eru um hinar er- lendu trjátegundir í lögunum enda átti þingmönnum árið 1928 að vera fullkomlega ljóst, að innan hins frið- aða svæðis yxu erlendar trjátegund- ir. Því miður er náttúruvernd ákaf- lega skammt á veg komin í íslensku samfélagi. Ótalmargt er misskilið, annað tog- að og teygt, öðru stungið undir stól. Sumir vilja jafnvel halda því fram, að náttúruvernd sé mjög fjarri hug margra ráðamanna þjóðarinnar, jafnvel þeirra sem fara með yfir- stjórn þessara mála. Er von, að lítt hafi þokast í þessa átt á liðinni öld? Á Íslandi vaxa rétt innan við 500 mismunandi villtar háplöntutegund- ir. Á hlýviðrisskeiði tertíertímabils- ins fyrir ísöldina, sem gekk í garð fyrir nálægt 3 milljónum ára, er talið að mjög mikil fjölbreytni plantna hafi verið hér. Telja vísindamenn að hér hafi verið gróðursamfélag sem minn- ir að mörgu á það sem nú er til staðar á austurströnd Bandaríkja Norður- Ameríku. Á ísöld varð mikil röskun, mjög margar tegundir dóu algjör- lega út, t.d. nær allur trjákenndur gróður utan örfárra tegunda, t.d. birkis og einis, sem er eina barrteg- undin sem lifði af íslensku ísöldina. Mörgum Íslendingum og einnig erlendum mönnum hefur lengi þótt miður hve lítið vex af trjákenndum gróðri hér á landi. Alla síðastliðna öld var mikil tilraunastarfsemi sem hef- ur vakið með skógræktendum miklar vonir um að unnt sé að ná góðum ár- angri í ræktun trjáa til fegrunar, skjólmyndunar og jafnvel ýmissa nytja. Hugljúf er frásögnin af danska skipstjóranum Carl Ryder, sem á hverju vori kom með frá Danmörku nokkur hundruð trjáplöntur, sem hann gróðursetti með prestinum á Þingvöllum. Formlega var rétt staðið að þessu: Carl fékk Einar Helgason ráðunaut og garðyrkjumann, sem var aftur góður kunningi Tryggva Gunnarssonar bankastjóra, til liðs við sig. Tryggvi fékk leyfi landshöfð- ingja og Alþingis Íslendinga. Var mæld út dálítil spilda norðan við vell- ina á Þingvöllum til þessarar til- raunastarfsemi. Furulundurinn eins og þessi elsti skógarlundur er oftast nefndur er nokkurs konar helgistaður skóg- ræktenda á Íslandi í dag. Okkur, sem unnum skógi og skógrækt, þykir mörgum að verið sé að fjargviðrast út í þessi tré á illa ígrunduðum for- sendum. Fyrir um nokkrum áratugum var fundur um umhverfismál í Reykja- vík. Hver ræðumaðurinn á fætur öðr- um kom í ræðustól og fjargviðraðist út í erlendu trjátegundirnar. Einn fundarmanna var öðrum ákafari, sem taldi hvergi vera unnt að taka myndir á Þingvöllum „fyrir einhverj- um jólatrjám, sem vaxa út um allt“. Vildi hinn sami safna þegar liði rétt eins og doktor Pétur nú á dögunum og höggva í burtu öll erlendu trén. Nú var viðstaddur á samkundu þess- ari sr. Eiríkur J. Eiríksson þjóð- garðsvörður á Þingvöllum og bað um orðið. Kvaðst hann skilja ofurvel ungu mennina sem uppfullir af áhuga vildu láta hendur standa fram úr ermum og væri það vel. Ánægjulegt væri að láta eitthvað gott af sér leiða en þeir þyrftu að beina kröftunum í rétta átt. – Hvað erlendu trjátegund- irnar varðar, þá er það nú svo, að þeir sem vilja barrtrén burt, virðast ekki hafa upplifað Þingvelli í sínum versta vetrarham þegar ískaldi hvíti litur- inn verður alls ráðandi í íslenskri náttúru, allt er hljótt og virðist vera dautt. Þá standa upp úr hvítu fönn- inni þessi sígrænu tré sem ungu mennirnir vilja feig, og eru það eina sem minnir á lífið og tilveruna. – Sagt er, að hljóð hafi sett að áheyrendum, heyra hafi mátt saumnál detta. Nú hafa ýmsar tegundir hinna er- lendu trjátegunda þrifist og dafnað vel í íslenskum jarðvegi. Þær hafa meira að segja eignast afkvæmi, jafnvel fleiri en einn ættlið. Spurning er hvort allt það líf sem þrífst hér og getur fjölgað sér og aðlagast íslensk- um aðstæðum, hvort sem er gróður, dýr eða mannfólk, hafi þar með ekki öðlast þegnrétt hér á landi. Annað þætti mér jaðra við n.k. kynþáttafor- dóma og misskilning á eðlilegri þró- un. Í dag er það grenið, verður næst krafist að furan fari? Mætti biðja um að þyrma greninu – og furunni á Þingvöllum. Þessar trjátegundir eiga sér marga aðdá- endur sem kunna að meta fjölbreytni og skjólið sem þau veita. Og ekki má gleyma því, að fuglar himinsins kunna líka vel að meta trjágróður þennan – meira að segja einnig rjúp- an. Doktor Pétur og grenið á Þingvöllum Skógrækt Mætti biðja um að þyrma greninu – og fur- unni á Þingvöllum, segir Guðjón Jensson. Þessar trjátegundir eiga sér marga aðdáendur sem kunna að meta fjöl- breytni og skjólið sem þau veita. Höfundur er bókasafnsfræðingur og leiðsögumaður. Er í stjórn Skóg- ræktarfélags Mosfellsbæjar. Guðjón Jensson RÉTTARSTAÐA stúdenta að því er varð- ar tryggingar við óhöpp í námi hefur lengi verið ótrygg. Tryggingamál hafa verið ofarlega í huga þeirra stúdenta sem nema við hinar svoköll- uðu heilbrigðisgreinar og raunvísindadeild Háskóla Íslands. Tryggingamál hafa einnig verið eitt af for- gangsmálum Vöku og voru tryggingamál þannig eitt þeirra mála sem Vaka setti á odd- inn í síðustu kosning- um. Staða stúdenta í verknámi örugg Nú liggur fyrir að ríkisstjórn Ís- lands hefur ákveðið að stúdentar við þessar greinar verði framvegis tryggðir samkvæmt almannatrygg- ingalögum, en í þeim lögum er meðal annars fjallað um sjúkra- og slysa- tryggingar. Ljóst er að því fylgir mikil réttarbót fyrir stúdenta og ánægjulegt að þetta mikla baráttu- mál okkar nemenda í heilbrigðis- og raunvísindafögum hafi náð fram að ganga. Í janúar 2001 var stofnuð nefnd um tryggingamál stúdenta við Há- skóla Íslands og nefndin skilaði af sér tillögum í haust. Hjúkrunar- fræðinemar lögðu til dæmis áherslu á að í tillögum nefndarinnar yrðu að vera ákvæði um bólusetningar. Hjúkrunarfræðinemar og lækna- nemar í starfsnámi eru í talsverðri hættu á því að verða til dæmis fyrir stunguóhappi við verknám, en slík óhöpp geta reynst dýrkeypt. Því get- ur fylgt HIV-smit, hepatitis B og hepatitis C svo eitthvað sé nefnt. Til fróðleiks má geta þess að 100–200 heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkj- unum deyja á ári hverju úr hepatitis B sem rakið er beint til smits á vinnustað. Sem betur fer eru engin dæmi um alvarleg slys hjá nemendum Há- skóla Íslands í verk- námi, en rétt er að reyna að koma í veg fyrir slysin í stað þess að bíða þeirra. Gott framtak rík- isstjórnarinnar Sem formaður hjúkr- unarfræðinema fagna ég því framtaki ríkis- stjórnarinnar að ætla að tryggja réttarstöðu okkar nemenda í heilbrigðis- og raunvísindagreinum með því að láta almanntryggingalög ná yfir þennan hóp. Enn fremur er óskandi að þess- ar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar verði að veruleika sem allra fyrst, þannig að næsta vetur séu nemendur Háskólans tryggðir í verknámi sínu. Nemendur tryggðir í námi Gerður Beta Jóhannsdóttir Höfundur er formaður Curators, félags hjúkrunarfræðinema, og situr í stjórn Vöku. Tryggingar Sem formaður hjúkr- unarfræðinema, segir Gerður Beta Jóhanns- dóttir, fagna ég því framtaki ríkisstjórn- arinnar að ætla að tryggja réttarstöðu okk- ar nemenda í heil- brigðis- og raunvísinda- greinum. Klapparstíg 44, sími 562 3614 Cranberry sulta - Cumberland sósa - Mintuhlaup Ómissandi með hátíðarmatnum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.