Morgunblaðið - 21.12.2001, Síða 71

Morgunblaðið - 21.12.2001, Síða 71
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 71 „May everyone live and may everyone die. Hello my love and my love goodbye.“ Það er víst óhætt að segja að eng- inn syngi eins og Leonard Cohen – hvar heyrir maður þvílíka rödd? – og enginn semji texta eins og hann. Hvar getur t.d. að líta texta eins og þennan hér að framan, þar sem skáldið óskar öllum þess að mega lifa og að mega deyja? Hvað er maðurinn eiginlega að fara? Hvern- ig er hægt að óska þess að menn deyi? Eða á hann kannski við að menn fái að deyja? „Megi allir menn lifa og megi allir menn deyja. Komdu sæl ástin mín og vertu sæl ástin mín.“ En er það ekki þannig að lífið markast fyrst og fremst af þessu tvennu: inngöngu og útgöngu – fæðingu og dauða? Og hvað er líf- ið annað en að heilsast og kveðja á milli þess að fæðast og deyja? Hér kveður við tón sem við heyrum sjaldan sem aldrei í dægurlagatext- um. Tón og rödd sem umfaðmar allt í lífinu og tekur öllu eins og það er. Forgengileika og breytileika lífsins. Hér er rými, það er komið innra rými sem spannar upphaf og endi og margvíslegar þverstæður lífsins. Leonard Cohen hefur náð á ein- hvern viðlíka stað. Það er ljóst að lífsreynsla hans og þá ekki síst síð- ustu árin, þar sem hann dró sig til hlés og fór upp í fjöllin í Kaliforníu og dvaldi þar í klaustri eins og munkur, hefur skilað nýjum tóni, kannski mætti frekar segja dýpri tóni en við höfum heyrt í honum áð- ur. Við erum svo heppin að Cohen miðlar reynslu sinni og lífssýn á nýrri plötu. Tíu nýir söngvar heitir hún. Heppin segi ég, því Cohen hafði ekki gefið út plötu í níu ár og fyrir þá sem hafa fylgst með Cohen gegnum tíðina og sáu á eftir honum upp í fjöllin var það ekki gefið að hann gæfi út plötu eftir dvöl sína þar, ef hann þá kæmi nokkuð aftur. Hann var horfinn af sínum gamla vettvangi, vettvangi tónlistarinnar og fyrra lífernis. Lífernis heims- mannsins, listamannsins og já, glaumgosans sem gat fengið nánast allt upp í hendurnar og naut lífsins lystisemda. Hann sneri við blaðinu og í útlegðinni tókst hann á við sín innri mál, lifði fábrotnu lífi, stundaði hugleiðslu og íhugaði sitt persónu- lega líf sem og önnur stærri mál. En Cohen sneri aftur og tók upp þráðinn á nýjan leik. Hann syngur m.a.: I’m back on Boogie Street. Hann er kominn aftur á Boogie Street sem hér verður eins og tákn- mynd fyrir hið hversdagslega líf, leik og starf í borginni með öllu sem því fylgir. Og enn einu sinni gefur hann okkur hlutdeild í hugleiðing- um sínum og tilfinningum í textum og söngvum – og árangurinn er með ólíkindum. Hvílíkir söngvar! Og rödd hans, þessi sérstæða þung- lyndislega djúpa rödd hefur aldrei verið dýpri – kannski hefur hann sjálfur ekki heldur farið eins djúpt og hann gerir hér í textum sínum, í lífssýn sinni. Hér ríkir friður og sátt, skilningur og mildi, rík og djúp tilfinning, sem við nemum jafnt í laglínu sem orðum og ekki síst röddinni sjálfri. Þessari makalausu, mögnuðu rödd, fullri af lífsreynslu og hlýju. Sagt er að menn skiptist í tvö horn hvað Leonard Cohen áhrærir. Annaðhvort hrífast menn af honum og list hans eða alls ekki. Blaðamað- ur einn heimfærði þetta upp á hann og sagði að svo virtist sem menn skiptust í tvær andstæðar fylkingar í viðhorfum sínum til hans, ann- aðhvort fyndist þeim hann frábær eða ömurlegur. Blaðamaðurinn spurði Cohen hvað honum fyndist sjálfum um þetta og hann svaraði brosandi um hæl: Ég er algjörlega sammála báðum aðilum. Og ég trúi því hann láti sér nokk í léttu rúmi liggja hvað okkur finnst um þessa nýjustu sköpun hans, hvort sem er hrifningu mína eða vanþóknun poppskríbents þessa dagblaðs. En heldur fannst mér hún snautleg kveðjan sem hann sendi Cohen hér um daginn og fátækleg umfjöllunin sem einn hleypidómur. Leonard Cohen og verk hans eiga ekki skilið þvílíka afgreiðslu! Hér er á ferð óvenjulegt og persónulegt verk af háum listrænum staðli, grundvallað á auðugri lífsreynslu í bland við djúpskyggna lífsspeki. Útkoman er fallegt, einlægt listaverk, næring fyrir sálina. Leonard Cohen og Sharon Robinson hafa greinilega lagt hug og hjarta í þessa sköpun og hafa þá reynslu, þá innistæðu, sem gerir hana jafn hrífandi og raun ber vitni. Hafi þau þökk fyrir þennan söng, fyrir þessa gjöf, fyrir þessa heilun. SIGURÐUR SKÚLASON, Fálkagötu 28, Reykjavík. Á þúsund kossa djúpi með Leonard Cohen Frá Sigurði Skúlasyni leikara: Háteigskirkja. Samverustund eldri borg- ara kl. 13 í umsjón Þórdísar, þjónustufull- trúa. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 jólaguðsþjónusta á Heilbrigðisstofnun- inni. Litlir lærisveinar syngja og Michell Gaskell leikur á flautu. Heimsóknargestir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Barna- og unglingadeildir á laug- ardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Sjöundadags aðventistar á Íslandi Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Aftansöng- ur aðfangadag kl. 18. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Aftansöngur aðfangadag kl. 16.30. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Aftansöngur aðfangadag kl. 16.30. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Jólaguðsþjónusta jóladag kl. 14. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Hátíðarguðsþjónusta jóladag kl. 11. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF ÉG var um árabil starfandi nuddari í miðbæ Reykjavíkur, þar sem súlu- staðir skutu upp kollinum fyrir nokkrum árum, og fékk þá oftar en ekki starfsstúlkur þessara staða í nudd. Ég hef aldrei fyrirhitt neina starfsstétt fólks sem var eins illa hald- in á sálinni og bókstaflega sköðuð af vantrausti á náunganum og mannleg- um bróðurkærleik og umræddar súludansmeyjar. Sjálfur hafði ég átt leið inn á svona staði og gerði mér þá enga grein fyrir hversu djúpstæð áhrif þessi starfsemi hefur á fólk. Fyrir stuttu barst mér eftirfarandi SMS frá rúmlega 20 ára stúlkubarni, sem ég kynntist þegar hún var að byrja, galvösk og geislandi í þessu „frjálsa“ starfi í „rauða“ hverfinu sem Kópavogsbær flaggar nú þegar. Á Ís- lensku útleggst skeyti hennar á þenn- an hátt: „Ég veit ekki hvað er að, en allt er svo dökkt í lífi mínu. Ég finn engar tilfinningar lengur og ég er aldrei glöð. Ég veit ekki hver ég er. Getur þú hjálpað mér?“ Getum við hjálpað, eða er það of seint? Þetta er alls ekki einsdæmi og það þolir eng- inn það til lengdar að þjóna því lægsta í manninum. Þó svo við getum seint útrýmt nei- kvæðari hliðum mannlegrar tilveru er samt full ástæða til að hafa a.m.k. stjórn á því hversu mikið svigrúm við gefum þeim í tilveru okkar og um- hverfi. Þriggja metra regla er lélegur brandari þegar kemur að því að vernda sálarheill einstaklings. Vændi eða ekki vændi er aukaatriði. Ef eitt- hvað er athugavert við þessa niður- lægingu stúlknanna á að banna hana strax. Nú er tími til að fórna minni hags- munum fyrir meiri og losa sig við þessa skipulögðu starfsemi á afger- andi hátt í eitt skipti fyrir öll með skýrum lagabreytingum. Það er öll- um fyrir bestu. Líka þeim sem virða „valfrelsi“ mikils. Það verður nóg val- frelsi eftir til góðra verka og sú ákvörðun sem við tökum nú mun móta framtíðarsamfélag okkar. Bræður mínir: Hér þarf að taka af- stöðu. Ertu níðingur eða tímir þú að sjá af smávalfrelsi til að tryggja vel- ferð litlu systur? Virðingarfyllst ÓLAFUR KR. VALDIMARSSON, hagfræðingur, Vesturbergi 26, Reykjavík. Um starf- semi nekt- ardansstaða Frá Ólafi Kr. Valdimarssyni: AÐVÖRUN nefnist grein í Morgun- blaðinu föstudaginn 16. þ.m. eftir kunnan vísindamann, Margréti Guðnadóttir veirufræðing, um kúa- málið svonefnda. Það skal strax tekið fram að undirrituð er algjör leikmað- ur í þessum efnum en hefir fylgst með skrifum og umræðuþáttum og gladd- ist hjartanlega þegar félagið BÚ- KOLLA var stofnað hér sunnan lands og margir ungir bændur hófu baráttu gegn norskum fósturvísum til lands- ins. En þetta mál er komið lengra en mig grunaði og því nauðsyn að fólk átti sig á hættunni sem kann að fylgja. Hvers vegna fær fólkið í landinu ekki að segja álit sitt? Þetta snertir okkur öll. Margrét Guðnadóttir er hámennt- uð kona og hefir allan sinn starfsaldur unnið að rannsóknum. Hún er auk þess stórgáfuð og þessi grein, sem hún nefnir AÐVÖRUN, ber vísinda- manninum vitni, hún er hógvær en þó hreinskilin og vill vara þjóðina við því ógæfuspori sem verið er að kjósa um í sveitum landsins en það er, hvort flytja eigi inn frá Noregi fósturvísa og setja í hinn hreina kúastofn sem við eigum og hefir gefist vel. Margrét Guðnadóttir segir á einum stað: „Það setur eiginlega hroll að göml- um veirufræðingi við allt þetta gá- leysislega tal um innflutning fóstur- vísa, sem sumir tala um eins og ætlunin sé að flytja inn dauðhreinsað stál. Því miður eru fósturvísar þannig gerðir, að þá er ekki hægt að dauð- hreinsa, heldur bera þeir í sér alla þá sýkla, sem hafa komið sér fyrir í kyn- frumum foreldranna og erfðaefnum þeirra fruma.“ Það er auðheyrt á grein Margrétar að hún óttast ekki bara norska erfða- vísa sem slíka en nefnir, að til Noregs hafi oft verið fluttur búpeningur frá öðrum löndum og stundum hafi verið hægt að rekja sýkingar í kúm til slíks innflutnings. Fyrir leikmann er þetta kanski ekki allt auðskilið, en þessi gáfaði veirufræðingur nefnir ýmsa sjúkdóma t. d. garnaveiki sem rakin var til innfluttra gripa til Noregs. Það leynir sér ekki að hún óttast kúa- riðuna hræðilegu, sem næstum setti enskan landbúnað á höfuðið á síðasta ári. Í framhaldi af því segir hún: „Berist kúariðusýkill í fæðukeðju manna, geta afleiðingarnar orðið ban- vænn lömunarsjúkdómur nokkrum árum eftir smitun. Nú hafa Bretar misst á annað hundrað manns úr þessum nýja lömunarsjúkdómi sem rakinn er til kúariðusmits og leggst aðallega á ungt fólk.“ Nægir ekki að lesa þessa umsögn merks vísindamanns og veirufræð- ings til þess að stöðva þessa fásinnu? Mjólkin er notuð í margar afurðir sem allir landsmenn eða svo til neyta og hugsið um börnin og framtíðina! Þetta á að stöðva strax, taka enga áhættu og hlusta á umsögn Mar- grétar Guðnadóttur sem lýkur grein sinni með þessum orðum: „Tjón af innfluttum smitsjúkdómum getur orðið mjög mikið. Förum því að með gát og gerum ekki óafturkræfar vit- leysur. Höldum landinu hreinu og húsdýrunum heilbrigðum. Gerum allt sem við getum til að fá ekki hingað banvæna sjúkdóma í menn.“ ANNA SNORRADÓTTIR, Hofteigi 21, Reykjavík. Á að taka áhættu í kúamálinu? Frá Önnu Snorradóttur: Í jólapakkann hennar peysur - blússur jakkar - toppar frá Opið föstudag og laugardag frá kl. 10-20         Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað        ●    ●    ●   ●    ●  !"#$ # ● #% &&  ● ' (# ) ' &*+*, VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r G læ si le g a r g ja fa vö ru r Hitakanna kr. 7.490 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Laugavegur 68, sími 551 7015. Budda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.