Morgunblaðið - 21.12.2001, Side 78

Morgunblaðið - 21.12.2001, Side 78
SPÁMAÐUR.IS er vefsetur sem notið hefur vaxandi vin- sælda undanfarið. Þar eru það fyrst og fremst létt og skemmtilegt spádómsspil sem laðað hafa að en á setrinu er jafnframt spáð fyrir þjóð- þekktum einstaklingum og stjörnuspá dagsins. Nú hefur verið gefinn út sér- stakur spilastokkur sem hægt er að nota samhliða spilunum á setrinu. Að sögn Ragnars Bjarts Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra Ingunnar ehf., sem rekur setrið og gefur spilastokkinn út, eykur stokk- urinn notagildi spilanna á setr- inu til mikilla muna og í honum eru fólgnar lagnir tengdar ást- inni, samböndum, fjármálum, starfi og fjölskyldu sem hafa verið hannaðar sérstaklega fyrir spil- in. „Spádómsspilin eru alíslensk uppfinning og eru mjög auðveld í notkun. Þau krefjast engrar sérstakrar spádómsgáfu því nóg er að stokka og draga. Hér er því um að ræða skemmtilega dægradvöl fyrst og fremst.“ Ragnar Bjartur ítrekar að þótt spilin eigi sér sumpart fyrirmynd í tarotspilunum al- kunnu þá séu þau frábrugðin þeim að því leyti að þau senda fyrst og fremst frá sér já- kvæða strauma og miða að því að vera uppbyggjandi fyr- ir notendur. Spádómsspilastokkurinn fæst hjá Esso, bókabúð Máls og menningar, Lyfjum og heilsu, Nettó, Pennanum Eymundssyni, Skífunni og víðar. Spáð í spilin TENGLAR ..................................................... spamadur.is Svona lítur forsíða spamadur.is út. Ragnar Bjartur með spádómsspilin dularfullu. Morgunblaðið/Ásdís FÓLK Í FRÉTTUM 78 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Mögnuð mynd með stórleikurunum Bruce Willis, Cate Blanchett og Billy Bob Thornton Sýnd kl. 8 og 10.10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Missið ekki af nýjasta glæpaþriller Bruce Willis Þau veittu henni öruggt heimili... en henni var ekki ætlað að komast burt! Æsispennandi sálfræðitryllir með Leelee Sobieski (Joyride) í aðalhlutverki. Sýnd kl. 4 og 6. Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.30. Sýnd í Lúxus kl. 8 og 10.30. Ásýnd Alexandre Dumas (The Face of Alexandre Dumas – The Man in The Iron Mask) Ævintýramynd Bandaríkin, 1998. Bergvík VHS. Bönnuð innan 12 ára. (92 mín.) Leikstjórn og handrit: William Richert. Aðalhlutverk: Timothy Bottoms, Meg Foster, Edward Albert. SÍGILD saga Alexandre Dumas, Maðurinn með járngrímuna, hefur verið viðfangsefni fjölmargra kvik- mynda og annarra frásagnarmiðla. Skemmst er að minnast stjörnum prýddrar kvikmyndar byggðrar á sögunni, þar sem Leonardo DiCapr- io lék tvíburakóng- ana góðu og illu. Sú útgáfa sögunnar sem hér um ræðir er nokkuð undar- legt fyrirbæri, þar virðast fara saman metnaður til að nálgast söguna á nýjan hátt, peningaskortur og kæru- leysi. Þannig er þessi kvikmynd greinilega gerð með mjög takmörk- uðu fjármagni, svo atriðin minna á stundum á velviljað skólaleikrit. Hins vegar eru leikarar allir fyrir of- an skammarmörkin og sumir vel það. Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur fer hér þá leið að flétta frásögn og ímyndunarafl skáldsins Dumas inn í atburða- rásina, sem er nægilega lífleg til að halda athygli áhorfandans. Ekki veit ég hvernig kvikmyndina, sem gerð er árið 1998, hefur rekið á fjörur ís- lenskra myndbandaútgefanda, en líklega er það hin sígilda saga um konunginn með járngrímuna sem hefur valdið því. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Skáldið og sagnaheim- urinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.