Morgunblaðið - 21.12.2001, Page 84

Morgunblaðið - 21.12.2001, Page 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. * SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra féllst í gær á fyrirhugaða fram- kvæmd við Kárahnjúkavirkjun að uppfylltum skilyrðum og felldi þar með úr gildi úrskurð Skipulagsstofn- unar frá 1. ágúst sl. þar sem fram- kvæmdinni var hafnað vegna umtals- verðra umhverfisáhrifa og ófull- nægjandi upplýsinga um einstaka þætti framkvæmdarinnar og um- hverfisáhrif þeirra. Í úrskurði ráð- herra segir að þau tuttugu skilyrði sem sett eru minnki verulega um- hverfisáhrif virkjunarinnar frá tillög- um framkvæmdaraðila sem gerðar voru í matsskýrslu. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir ljóst að auka- kostnaður við framkvæmdir vegna þessara skilyrða nemi milljörðum króna og ekki sé hægt að sækja þá fjármuni til orkukaupandans, þar sem nú þegar liggi fyrir drög að samningi um sölu orkunnar. „En við munum auðvitað á næstu dögum setj- ast yfir úrskurðinn, meta hann og kanna og sjá hvernig heppilegast er að takast á við málið á grundvelli hans,“ segir Friðrik. Formenn níu umhverfis- og nátt- úruverndarsamtaka sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er að tæpast sé hægt að ímynda sér stór- felldari röskun af manna völdum á náttúru landsins. Dómstólaleið könnuð Þeir níu formenn sem undirrita yfirlýsinguna mótmæla úrskurði um- hverfisráðherra og ætla að beita sér fyrir því að málsmeðferð og forsend- ur fyrir úrskurðinum verði athugað- ar vandlega og metið hvort ástæða sé til að fara með málið fyrir dómstóla. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að í fljótu bragði sýnist sér að úrskurður umhverfisráðherra um Kárahnjúkavirkjun sé fagmannlega unninn og lögfræðilega vel undir- byggður. Hann segir úrskurðinn vera jákvæðan fyrir verkefnið og stöðu efnahagsmála og að hann ætti t.d. að hafa jákvæð áhrif á gengi krónunnar. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist ánægð með úrskurð umhverfisráðherra og að miklu skipti fyrir þjóðarhag að virkjunin verði byggð og álver rísi á Reyðarfirði. Hún segir að frumvarp sem heimili virkjunina verði lagt fram snemma á vorþinginu. Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarfor- maður Reyðaráls, segir ljóst að skil- yrðin sem sett eru í úrskurði um- hverfisráðherra muni auka kostnað við framkvæmdir og draga úr fram- leiðslugetu virkjunarinnar. Hann telur þó ekki að þessi aukakostnaður muni hafa áhrif á stöðu verkefnisins. Norsk Hydro ræðir framhaldið Sendinefnd frá Norsk Hydro kom í vikunni til að fara yfir stöðu verkefn- isins og segir Geir að fulltrúar Norsk Hydro hafi gert sér vonir um að nið- urstaðan yrði á þennan veg. Því hafi menn verið að ræða framhaldið. Meðal þeirra skilyrða sem sett eru fyrir framkvæmdinni er að fram- kvæmdaraðila, þ.e. Landsvirkjun, er gert að falla frá framkvæmdum við Hafursárveitu, Laugarfellsveitu og Bessastaðaárveitu og Gilsárvötn. Einnig verði fallið frá hluta Hruna- veitu, þ.e. framkvæmdum við Sultar- ranaár- og Fellsárveitu. Með þessum breytingum er svæðinu í kringum Snæfell hlíft við raski vegna fram- kvæmda, en á móti er ljóst að orku- vinnslugeta Landsvirkjunar minnkar nokkuð, eða um 4%. Til að vega upp á móti minni orkuvinnslugetu er fram- kvæmdaraðila heimilt að breyta hönnun aðrennslisganga frá Hálslóni að stöðvarhúsi í Fljótsdal. Í úrskurði umhverfisráðherra er fyrirkomulagi á yfirfalli úr Hálslóni í Desjarárdal hafnað og gerð krafa um að yfirfallsvatn verði leitt í Hafra- hvammagljúfur. Þannig yrði Desjar- árdal hlíft og dregið úr umhverfis- áhrifum á Hafrahvammagljúfur. Umhverfisráðherra fellst á framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun Áætlað að breytingar kosti milljarða króna  Viðbrögð/10–11  Niðurstaða/12  Leiðari/42  Skilyrðin/42  Úrskurður áfall/69 KARLALANDSLIÐINU í knatt- spyrnu hefur verið boðið að leika gegn Kúveit og Sádi-Arabíu dagana 8. og 10. janúar á næsta ári. KSÍ er að kanna hvort mögulegt er að fara með liðið utan með svona skömmum fyrirvara. Ferðin yrði sambandinu að kostnaðarlausu og íslenska liðið yrði aðallega skipað leikmönnum sem spila með norskum og íslenskum félagsliðum. Landsliðið til arabalanda  Boðið til/C1 MJÖG góð viðbrögð hafa verið við jólapakkatilboði Flugleiða á ferðum til áfangastaða flugfélagsins í Evr- ópu. Fyrirtækið auglýsti sérstök jólatilboð sín í síðustu viku og í gær höfðu selst um eitt þúsund slíkir pakkar, að sögn Guðjóns Arngríms- sonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða. Jólatilboðin eru gjafabréf í jóla- pappír sem fela í sér ferð að eigin vali til áfangastaða Flugleiða í Evr- ópu á tímabilinu janúar til mars á næsta ári. Áfangastaðirnir eru London, Glasgow, Frankfurt, París, Kaupmannahöfn, Ósló, Stokk- hólmur og Amsterdam og kostar hver pakki 19.900 kr. Að sögn Guðjóns var um tilraun að ræða af hálfu fyrirtækisins, en viðbrögðin hafa verið framar von- um og einkum hefur vakið athygli sölufólks síðustu daga hve margir karlmenn koma og festa kaup á slík- um jólapökkum. „Við gerum frekar ráð fyrir því að karlmenn kaupi tvo pakka frem- ur en einn og vilji þannig gleðja sína heittelskuðu um jólin,“ sagði Guð- jón. Þúsund ferðir seldar Jólapakkaferðir Flugleiða VETRARSÓLSTÖÐUR eru í dag, 21. desember, en þá er sól stystan tíma á lofti á árinu. Sól rís klukkan 11.22 í dag og á morgun og sest hún rúmum fjórum tímum síðar eða kl. 15.30 í dag og kl. 15.31 á morgun. Smám saman lengist svo dagurinn mínútu fyrir mínútu. Sem dæmi rís sól kl. 11.23 á aðfangadag jóla en sest kl. 15.32. Óvenjudimmt var yfir Reykjavík í gær, ekki síst vegna þoku sem lá yfir borginni mestan hluta dagsins. Morgunblaðið/Rax Stystur dagur í dag SJÚKRALIÐAR sem starfa hjá SÁÁ á Vogi hafa í atkvæða- greiðslu samþykkt að boða til verkfalls frá 8. janúar nk. hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Tólf af þrettán sjúkraliðum sem starfa á Vogi tóku þátt í atkvæða- greiðslunni. Niðurstaðan var sú að já sögðu ellefu og nei sagði einn. Ágreiningur er milli máls- aðila um lífeyrismál. Sjúkraliðar vilja vera í Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins, en SÁÁ vill að þeir verði í almennum lífeyrissjóð- um. Deiluaðilar ræddust við á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær en hann skilaði engum árangri. Sjúkraliðar boða verkfall hjá SÁÁ kærkomin gjöf í sönnum jólaanda Íslenskir ostar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.