Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÍslenska EM-landsliðið tapaði fyrir Dönum / C1 Tindastóll fær góðan liðsstyrk í frjálsíþróttum / C2 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablað frá RTV-mennta- stofnun ehf. Blaðinu verður dreift á Suð- vesturlandi. NEYSLA á e-töflum, sem innihalda eiturefnið MDMA, er hættulegri venjulegum neytendum eit- urlyfja en amfetamín og heróín, hvort sem litið er til neyslu í skamman eða lengri tíma. Þetta kemur fram í matsgerð sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, en hún var unnin af dr. Magnúsi Jó- hannssyni, lækni og prófessor við HÍ, og dr. Svein- birni Gizurarsyni, lyfjafræðingi og prófessor við HÍ, að beiðni Björns L. Bergssonar hrl., hjá Lög- mönnum, Hafnarstræti 20 ehf. Var matsmönn- unum ætlað að meta hættueiginleika MDMA, amfetamíns og heróíns og gera samanburð á skað- vænlegum áhrifum þeirra efna á heilsu manna til skemmri og lengri tíma. Í matsgerðinni kemur fram að sé reynt að meta hvort MDMA í e-töflum sé hættuminna eða hættu- legra en amfetamín og heróín sé niðurstaðan sú að MDMA sé líklega talsvert hættulegra á tvennan hátt. Í fyrsta lagi deyr fólk, sem er óvant fíkniefn- um, stundum af venjulegum skömmtum af MDMA og virðist það einkum eiga við um ungar konur, en slíkt er afar sjaldgæft við neyslu amfetamíns eða heróíns. Í öðru lagi hefur verið sýnt fram á lang- tímaskemmdir, hugsanlega varanlegar, á taugum í miðtaugakerfi og lifur hjá neytendum MDMA og er þar ekki endilega um að ræða stór- eða lang- tímaneytendur. „Rannsóknir benda til þess að þessi tegund heilaskemmda sé algeng hjá MDMA-neytendum og getur hún háð viðkomandi einstaklingi mikið. Slíkar skemmdir eru afar sjaldgæfar hjá þeim sem neyta amfetamíns eða heróíns og svo virðist sem hægt sé að neyta þessara efna langtímum saman án þess að af því hljótist langtíma eða varanlegt heilsutjón,“ segir í matsgerðinni. Þar segir einnig að á undanförnum árum hafi verið að safnast sam- an vitneskja um að langvarandi neysla manna á MDMA geti valdið langvarandi eða jafnvel var- anlegum skemmdum í miðtaugakerfi sem koma fram sem minnisleysi, námserfiðleikar, svefntrufl- anir, depurð, kvíði og fjandsamleg framkoma. „Skaðsemi MDMA á önnur líffæri hefur einnig verið að koma fram. Þar ber hæst alvarlegar og lífshættulegar lifrarskemmdir í einstaklingum sem hafa notað MDMA um hverja helgi yfir dágott tímabil. Eina björgunin hefur verið að fá lifur og gerast líffæraþegi. Nýlegar heimildir benda til að MDMA geti valdið vansköpun á fóstri ef móðirin neytir efnisins snemma á meðgöngu en óvissa ríkir um hvort amfetamín veldur vansköpun og heróín gerir það að líkindum ekki,“ segir í matsgerðinni. Matsgerð sérfræðinga lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur Neysla á e-töflum skaðlegri en amfetamíns og heróíns SENN er mánuður liðinn frá vetr- arsólstöðum og hægum skrefum hækkar sól á lofti og dagurinn leng- ist. Aukin birta gefur nýja von um bjartari tíð og menn stefna ótrauðir áfram þegar himinninn er baðaður geislum sólar, skýjum ofar, sem lýsa upp vetrarþrungið malbikið. Hækkandi sól yfir borginni Morgunblaðið/Þorkell FLUGMÁLASTJÓRN hefur óskað eftir aðstoð frá Flugmálastjórn Dan- merkur til að afgreiða mál flugstjóra hjá Landhelgisgæslunni, en mál hans var óafgreitt á borði trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar þegar honum var vikið tímabundið frá störfum 21. des- ember sl. Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri segir hugsanlegt að fleiri mál- um verði vísað til Danmerkur, en nú eru 5–6 mál óafgreidd hjá Flugmála- stjórn. Tekist hefur að leysa tvö mál sem biðu afgreiðslu. Dagmar Sigurðardóttir, blaða- fulltrúi Landhelgisgæslunnar, stað- festi að mál eins af þremur flugstjór- um á björgunarþyrlu Landhelgisgæsl- unnar væri búið að bíða afgreiðslu hjá Flugmálastjórn frá 20. desember. Hann hefði því ekkert getað flogið í heilan mánuð. Hún sagði að þetta hefði komið sér illa fyrir Landhelgisgæsl- una, en vandræði hefðu þó ekki skap- ast. Sex flugmenn starfa hjá Gæslunni, þar af þrír flugstjórar. Þorgeir Pálsson sagði að reynt hefði verið að leysa þau mál sem biðu af- greiðslu. „Þetta er hins vegar ástand sem má ekki vara mikið lengur. Þetta hefur skapað vandkvæði fyrir einstaklinga og flugrekendur,“ sagði Þorgeir. Allir flugmenn þurfa að fara í heil- brigðisskoðun á 6–12 mánaða fresti. Þessar skoðanir framkvæma flug- læknar, en þegar upp kemur vafi um heilbrigði flugmanna vísa fluglæknar slíkum málum til trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar. Allir nýir flug- menn þurfa einnig að fá staðfestingu frá trúnaðarlækni áður en þeir fá vottorð. Flugmenn sem veikjast og missa leyfi til að fljúga af þeim sökum geta heldur ekki fengið nýtt vottorð nema að trúnaðarlæknir hafi áður skoðað mál viðkomandi flugmanns. Þá ber trúnaðarlækni að hafa eins konar gæðaeftirlit með störfum flug- lækna. Samgönguráðuneytið skipaði nefnd sem var falið það verkefni að fara yfir mál Þengils Oddssonar, trúnaðar- læknis Flugmálastjórnar, en hún hef- ur enn ekki lokið störfum. Líklegt er að niðurstaða nefndarinnar ráði því hvort Þengill kemur aftur til starfa. Þorgeir sagðist gera sér vonir um að nefndin lyki fljótlega störfum, en á meðan væri leitað leiða til að leysa óafgreidd mál eftir öðrum leiðum. 5–6 mál bíða afgreiðslu trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar Máli vísað til Flugmála- stjórnar DanmerkurGUNNHILDUR Elíasdóttir amma Antons Lína Hreið- arssonar, sem var sá eini sem lifði af eldsvoðann á Þingeyri að- faranótt föstudagsins 4. janúar sl., skreið inn í gang íbúðarinnar og náði honum út úr brennandi íbúðinni. Áður virðist sem Hreiðar Snær, faðir Antons Lína, hafi leitt hann langleiðina að útidyra- hurðinni. Vegna eituráhrifa reyksins hafði honum á hinn bóg- inn ekki tekist að leiða drenginn alla leiðina út. Þetta staðfesti Ön- undur Jónsson, yfirlögreglu- þjónn á Ísafirði, í samtali við Morgunblaðið. Þessi atburðarás varð ekki ljós fyrr en lögreglan á Ísafirði ræddi við Gunnhildi og aðra íbúa hússins, nokkrum dög- um eftir að atburðirnir áttu sér stað. Gunnhildur hafði vaknað við fyrirgang á neðri hæðinni og fór út þar sem hún mætti Hreiðari Snæ. Hún fór að útidyrahurðinni og skreið inn í gang þar sem hún þreifaði eftir drengnum og fann hann loks og dró hann út. Nokkru síðar fór Hreiðar Snær aftur inn í íbúðina til að freista þess að bjarga eiginkonu sinni og yngri syni en eins og kunnugt er fórst hann ásamt þeim í eldsvoðanum. Eldsvoðinn á Þingeyri Skreið inn og náði drengnum UMFERÐARÓHAPP varð á Snæ- fellsnesvegi í Kolgrafarfirði, skammt frá Grundarfirði, á áttunda tímanum í gærkvöld. Jeppi fór út af veginum og valt á hliðina ofan í á. Tveir menn voru í bílnum og sluppu þeir með minniháttar meiðsl. Þó er talið að annar þeirra hafi rif- beinsbrotnað. Þeir voru fluttir á heilsugæslustöðina í Grundarfirði til skoðunar. Að sögn lögreglunnar var mikill snjór og krapi á veginum. Mennirnir komust sjálfir út úr jepp- anum og gátu látið vita af sér. Jeppi valt ofan í á STÚLKAN sem lögreglan í Hafnarfirði hefur lýst eftir undanfarna daga er komin fram, heil á húfi. Hún hafði samband við fjölskyldu sína í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Hún strauk frá meðferðarheimilinu á Stuðlum fyrir rúmri viku. Stúlkan komin fram í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.