Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isÍ I - .s ara i .is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 13 Sýnd 3, 5.30, 8, 10.30 og 12 á miðnætti. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd í LÚXUS kl. 2, 6 og 10. B.i. 12 ára „Besta mynd ársins“ SV Mbl „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl Ævintýrið lifnar viði i li i Sýnd kl. 8 og 10.30. B.I.16 ára.  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! DV Mbl ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com  HK. DV Dúndrandi gott snakk með dúndrandi góðri gamanmynd Gwyneth Paltrow Jack Blackyneth altro Jack lack FRUMSÝNING Sýnd kl. 4 og 6. Frá höfundum „There´s Something About Mary“ og „Me myself & Irene“ kemur Feitasta gamanmynd allra tíma Glæný leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni STINA Nordenstam hefur verið að gefa út plötur nánast frá blautu barnsbeini. Sú fyrsta kom út fyrir tíu árum, hin djasslegna Memories of a Color, en heil þrjú ár voru í næsta verk. Upp frá þeirri plötu – sem ber nafnið And She Closed Her Eyes – lá leið- in í furðulegri sveigjum en áð- ur og Nordenstam hóf fljót- lega að móta afar persónulegan stíl. Manni verð- ur ósjálfrátt hugsað til lista- manna eins og Laurie Ander- son, Kate Bush og Bjarkar – allt listamenn sem hafa látið sig engu varða hvað er lenska hverju sinni í dægurtónlistinni heldur þvert á móti fylgt sann- færingu sinni til hins ýtrasta. Maður vissi ekkert hverju maður átti von á er maður hringdi út til Svíþjóðar einn síðdegisaftan. Þær upplýsing- ar lágu fyrir að Nordenstam veitti sjaldan viðtöl og því var maður hálfsmeykur. En viðtalið reyndist hið notalegasta – undarlega nota- legt meira að segja. Rödd Stinu hefur yfir sér zen-búdd- íska ró og framvindan varð fá- ránlega indæl. Hún lagði sig fram við að svara öllum spurn- ingum og velti þeim vel fyrir sér, oft þá drjúga stund. Í tæpan hálftíma var maður í aðstöðu sem var þægilega öðruvísi, miðað við hverju maður á að venjast í þessum „bransa“. Skapa … eitthvað Viðtalið byrjar vel með vinalegum ruglingi og vandræða- legu flissi. Stina er ekki viss hvaða tungumál hún á að tala og ég er eitthvað að vandræðast með tæki og tól; athuga hvort upptökutækið sé nú ekki örugg- lega tengt og svona. Stina virðist í rólegu skapi, pínu feimin þó og segir mér að sér líði vel; sé nýbúin að taka til í herberginu sínu. Ég þykist greina að hér sé komin vinaleg, hæglát stúlka. Mér líður strax betur. „Fyrir hvaða blað ertu að skrifa?“ spyr hún. – Það heitir Morgunblaðið. „Ó … ókei.“ – Svo, hvernig hefurðu það þá? „Mér líður bara vel (hlær létt).“ – Ég fékk eintak af nýju plötunni þinni fyrir tveimur tímum (bæði hlæja vandræðalega). Þannig að ég náði að hlusta aðeins á hana. Og við fyrstu hlustun virðist þetta bara nokkuð tilkomumikið. „Takk.“ – Nú er liðinn ansi langur tími frá því að þú kláraðir upptökurnar. Af hverju er það? „Þetta átti nú ekki að vera svona löng bið. En ég var að skipta um út- gáfufyrirtæki og það er nú ein meg- inástæðan.“ – Þannig að það er óhætt að segja að þú njótir nokkurrar fjarlægðar frá plötunni núna. „Já.“ – Manni finnst auðvelt að lýsa tón- list þinni sem nærgætinni, jafnvel brothættri … kannski aðallega vegna raddarinnar. „Ahaa …“ – En hvað knýr þig annars til að búa til tónlist? „Ég veit það ekki … það er ekkert eitt sem liggur að baki. Engir tón- listarlegir áhrifavaldar a.m.k. Í upp- hafi var ég í sambandi við nokkra djassleikara – þá var ég um 16 ára og fyrsta plata mín litast af þessum djassáhuga mínum. Síðustu ár hef ég svo haft minni og minni tíma til að hlusta á tónlist. En … humm … það sem ég hef áhuga á er t.d. Nick Drake, Tim Buckley og … hver ann- ar? … humm …“ – Væri hægt að rekja þessa „brot- hættu“ hlið á tónlistinni þinni til þessara listamanna? „Nei. Þessi meinta viðkvæmni kemur algerlega frá sjálfri mér (hlær). Málið er að þegar ég var yngri hafði ég mikla þörf fyrir að skapa … bara eitthvað. Það að ég er aðallega að gera tónlist er meira svona tilviljun. Ég fann að ég átti fremur auðvelt með að ná tökum á henni; mér gekk vel í tónlistarskól- anum … þannig að ég fann mína rödd í tónlistinni og það finnst mér „Ég held að … (löng þögn) … (enn þögn) … Þetta er svolítið snúin spurning. Ég er nú ekkert sérstak- lega hrifin af þessum listamönnum, svona almennt. Lengi vel áleit ég mig ekki vera neitt sérstaklega kvenlega. En núna sé ég að … (kím- ir) … að ég er mjög kvenleg á marga vegu. Tónlistin mín er a.m.k. ábyggi- lega álitin vera mjög kvenleg. En það er á engan hátt markmiðsbundið frá minni hendi.“ – Ég vil slá því fram að þú sért af- ar frumlegur tónlistarmaður. Hvernig þú vinnur með tónlistina. „Já (feimin). Ég held það.“ – En hvernig hefur þú þróast sem listamaður í áranna rás? „Þú og þínar erfiðu spurningar! (hlær) … humm … það er svolítið erfitt að pinna þetta niður þar sem ég einbeiti mér algerlega að plötun- um meðan ég er að vinna þær og svo slekk ég bara á mér. Það er ekki þannig að ég sé glamrandi á gítarinn í tíma og ótíma, semjandi lög. Þannig að plöturnar verða til í eigin rými, óháðar hver annarri. En ég er ánægð með þær allar, fyrir utan þá fyrstu.“ – Platan sem kom út á undan „This is …“, „People are Strange“, er tökulagaplata. Af hverju? „Ég fór að hugsa um andstæðuna við að vera listamaður sem túlkar eigin reynsluheim með eigin orðum og lögum. Hvort væru til lög sem ættu vel við og lýstu vel því sem ég væri að gera og hugsa.“ – Og þínar útgáfur á þessum lög- um eru næstum óþekkjanlegar. „Já, (með hálfkæfðum hlátri).“ – Sem er líkast til eina rétta að- ferðin við að gera svona plöt- ur... „Já. Ég er sammála. Upp- runalega hugmyndin mín var reyndar að taka „léleg“ lög! En það reyndist erfiðara en ég hélt.“ – Þú hefur unnið með mönn- um eins og Jon Hassell og Vangelis. Ertu mikið fyrir að vinna með öðru fólki? „Já … ég geri nokkuð mikið af því. Maður græðir á því að skyggnast inn í hugarheim ann- arra listamanna en stundum verður maður líka fyrir von- brigðum; þá átti maður von á að einhver ákveðinn listamaður væri öðruvísi.“ – Og fólk falast einnig eftir þinni aðstoð? „Já. Það gerist en oftast er það bara að sækjast eftir röddinni minni sem það svo ætlar að setja ofan á sína tónlist. En það þykir mér afar óáhugavert.“ – Og er ekkert erfitt að segja nei? „Nei. Alls ekki. Ég er mjög hreinskilin við þetta fólk.“ – Þú vannst með Brett Anderson úr Suede á þessari nýju plötu. Hvernig gekk það? „Það gekk mjög vel og það fór vel á með okkur. Mér fannst gaman að sjá hann kúpla sig niður í rólegri stemningu. Með Suede er hann van- ur að vera mun meira ögrandi.“ – Þú hefur einnig tekið talsvert af ljósmyndum. Er það meira eins og áhugamál eða …? „Ég sé hluti ekki sem áhugamál. Þetta er bara mitt líf. En ég hef ekki sinnt ljósmynduninni lengi þar sem ég hef verið mjög upptekin við að vinna í tónlist undanfarið.“ – Ein spurning að lokum. Er það rétt að þú spilir aldrei á tónleikum? „Það er rétt.“ – Og má ég spyrja: Af hverju? „Já, það máttu. Uuu … mig langar bara ekkert sérstaklega til þess. Það er ekkert sem segir að þú þurfir að halda tónleika þótt þú sért tónlist- armaður.“ Stina Nordenstam: „Lengi vel áleit ég mig ekki vera neitt sérstaklega kvenlega.“ Fólk er skrýtið Þá er hinn pinkuskrýtni listamaður frá Svíþjóð, hún frænka okkar Stina Norden- stam, búinn að gefa út nýja plötu. Arnar Eggert Thoroddsen átti um margt athyglisvert samtal við hana Stínu. arnart@mbl.is S æ ns ka s ö ng ko na n S ti na N o rd e ns ta m g af n ýv e ri ð ú t pl ö tu na T hi s is … mjög mikilvægt. Það er hægt að tjá hluti með tónlist sem útilokað er að setja í orð.“ – Þannig að það var kannski ekk- ert svo augljóst að þú myndir fara í popp/rokktónlist? „Ja … það sem ég hef gert hefur ekki náð mikilli hylli á meðal al- mennings því ég á mjög erfitt með að herma eftir öðrum hlutum. Sem er í raun nauðsynlegt ef þú ætlar að ná eyrum fjöldans. Ef þú ert djassari þá lærir þú þinn djass og þróar hann svo áfram. Þetta hef ég aldrei getað – eða viljað.“ Spilar aldrei á tónleikum – Listamenn eins og Alanis Mor- issette hafa leynt og ljóst notað þá staðreynd að þeir eru kvenmenn í sinni listsköpun. Hvernig horfa svona hlutir við þér?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.