Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 21 FROSTI Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa, segir að í upphafi árs í fyrra hafi verið gert ráð fyrir svipaðri afkomu hjá félaginu ár- ið 2001 og verið hafi árið 2000, en eins og greint hefur verið frá sendi félagið frá sér af- komuviðvörun í vikunni þar sem fram kom að flest bendir til að afkoman verði undir þeim væntingum. „Í sex mánaða uppgjörinu var umtalsvert tap af rekstri Aco-Tæknivals og Skýrr færði niður hlutabréfaeign sína, þannig að þessi tvö félög höfðu veruleg áhrif á sex mánaða upp- gjör samstæðunnar. Með tilliti til þeirra vor- um við með um 200 milljóna króna tap eftir sex mánuði í fyrra,“ segir Frosti. „Þriðji árs- fjórðungur er alltaf erfiður,“ bætir hann við, „og í níu mánaða uppgjörinu var einnig um 200 milljóna króna tap af samstæðunni. Samt sem áður var afkoma móðurfélagsins mjög góð og við töldum að margt gæti gerst á fjórða ársfjórðungi þannig að ekki væri ástæða til að breyta þeirri áætlun sem við vor- um með, sem var á þá leið að reksturinn í heild sinni yrði nálægt núllinu. Við erum ekki búnir að fá endanleg uppgjör frá hlutdeildar- og dótturfélögum, en eftir að hafa skoðað rekstur fjórða ársfjórðungs sjáum við ekki þar þau umskipti sem við vor- um að vonast eftir, þrátt fyrir að móðurfélagið skili betri afkomu en áætlað hafði verið. Þess vegna gerum við nú ráð fyrir tapi á bilinu 100 til 200 milljónir króna af samstæðunni.“ Að- spurður segir Frosti að Datapoint Svenska, sem Opin kerfi keyptu undir árslok í fyrra, verði að hluta inni í samstæðuuppgjöri Opinna kerfa. Afkoma þess sé samkvæmt væntingum og sé því ekki ástæða afkomuviðvörunarinnar. Frosti segir að árið í fyrra hafi verið fé- lögum í upplýsingatækni erfitt. Opin kerfi eigi hlutabréf í óskráðum félögum í þessum geira og muni leggja áherslu á að þau verði skráð á markaðsverði í reikningum sínum. Hann bendir einnig á að á móti komi að talsverð dul- in eign sé fyrir hendi í ákveðnum skráðum fé- lögum. Skýrr sé til að mynda vanmetið í reikningum Opinna kerfa. Markaðsverð þess sé um 1.200 milljónir króna en Opin kerfi færi 52% hlut sinn á um 350 milljónir króna. Þetta segir Frosti að stafi af því að félagið vilji hafa borð fyrir báru þegar kemur að mati á verð- mæti hlutabréfasafns þess. 100–200 milljóna króna tap á síðasta ári hjá Opnum kerfum Umskipti gengu ekki eftir Frosti Bergsson SKULDABRÉF Vetrargarðsins ehf., alls að nafnverði 1,4 milljarðar króna, verða tekin til skráningar á Verðbréfaþingi Íslands 22. janúar nk. Vetrargarðurinn er dótturfélag Íslenskrar erfðagreiningar, sem aft- ur er dótturfélag deCODE genetics og er fasteignafélag um Sturlugötu 8, nýbyggingu deCODE. Um er að ræða fjármögnun á húsnæðinu, sem verið er að taka í notkun í þessum mánuði. Skuldabréfin hafa þegar verið seld lífeyrissjóðum og verðbréfasjóðum, samkvæmt upplýsingum frá Íslands- banka, sem annaðist söluna og er umsjónaraðili skráningarinnar. Til tryggingar greiðslu skuldabréfanna er veðréttur í fasteigninni sjálfri auk sjálfskuldarábyrgðar af hálfu Ís- lenskrar erfðagreiningar og de- CODE. Skulda- bréf Vetr- argarðs- ins skráð KAUPÞING hefur nú bætt meðal- talsvalréttum við vörulínu sína sem staðlaðri afurð, en frá árinu 1997 hef- ur fyrirtækið boðið staka meðaltals- valrétti í sérstökum tilfellum. Með- altalsvalréttir eru fjármálaafurð sem fyrirtæki geta keypt til varnar gegn gjaldeyrisáhættu. Hefðbundnir val- réttir (e. options) eru algeng vörn gegn gjaldeyrisáhættu, en í upplýs- ingum frá afleiðudeild Kaupþings kemur fram að slíkir valréttir henta ekki í öllum tilvikum og þykja í sum- um tilfellum dýrir. Þetta á sérstak- lega við þegar verið er að verja greiðsluflæði í erlendri mynt. Afleiðudeild Kaupþings segir meðaltalskauprétt henta vel til áhættuvarnar vegna greiðsluflæðis fyrirtækja, því litið sé til þess hvert meðalgengi var á því tímabili sem samningurinn náði til, en ekki aðeins gengis á tilteknum lokadegi, eins og þegar um hefðbundinn valrétt sé að ræða. Meðaltalsvalréttur er einnig ólík- ur hefðbundnum valrétti að því leyti að ekki er um að ræða beinan rétt til að kaupa eða selja gjaldeyri heldur kröfu um að fá verðmismun greiddan á lokadegi. Verðmismunurinn er reiknaður út frá meðalgengi samn- ingstímans og samningsgenginu, sem getur til dæmis verið gengið á þeim tíma sem samningurinn er gerður. Meðaltals- valréttur gegn geng- isáhættu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.