Morgunblaðið - 19.01.2002, Page 21

Morgunblaðið - 19.01.2002, Page 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 21 FROSTI Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa, segir að í upphafi árs í fyrra hafi verið gert ráð fyrir svipaðri afkomu hjá félaginu ár- ið 2001 og verið hafi árið 2000, en eins og greint hefur verið frá sendi félagið frá sér af- komuviðvörun í vikunni þar sem fram kom að flest bendir til að afkoman verði undir þeim væntingum. „Í sex mánaða uppgjörinu var umtalsvert tap af rekstri Aco-Tæknivals og Skýrr færði niður hlutabréfaeign sína, þannig að þessi tvö félög höfðu veruleg áhrif á sex mánaða upp- gjör samstæðunnar. Með tilliti til þeirra vor- um við með um 200 milljóna króna tap eftir sex mánuði í fyrra,“ segir Frosti. „Þriðji árs- fjórðungur er alltaf erfiður,“ bætir hann við, „og í níu mánaða uppgjörinu var einnig um 200 milljóna króna tap af samstæðunni. Samt sem áður var afkoma móðurfélagsins mjög góð og við töldum að margt gæti gerst á fjórða ársfjórðungi þannig að ekki væri ástæða til að breyta þeirri áætlun sem við vor- um með, sem var á þá leið að reksturinn í heild sinni yrði nálægt núllinu. Við erum ekki búnir að fá endanleg uppgjör frá hlutdeildar- og dótturfélögum, en eftir að hafa skoðað rekstur fjórða ársfjórðungs sjáum við ekki þar þau umskipti sem við vor- um að vonast eftir, þrátt fyrir að móðurfélagið skili betri afkomu en áætlað hafði verið. Þess vegna gerum við nú ráð fyrir tapi á bilinu 100 til 200 milljónir króna af samstæðunni.“ Að- spurður segir Frosti að Datapoint Svenska, sem Opin kerfi keyptu undir árslok í fyrra, verði að hluta inni í samstæðuuppgjöri Opinna kerfa. Afkoma þess sé samkvæmt væntingum og sé því ekki ástæða afkomuviðvörunarinnar. Frosti segir að árið í fyrra hafi verið fé- lögum í upplýsingatækni erfitt. Opin kerfi eigi hlutabréf í óskráðum félögum í þessum geira og muni leggja áherslu á að þau verði skráð á markaðsverði í reikningum sínum. Hann bendir einnig á að á móti komi að talsverð dul- in eign sé fyrir hendi í ákveðnum skráðum fé- lögum. Skýrr sé til að mynda vanmetið í reikningum Opinna kerfa. Markaðsverð þess sé um 1.200 milljónir króna en Opin kerfi færi 52% hlut sinn á um 350 milljónir króna. Þetta segir Frosti að stafi af því að félagið vilji hafa borð fyrir báru þegar kemur að mati á verð- mæti hlutabréfasafns þess. 100–200 milljóna króna tap á síðasta ári hjá Opnum kerfum Umskipti gengu ekki eftir Frosti Bergsson SKULDABRÉF Vetrargarðsins ehf., alls að nafnverði 1,4 milljarðar króna, verða tekin til skráningar á Verðbréfaþingi Íslands 22. janúar nk. Vetrargarðurinn er dótturfélag Íslenskrar erfðagreiningar, sem aft- ur er dótturfélag deCODE genetics og er fasteignafélag um Sturlugötu 8, nýbyggingu deCODE. Um er að ræða fjármögnun á húsnæðinu, sem verið er að taka í notkun í þessum mánuði. Skuldabréfin hafa þegar verið seld lífeyrissjóðum og verðbréfasjóðum, samkvæmt upplýsingum frá Íslands- banka, sem annaðist söluna og er umsjónaraðili skráningarinnar. Til tryggingar greiðslu skuldabréfanna er veðréttur í fasteigninni sjálfri auk sjálfskuldarábyrgðar af hálfu Ís- lenskrar erfðagreiningar og de- CODE. Skulda- bréf Vetr- argarðs- ins skráð KAUPÞING hefur nú bætt meðal- talsvalréttum við vörulínu sína sem staðlaðri afurð, en frá árinu 1997 hef- ur fyrirtækið boðið staka meðaltals- valrétti í sérstökum tilfellum. Með- altalsvalréttir eru fjármálaafurð sem fyrirtæki geta keypt til varnar gegn gjaldeyrisáhættu. Hefðbundnir val- réttir (e. options) eru algeng vörn gegn gjaldeyrisáhættu, en í upplýs- ingum frá afleiðudeild Kaupþings kemur fram að slíkir valréttir henta ekki í öllum tilvikum og þykja í sum- um tilfellum dýrir. Þetta á sérstak- lega við þegar verið er að verja greiðsluflæði í erlendri mynt. Afleiðudeild Kaupþings segir meðaltalskauprétt henta vel til áhættuvarnar vegna greiðsluflæðis fyrirtækja, því litið sé til þess hvert meðalgengi var á því tímabili sem samningurinn náði til, en ekki aðeins gengis á tilteknum lokadegi, eins og þegar um hefðbundinn valrétt sé að ræða. Meðaltalsvalréttur er einnig ólík- ur hefðbundnum valrétti að því leyti að ekki er um að ræða beinan rétt til að kaupa eða selja gjaldeyri heldur kröfu um að fá verðmismun greiddan á lokadegi. Verðmismunurinn er reiknaður út frá meðalgengi samn- ingstímans og samningsgenginu, sem getur til dæmis verið gengið á þeim tíma sem samningurinn er gerður. Meðaltals- valréttur gegn geng- isáhættu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.