Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 39 NOKKUR umræða hefur að undanförnu orðið um veðurspár, tölvuspár og sam- keppnismál á veður- þjónustumarkaði. Þar hafa því miður komið fram ýmsar fullyrðing- ar og rangfærslur, sem ég tel nauðsynlegt að leiðrétta freista þess að upplýsa fólk um staðreyndir er varða veðurþjónustuna og aðra starfsemi Veður- stofu Íslands. Tölvuspár Einn mikilvægasti þáttur í gerð nútíma veðurspáa, hvort sem þær eru gerðar fyrir þá sem á landi eru, sjófarendur eða þá sem ferðast í lofti, eru svokallaðar tölvuspár. Tölvuspár eru niðurstöð- ur reikninga sem unnir eru í tölvum (oftast ofurtölvum) þar sem notuð eru reiknilíkön og mikið magn alls- kyns athugana og mælinga á loft- hjúpnum og á yfirborði alls heims- ins. Veðurstofa Íslands hefur á grundvelli gagnkvæmra samskipta við aðrar ríkisveðurstofur eða með samstarfssamningi við veðurspámið- stöð Evrópu, ECMWF, í Reading aðgang að slíkum tölvuspám til allt að 10 daga. Hafa tölvuspágögn það- an, sem talin eru þau bestu sem framleidd eru í heiminum, verið grunnur að 3–6 daga spám sem gerðar hafa verið á Veðurstofunni um árabil. Eru þessar sömu tölvu- spár notaðar af öllum veðurstofum í V-Evrópu við gerð meðal-drægra veðurspáa í hverju landi, enda þykir sjálfsagt að vinna saman að lík- anþróun og samnýta slíka fram- leiðslu. ECMWF er samstarfsstofn- un 18 ríkja í Evrópu og starfar á ábyrgð ríkisstjórna aðildarríkjanna. Forstjórar ríkisveðurstofanna skipa stjórn stofnunarinnar og taka þar ákvarðanir í umboði viðkomandi rík- isstjórna. Þess má geta að rekstur ECMWF kostar 3,5–4,0 milljarða kr. á ári. Veðurspár hér á landi fyrir fyrstu tvo sólarhringana hafa í meira en 15 ár byggst á tölvuspám, fyrst frá bresku veðurstofunni en síðan 1995 einnig á tölvuspám sem unnar eru á dönsku veðurstofunni, DMI. Þar er notað reiknilíkan sem Ísland er meðeigandi að og hefur þróað, ásamt átta öðrum löndum í Vestur- Evrópu. Af hagkvæmnisástæðum samnýtir Veðurstofan líkanreikn- inga DMI, enda þurfa Danir að sjá bæði Færeyingum og Grænlending- um fyrir veðurþjónustu og því land- fræðileg lega okkar hagstæð í þessu tilliti. Þessar tölvuspár sem reikn- aðar eru tvisvar á sólarhring eru með þeim bestu sem völ er á, þótt nú síðustu árin hafi sérstakar spár til allt að þriggja daga frá ECMWF, sem unnar eru einu sinni á sólar- hring, reynst tölfræðilega örlítið betur að jafnaði en þær. Það eru síð- astnefndu tölvuspárnar, sem hætt var að dreifa nú um áramótin að kröfu stóru ríkjanna í ECMWF. Að þeim er því ákveðin eftirsjá en þær breyta litlu um þjónustu Veðurstof- unnar og gæði veðurspáa, enda þótt þær nýttust einkar vel við framsetn- ingu veðurfregna á báðum sjón- varpsstöðvunum. Vinnsla veðurspáa Hafa verður í huga að veðurspá er ekki sama og tölvuspá. Þegar gerð er skammtímaveðurspá (0-2 dagar) fyrir ákveðinn stað eða svæði eru til viðbótar tölvuspánni notaðar veður- athuganir á 1–3 klst. fresti og þær bornar saman við útreikninga í tölvuspánni, aðlögun þarf að eiga sér stað að landfræðilegum aðstæð- um og yfirborði og spána þarf að setja fram með mis- munandi hætti eftir óskum og þörfum mis- munandi notendahópa. Ef vel á að vera þarf einnig að halda uppi gæðaeftirliti með fram- leiðslu og þjónustu. Allt er þetta hluti af því að fullvinna veður- spár sem miðlað er síð- an til ýmissa notenda. Vaxandi hluti þessa er unninn í tölvum með sjálfvirkum hætti en undir eftirliti veður- fræðinga og fleiri starfsmanna. Veður- fræðileg reynsla og þekking skiptir því miklu máli. Það er því mikil einföldun að halda því fram, að sjálfvirk framsetning á „hráum“ tölvuspám á myndrænu formi (kort eða línurit) á Netinu séu eiginlegar veðurspár sem uppfylli þarfir allra hópa. Hins vegar er tölvuspáin góð vísbending fyrir þá sem kunna að nota og öðlast hafa reynslu að lesa út úr þeim upplýs- ingar um veður. Víðtæk verkefni Veðurstofunnar Veðurstofa Íslands, starfar á grundvelli sérlaga um stofnunina frá 1985 og reglugerðar frá 1996 og er þar ítarlega fjallað um skyldur stofnunarinnar til veðurþjónustu. Ýmis önnur lög og lagaákvæði taka til starfsemi stofnunarinnar og ber þar hæst lög um snjóflóð og skriðu- föll frá 1997. Þar er Veðurstofunni falið viðamikið og einstakt hlutverk í vöktun á snjóflóðahættu í þéttbýli, svo og gerð hættumats og ráðgjafar vegna varnarvirkja. En almenn veð- urþjónusta stofnunarinnar spannar í fyrsta lagi öflun veðurgagna m.a. með rekstri um 130 mannaðra veð- urstöðva, 60 sjálfvirkra stöðva, há- loftastöðva á Keflavíkurflugvelli og á einu skipi Eimskips í förum milli Íslands og N-Ameríku, rekstri veð- urratsjár á Miðnesheiði o.fl. Í öðru lagi annast Veðurstofan viðamikla viðvörunar- og veðurspáþjónustu fyrir landsmenn, sjófarendur á mið- um og afar stórum hafsvæðum í kringum landið samkvæmt alþjóð- legum skuldbindingum. Þá annast stofnunin flugveðurþjónustu fyrir innanlandsflug hér á landi, auk þjón- ustu við alþjóðlegt flug í samræmi við samning Íslands við Alþjóðaflug- málastofnunina frá 1948. Sú þjón- usta skilar okkur um 120 milljónum króna í gjaldeyristekjur á hverju ári. Hin daglega rauntímaveður- þjónusta tekur einnig til vöktunar og viðvarana á ýmsum fyrirbærum sem tengjast veðri, s.s. sjávarflóð- um, hafís á siglingaleiðum, varasöm- um veðurfyrirbærum í lofti o.fl. að ónefndum ofanflóðum sem áður voru nefnd. Almenn miðlun upplýsinga fer fram í gegnum útvarp, sjónvarp, textavarp, dagblöð, síma og Netið, sem er ört vaxandi miðill veðurupp- lýsinga. Loks nær veðurþjónustan til ýmissar úrvinnslu gagna sem nýtt er til rannsókna og ráðgjafar vegna veðurfars á landinu. Þar get- ur m.a. verið um að ræða veður- fræðilega ráðgjöf við skipulagningu byggðar, hönnun mannvirkja, val á vegastæði, nýtingu vatnsafls eða vindorku o.fl. o.fl. Einnig er mikill alþjóðlegur áhugi á samstarfi við Veðurstofuna vegna rannsókna á hnattrænum veðurfarsbreytingum, enda lega landsins mikilvæg og með tilliti til slíkra rannsókna. En Veðurstofan er ekki einungis að fást við veður, snjóflóð og hafís, heldur er rekin umfangsmikil gagnaöflunarstarfsemi, vöktunar- þjónusta og rannsóknir, hættumat og ráðgjöf vegna jarðskjálfta og eld- gosa. Er vöktunarkerfi okkar á því sviði með því besta sem þekkist og tilvist þess og þekking starfsmanna á Veðurstofunni grundvöllur að öfl- ugu alþjóðlegu samstarfi sem styrkt er m.a. af ESB. Þá eru stundaðar ýmsar rannsóknir á mengun í lofti og úrkomu auk margra annarra smærri verkefna. Eru starfsmenn Veðurstofunnar um 100 í Reykjavík, á Keflavíkurflugvelli, á Hveravöllum og á nokkrum þéttbýlisstöðum þar sem ofanflóðahætta er fyrir hendi, auk þeirra fjölmörgu athugunar- manna sem starfa fyrir stofnunina á landi og sjó. Í veðurspáþjónustunni og fjarskiptastarfseminni sem rekin er allan sólarhringinn alla daga árs- ins starfa aðeins um 20 starfsmenn og er fullyrt hér að hvergi sé svo fá- mennt starfslið á veðurstofu að sinna jafn fjölþættum og viðamikl- um verkefnum. Gagnastefna og samkeppni Til skamms tíma giltu þær „heið- ursmanna“-samskiptareglur milli veðurstofa heimsins, að frjálst og opið flæði athuganagagna og ann- arra gagna, sem framleidd voru á einni veðurstofu en gátu nýst öðr- um, var til staðar. Með pólitískri kröfu á hendur ríkisstofnunum um öflun sértekna fyrir þjónustu og fyr- ir tilstuðlan tæknibyltingar í upplýs- ingaflæði, ásamt alheimsmarkaðs- væðingu í margs konar starfsemi, hefur þetta breyst. Veðurstofur og aðrar opinberar stofnanir urðu því að breyta að nokkru þessari stefnu sinni, bæði vegna samkeppni sín í milli en einnig þegar stofnuð voru fyrirtæki sem vildu fá ókeypis að- gang að gögnum ríkisveðurstofanna til að keppa síðan við þær um þá bita sem hægt var að selja á markaði. Hér er ekki rými til að rekja þau flóknu mál sem upp eru komin um allan heim vegna þessa. Hins vegar er víða verið að endurskoða gagna- stefnuna og starfsemi opinberra stofnana á samkeppnis- og sértekju- markaði og er slíkt einnig í skoðun hér á landi. Lokaorð Eins og sjá má hér að ofan er veð- urspáþjónusta og önnur starfsemi Veðurstofu Íslands umfangsmeiri en svo að bera megi hana saman við starfsemi lítils fyrirtækis sem fram- leiðir og miðlar tölvuspám, sem að grunni eru unnar á bandarísku veð- urstofunni sem dreifir slíkum gögn- um ókeypis á Netinu í samræmi við bandarísk lög. Fjöldi slíkra fyrir- tækja starfar um allan heim og svona tölvuspár eru fáanlegar á nokkur hundruð vefsíðum bara í Bandaríkjunum einum. Sú mynd sem dregin er upp af Veðurstofunni sem stofnun og samanburður á verkefnum hennar við starfsemi Halo ehf., sem gerður var í tveimur blaðagreinum hér í Morgunblaðinu nýlega, er því fjarri sanni. En hvorki Veðurstofa Íslands né aðrar ríkis- veðurstofur hafa einkarétt á gerð veðurspáa eða birtingu á þeim. Hver sem er getur unnið og birt veður- spár en það eru notendur sem ákvarða hvert þeir vilja sækja upp- lýsingarnar eða fá þjónustuna. VEÐURÞJÓNUSTA OG TÖLVUSPÁR Magnús Jónsson Tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri nokkr- um staðreyndum þess- ara mála, segir Magnús Jónsson, og freista þess að auka nokkuð skyggn- ið á þessum vettvangi. Höfundur er veðurstofustjóri. SKOÐUN ÞAÐ var töluvert í umræðunni fyrir ára- mót að útvarpsráð skyldi koma í veg fyrir að árlegir tónleikar Bubba Morthens væru sendir út í beinni út- sendingu á Þorláks- messu. Rót þessarar umræðu er sú að Bubbi Morthens lét óþægileg ummæli falla um Hann- es Hólmstein Gissurar- son, prófessor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, á þessum tón- leikum, sem eru árleg- ur viðburður, fyrir ári. Reyndar lét Bubbi ým- is önnur ummæli falla um aðra stjórnmálamenn á umræddum tón- leikum. Það er hins vegar ekki til skoðunar hér heldur það að útvarps- ráð skuli hefta og hreinlega ritskoða útsendingar á tónlist eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar vegna ummæla á einhverjum tónleikum. Við þetta hljóta að vakna spurningar um ágæti þessa ráðs skrifræðis og ritskoðunar. Sú staðreynd að Hannes Hólmsteinn skuli heldur ekki hafa kvartað yfir ummælunum, aðeins beðið um afrit af tónleikunum hlýtur einnig að kasta rýrð á ákvörðun út- varpsráðs. Það var hreinlega eins og útvarpsráð hefði ákveðið það fyrir þjóðina að það væri eins og að nefna snöru í hengds manns húsi að senda út tónleika Bubba. Tónleikar Bubba voru þá væntanlega snaran, en hver er hengdi maðurinn? Varla Hannes, ekki er hann útvarpsráð og honum hefur líklega staðið á sama um um- mælin enda kvartaði hann ekki einu sinni. Ummælin um Hannes voru lík- lega ekki á rökum reist en málið snýst ekki um það. Aðalatriðið í þessu máli er ekki hvaða ummæli voru látin falla heldur um hvern þau fjölluðu. Og þar komum við einmitt að merg málsins. Haustið 2000 sótti Kjartan Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, mál í Hæstarétti gegn Sigurði G. Guðjónssyni hrl. vegna ummæla þess síðarnefnda um störf Kjartans í bankaráði Lands- bankans. Kjartan vildi að ummæli Sigurðar yrðu dæmd ómerk vegna þess að ummælin fælu í sér ærumeið- andi aðdróttanir. Sigurður vann mál- ið á þeim grundvelli að opinberar persónur yrðu að vera móttækilegri gagnvart ummælum í þeirra garð. Í niðurstöðu meirihluta dómsins segir orðrétt: „Þegar litið er til áberandi stöðu hans (Kjartans) innan flokks- ins þykir hann verða að una því að um þessi tengsl (í þessu tilviki við Landsbankann) sé fjallað á opinber- um vettvangi. Ber að fara varlega við að hefta slíka umræðu í lýðræðislegu þjóðfélagi með refsikenndum viður- lögum“. Reyndar skapaðist umræða í kjölfar dómsins þar sem margir full- yrtu að um væri að ræða brot á mannréttindum stjórnmálamanna og opinberra persóna. Slíkar raddir hlutu reyndar ekki mikinn hljóm- grunn. Hannes Hólmsteinn hlýtur að flokkast í sama hópi og Kjartan sem áhrifamikil opinber persóna innan Sjálf- stæðisflokksins. Þess vegna hlýtur þetta for- dæmi sem dómur Hæstaréttar er, að sýna fram á að rök út- varpsráðs fyrir því að koma í veg fyrir út- sendingu á tónleikum Bubba Morthens hljóta að teljast ómarkviss. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er opinber persóna og er þ.a.l. samkvæmt dómi Hæstaréttar móttæki- legri gagnvart gagn- rýni af ýmsu tagi. Og þá á varla að skipta máli hvernig um- mælin eru framsett. Ákvörðun útvarpsráðs hlýtur að vekja upp spurningar um hvert raun- verulegt hlutverk ráðsins sé og hvaða hagkvæma tilgangi það þjóni. Ráðinu berst fjöldi kvartana í viku hverri vegna ummæla í sjónvarps- og út- varpsþáttum hér og þar og mest- megnis af þessum ummælum er tæp- lega merkileg smáatriði sem sést best ef skoðaðar eru fundargerðir ráðsins sem hægt er að nálgast á ver- aldarvefnum á heimasíðu Ríkisút- varpsins. Á að halda uppi heilli nefnd til að ritskoða „óþægileg“ ummæli? Mikið hefur verið rætt og skrifað um að leggja hreinlega niður útvarpsráð og eru slíkar hugmyndir ekki nýjar af nálinni. Réttast væri að reka Rík- isútvarpið af meiri markaðshugsjón, eins og fyrirtæki í samkeppnisum- hverfi, það hefði væntanlega þær af- leiðingar að útvarpsráð yrði lagt nið- ur. Og breyta rekstri útvarpsins úr núverandi mynd. Lögbundin afnota- gjöld eru ekki nægileg til að reka rík- isfjölmiðilinn heldur þarf hann líka fjárframlög úr ríkissjóði. Samt sem áður stendur markaðshugsandi fjöl- miðlafyrirtæki eins og Norðurljós ágætlega undir þeim kostnaði sem fylgir allri sinni dagskrárgerð með áskriftar- og auglýsingatekjum og er hún mjög víðfeðm og mun stórtækari heldur en öll dagskrárgerð RÚV. Spurningin sem við verðum að spyrja okkur er sú hvort ríkisfjölmiðill og rekstur útvarpsráðs í núverandi mynd eigi ekki að heyra sögunni til og koma þurfi á mun meiri markaðs- hugsun í allri starfseminni. Rödd þess hóps sem segir að ríkisfjölmiðill sé nauðsynlegur til þess að halda uppi hlutlausri og heiðvirðri frétta- mennsku fer minnkandi og mun lík- lega á endanum þagna. Það hefur líka margsannað sig að bestu frétta- stofur heims eru markaðshugsandi fyrirtæki rekin af einkaaðilum, CNN eða Cable News Network sem er hluti af AOL Time Warner-sam- steypunni er þarna lýsandi dæmi. Á skömmum tíma hefur stöðin orðið að fremstu sjónvarpsfréttastöð í heimi. Fylgjendur málefna um ríkisrek- inn fjölmiðil og ríkisstyrkta menn- ingu almennt eru þeirrar skoðunar að einkareknar fréttastofur séu minna hæfar en ríkisreknar til að flytja hlutlausar öruggar fréttir. Slík sjónarmið hljóta að missa marks þeg- ar litið er á fremstu fréttastofur og fjölmiðlafyrirtæki heimsins. Með markaðshugsandi fjölmiðlafyrir- tækjum á einkamarkaði er einnig best stuðlað að því að hönd skrifræð- isins og miðstýringarinnar muni frá víkja en svo virðist sem þessi hönd sé á stöðugri hreyfingu í útvarpsráði. Maður hlýtur að spyrja: Getur það verið að það sé orðin þörf á því að gera þessa hendi óvirka og virkja í staðinn hendur 21. aldar markaðs- hyggju á þeim grundvelli að ríkisrek- inn fjölmiðill og það skrifræði sem honum fylgir sé tímaskekkja? Er þetta í verkahring útvarpsráðs? Þorbjörn Þórðarson Höfundur er nemi í Verzlunarskóla Íslands. Hlutverk Ákvörðun útvarpsráðs hlýtur að vekja upp spurningar um hvert raunverulegt hlutverk ráðsins sé, segir Þorbjörn Þórðarson, og hvaða hagkvæma tilgangi það þjóni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.