Morgunblaðið - 19.01.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.01.2002, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Guttorms-son fæddist í Löndum í Stöðvar- firði 28. október 1937. Hann lést á Landspítala í Foss- vogi 9. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guttormur Þorsteinsson, f. 3. apríl 1906, d. 3. októ- ber 1991, og Fanney Sigríður Ólafsdóttir, f. 25. júlí 1910, d. 28. júlí 1995. Bróðir Ólafs er Benedikt Guttormsson, f. 8. febrúar 1935. Hinn 25. desember 1961 kvænt- ist Ólafur Kristrúnu Guðnadóttur, f. 24. júní 1942. Foreldrar Krist- rúnar eru Sigurveig Jónsdóttir, f. 3. október 1912, og Guðni Eyjólfs- son, f. 5. apríl 1907, d. 26. mars 1943. Fósturforeldrar Kristrúnar voru Kjartan Vilbergsson, f. 6. mars 1921, d. 20. apríl 1993, og Þóra Jónsdóttir, f. 13. apríl 1921, d. 20. október 1998. Synir Ólafs og Kristrúnar eru: 1) Kjartan, f. 23. september 1961, maki Karitas Halldóra Gunnarsdóttir, f. 27. júní 1960. Sonur Kjart- ans er Guðmar Val- þór, f. 19. júlí 1982, og sonur Karitasar og stjúpsonur Kjart- ans er Gaukur Jör- undsson, f. 12. apríl 1988. 2) Stefán, f. 5. janúar 1965, maki Hólmfríður Svava Einarsdóttir, f. 26. mars 1968. Börn þeirra Einar Már, f. 27. september 1985, Brynjar Óli, f. 16. febrúar 1990, og Kristrún Eva, f. 24. júní 1996, d. 27. júní 1996. 3) Óli Rúnar, f. 11. desember 1967, maki Gunnhildur Þorbjörg Sigþórs- dóttir, f. 24. júní 1975. Dætur þeirra eru Ingibjörg Rún, f. 8. febrúar 1998, og Þóra Rún, f. 20. október 1999. 4) Sigurður Fannar, f. 28. febrúar 1970, maki Helga Helgadóttir, f. 22. desember 1976. Börn þeirra eru Helgi Fannar, f. 26. mars 1998, og Rakel Ósk, f. 27. ágúst 2000. Útför Ólafs fer fram frá Stöðv- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku pabbi. Ég mun ávallt geyma allar minningarnar um þig í hjarta mínu. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. Í Jesú nafni vil ég væran sofa, og vakna snemma þína dýrð og lofa. (M. Joch.) Óli Rúnar. Nú að leiðarlokum viljum við minnast elskulegs tengdaföður okk- ar. Óli Gutt, eins og hann var jafnan kallaður, bjó alla sína tíð á Stöðv- arfirði sem er með fallegustu fjörð- um á landinu. Hann ólst upp í Lönd- um með foreldrum sínum og bróður. Foreldrar hans voru bændur og jafnframt var faðir hans organisti í Stöðvarfjarðarkirkju í 59 ár. Jörðin sem Lönd standa á hefur lengi verið í eigu fjölskyldunnar og hann sótti alla tíð mikið í það stórbrotna um- hverfi sem þar er, einnig eftir að hann fluttist í þorpið og hóf sjálfur búskap. Hans lán í lífinu var að ganga að eiga tengdamóður okkar, Kristrúnu Guðnadóttur. Þau eignuðust fjóra myndarlega og duglega syni sem eru okkar menn í dag. Óli tók virkan þátt í áhugamálum strákanna sinna, hvort sem um var að ræða hesta- mennsku, búskap eða íþróttir. Ævistarf sitt helgaði Óli sjávarút- vegi, fyrst sem sjómaður og síðar sem netagerðarmaður. Óli þekkti land sitt og var vel heima í örnefnum, þá sérstaklega í kringum Stöðvarfjörð. Þau Kristrún voru dugleg að ferðast um Ísland á sínum yngri árum og hafa strákarnir þeirra fengið það í arf að þekkja landið. Á síðari árum hafa þau hjónin not- ið þess að ferðast til útlanda og gert víðreist með ættingjum og vinum. Það var alltaf gott að hitta Óla í Hellulandi. Þar var hann á heima- velli með sína svuntu, potta og pönn- ur. Það er óhætt að segja að mat- argerð hafi leikið í höndum hans. Heimili þeirra Kristrúnar ber vott um fágaða snyrtimennsku og saman sköpuðu þau það notalega andrúms- loft sem þar ríkir. Barnabörnunum reyndist hann yndislegur afi og þótti þeim óskap- lega vænt um hann. Þeim eldri var hann sannur félagi og vinur, þau yngri leituðu í fang hans og faðm. Á öðrum degi jóla, fyrir rúmu ári, veiktist Óli alvarlega og náði hann aldrei fullri heilsu eftir það. Með miklum viljastyrk komst hann þó aftur heim á Stöðvarfjörð eftir langa sjúkrahúslegu í Reykjavík. Þetta ár reyndist okkur öllum í fjölskyldunni lærdómsríkt og við erum þakklát guði að hafa átt það með honum. Við minnumst tengdaföður okkar með mikilli hlýju. Blessuð sé minning góðs manns. Karitas, Fríða, Gunnhildur og Helga. Æ, afi minn, af hverju þú? Maður átti svo góðar samverustundir með þér, þú varst alltaf glaður með allt sem maður gerði fyrir þig, þó að það væri bara að sitja hjá þér og tala við þig. Þú varst einn af bestu öfum í heimi. Þú varst bara 64 ára. Manni finnst ennþá eins og þú sért lifandi, þetta er svo skrítið, þú dáinn. Aldrei mundi maður ímynda sér það að þú mundir deyja strax, þú varst alltaf svo hjálpsamur. Ég sakna þess þeg- ar þú varst að skamma mig og ég man eftir því þegar þú varðst reiður út í mig og ég skreið undir rúm inni í miðherbergi og þú ætlaðir ekki að leyfa mér að horfa á Spaugstofuna. Maður getur alltaf hlegið að því þeg- ar maður verður fullorðinn og það var leiðinlegt að þú gætir ekki lifað lengur. Þinn Brynjar Óli Stefánsson. Elsku afi Gutt. Amma saknar þín. Ingibjörg Rún saknar afa síns. Gunnhildur saknar Óla afa Gutt. Þóra Rún saknar afa síns. Óli Rúnar saknar pabba síns. Ég elska þig, afi Gutt. Ingibjörg elskar Óla afa Gutt. Mig langar að strjúka eyrað þitt, elsku afi minn. Ég sakna þín svo mikið. Ég ætla að gefa þér fallega húsamynd. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín Ingibjörg Rún. Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Ók. höf.) Þín Þóra Rún. ÓLAFUR GUTTORMSSON Elsku langamma mín. Ég held að þú vit- ir hvað ég er ánægð og hamingjusöm yfir að þú skulir loks vera aft- ur sameinuð ástinni þinni. Svo heitri ást sem varað hefur svo lengi, lengur en hálfa öld, miklu lengur. Megi ég vera svo lánsöm að geta upplifað svona heita og sterka tilfinningu. Ég bið að heilsa langafa sem hefur varðveitt okkur öll svo vel. Ég vona að þú getir skilað kossunum mínum til hans, ömmu Kristjönu, Þóru og Heklu litlu sem hvílir í faðmi Þóru. Þakka þér fyrir það sem þú hefur gefið okkur. Þú gafst mér mitt líf og fyrir það er ég þér innilega þakklát. Þú gafst mér yndislegasta afa í heimi sem hefur gefið mér svo SIGURBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR ✝ Sigurbjörg Bene-diktsdóttir fædd- ist á Breiðabóli á Svalbarðsströnd 11. sept. 1901. Hún lést 3. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholts- kirkju 15. janúar. margt þótt hann viti það ekki. Þitt líf var svo stór- brotið. Í mínum aug- um ert þú hetja, hetja sem óð frostkalda á til bjargar þér og þremur ungum börnum. Sú fórn og hetjudáð er ótrúleg, svo ótrúleg að enginn í mínum aug- um getur fetað í þín fótspor. Með vitneskju minni um þína hetju- dáð mun ég reyna að lifa mínu lífi. Ég mun hugsa til þín þegar mínar frostköldu ár verða á vegi mínum. Ég mun arka ótrauð yfir þær með reynslu þína að leiðar- ljósi. Ég veit þú hvílir nú í friði, í ljósi kærleika og baðar þig í regni ham- ingjunnar. Elsku amma langa mín, ef þú gætir snert eða séð inn í hjarta mitt núna værir þú brosandi og fyndir ást mína og þakklæti til þín. Njóttu. Þín Kristjana (Kittý). MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning- @mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina 5       '   ! $'$0   ! #           ,=4 &4 4&   4   *% ' ,0%1  "&    !>"(" 1&   $"(" ; "  +1&   ))*1 5       '   !   $'$ 0      ! #        #      #   6&   8  $9" ) ? "@ 1          $%   6 **           7    !"#(" !"#6  2, (" ,! 6(" 0A-.   " !;6(" $"' (   " !; (A AA!6,!  "  1 5     %  $'$  0   0   ! # <B  & B&&  4 1 %(!( 1             *  % 0       <4 C 8 9/. *'%  <?D !;       # 0  '    9A(!& %' (   (" , 9 (" & %#  (" "  & %' ( E!   (E!   "E! (" & %' (  1"  ,! < ""<!; $"  !("1 ( )           %    &4 8 &   ,!%9''F& !      *        0   ,8 !  !,!6  "6  0+ (" 2>" "  ! ("(" " 1,!  <!;, (" %% 1"    ;  2 0 (" % 1"(" -. + )! 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.