Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 23 meistar inn. is GULL ER GJÖFIN LEITIN að hryðjuverkamönnum úr röðum al-Qaeda og annarra herskárra samtaka múslima hefur leitt til fjöl- margra handtakna víðsvegar um heim á undanförnum dögum. Sautján manns voru teknir höndum í Bretlandi í gær og í fyrradag. Þá tilkynnti Bandaríkjastjórn að sex menn, sem yf- irvöld í Bosníu afhentu bandaríska sendiráðinu í Sarajevó í gærmorgun, yrðu fluttir til Guantanamo-herstöðv- arinnar á Kúbu, þar sem grunaðir liðs- menn al-Qeada eru hafðir í haldi. Lögreglan í Leicester í Mið-Eng- landi tók í gær tvo karla og tvær konur höndum vegna ólöglegrar dvalar í landinu, til viðbótar við þrettán manns sem handteknir voru í Leicester og London á fimmtudag. Níu þeirra er haldið vegna gruns um tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Mikill fjöldi múslima býr í Leicester. Sexmenningarnir sem yfirvöld í Bosníu létu af hendi í gær, fimm Als- írbúar og einn Jemeni, voru teknir höndum í október sl. vegna gruns um tengsl við hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Fjölmiðlar í Bosníu skýrðu frá því að þeir hefðu verið að undirbúa árás á bandaríska sendiráðið í Sarajevó. Dómstóll í borginni úr- skurðaði á fimmtudag að þeim skyldi sleppt úr haldi vegna skorts á sönn- unargögnum og ákváðu bosnísk yfir- völd þá að láta þá í hendur Bandaríkja- mönnum. Lögreglan á Filippseyjum handtók í gær þrjá menn, sem grunaðir eru um spengjutilræði, en einn þeirra er tal- inn vera háttsettur al-Qaeda-liði frá Indónesíu. Þá handtók lögreglan í Pakistan fimm menn, sem taldir eru meðlimir al-Qaeda, en þeir höfðu reynt að komast inn í landið frá Afg- anistan, dulbúnir sem búrkaklæddar konur. Talið er að starfsemi al-Qaeda teygi anga sína til um 40–50 landa í flestum heimsálfum. Rauði krossinn kannar aðbúnað fanga í Guantanamo Með sexmenningunum frá Bosníu verða fangarnir í Guantanamo-her- stöðinni orðnir 110 talsins, en nokkur hundruð grunaðir liðsmenn al-Qaeda eru enn í haldi í Afganistan. Nefnd á vegum Alþjóða rauða krossins hóf í gær rannsókn á því hvort Bandaríkjastjórn bryti mann- réttindi á föngunum í Guantanamo, en mannréttindasamtök hafa haldið því fram að aðbúnaður þeirra sé ekki mannsæmandi. Nefndarmenn komu til Kúbu í gær og munu líklega dvelja þar í viku. AP-fréttastofan hafði eftir formanni nefndarinnar, Urs Boegli, að Rauði krossinn myndi skýra Bandaríkjastjórn frá niðurstöðum nefndarinnar, en ekki væri víst hvort þær yrðu gerðar opinberar. Reid lýsir yfir sakleysi Richard Reid, sem er grunaður um að hafa reynt að sprengja bandaríska farþegaþotu í loft upp 22. desember sl., kom í gær fyrir rétt í Boston og lýsti hann sig saklausan af öllum ákæruatriðunum níu. Flugfreyja og farþegar yfirbuguðu Reid um borð í vél American Air- lines-flugfélagsins á leið frá París til Miami eftir að hann hafði reynt að kveikja í sprengiþræði í skó sínum. Bosníumenn láta grunaða hryðjuverkamenn í hendur Bandaríkjastjórn Sautján manns hand- teknir í Bretlandi Leicester, London, Sarajevó. AFP, AP. Reuters Myndin sýnir fimm grunaða meðlimi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, sem Bandaríkjastjórn óskaði eftir upplýsingum um á fimmtudag. Þeir koma allir fram á myndbandi sem fannst í Afganistan og virðast þar vera að búa sig undir sjálfsmorðstilræði. ARNOLD Ruutel, forseti Eistlands, útnefndi í gær Siim Kallas, fráfarandi fjármálaráðherra og fyrrverandi seðlabankastjóra, sem næsta for- sætisráðherra landsins. Tilkynning um ákvörðun Ruutels var gefin út stuttu eftir að Umbóta- flokkur Kallas og Miðflokkurinn náðu samkomu- lagi um stjórnar- myndun en þar er kveðið á um að aðild að Evrópusambandinu og Atlants- hafsbandalaginu (NATO) séu for- gangsatriði á sviði utanríkismála. Búist er við að ný stjórn hljóti stað- festingu eistneska þingsins innan hálfs mánaðar. Kallas tekur við af Mart Laar, sem sagði af sér sem for- sætisráðherra og baðst lausnar fyrir sig og þriggja flokka samsteypustjórn mið- og hægriflokka 8. þessa mánað- ar. „Faðir krónunnar“ Kallas, sem er 53 ára, varð seðla- bankastjóri Eistlands 1991, um það leyti sem Eistar voru að slíta formlega öll tengsl við Sovétríkin, sem liðu und- ir lok sama ár. Hafði hann forgöngu um að eistneska krónan var tekin upp í stað rússnesku rúblunnar árið 1992 en sú ákvörðun þótti djörf mjög og gekk gegn ráðleggingum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Kallas stofnaði Umbótaflokkinn ár- ið 1994 og nýtur einkum stuðnings yngra fólks og einkaframtaksins. Hann gegndi embætti utanríkisráð- herra áður en hann tók við fjármála- ráðuneytinu og hefur iðulega þótt lík- legur til að verða forsætisráðherra. Útnefndur í Eistlandi Tallinn. AFP. Siim Kallas DICK Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, á nú undir högg að sækja vegna gjaldþrots orkufyrirtækis- ins Enron og ásakana um að yf- irmenn fyrirtækisins hafi haft of mikil áhrif á stefnu hans í orku- málum. Cheney hefur neitað að veita upplýsingar um fundi sína með yfirmönnum orkufyrirtækis- ins í fyrra þegar hann var að móta stefnu stjórnar Bush í orkumálum. Demókratar segja að Cheney hafi átt í leynilegum viðræðum við yfirmenn Enron sem hafi haft of mikil áhrif á áætlun Bush-stjórn- arinnar í orkumálum sem varafor- setinn kynnti í maí. Gjaldþrotið hefur beint athygli fjölmiðla að fjárhagslegum stuðningi Enron við Bush og fjölmarga aðra stjórn- málamenn og sú ákvörðun Cheney að veita ekki upplýsingar um fund- ina hefur torveldað stjórn Bush að sannfæra almenning um að hún sé ekki handbendi stórfyrirtækjanna sem hafa stutt hann. Cheney segist ekki vilja veita upplýsingarnar til að verja sérstök undanþáguréttindi framkvæmda- valdsins varðandi upplýsinga- skyldu gagnvart þinginu. Aðstoð- armenn varaforsetans segja að hvorki hann né ráðgjafar hans hafi gert neitt af sér en jafnvel repúbl- ikanar viðurkenna að afstaða Cheney hljóti að vekja grunsemdir um að hann vilji leyna einhverju sem geti komið honum í koll. „Cheney og starfsmenn hans hafa brotið þá grundvallarreglu í hneykslismálum að veita greinar- góðar upplýsingar strax,“ sagði Larry J. Sabato, stjórnmálafræð- ingur við Virginíu-háskóla. „Harð- neiti menn að veita upplýsingar auka þeir tortryggni almennings og fjölmiðla og tryggja að umfjöll- unin um deiluna verður mikil og linnulaus.“ Margir stjórnmálaskýrendur í Washington telja að Cheney neyð- ist að lokum til að veita upplýsing- arnar til að koma í veg fyrir að demókratar fái tækifæri til að lýsa Bush og embættismönnum hans sem leppum stórfyrirtækja á borð við Enron, sem var sjöunda stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna fyrir gjaldþrotið. Ráðgjafi Bush á launaskrá Enron Gjaldþrot Enron hefur beint at- hygli bandarískra fjölmiðla að tengslum fleiri embættismanna við fyrirtækið. Til að mynda hefur komið fram að helsti efnahagsráð- gjafi Bush í kosningabaráttunni í fyrra, Lawrence Lindsey, var þá einnig ráðgjafi Enron. Lindsey fékk andvirði fimm milljóna króna á ári frá Enron fyrir störf sín í svo- kallaðri ráðgjafarnefnd fyrirtækis- ins. Lindsey er sagður hafa tileinkað sér margar af hugmyndum Kenn- eths Lay, forstjóra Enron, í orku- málum og sett þær í kosninga- stefnuskrá Bush. The Washington Post segir að nokkrir aðrir ráðgjafar Bush hafi verið á launaskrá hjá Enron, þeirra á meðal Robert Zoellick, viðskiptafulltrúi forset- ans, og Theodore Kass- inger, aðalráðunautur viðskiptaráðuneytisins. Þá hafi um 35 embætt- ismenn stjórnarinnar átt hlutabréf í Enron. Nokkrir þeirra, m.a. Karl Rove, helsti póli- tíski ráðgjafi Bush, áttu hlutabréf að andvirði meira en 10 milljóna króna. Thomas White, ráðgjafi Bush í hermál- um, var aðstoðarfor- stjóri eins af dótturfyr- irtækjum Enron og átti hlutabréf í fyrirtækinu að andvirði 2,5–5 milljarða króna. Enron lagði fé í kosningasjóði margra embættismanna Bush- stjórnarinnar, þeirra á meðal Johns Ashcrofts dómsmálaráð- herra og Spencers Abrahams orkumálaráðherra. Margir aðrir tengdust bæði orkufyrirtækinu og Arthur Andersen, endurskoðunar- fyrirtæki þess, þeirra á meðal Harvey Pitt, yfirmaður bandaríska verðbréfaeftirlitsins, SEC, Pat Wood, formaður ráðs sem hefur eftirlit með orkufyrirtækjunum, og Pat Wood aðstoðardómsmálaráð- herra. Styrkti meirihluta rann- sóknarmanna þingsins Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að tengsl embættis- mannanna við Enron hafi verið ólögleg. Þau voru hins vegar svo umfangsmikil að þau hafa vakið mikla umræðu um pólitísk áhrif slíkra stórfyrirtækja í Wash- ington. Áætlað er að í síðustu kosningum hafi Enron veitt andvirði 170 millj- óna króna í kosn- ingasjóði stjórn- málamanna, jafnt demókrata sem repúblikana. Stuðn- ingur fyrirtækisins við Bush einan nam andvirði 63 milljóna króna frá árinu 1993. Enron styrkti reyndar svo marga stjórnmálamenn að meirihluti allra þeirra þingnefnda, sem hyggjast rannsaka gjaldþrotsmálið, væri vanhæfur til að fjalla um málið ef framlög stórfyrirtækja í kosninga- sjóði nægðu til að gera þá vanhæfa. Formenn flestra þingnefndanna myndu þá ekki heldur geta tekið þátt í rannsókninni. 51 af 56 þingmönnum í orku- og viðskiptanefnd fulltrúadeildarinn- ar, sem hyggst rannsaka málið, hefur fengið fé frá Enron eða Arthur Andersen, alls 40 milljónir króna. 49 af 70 þingmönnum í annarri nefnd fulltrúadeildarinnar, sem fjallar um fjármálaþjónustu, hafa fengið alls 30 milljónir króna frá fyrirtækjunum tveimur. Tveir þriðju nefndar öld- ungadeildarinnar, sem á að rannsaka málið, fengu meira en 70 milljónir króna frá fyrirtækjunum, þeirra á meðal formaðurinn, Joseph I. Lieberman, varaforseta- efni demókrata í síðustu kosning- um. Cheney sakaður um óeðlileg tengsl við Enron Neitar að veita upplýs- ingar um fundi sína með yfirmönnum orkufyrirtækisins Washington. Los Angeles Times, The Washington Post. Dick Cheney FYRIRSPURNATÍMI um málefni kvenna var á fimmtudag haldinn í fyrsta sinn í sex alda langri sögu breska þingsins. Aðeins 21 af þeim 118 konum sem eiga sæti í neðri deild breska þingsins var viðstödd fyrirspurnatímann, þegar við- skiptaráðherrann Patricia Hewitt, sem einnig fer með málefni kvenna, svaraði spurningum um ýmis mál sem þær snerta, á borð við launa- mun, dagvistun barna og sveigj- anlegan vinnutíma. Fyrirspurnatímar ráðherra eru fastur liður í starfi breska þingsins, en aldrei fyrr hefur sérstakur tími verið frátekinn fyrir málefni kvenna. Hewitt varði tíu mínútum af klukkustundarlöngum fyrir- spurnatíma viðskiptaráðherrans til málaflokksins og þakkaði aga- meistara þingflokks Verkamanna- flokksins, Hilary Armstrong, fyrir að gera það kleift. Þrátt fyrir að Margaret Thatcher hafi orðið fyrst kvenna í Evrópu til að gegna embætti forsætisráðherra hafa konur átt nokkuð erfitt upp- dráttar í breskum stjórnmálum. Engin kona var til dæmis í ráð- herraliði Thatcher og aðeins tvær tóku sæti í ríkisstjórn arftaka henn- ar, John Major. Tony Blair skipaði hins vegar fimm konur í ráðherra- embætti árið 1997 og stofnaði einn- ig ráðuneytið um málefni kvenna. 600 ár án umræðu um konur London. AP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.