Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í GEGN um tíðina hafa heldri frúr borgarinnar lagt leið sína í Parísarbúðina í Austurstræti í þeim tilgangi að kaupa sér náttföt og nær- föt af bestu gerð. Síðustu 10 árin hafa þær hitt þar fyrir Sigurjón Ara Sigurjónsson sem fumlaust hefur afgreitt þær um brjóstahaldara, líf- stykki og sokkabönd. Nú er hins vegar að verða breyt- ing þar á því í febrúar, að lokinni rýmingarsölu, hættir búðin í Austurstrætinu eftir 77 ár þar og flytur starfsemi sína á Laugaveg 24. „Það sem við höfum lagt sérstaka áherslu á er að vera með vörur fyrir eldri kynslóðina, t.d. sokka fyrir sokkabönd, sérstæð nærföt og síðan þessi vönduðu vörumerki sem búðin hefur verið þekkt fyrir í gegn um tíðina,“ segir Sigurjón og það fer ekki á milli mála að hann er stoltur af versl- uninni, sem hann rekur ásamt Þóru Gunnarsdóttur konu sinni. „En nú lokum við búðinni í febrúar og þá flytjum við þessa sérvöru sem við höfum lagt áherslu á hér upp í NN boutiqe á Laugavegi 24 og höldum báðum nöfnunum þar.“ Þrír eigendur hafa verið að Parísarbúðinni frá upp- hafi. Bræðurnir Runólfur og Þorbergur stofnsettu hana árið 1925 en nokkrum ára- tugum síðar tóku „stelp- urnar Rúna og Rakel“ við, eins og Sigurjón lýsir því. Þau hjónin tóku svo við rekstrinum árið 1991. „Við vorum þá komin með putt- ana dálítið í þetta því við rákum heildsölu og seldum þeim þessi vörumerki sem við vorum með þannig að það lá beinast við að við tækjum við af þeim,“ segir Sigurjón. Lífstykkin að koma aftur Það má leiða líkum að því að undirfatatískan hafi breyst frá því verslunin var að slíta barnsskónum. „Þetta er búið að fara marga hringi. Nú erum við aftur að byrja að selja það sem búðin lagði áherslu á í upphafi. Ýmsar gerðir af nærfötum, sem sáust ekki í áraraðir, eru að koma inn aftur,“ segir hann og nefnir lífstykki og stífar buxur sem dæmi. „Auðvitað tekur tísk- an sínar sveiflur en margar konur eru íhaldssamar.“ Þorrann af opnunartíma búðarinnar stendur Sig- urjón við hlið afgreiðslu- stúlknanna á bak við búð- arborðið og segir hann viðskiptavinina hafa kunnað því ágætlega. „Þeim hefur ekki þótt það síðra. Þegar þær átta sig á því að maður hefur pínulítið vit á því sem maður er að segja þá trúa þær manni og treysta. En hins vegar hef ég alltaf haft dömur með mér í búðinni þannig að það er alltaf hægt að vísa á þær því það er allt- af ein og ein sem er feimin.“ Hann segir einnig tölu- vert um að karlmenn komi í verslunina til að kaupa á konurnar sínar. „Búðin hef- ur í gegn um tíðina öðlast afskaplega gott traust og virðingu hjá fólki vegna þess að það gengur hér að þessari vöru sem það þekk- ir. Þess vegna hefur þetta gengið mjög vel og við erum afskaplega þakklát fyrir þátt viðskiptavinanna. Sum- ir þeirra hafa verslað hér í búðinni í áratugi og virðist engin breyting ætla að verða þar á.“ En hvað kemur til að verslunin hættir í Kvosinni? „Hér hefur verslunum og þjónustufyrirtækjum fækk- að gífurlega að það er spursmál hvaða erindi fólk á hingað,“ segir Sigurjón. „Svo hafa fjölmiðlarnir gert mikið í því að sverta mið- borgina og dregið þá mynd upp af henni að hún sé hættuleg. Miðborgin er dimm og allt of lítil lýsing hérna,“ bætir hann við og segist hafa orðið var við að eldri konur séu hræddar við að vera á ferli í miðbænum. Hann segir mikið hafa breyst frá því sem áður var. „Hérna var verslun í hverju einasta húsi þegar ég byrj- aði í Austurstrætinu árið 1952 en það hefur allt breyst. Þorri allra þjónustu- og verslunarfyrirtækja hef- ur annaðhvort horfið af sjónarsviðinu eða flust í burtu. Þetta er þróun sem hefur átt sér langa og leið- inlega sögu.“ Sigurjón segir ekki laust við að það gæti trega hjá sér yfir því að hætta með versl- unina í Austurstræti enda segist hann vera ákaflega stoltur af búðinni og fái margir viðskiptavinanna tár í augun þegar þeim er sagt frá því. „En svo glaðnar aft- ur yfir þeim þegar við segj- um þeim að við munum opna aftur uppi á Laugavegi,“ segir Sigurjón og hlær. Morgunblaðið/Sverrir Sigurjón Ari við innganginn að Parísarbúðinni í Austurstræti en í febrúar næstkomandi verður hurðinni að versluninni lokað í síðasta sinn. Nærklæði og náttföt í 77 ár Miðborg NÝVERIÐ lauk Reykjavíkur- höfn við gerð um 10 hektara af hafnarlandi samhliða dýpkun- arframkvæmdum við Klepps- vík sem enn standa yfir. Kostnaðaráætlun vegna þessa verkefnis, sem tekur yfir rúm fjögur ár, er um 1.200 millj- ónir króna. „Það var tekin ákvörðun um að fara í ákveðnar að- stöðubætur fyrir skipa- félögin árið 1998 og það verk hefur staðið óslitið síðan,“ seg- ir Jón Þorvaldsson, forstöðu- maður tæknideildar Reykja- víkurhafnar. „Þeim er í sjálfu sér ekki lokið ennþá því dýpk- uninni lýkur ekki fyrr en vorið 2003. En þessi mannvirki eru komin á það stig að það er búið að opna þau og taka þau í notk- un. Við erum að ljúka þarna verkáföngum sem eru með kostnaðaráætlun í kring um 1.200 milljónir og þetta eru framkvæmdir á rúmum 4 ár- um sem í felast aðstöðubætur fyrir skipafélögin.“ Við þessar framkvæmdir hafa hafnarbakkar í Sunda- höfn lengst um 390 metra. Kleppsbakki hefur verið lengdur til austurs um 120 metra samfara því sem höfnin hefur verið dýpkuð og er nú 11 metra djúp. Auk lengingar Kleppsbakka hefur verið unn- ið að landfyllingu austan við nýja bakkann þar sem Eim- skip hefur verið úthlutað 5 hektara landi til viðbótar við sitt svæði. Vogabakki hefur einnig ver- ið lengdur, bæði til norðurs og suðurs. Lengingin til norðurs nemur 155 metrum og verður dýpið við bakkann mest 10,5 metrar. Samhliða þessu hefur verið gerð landfylling á svæð- inu sem veldur því að athafna- svæði Samskipa jókst um rúma 2 hektara. Suðurhluti bakkans var lengdur um 114 metra og með því brugðist við aðstöðuþörfum annarra flutn- ingsaðila. Tvö vöruhótel í bígerð Jón segir mikið að gerast hjá skipafélögunum um þessar mundir. „Eimskip hefur þegar boðið út byggingu á nýju vöru- hóteli sem er gríðarlega mikil framkvæmd og Samskip er sömuleiðis með vöruhótel í undirbúningi á sínu svæði. Það er gríðarlega mikil þróun í flutningamálum og vörumeð- höndlun skipafélaganna og þessi hafnarmannvirki eru bara hluti af þeirri þróunar- mynd. Ef við tökum Voga- bakka til suðurs þá lukum við við byggingu bakkans haustið 2000 og tókum hann þá í notk- un. Núna í ársbyrjun 2002 eru bæði Byko og Húsasmiðjan búin að byggja stórhýsi þarna og það er orðið mikið álag á bakkanum því þangað fer meginhlutinn af öllum flutn- ingum þessara fyrirtækja.“ Aðspurður segir hann leng- ingu hafnanna vissulega auka rými fyrir skip en það segi þó aðeins hálfa söguna. „Í raun- inni er þetta spurning um það hversu öflugir þessir hafnar- bakkar eru og hversu djúprist skip geta komið að þessum bökkum,“ segir hann og bend- ir á að þróunin sé sú að skipin séu ávallt að verða stærri og djúpristari. Þannig taki nýju skipin hjá Eimskip 1.500 gámaeiningar í stað 1.000 áð- ur. „Svona skip eru orðin virki- lega stór og þessi gömlu hafn- arform eru orðin of grunn. Því þurfa þau mikillar endurnýj- unar og breytinga við.“ Jón segir að fyrsti hafnar- bakkinn sem byggður var í Sundahöfn hafi verið byggður árið 1979 í Kleppsvíkinni fyrir skipadeild Sambandsins. Þannig séu Holtagarðar gamla vöruhúsið sem SÍS byggði fyrir sig og sín dóttur- fyrirtæki. „Þá var dýpkað inn að þessum bakka og þar hafa menn siglt og tekið skip inn fram að þessu. Hins vegar var staðan orðin sú að menn urðu að sæta sjávarföllum til að komast þarna inn því þessi stærri skip ristu 8 metra og komust ekki inn öðruvísi. Það gengur náttúrulega ekki upp í dag því þessi skip eru nánast eins og strætisvagnar – þau fara á ákveðnum tíma út og eiga pantað bryggjupláss í er- lendum höfnum á ákveðnum tíma. Menn geta því ekki beðið eftir sjávarföllunum þótt þeir hafi gert það í gamla daga.“ Stefnt er á að grafa upp um 500 þúsund rúmmetra jarð- vegs úr Kleppsvík í því skyni að dýpka hana og er áætlað að því verði lokið vorið 2003 en verkið hófst vorið 2001. Með þessu er ný siglingaleið opnuð inn að höfninni. „Fyrir um þremur árum fórum við í um- hverfismat fyrir dýpkun Sundahafnar og settum niður fyrir okkur framtíðarþörf fyrir dýpkunum til næstu 15 ára. Vorið 2000 fengum við sam- þykkt Skipulagsstofnunar á þeirri áætlun og þessi dýpkun er fyrsti áfanginn í henni.“ Frekari dýpkanir eru áætl- aðar í framtíðinni, meðal ann- ars við Viðeyjarsundið og við Klettasvæðið sem er framar á Sundahöfninni en þau svæði sem um ræðir hér að ofan. Þá er frekari dýpkun í Kleppsvík á áætlun næstu 10–15 ára. „Við erum að dýpka í 8,5 metra en sjáum fram á að þurfa að dýpka þarna niður í 9,5 metra. Þannig að við erum á leiðinni niður,“ segir Jón og hlær. Sömuleiðis eru frekari land- fyllingar ráðgerðar á næstu árum. „Enn eru eftir um 40 hektarar af þróunarrými Sundahafnar og stefnt er að því að hún verði samfellt hafn- arsvæði í framtíðinni. En þetta er eitthvað sem verður að þróast næstu 10–15 árin.“ Skynja ekki breytingarnar Aðspurður segir Jón að kostnaður við framkvæmdirn- ar falli á höfnina. „Reykjavík- urhöfn er borgarfyrirtæki með sjálfstæðan fjárhag og er kannski eina höfnin á Íslandi sem hefur þurft að fjármagna allar sínar framkvæmdir sjálf. Við tökum lóðargjöld, sem er í rauninni það sama og gatna- gerðargjöld, fyrir úthlutun þessara lóða og síðan höfum við lóðaleigu. En þetta hangir saman við það að hafnarmannvirkin eru til uppskipunar á vörum. Þannig að í rauninni er þetta spurningin um vörugjöld því þau eru megintekjustofn Reykjavíkurhafnar.“ Að sögn Jóns er ákveðnum áfanga náð með þessum fram- kvæmdum sem full ástæða sé til að koma á framfæri. „Al- menningur skynjar þetta kannski ekki svo glatt því hann sér þetta ekki. Fólk hef- ur ekki aðgengi að flestum þessum svæðum þó enn séu ákveðnir punktar við höfnina þar sem fólk getur séð yfir á þessi svæði.“ Sömuleiðis eru dýpkunar- framkvæmdirnar eitthvað sem eðli málsins samkvæmt eru flestum huldar. „Við not- um allt dýpkunarefni til land- gerðar og þarna er að verða til nýtt land,“ segir Jón að lokum. Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson Horft yfir Vogabakka og Kleppsbakka en myndin var tek- in um áramótin eftir að hafnarlengingunni þar lauk. Upp- fyllingin á suðurenda Vogabakka sést fyrir framan ný- reistar vöruskemmur Byko og Húsasmiðjunnar og svo koma uppfyllingarnar á norðurbakkanum og á Klepps- bakka koll af kolli. Stórbætt aðstaða til skipa- flutninga Nýtt land hefur verið að rísa úr hafi við Sundahöfn undanfarin ár. Það eru ekki eldsumbrot sem valda þessum landvinn- ingum borgarinnar heldur stórvirkar vinnuvélar sem grafa efni upp úr hafinu og nota til landgerðar við hafnarbakka. Sundahöfn                            - .      ! "    #  $ !"     %  ##$     & "  % %&$     "&! #!!! #! '          Jón Þorvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.