Morgunblaðið - 19.01.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.01.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir nauðsynlegt að komi til viðræðna um aðild Íslands að Evr- ópusambandinu verði sérstaða svæð- isins umhverfis landið áréttuð með óyggjandi hætti. Í því efni yrði lausn líkt og Norðmenn náðu fram í sínum aðildarsamningi ekki fullnægjandi. Ráðherra sagði stefnu ESB í sjávar- útvegsmálum vera að þróast í rétta átt að sínu mati og ættu Íslendingar samleið með sambandinu á mörgum sviðum, en öðrum ekki. Halldór flutti fyrirlestur um sjáv- arútvegsstefnu Evrópusambandsins á vegum REKA, félags rekstrardeild- arnema í Háskólanum á Akureyri, í gær, en áður ræddi Jón Þórðarson forstöðumaður sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri um stöðu sjáv- arútvegs á Íslandi. Fram kom m.a. í máli hans að sjávarútvegurinn þoli illa þá neikvæðu umræðu sem um greinina er. Hún hefði m.a. í för með sér að nýliðun væri lítil í greininni og nefndi Jón að ásókn í nám í sjávarút- vegsfræðum væri ekki mikil, þrátt fyrir að nemendur hefðu staðið sig vel og komist í vel launuð störf. Þá nefndi hann einnig þá erfiðu stöðu sem sjáv- arútvegurinn væri í, að vera gerður ábyrgur fyrir búsetu í landinu, en það væri greininni fjötur um fót. Ítarleg umræða er nauðsynleg Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra fjallaði í erindi sínu um stöðu Íslands gagnvart umheiminum og Evrópu, einkum með tilliti til ESB. Halldór sagði Evrópuumræðuna myndu taka langan tíma og niður- staða hennar væri engan veginn fyr- irséð, en ítarleg umræða væri á hinn bóginn nauðsynleg. Þeir annmarkar væru á umræðunni nú að hún gæti aldrei snúist um annað en þá sjáv- arútvegsstefnu sem sambandið ræki nú. Ekkert hindraði hins vegar að menn skiptust á skoðunum um stefn- una og veltu fyrir sér kostum hennar og göllum. Þá væri ekki úr vegi að velta fyrir sér þeim kröfum sem Ís- land hlyti að gera til sjávarútvegs- stefnunnar ef til greina kæmi að Ís- land gerðist aðili að ESB. „Þess er ekki að vænta að ráð- herrar ESB hefji samningaviðræður við ríki sem ekki hefur enn sótt um aðild. Á hinn bógin er vert að hafa í huga að mörg dæmi eru þess að við aðild nýrra ríkja komi nýmæli inn í sáttmála ESB til að taka tillit til sér- stakra hagsmuna viðkomandi ríkja,“ sagði Halldór og benti þar m.a. á við- urkennda sérstöðu norðurskauts- landbúnaðar við aðild Svíþjóðar og Finnlands. Hagsmunatogstreitan innan ESB margþættari og flóknari en á Íslandi Utanríkisráðherra ræddi m.a. það sem Ísland ætti sameiginlegt með Evrópusambandinu og hvað skildi okkur að og sagði að við teldum okkur margt hafa gert betur en sambandið. Hann kvaðst síðastur manna til að varpa rýrð á þann árangur sem náðst hefði í íslenskum sjávarútvegi á síð- ustu árum. „Hins vegar er ávallt lær- dómsríkt að kynna sér hvað aðrir hafa gert og ekkert er hættulegra en sjálfumgleði. Ekkert er fullkomið undir sólinni, jafnvel ekki sjávarút- vegsstefna Íslands,“ sagði ráðherra. Pólitíkin snérist um að finna hið rétta jafnvægi milli ólíkra hagsmuna, en hagsmunatogstreitan væri enn marg- þættari og flóknari innan ESB en á Íslandi, „enda hefur þeim reynst enn erfiðara en okkur að finna viðunandi og skilvirkar lausnir“. Umræðan á Íslandi hefði gjarnan verið á þeim nótum að Evrópusam- bandsaðild kæmi ekki til greina vegna sjávarútvegsstefnunnar, án raka eða greiningar væri gengið út frá því að stefnan væri ósamrýman- leg íslenskum hagsmunum. Sjálfur hefði hann komist að þeirri niður- stöðu að viðfangsefni sjávarútvegsins frá einu heimshorni til annars væru merkilega lík. Erfitt að mæla gegn markmiðunum Halldór fjallaði nokkuð um mark- mið Evrópusambandsins sem m.a. fælust í því að auka framleiðni og tæknivæðingu og sjá til þess að vinnuafl nýttist sem best. Þá ætti að tryggja lífsafkomu þeirra sem í grein- inni störfuðu og auka tekjur einstak- linga, sjá fyrir stöðugleika á mörk- uðum, öryggi í framboði sjávarafurða og að þær bærust fljótt til neytenda á hóflegu verði. Þá væri fjallað um vernd umhverfis og neytendavernd, ábyrga og sjálfbæra nýtingu auðlinda sjávar og loks tæki stefnan til þróun- arhjálpar. „Það er erfitt að mæla gegn þessum markmiðum,“ sagði Halldór en benti á að sá galli væri á að árangurinn hefði látið á sér standa og hvað rækist á annars horn. Verndun stofna rækist á kröfur um meiri afla, tæknivæðing flotans rækist á nauð- syn þess að minnka sókn. „Stefnan er í orði sameiginleg en framkvæmd og eftirlit er í höndum 15 aðildarríkja,“ sagði ráðherra. Kröfur væru gerðar um að tryggja atvinnu í aðþrengdum strandhéruðum en jafnframt að skera niður flota, tryggja þyrfti tekjur fiski- manna, en afli skipanna færi minnk- andi, opinbert markmið væri að tryggja fiskveiðiheimildir innan lög- sögu utan sambandsins en skilningur ykist á því að slíkt gæti leitt til ofveiði og staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun sjávarútvegs í þeim þróunarlöndum sem samið hefði verið við. Þá nefndi Halldór að ráðherraráðið hefði um árabil virt að vettugi ráðgjöf fram- kvæmdastjórnar og fiskifræðinga og samþykkt aflaheimildir sem ekki var innistæða fyrir. „Reiptog aðildarríkj- anna þar sem enginn vildi gefa sig og koma tómhentur heim varð þess valdandi að heildarkvótinn til skipta var hækkaður í trássi við staðreynd- ir,“ sagði Halldór en bætti við að á síðustu árum hefði ástandið breyst til batnaðar. Þá nefndi hann að viður- kennt væri að þeim rúma milljarði evra, um 90 milljörðum íslenskra króna, sem varið væri árlega til að styrkja sjávarútveginn innan sam- bandsins, hefði ekki verið vel varið og jafnvel unnið gegn langtímahags- munum greinarinnar. Nauðsynlegt komi til aðild- arviðræðna að sérstaða svæðisins verði óyggjandi Halldór sagði þessar hugmyndir góðra gjalda verðar og þær myndu færa framkvæmd sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins nær okkar eig- in. „Það er hins vegar enn langt í land svo segja megi að framkvæmdin geti talist ásættanleg út frá íslenskum hagsmunum. Það er þó athyglisvert að fylgjast með þessari þróun því ef sá dagur rennur einhvern tíma upp að Ísland sæki um aðild að Evrópusam- bandinu mun þessi umræða innan ESB hafa sín áhrif á þann hljóm- grunn sem kröfur Íslands gætu feng- ið,“ sagði Halldór. Hann sagði nauðsynlegt kæmi til aðildarviðræðna að sérstaða svæðis- ins kringum landið yrði áréttuð með óyggjandi hætti og lausn lík þeirri sem Norðmenn náðu fram væri ekki fullnægjandi. Út frá framkvæmda- reglum sjávarútvegsstefnunnar gæti efnahagslögsaga Íslands orðið sér- stakt stjórnunarsvæði og aflaheimild- um yrði þá úthlutað á grundvelli veiðireynslu sem yrði því áfram í ís- lenskum höndum. Nú væri efnahags- lögsögu Evrópusambandsins skipt upp í veiðisvæði og ákveðið væri á fundum sjávarútvegsráðherra á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar hversu mikið veitt væri úr hverjum stofni og veiðiheimildum skipt upp milli aðildarríkjanna í hlutfalli við veiðireynslu og mikilvægi sjávarút- vegs í þjóðarbúskap. „Vel má vera að vegna þess ójafnvægis sem ríkir nú í greininni milli sóknargetu og veiði- heimilda, ekki síst á Spáni, komi kröf- ur frá hagsmunaaðilum um veiði- heimildir ef Ísland sækti um aðild að ESB. Það er hins vegar ljóst að meðal aðildarríkjanna er traustur meirihluti fyrir því að viðhalda meginreglunni um hlutfallslegan stöðugleika. Það er ekki í þágu annarra aðildarríkja að undan þeirri reglu sé grafið,“ sagði Halldór. Kvaðst hann eiga bágt með að sjá fyrir sér að sjávarútvegsráð- herraráð 30 ríkja, þar sem drjúgur hluti kæmi frá landluktum ríkjum, færi að ráðskast með viðkvæmar ákvarðanir um veiðiheimildir, kvóta og möskvastærð á Íslandsmiðum. „Sérstöðu íslenska hafsvæðisins þyrfti ekki að setja fram sem almenna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur sem sértæka beitingu hennar á ákveðnu svæði á grundvelli nálægð- arreglu þannig að ákvarðanir um nýt- ingu á auðlind okkar, sem ekki er sameiginleg með öðrum aðildar- ríkjum ESB, yrðu teknar hér á landi.“ Stjórnun veiða ósjálfrátt í fyrirrúmi Það væri þó langt í frá sjálfgefið að slík sérstaða í aðildarsamningi gæti hlotið samþykki allra ríkjanna. Það væri heldur ekki útilokað og ljóst að án slíks sérákvæðis myndum við um alla framtíð sigla sjó utan ESB. „Hvort við látum á það reyna ein- hvern tíma mun ráðast einnig af sjón- armiðum utan sjávarútvegs og þeim vilja sem við finnum til að skilja og koma til móts við þessi sjónarmið okkar.“ Halldór sagði stjórnun veiða vera þann þátt sameiginlegrar sjávarút- vegsstefnu sem ósjálfrátt yrði í fyr- irrúmi, en einnig þyrfti að huga að öðrum þáttum, m.a. markaðsskipu- lagi, styrkjum og ívilnunum og sam- skiptum við þriðju ríki. Þá fjallaði utanríkisráðherra um nauðsyn þess að fá fram lagfæringu á bókun 9 í EES-samningnum, en sú bókun kveður á um viðskipti með sjávarafurðir milli ESB og Íslands. Bagalegt væri að ýmsar afurðir, t.d. síld, humar og fleiri, stæðu utan tolla- lækkunarákvæða samningsins. Enn tilfinnanlegra væri þetta nú þegar mikilvægir markaðir í Austur-Evr- ópu með mikla framtíðarmöguleika hyrfu bak við tollmúra ESB, en eins og er ríki fríverslun með sjávarafurð- ir milli Íslands og velflestra umsókn- arríkja á grundvelli EFTA-samn- ingsins. Halldór sagði að sér sýndist sjáv- arútvegsstefna ESB vera að þróast í rétta átt. „Við Íslendingar höfum í mörgu sýnt gott fordæmi og haft með því óbein áhrif. Við njótum virðingar fyrir framsækinn og vel rekinn sjáv- arútveg. Við eigum mikilla hagsmuna að gæta í góðum samskiptum við ESB á sviði sjávarútvegsmála. Á mörgum sviðum eigum við samleið með þeim, á öðrum ekki. Við þurfum að rækta þessi samskipti vel báðum aðilum til framdráttar.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um sjávarútvegsstefnu ESB Sýnist stefnan vera að þróast í rétta átt Hann var þétt setinn bekkurinn í Háskólanum á Akureyri í gær, þegar Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti fyrirlestur sinn. Sjávarútvegsstefna ESB er að mati Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra að þróast í rétta átt og telur hann Íslendinga að mörgu leyti eiga sam- leið með sambandinu en að öðru leyti ekki. Margrét Þóra Þórsdóttir hlustaði á fyrirlestur Halldórs um sjávarútvegsstefnu ESB í Háskól- anum á Akureyri í gær. Morgunblaðið/Kristján Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa, ræða málin. maggath@mbl.is KÆRA á hendur lögreglunni í Reykjavík fyrir barsmíðar á manni sem handtekinn var fyrir að hrækja á lögreglubifreið og kalla ókvæðis- orð að lögreglumönnum, barst rík- issaksóknara skömmu eftir að kær- an var lögð fram við þingfestingu málsins. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag vísaði Hæstiréttur málinu gegn manninum frá dómi þar sem ekki kæmi fram í málsgögnum hvort kæran á hendur lögreglu hefði borist ríkissaksókn- ara eða hvort málið hefði sætt rann- sókn. Í dómi Hæstaréttar segir að sé kæra mannsins á rökum reist hafi það augljós og veruleg áhrif á efn- islega niðurstöðu málsins. Ríkissaksóknari fer með rann- sóknir á meintum brotum lögreglu en í dómi Hæstaréttar segir að af gögnum málsins verði ekki ráðið að lögreglustjórinn í Reykjavík hafi sent kæruna til ríkissaksóknara eins og honum bar eða hvernig ríkissak- sóknari hafi brugðist við kærunni. Verjandinn sendi kæruna Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið að verjandi mannsins hefði fallist á að sjá um að senda kæruna gegn lög- reglunni til ríkissaksóknara, í sam- ræmi við ákvæði lögreglulaga. Sigríður J. Friðjónsdóttir, sak- sóknari hjá embætti ríkissaksókn- ara, staðfesti að kæran hefði borist embættinu skömmu eftir að hún var lögð fram við Héraðsdóm Reykja- víkur. Þar sem réttarhöld í málinu voru að hefjast var ákveðið að bíða með rannsókn á kæru mannsins, þar sem upplýsingar um atvik myndu koma fram við meðferð málsins. Að- spurð segir hún að Hæstiréttur hafi ekki spurst fyrir um hvort kæran hefði borist ríkissaksóknara. Sigríður segir að rannsókn á því hvort lögreglan hafi beitt manninn harðræði muni nú fara fram eftir venjulegum leiðum, þ.e. með skýrslutökum af lögreglumönnum og öðrum aðilum málsins. Hæstiréttur vísaði ákæru frá vegna galla Kæran hafði borist ríkissak- sóknara ♦ ♦ ♦ SAMKVÆMT upplýsingum frá Sjóvá-Almennum tryggingum á Eg- ilsstöðum lætur nærri að tjón á flutningabifreið með gámavagni sem valt við bæinn Hauksstaði á Jökuldal á miðvikudag, sé á bilinu 5–10 millj- ónir króna. Sjóvá-Almennar telja því tjónið mun minna en talsmaður Flytjanda á Egilsstöðum, sem mat tjónið á tugi milljóna. Ökumaður slapp með skrámur og mar rétt áður en bifreið- in rann útaf veginum. Tjónið talið 5– 10 milljónir DANSKI tímaritaútgefandinn Carl Allers Etablissement A/S, sem gefur m.a. út tímaritið Se og hør, og stefndi Fróða hf. vegna útgáfu Séð og heyrt, hefur fallið frá frekari málshöfðun og hefur málið því verið fellt niður hjá dómstólum eftir nokkurra ára málaferli. Ákvörðun stefnanda var við- skiptalegs eðlis, en hann taldi það ekki svara kostnaði að halda mál- sókninni áfram. Stefnandi hafði uppi kröfur sem vörðuðu útlit, heiti og vörumerki hins íslenska Séð og heyrt. Fallið frá kröfum vegna Séð og heyrt ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.