Morgunblaðið - 19.01.2002, Side 16

Morgunblaðið - 19.01.2002, Side 16
AKUREYRI 16 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ 6 dagar í Slava Miðasala opin alla virka daga kl 13-17 og fram að sýningu sýningardaga. Sími 4621400. www.leikfélag.is NÝTT fyrirtæki hefur verið stofnað í Ólafsfirði, SecoNor ehf. Það er í eigu Ólafsfirðinga og Færeyinga og sér- hæfir sig í þurrkun á saltfiski. Ætl- unin er að setja upp fiskþurrkunar- verksmiðju í bænum og mun framleiðslan hefjast innan tíðar svo hægt verði að taka þátt í páskasöl- unni. Frímann Ásgeirsson einn eig- enda sagði að 8-10 störf sköpuðust í Ólafsfirði og þá yrðu framleiðslutæki nýtt sem staðið hafa ónotuð um skeið. Í fyrstu verður þurrkaður þar þorsk- ur, ufsi, langa og keila en stefnt er að því að þróa vöruúrvalið og pakka í neytendapakkningar fyrir stórmark- aði. Hráefni verður keypt af saltfisk- framleiðendum í Færeyjum og eins að einhverju leyti hér heima, þá er gert ráð fyrir að nýta hráefni frá Nor- egi og Rússlandi. Heimamenn eiga 67% í fyrirtækinu og Færeyingar, 33%, þ.e. fyrirtækið P/F Sesam, en það er fjárfestinga og eignarhalds- félag. Velti það á liðnu ári 2,7 millj- örðum kr. og eru starfsmenn þess um 200 talsins. Fyrsti gámurinn með fiski er vænt- anlegur og verður þá þegar hafist handa, en þurrkunarferillinn tekur 14 daga. Gert er ráð fyrir að framleidd verði um 680 t. af afurðum. Ráðgert er að selja afurðir að mestu til Suður- Ameríku. Útflutningur á þurrkuðum saltfiski hefur dregist verulega sam- an frá árinu 1998. Fyrirtækið Sæunn Axels í Ólafsfirði framleiddi langmest af þurrfiski, en það var tekið til gjald- þrotaskipta 1999. Skilyrði til fisk- þurrkunar eru með besta móti um þessar mundir, en gengisfall krón- unnar síðustu mánuði hefur aukið enn meira á hagkvæmni þurrkunar. Nýtt fyrirtæki stofnað um fiskþurrkun í Ólafsfirði 8–10 ný störf skapast í bænum Ólafsfjörður LEIKSKÓLASTJÓRAR á leik- skólum á Akureyri hafa afhent fulltrúum á skóladeild bæjarins námskrá leikskólanna. Haustið 1999 var skipuð fimm manna nefnd sem fékk það verkefni að búa til sameiginlega beinagrind að skólanámskrá fyrir alla leik- skólana og skilaði hún áliti vorið 2000. Vinnan hófst í kjölfar þess að menntamálaráðuneyti gaf út Aðal- námskrá leikskóla sumarið 1999. Hver leikskóli hefur svo farið sína leið í þessari vinnu. Akureyrarbær styrkti þessa vinna sérstaklega með framlögum árin 2000 og 2001, einni milljón hvort ár. Mikil vinna var lögð í gerð skóla- námsskránna og mun hún án efa skila leikskólunum betra starfi. Námskrá leikskóla er lifandi leið- arvísir um starfið í leikskólanum og þarf því að vera í stöðugri endur- skoðun, þannig að segja má að í raun ljúki gerð skólnámskrár aldr- ei. Morgunblaðið/Kristján Snjólaug Pálsdóttir, leikskólastjóri á Síðuseli, t.h., afhendir Hrafnhildi Sigurðardóttur leikskólafulltrúa eintak af skólanámskrá leikskóla Ak- ureyrarbæjar. Fyrir aftan þær eru glaðbeittir leikskólastjórar annarra leikskóla bæjarins. Sitjandi f.v. eru Aðalheiður Hreiðarsdóttir, Klöpp- um, Fanney Jónsdóttir, Kiðagili, og Sigríður Gísladóttir, Holtakoti. Aft- ari röð f.v.: Sigrún Jónsdóttir, Pálmholti, Björg Sigurvinsdóttir, Lund- arseli, Jónína Hauksdóttir, Árholti, Kristbjörg Svavarsdóttir, Iða- völlum, Anna R. Árnadóttir, Krógabóli, Hanna Berglind Jónsdóttir, Sunnubóli, og Sigríður Jónasdóttir, Flúðum. Leikskólastjórar af- henda skólanámskráMIKIL hreyfing er á bændum í Eyja- fjarðarsveit um þessar mundir. Nú eru til sölu 6 jarðir í sveitinni auk þess sem ein jörð á Svalbarðsstönd er til sölu. Nokkrar þessara jarða teljast til stórbýla og eru í fullum rekstri, en á öðrum hefur kvóti þegar verið seldur. Ólafur G. Vagnsson ráðunautur sagði að jarðirnar yrðu auglýstar nú á næstu dögum, en um viðbrögð kvaðst hann ekki vita fyrirfram. Hann sagði það óvenjulegt að svo margar jarðir losnuðu í einu og þá sérstaklega á þessum árstíma. Sjö jarðir til sölu Eyjafjarðarsveit HJÓNANÁMSKEIÐ verður í Akur- eyrarkirkju næstkomandi miðviku- dagskvöld, 23. janúar. Þar verður fjallað um samskipti hjóna, leiðir til að efla tjáskipti og hvernig auðga megi samverustundir í daglegu lífi. Námskeið þessi hafa verið haldin í Akureyrarkirkju undanfarin ár og notið mikilla vinsælda. Þau eru ætl- uð hjónum og sambýlisfólki en enn- fremur þeim, sem hafa í hyggju að ganga í hjónaband. Prestar Akureyrarkirkju, þau sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og sr. Svavar A. Jónsson, sjá um kennsl- una, en þau hafa margra ára reynslu af starfi með hjónafólki. Námskeiðið tekur eina kvöldstund. Markmiðið með því er ekki það að greina og leysa öll þau vandamál, sem hjóna- fólk getur átt við að stríða, enda væri það ekki unnt á svo stuttum tíma. Á námskeiðinu er reynt að vekja at- hygli á ýmsum forsendum góðra sambanda, bæði með fræðslu og æf- ingum. Skráning á námskeiðið er hafin, en hún fer fram í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju kl. 9 – 12 virka daga. Akureyrarkirkja Hjónanám- skeið SJÖ umsóknir bárust um starf bæj- arlögmanns Akureyrarbæjar. Um- sóknarfrestur rann út um áramót en hann var framlengdur til 14. janúar. Umsækjendur um stöðuna eru; Björn Jónsson, Brynjólfur Hjartar- son, Erlingur Óskarsson, Sigurður Georgsson og Svavar Pálsson, allir úr Reykjavík og Inga Þöll Þórgnýs- dóttir og Sigurður Eiríksson frá Ak- ureyri. Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri sagði að um áramót hefðu aðeins borist þrjár umsóknir um stöðuna og því hafi verið ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn. „Við höfum verið að fá 40–50 umsóknir um störf hjá bænum. Menn töldu að auglýsingar um stöðuna hefðu getað týnst um jólin og því var ákveðið að auglýsa hana aftur.“ Sjö umsóknir um starf bæj- arlögmanns AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda fund næstkomandi mánudags- kvöld, 21. janúar og hefst hann kl. 20. Fundurinn verður í félagsmiðstöð- inni í Víðilundi 22 á Akureyri. Ræðu kvöldsins flytur Hrefna Brynja Gísladóttir háskólanemi. Þá verður fjölbreyttur söngur og fyrirbæna- þjónusta. Aglow-fundur ÞRENNT var flutt á slysadeild FSA eftir harðan árekstur tveggja fólks- bíla á Borgarbraut á Akureyri seinni partinn í gær. Bílarnir voru að koma hvor úr sinni áttinni en annar öku- maðurinn missti stjórn á bílnum í mikilli hálku og fór hann yfir á öfug- an vegarhelming og hafnaði á bílnum sem kom á móti. Allir þrír úr öðrum bílnum voru fluttir á slysadeild og þurfti að beita klippum til að ná farþega í framsæti úr bílnum. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði Akureyrar voru meiðsli þeirra ekki talin mjög alvarleg. Öku- maður hins bílsins var einn á ferð og slapp hann með minni háttar meiðsl. Mikið annríki var hjá Slökkviliði Akureyrar um það leyti sem slysið varð. Til viðbótar þurftu sjúkraflutn- ingamenn að fara í sjúkraflug til Neskaupstaðar og Hafnar í Horna- firði. Venjulega eru sex menn á vakt hjá slökkviliðinu á þessum tíma en í tengslum við þessi verkefni seinni partinn í gær voru 13 manns að störfum. Mikil hálka var á götum Akureyr- ar í gær og urðu þrír minni háttar árekstrar í bænum til viðbótar. Morgunblaðið/Kristján Sjúkraflutningamenn Slökkviliðs Akureyrar þurftu að beita klippum til að ná farþega í framsæti út úr öðrum bílnum. Harður árekstur á Borg- arbraut Mikil hálka á götum Akureyrar ANTON Konráðsson var valinn íþróttamaður Ólafsfjarðar fyrir ár- ið 2001. Auk hans fengu þrír aðrir íþróttamenn útnefningu, William Geir Þorsteinsson (knattspyrnu- deild), Kristján Uni Óskarsson (skíðadeild) og Sigurbjörn Þor- geirsson (golfklúbburinn). Anton Konráðsson er 41 árs gam- all og hefur æft og keppt fyrir félag sitt síðustu 7 árin. Helsti árangur hans á árinu var: Landsmótsmeist- ari UMFÍ í loftskammbyssu og staðlaðri skammbyssu. 2. sæti á bik- armeistaramóti Íslandis í loft- skammbyssu og náði smáþjóða- leikalágmarkinu. Anton náði meistaraflokksárangri í loftskamm- byssu, sá eini á landinu. Hann hreppti 1. sæti á landsmóti STÍ í apríl og 3. sæti á Íslandsmóti. Anton varð Ólafsfjarðarmeistari í loft- skammbyssu og með riffli liggjandi. Ólafsfirðingar hafa valið íþrótta- mann ársins á hverju ári síðan 1975, en undanfarin 10 ár, með einni und- antekningu, hefur Kristinn Björns- son orðið fyrir valinu. Viðurkenn- ingargripina gerði Tómas Ein- arsson, steinsmiður í Ólafsfirði. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Íþróttamaður Ólafsfjarðar var valinn á dögunum og var myndin tekin í hófi sem efnt var til af því tilefni, en á henni eru Óskar Þór Sigurbjörns- son fyrir hönd Kristjáns Una, William Geir, Anton og Helga Jónsdóttir fyrir Sigurbjörn, tengdason sinn. Anton varð fyrir valinu Ólafsfjörður Íþróttamaður Ólafsfjarðar MARKMIÐLUN stendur fyrir námskeiði sem ber heitið „Árang- ursrík sala“ í Sveinbjarnargerði, rétt utan Akureyrar, á þriðjudag, 22. janúar. Um er að ræða nám- skeið sem hefur verið haldið sunn- an heiða oftar en einu sinni og við góðar undirtektir þátttakenda. Fjölmargir framkvæmdastjórar, sölustjórar og annað starfsfólk frá minni og stærri fyrirtækjum hafa sótt námskeiðið og nú hafa Ak- ureyringar og aðrir Norðlendingar möguleika á að sækja námskeiðið á sínum heimaslóðum. Árangursrík sala er 8 klst. nám- skeið, byggt á sannreyndum að- ferðum í upplifun og námi. Fyr- irlesari er Ólafur Þór Ólafsson. Það er Símenntunarmiðstöð Eyja- fjarðar sem er samstarfsaðili Markmiðlunar um námskeiðið í Sveinbjarnargerði. Námskeið um árangurs- ríka sölu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.