Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGMENN Sjálfstæðisflokks á svæði því sem falla mun undir hið stóra Norðausturkjördæmi við næstu alþingiskosningar eru þessa dagana á ferð um væntanlegt kjördæmi. Þeir voru í Mývatnssveit í vikunni og héldu vinnustaðafundi í Kísiliðjunni og Kröflustöð. Um kvöldið var síðan al- mennur stjórnmálafundur í Hótel Reynihlíð. Þingmennirnir eru: Arn- björg Sveinsdóttir Seyðisfirði, Sigríð- ur Ingvarsdóttir Siglufirði og Tómas Ingi Olrich Akureyri. Lítið hefur verið um að þingmenn eða frambjóðendur hafi verið með vinnustaðafundi í Mývatnssveit á undanförnum árum og er það ekki fyrir það að fólkið vilji ekki slíka fundi, því slíkum heimsóknum er vel tekið hér um slóðir. Þingmennirnir fengu margar fyrirspurnir, einkum um samgöngumál, orkumál, landbún- aðarmál og málefni Kísiliðju sem þeir svöruðu greiðlega. Fóru Mývetningar heim margs vísari eftir þessa fundi. Ekki mun af veita að þingmenn Norðausturkjördæmis taki sér góðan tíma til að sýna sig og hafa tal af kjós- endum þessa geysivíðlenda kjördæm- is sem spannar frá Siglufirði í norðri til og með Djúpavogshrepp í suð- austri. Morgunblaðið/BFH Þingmenn á fundi með starfsmönnum Kröflustöðvar. Þingmenn funda með Mývetningum Mývatnssveit HÉRAÐSBÓKASAFNI Rang- æinga hefur borist höfðingleg bóka- gjöf. Það er minningargjöf um Sig- urgeir Þorgrímsson en hann var ættfræðingur og lést árið 1992. Það eru bræður hans, þeir Sveinn og Magnús, sem færðu bókasafninu gjöfina. Gjöfin er safn ættfræðibóka og fræðibóka af margvíslegu tagi sem Sigurgeir lét eftir sig. Sigurgeir var fæddur 4. nóvember 1943 og lést 8. júlí 1992. Hann var ættaður frá Deild í Fljótshlíð. Hann var menntaður sagnfræðingur og starfaði lengst af við ættfræðirannsóknir og sem blaðamaður. Hann vakti athygli strax sem unglingur fyrir óvenjulega þekkingu sína á ættfræði og einkum á framættum Íslendinga. Nú fyrir síðustu jól kom út ritverk sem Sig- urgeir lét eftir sig, Framættir Ís- lendinga. Það var Gunnlaugur Tryggvi Karlsson sem gaf út bókina en Sigurgeir hafði skrifað um fram- ættir hans fyrir mörgum árum. Bókagjöfin, sem telur tæplega 2.000 bindi, er mikill fengur fyrir safnið og að sögn Gunnhildar Krist- jánsdóttur, forstöðumanns safnsins, á safnið nú mjög gott ættfræðisafn sem vonandi á eftir að nýtast ætt- fræðingum og áhugafólki um ætt- fræði. Bókasafnið fær safn ættfræðibóka Hvolsvöllur Morgunblaðið/Steinunn Ósk Pálína Björk Jónsdóttir, formaður stjórnar Héraðsbókasafns Rang- æinga, bræðurnir Magnús og Sveinn Þorgrímssynir og Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir, forstöðumaður bókasafnsins. LANDSSAMBAND kúabænda mun hætta allri starfsemi í Hrísey fyrir fyrsta mars næstkomandi í kjölfar þess að kúabændur höfn- uðu tilraunainnflutningi á fóstur- vísum úr norskum kúm. Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að samtökin eigi tuttugu kýr í Hrísey. „Eftir að kúabændur höfnuðu innflutningi á fósturvísum höfum við verið að vinna að því að loka stöðinni í Hrísey og við höfum sagt upp bústjóranum sem séð hefur um stöðina. Þá erum við að und- irbúa að fara að selja lausafjár- muni og tæki og tól enda borgar sig ekki að halda þessari starfsemi úti eins og málin standa nú. Það má vel vera að það verði fluttir inn fósturvísar einhvern tíma í fram- tíðinni en við ætlum ekki að halda úti rekstri Hrísey. Allur bústofn okkar, þ.e. kýrnar tuttugu, verða auglýstar til sölu í Bændablaðinu. Af þessum tuttugu kúm má flytja sex kýr í land en hinar kýrnar mega ekki fara upp á fastalandið nema þá sem unnið kjöt. Við erum með sláturhús í Hrísey þannig að það er ekki vandamál.“ Skrifleg beiðni barst samtökunum Snorri segir að samtökunum hafi borist skrifleg beiðni um hugsanlega arftaka að stöðinni. „Það eru aðilar sem hafa lýst áhuga sínum á að kaupa af okkur reksturinn til þess að fara að sinna innflutningi á holdasæði og reka þarna áfram holdastöð. Það eru greinilega einhverjir sem hafa áhuga á því að flytja inn fósturvísa og sæði í holdagripi sem eru þegar fyrir í landinu. Og væntanlega er auðsótt að fá leyfi fyrir slíka starf- semi ef menn uppfylla allar sjúkrakröfur. Það eru þrír holdastofnar í Hrís- ey, Galloway, Angus og Limousin og bændur hafa verið að koma sér upp blendingum en þessir aðilar hafa áhuga á því að flytja inn sæði til þess að hægt verði að byggja upp hreina stofna en til þess er erfðaefnið sem við eigum í Hrísey of einsleitt.“ Áhugi á áframhaldandi rekstri stöðvarinnar Hrísey Landssamband kúabænda hættir allri starfsemi í Hrísey VIÐ innkeyrsluna í Stykkishólm er að rísa stórt og mikið hús. Björg- unarsveitin Berserkir byggir húsið. Gólfflötur hússins er um 360 fer- metrar og hæðin 5 metrar svo að rúmmálið er um 2.000 rúmmetrar. Byggingin er stálgrindarhús sem keypt er frá Bretlandi. Skipa- smíðastöðin Skipavík í Stykkishólmi sér um framkvæmdina samkvæmt tilboði. Í vikunni var lokið við að ganga frá klæðningunni, en eftir er að innrétta húsnæðið að innan. Viðræður hafa staðið á milli björgunarsveitarinnar og bæjar- stjórnar um að nýta helming hús- næðisins sem aðstöðu fyrir slökkvi- lið Stykkishólms. Á bæjarráðsfundi hinn 3. janúar var samþykkt að fela bæjarstjóra að gera samning um kaup eða leigu á húsnæðinu fyrir slökkvistöð. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Nýja björgunarhúsið sem Berserkir eru að byggja í Stykkishólmi. Nýtt björgunarhús að rísa Stykkishólmur MYNDARLEG afmælisveisla var haldin til heiðurs nótaskipinu Júpíter þegar það kom til Þórs- hafnar með 1150 tonn af loðnu fimmtudagskvöldið 17. janúar en skipið er 45 ára um þessar mund- ir og eitt elsta skip loðnuflotans. Flugeldar lýstu upp himininn þessum öldungi til heiðurs þegar hann sigldi inn að löndunarkran- anum nær fullhlaðinn en með fullfermi hefði hann tæpast kom- ist inn í höfnina. Það er því vel að dýpkunarframkvæmdir eru á döf- inni í höfninni á Þórshöfn. Afmælisveisla var um borð og Rafn Jónsson verksmiðjustjóri bauð upp á veitingar í tilefni dagsins. Hann afhenti við það tækifæri Jóni Axelssyni skipstjóra afmælisgjöfina; eina málningar- dós, með loforði um að meira magn fylgi á eftir því eins og fleiri á fimmtugsaldrinum þarfn- ast Júpíter töluverðrar málningar til að hressa upp á útlitið þótt hann sé annars í fínu formi. Haldið upp á 45 ára afmæli Júpíters Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Rafn Jónsson verksmiðjustjóri og Jón Axelsson, skipstjóri Júpíters, með afmælisgjöfina, málningardósina góðu. KÁ-ferðaþjónusta hefur gengið frá sölu Gesthúsa á Selfossi. Gesthús er þyrping 11 sumarhúsa, parhúsabyggð, á útivist- arsvæði við Engjaveg á Selfossi. Í hverju húsi er gistirými fyrir 2–4, eld- unaraðstaða, sjónvarp og baðherbergi með sturtu. Gesthús hf. var stofnað 1991 og hefur KÁ-ferða- þjónusta rekið það frá árinu 1994. Ástæða söl- unnar er sú að KÁ-ferða- þjónusta hefur verið að styrkja sig og einbeita sér að rekstri 3–4 stjörnu hótela innan Icelandair hotels-keðjunnar og rekstur Gesthúsa verið fyrir utan þá skilgrein- ingu. KÁ-ferðaþjónusta mun fyrst um sinn koma að markaðssetningu fyrir Gesthús ásamt nýjum eigendum. Það eru hjónin Sævar Eiríksson og Inga Finnbogadóttir sem hafa keypt Gesthús af KÁ- ferðaþjónustu. Sævar er starfsmaður búrekstrar- deildar KÁ. KÁ selur Gesthús Selfoss Guðmundur Búason, fjármálastjóri KÁ, afhendir Sæv- ari Eiríkssyni, nýjum eiganda Gesthúsa, lyklavöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.