Morgunblaðið - 19.01.2002, Page 36

Morgunblaðið - 19.01.2002, Page 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ A ðild að ESB er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar og ut- anríkisráðherra seg- ir að hún verði varla kosningamál heldur. Það er leitt að heyra og vonandi verður hann ekki sannspár. Í eðlilegu stjórn- málaumhverfi hefði Evrópusam- bandsaðild orðið kosningamál í síðustu kosningum en hér uppi á skeri var það ekki talið tímabært eða viðeigandi. Formaður Samfylkingarinnar er hlynntur Evrópusambands- aðild, sem og fleiri í þeim flokki, og a.m.k. forsvarsmaður Fram- sóknarflokksins, einn af valda- mestu mönnum þjóðarinnar, líka. Það má a.m.k. lesa á milli línanna í hinu ágæta erindi Hall- dórs Ásgrímssonar frá því fyrr í vikunni. Þess- ir flokkar þurfa að skýra stefnu sína og taka afgerandi af- stöðu í Evr- ópumálum. Ef þeir taka af skarið og setja stefnuna á aðild, er þar kominn samstarfs- grundvöllur þessara flokka í næstu ríkisstjórn! Það ætti nefnilega að verða næstu rík- isstjórnar að taka afstöðu til Evrópusambandsaðildar. Utanríkisráðherra tók undir og staðfesti í erindi sínu það sem mikið var rætt fyrr í vetur, nefnilega að fullveldi Íslands væri betur borgið innan Evrópu- sambandsins en sem hluta af Evrópska efnahagssvæðinu. „Þar sem við myndum innan ESB taka þátt í mótun okkar eigin örlaga og í mótun þeirra reglna sem þegnum og fyr- irtækjum þessa lands er skylt að fara eftir. Á þetta skortir í EES- samstarfinu.“ Og áður sagði Halldór: „Aðild Íslands að ESB leiddi því ekki til þess að Ísland væri ekki lengur fullvalda ríki. Ef svo væri þá stefnir nú í það að einungis örfá ríki í Evrópu teljist í raun full- valda. Eða telur einhver að Dan- mörk, Svíþjóð og Finnland séu ekki lengur fullvalda ríki?“ EES-samningurinn reynir á þanþol stjórnarskrárinnar, að mati utanríkisráðherra, og tók hann undir með þeim fræði- mönnum sem vakið hafa máls á nauðsyn þess að gera breytingar á stjórnarskránni t.d. til að mæta auknu alþjóðasamstarfi. Þessar breytingar yrðu jafnvel víðtækari en innganga ESB gæfi tilefni til. Þessi ummæli utanríkis- ráðherra eru orð í tíma töluð. Aðildarríki Evrópusambandsins eru fullvalda ríki, engum dettur annað í hug. Það eru ekki lengur fullgild rök gegn aðild að ESB að með henni myndu Íslendingar afsala sér fullveldi. Eins og áður hefur verið bent á myndum við endurheimta fullveldið að nokkru leyti með því að ganga í ESB, þar sem þá fengjum við tækifæri til að koma skoðunum okkar á framfæri og hafa áhrif, en vera ekki einungis þöglir þiggjendur tilskipana. Sameiginlegur gjaldmiðill hef- ur nú verið tekinn upp í tólf ríkj- um Evrópusambandsins. Upp- taka evrunnar tókst vel og virðast flestir fagna henni, fyrir utan aumingja gamla manninn í Hollandi sem vissi ekki af tilvist evrunnar og vildi fá fleiri gyllini til baka þegar hann keypti sér nærfötin. Almenningur í þessum löndum á hins vegar eftir að njóta góðs af og mun efla verð- skyn sitt og eiga auðveldara með verðsamanburð á milli landanna. Þetta er einn af léttvægari kostum evrunnar að margra mati, en skiptir samt sem áður máli, sjónarmið neytenda eru aldrei léttvæg. En það sem talið hefur verið vega þyngra þegar kostir sameiginlegs gjaldmiðils eru tíundaðir er t.d. að evran dregur úr áhættu í viðskiptum milli landa myntsvæðisins og evran greiðir fyrir viðskiptum með minni fjármagnskostnaði og eykur þannig fjárfestingar. Allt evruland er orðinn sameig- inlegur heimamarkaður sem veitir fyrirtækjum þar ákveðið samkeppnisforskot. Það er fullvíst að fleiri ríki munu taka evruna upp sem gjaldmiðil á næstu árum. Stuðn- ingur við evruna fer vaxandi í þeim Evrópusambandsríkjum sem enn standa utan myntsvæð- isins nú eftir að gjaldmiðillinn varð áþreifanlegur. Í Bretlandi, Svíþjóð og Danmörku, og þar verður evran að endingu tekin upp sem gjaldmiðill. Ótalin eru ríkin sem standa í biðröð eftir aðild að sambandinu. Sum hrör- leg hagkerfi á Balkanskaga eru þegar farin að notast við evruna, þar sem gjaldmiðlar svæðisins eru í rúst. Samkeppnisforskot evrulanda- fyrirtækjanna ætti að verða ákveðið umhugsunarefni þeim sem standa utan evrusvæðisins. Noregur og Ísland eiga margt sameiginlegt, þ. á m. að vera háð EES-samningnum, og nú er tal- að um að aðild annars landsins að ESB dragi hitt á eftir. Norska ríkisstjórnin vill bæta starfsskil- yrði fyrirtækja í Noregi, þannig að þau verði betri en í evrulandi. Bætt starfsskilyrði fyrirtækja á Íslandi hafa líka verið ofarlega á baugi og lækkunum skatta á fyr- irtæki verið mikið hrósað. En það er ekki hægt að bæta fyrir hagkvæmnina af evrunni með skattalækkunum á útnárum. Réttast væri að ganga alla leið. Aðild að evrusamstarfinu er besti kosturinn og til þess þarf Ísland að gerast aðili að ESB. Óvíst er hvenær skilyrðin fyrir aðild að sameiginlegum gjald- miðli er hægt að uppfylla. Ísland uppfyllir nú hvorki skilyrðið um aðild að ESB né skilyrði um efnahagsástand. Tenging krónunnar við evru hefur ekkert upp á sig, það þarf að ganga alla leið og segja skilið við íslensku krónuna, þessa smá- mynt jaðarsvæðis. Við stöndum utan evrulands með óstöðugan gjaldmiðil og hærri vexti en nokkur Evrópumaður hefur heyrt minnst á. Nú dugir engin tilfinningasemi, þjóðerniskennd eða ýktir sjálfstæðistilburðir. Evrópusamkennd er það sem blífur! Á evruleið En það er ekki hægt að bæta fyrir hagkvæmnina af evrunni með skattalækkunum á útnárum. Réttast væri að ganga alla leið. Aðild að evrusamstarfinu er besti kosturinn og til þess þarf Ísland að gerast aðili að ESB. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is LÖGUM um hús- næðismál var breytt árið 1998 sem leiddi m.a. til þess að fé- lagslega eignaríbúða- kerfið var lagt niður. Í stað þess var þeim sem uppfylla ákveðin skil- yrði hvað varðar eignir og tekjur gefinn kostur á svokölluðum viðbót- arlánum allt að 25% af matsverði íbúðarinnar til viðbótar húsbréfa- láni. Húsnæðislánið gat þannig numið sam- tals allt að 90% af matsverði. Réttindi og skyldur sem giltu í gamla félagslega eignaríbúðakerf- inu héldust að mestu óbreyttar, nema að nú er ekki lengur um að ræða flutning milli íbúða í gamla kerfinu. Í gildi er kaupskylda sveit- arfélaga á því húsnæði, ýmist til 10 eða 15 ára, svo og forkaupsréttur sveitarfélaga í allt að 30 ár. Ýmis sveitarfélög hafa þegar fallið frá for- kaupsrétti sínum eða stytt hann. Nú er staðan sú að sveitarfélög- um er skylt að innleysa íbúðir sem kaupskylda hvílir á og geta eigend- ur þeirra íbúða ekki selt þær á frjálsum markaði. Þegar sveit- arfélagið hefur inn- leyst íbúð verður það annaðhvort að selja hana á frjálsum mark- aði eða breyta henni í félagslega leiguíbúð, sem heimilt er að gera. Á undanförnum tveim- ur árum hefur íbúða- verð á frjálsum mark- aði hækkað gríðarlega á höfuðborgarsvæðinu. Þessi staðreynd gerir eigendum félagslegra íbúða með kaupskyldu- ákvæði nánast ókleift að láta sveitarfélagið innleysa íbúð sína, en innlausnarverð getur verið 4–5 milljónum króna lægra en verð á sambærilegri íbúð á frjálsum markaði. Staðan er á hinn bóginn allt önnur víða á landsbyggðinni þar sem markaðsverð íbúða er miklu lægra en innlausnarverð kaup- skylduíbúða. Ég er þeirrar skoðunar að það sé bæði eðlilegt og jafnframt réttlæt- ismál að löggjafarvaldið breyti kaupskylduákvæðunum í lögunum á þann veg að eigendum félagslegra íbúða, sem það kjósa, verði heimilað að selja íbúðir sínar á frjálsum markaði, enda verði allar áhvílandi skuldir gerðar upp. Réttarstöðu þeirra sem vilja að sveitarfélagið leysi til sín kaupskylduíbúð verði á hinn bóginn ekki raskað. Það er sjálfsagt réttlætismál að breyta gildandi ákvæðum um kaup- skyldu þannig að eigendum kaup- skylduíbúða verði gert kleift að flytjast í annað húsnæði, m.a. vegna breyttra aðstæðna sem geta verið margvíslegar, í stað þess að binda þá í eins konar átthagafjötra. Kaupskylda á félags- legu eignarhúsnæði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sveitarstjórnarmál Það er sjálfsagt réttlæt- ismál, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, að eigendum kaupskyldu- íbúða verði gert kleift að flytjast í annað húsnæði. Höfundur er borgarfulltrúi. ÞAÐ hefur vafalaust ekki farið framhjá nokkrum manni hvað vöruverð hefur hækk- að ískyggilega mikið hér á landi síðastliðið ár, en um er að ræða hækkanir á nauðsynja- vöru allt upp í hundrað prósent. Eins og gefur að skilja hefur þetta haft veruleg áhrif á alla kaupgetu almenn- ings og í alltof mörg- um tilfellum duga launin ekki til fram- færslu. Það verður að segjast eins og er að 90 þúsund króna lág- markslaun eru ekki lífvænleg, hvað þá heldur opinber elli- og örorkulíf- eyrir. Sumir launþegar, sem eru með þessi undirmálslaun, eru þó svo heppnir að vera við hestaheilsu og hafa náð sér í aukavinnu til að mæta ört vaxandi útgjöldum heim- ilanna. Svo eru hinir sem ekki eiga þess kost að vinna neina launaða aukavinnu og safna þar af leiðandi skuldum í miðju góðærinu, sem ráð- herrarnir stæra sig svo mikið af en verkafólk verður ekki vart við í sín- um heimilisrekstri. Þær kauphækk- anir og kjarabætur, sem félög inn- an Starfsgreinasambands Íslands sömdu um á árinu 2000, eru til dæmis löngu uppurnar og standa heimilin nú eftir með meiri skuldir en nokkru sinni fyrr. Það er allt góðærið sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra hefur fært verkafólki þessa lands og hafi hann skömm fyrir. Tvöfaldur vinnutími Þó svo að ráðherragenginu í nú- verandi ríkisstjórn finnist það eðli- legt og sjálfsagt að almenningur vinni allt upp í tvöfaldan vinnutíma til að brauðfæða sig er láglaunafólk á annarri skoðun og krefst þess að vera a.m.k. matvinnungar ef það vinnur 40–50 klukkustundir á viku. Það er með öllu óþolandi að verka- menn þurfi að taka á sig verulega aukavinnu til þess eins að safna ekki skuldum, þótt aðeins séu keyptar brýnustu nauðsynjar til heimilisrekstrar. Það lýsir ótrúlegri sið- blindu og beinum fjandskap stjórnvalda í garð lágtekjufólks að þau horfa framhjá þessari staðreynd og reyna með öllum til- tækum ráðum að verja þá óréttlátu og vax- andi tekjuskiptingu sem orðin er meðal þjóðarinnar. Duglegu ráðherrarnir „Þeir sem duglegir eru eiga að njóta þess,“ sagði Geir Haarde fjármálaráðherra þegar hann var spurður hvort það hefði ekki verið vænlegra að hækka al- menn skattleysismörk svo allir nytu góðs af, í stað þess að hækka frí- tekjumörk hátekjuskatts sem ein- ungis kemur hátekjufólki til góða. Hrokafullt svar ráðherrans segir allt sem segja þarf um hug hans til almennings. Svo talar þessi ójafn- aðarmaður um þjóðarsátt við tekju- lítið verkafólk, sem hann bæði hlunnfer og sakar um ódugnað! Ábyrgðarlaus stjórnvöld Kinnroðalaust og án þess að skammast sín hygla ráðherrar og alþingismenn sjálfum sér og öðru hátekjufólki á kostnað þeirra sem minnstar tekjurnar hafa. Eins og svo oft áður er það verkafólkið, sem vinnur á lægstu töxtunum, ásamt öryrkjum og öldruðum, sem látnir eru borga brúsann og bera alla ábyrgðina. Ráðherrar og alþingis- menn bera enga ábyrgð þó svo að milljónahundruðum sé eytt og sóað í umframkostnað á vegum ríkisins. Það er einungis ef upp kemst um þjófnað og þá helst stórþjófnað sem þingmenn eru látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. Það væri löngu bú- ið að taka fjárráðin af öllu venju- legu fólki ef það eyddi fjármunum ríkisins á sama hátt og ráðamenn þjóðarinnar gera. Þeir hirða ekki einu sinni um að fylgjast með hvort verksamningar sem ríkið gerir séu greiddir á umsömdu verði og bera enga ábyrgð þótt kostnaður fari milljónatugi umfram umsamda kostnaðaráætlun. Og svo eru þing- menn eins og Pétur Blöndal að fara fram á hærri laun fyrir þetta ábyrgðarlausa lið. Ég tel að Pétur og hans nótar á þingi ættu frekar að snúa sér að því að rétta rýran hlut hins almenna launamanns, frekar en að hlaða meira undir aft- urendann á sjálfum sér. Hér á landi er óeðlilegur lífskjaramunur sem þarf að leiðrétta sem fyrst. Það sem þarf að gera Til þess að gera fólki með lágar tekjur mögulegt að búa hér á Ís- landi án þess að það safni skuldum og eigi öruggan morgundag verður að létta núverandi skattbyrði af brýnustu nauðþurftartekjum. Það verður að breyta innheimtu tekju- skatts þannig að skattleysismörk, sem nú eru 65.132 krónur, hækki í 90.000 krónur. Þá þarf einnig að koma til nýtt 18% skattþrep upp að kr. 150.000. Bæði skattleysismörkin og skattþrepsviðmiðunin fylgi síðan almennri launaþróun í landinu. Rökrétt væri að gera þessa breyt- ingu nú strax í vetur í samráði við þau félög innan Alþýðusambands Íslands sem eru með launaliði kjarasamninganna lausa í maí nk. og vonast eftir einhverju öðru en neikvæðum aðgerðum frá ríkisvald- inu fyrir sína félagsmenn. Það má minna núverandi ráð- herragengi á að með fyrrnefndri hækkun skattleysismarka væru þeir einungis að efna gömul kosn- ingaloforð, sem veittu þeim braut- argengi á sínum tíma. Það má einn- ig minna sömu menn á að þeir og þeirra fylgifiskar hækkuðu frí- tekjumörk hátekjuskatts fyrir skemmstu um verulega hærri krónutölu en hér er lagt til að al- menn skattleysismörk hækki um. Hvar er góð- ærið, Davíð? Sigurður T. Sigurðsson Kjörin Það er með öllu óþol- andi, segir Sigurður T. Sigurðsson, að verka- menn þurfi að taka á sig verulega aukavinnu til þess eins að safna ekki skuldum. Höfundur er formaður verkalýðs- félagsins Hlífar í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.