Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SJÖ kvikmyndir hlutu vilyrði til framleiðslu árið 2003 þegar úthlutað var úr Kvikmyndasjóði Íslands í gær, og nema styrkloforðin alls 180 millj- ónum króna. Þá var 196 milljónum úthlutað til kvikmyndagerðar á árinu 2002, þar af sjö styrkir til þróunar kvikmynda þar sem handrit liggur fyrir, alls að upphæð 7,5 milljónir, og átta styrkir voru veittir til handrits- gerðar, að upphæð 500.000 hver. Vilyrði fyrir hæstu styrkjunum á næsta ári hlutu Sögn ehf., 47,5 millj- ónir, til framleiðslu á kvikmyndinni Saga í leikstjórn Baltasars Kormáks, Íslenska kvikmyndasamsteypan, 40 milljónir, til framleiðslu á myndinni Sólon Íslandus í leikstjórn Margrétar Rúnar Guðmundsdóttur, Kvik- myndafélagið Dís, 30 milljónir, til að framleiða myndina Dís í leikstjórn Kristófers Dignus, Íslenska kvik- myndasamsteypan, 30 milljónir, til framleiðslu myndarinnar Skari Skrípó í leikstjórn Óskars Jón- assonar og Saga film, 25 milljónir til framleiðslu myndarinnar Draumur í dós, í leikstjórn Karls Ágústs Úlfs- sonar. Auk þess hlaut Kvikmynda- félag Íslands vilyrði um viðbótar- framlag, 3 milljónir, til framleiðslu myndarinnar Maður eins og ég í leik- stjórn Roberts Douglas, og Réttur dagsins hlaut vilyrði um 2 milljónir til framleiðslu myndarinnar Reykjavík Guesthouse í leikstjórn Björns Thors og Unnar Aspar Stefánsdóttur. Saga hlaut hæsta vilyrðið Í stuttu ávarpi sínu við úthlutunina gerði Þorfinnur Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, víð- reisn íslenskra kvikmynda, sem margar hverjar væru sýndar í kvik- myndahúsum um allan heim, að um- talsefni. Benti Þorfinnur jafnframt á að eiga mætti von á að átta til tíu ís- lenskar kvikmyndir yrðu frumsýndar á árinu og þakkaði hann þeirri grósku aukið svigrúm sjóðsins til styrkveitinga sem samið var um við mennta- og fjármálaráðuneytin árið 1998. Kvikmyndin Saga, sem hlaut hæsta styrkvilyrðið fyrir árið 2003, er að sögn leikstjórans, Baltasars Kor- máks, byggð á Brennu-Njáls sögu, en meðhöfundur hans að handritinu er Ólafur Egilsson. „Með því að nefna myndina Sögu viljum við gefa okkur dálitla fjarlægð frá Njálu. Markmiðið er ekki það að „kvikmynda“ söguna, heldur skapa sjálfstæða heild út frá ákveðnum hlutum hennar. Þar verð- ur fyrst og fremst sögð saga Gunnars og Hallgerðar, en Hrútur er þar jafn- framt mikill örlagavaldur,“ segir Baltasar. Hann segir styrkvilyrðið mikið ánægjuefni, en þó sé mikið verk fyrir höndum með frekari fjár- mögnun, þar sem um sé að ræða eitt stærsta kvikmyndaverkefni sem ráð- ist hefur verið í á Íslandi. „Fram- leiðslukostnaður er áætlaður um 450 milljónir og hafa með þessu náðst inn fyrstu 47,5 milljónirnar. Um er að ræða heils árs tökuverkefni frá 2003–4 og vonandi kemst ég af stað á þeim tíma. Það fer eftir því hvort handritið vekur sama áhuga erlendis og það gerir hér, enda er hugmyndin sú að framleiða myndina ekki síst með erlendan markað í huga,“ segir Baltasar. Margrét Rún Guðmundsdóttir hef- ur unnið að undirbúningi kvikmynd- arinnar Sólon Íslandus sem fjallar um Sölva Helgason. Hún segir hand- ritið lauslega byggt á skáldsögu Dav- íðs Stefánssonar frá Fagraskógi. „Ég leitast þó við að velja ákveðna hluta og miðla mínum skilningi á Sölva Helgasyni. Það má kannski öðru fremur líta á hann sem dæmigerðan Íslending. Hann var þrautseigur, fór sínar eigin leiðir og lét ekki bugast hvað sem á dundi.“ Verkefnið hafði áður fengið styrkvilyrði frá Kvik- myndasjóði, en það er nú fyrst sem nægileg aukafjárveiting hefur náðst. „Við vonumst til að geta farið af stað með tökur í vor. Ég er um þessar mundir að ráða í hlutverk, en Ingvar Sigurðsson mun fara með hlutverk Sölva,“ segir Margrét um vinnuferli myndarinnar. Boltinn byrjar að rúlla Kvikmyndin Dís er byggð á sam- nefndri skáldsögu þeirra Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýjar Sturludóttur og Silju Hauksdóttur sem út kom fyrir jólin 2000. Hafa höfundarnir sjálfir unnið kvikmyndahandrit eftir sögunni. Kristófer Dignus mun leik- stýra myndinni og segir hann 30 milljón króna styrkloforðið mikið gleðiefni. „Nú fer boltinn að rúlla og förum við næst í að leita frekari fjár- mögnunar. Það fer eftir því hvernig þau mál ganga hvenær tökur hefjast, en myndin verður gerð að sum- arlagi,“ segir Kristófer. Óskar Jónasson er handritshöf- undur kvikmyndar um Skara Skrípó sem hlaut 30 milljóna króna vilyrði til framleiðslu. „Þetta verður ítarlegri saga um Skara og hans vandamál í nútímanum, því hann var upp á sitt besta fyrir nokkrum áratugum. Nú stendur hann hins vegar frammi fyrir því að ala upp dóttur sína í Rauða hverfi Reykjavíkurborgar á sama tíma og hann er að reyna hasla sér völl sem skemmtikraftur og flýja undan réttvísinni. Myndin verður án tals, eingöngu verður notast við um- hverfishjóð, tónlist og myndir við miðlun sögunnar,“ segir Óskar um verkefnið og áætlar hann að tökur geti hafist árið 2003. Karl Ágúst Úlfsson er höfundur kvikmyndaverkefnisins Draumur í dós sem hlaut 25 milljóna króna vil- yrði. Hann segist hafa gengið með hugmyndina að myndinni í maganum í um 14 ár og unnið að handritinu síð- astliðin þrjú ár. Styrkvilyrðið sé því einkar kærkomið „Þetta er ljúfsár saga af ástarfimmhyrningi og þrá hinna ófleygu eftir því að fljúga. Myndin er kannski jafn sár og hún er gamansöm, og er hún bara eins og líf- ið sjálft að því leyti.“ Sjö myndir í vinnslu Kvikmyndirnar sem hljóta styrki til framleiðslu á þessu ári að und- angengnu vilyrði síðasta árs eru Haf- ið sem Baltasar Kormákur leikstýrir og Sögn ehf. framleiðir, 40 milljónir en framlengingu vilyrðis síðasta árs hlutu Kaldaljós í leikstjórn Hilmars Oddssonar, 40 milljónir, Næsland í leikstjórn Friðriks Þórs Friðriks- sonar, 35 milljónir, Stormy Weather í leikstjórn Sólveigar Anspach, 26 milljónir, Ís-lending í leikstjórn Halls Helgasonar, 25 milljónir, Differences Alike í leikstjórn Peters Ringgård, 10 milljónir og 1.0 í leikstjórn Marteins Þórssonar, 10 milljónir. Þróunarstyrki árið 2002 hlutu Pegasus, 1 milljón, vegna handritsins Napóleonsskjölin/White Lies eftir Arnald Indriðason/R.C. Rossenfier, Tröllakirkja, 1 milljón, vegna hand- ritsins Tröllakirkja eftir Gísla Snæ Erlingsson, Umbi, 1 milljón, vegna handritsins Stella í framboði eftir Guðnýju Halldórsdóttur, Zik Zak kvikmyndir, 1 milljón, vegna hand- ritsins Hvíslarinn eftir Martein Þór- isson, Íslenska kvikmynda- samsteypan, 1 milljón, vegna handritsins Snerting eftir Kristínu Jóhannesdóttur, Markell, 500 þús- und, vegna handritsins Syracusa – Seyðisfjörður eftir Þorkel S. Harð- arson og Örn Marinó Arnarsson. Sér- stakan styrk til frekari þróunar hlaut handritið Sjálfstætt fólk eftir Ruth Prawer Jhabvala fyrir árið 2003. Styrki til handritsgerðar að upp- hæð 500.000 hver hlutu Arnaldur Indriðason og Óskar Jónasson fyrir S.A.S., Börkur Gunnarsson fyrir Sig- fús H303, Brian Fitzgibbon fyrir Dongo, Guðrún Ragnarsdóttir fyrir Silungapollur, Huldar Breiðfjörð fyr- ir Næst sterkastur, Ragnar Braga- son fyrir Magalúf, Sjón fyrir Morgan Kane og Styrmir Sigurðsson fyrir Bara allt fínt. Auk styrkjanna verður um 2 milljónum varið til aðstoðar við gerð handritanna er styrk hlutu. Í úthlutunarnefnd Kvikmynda- sjóðs árið 2002 sátu Anna G. Magn- úsdóttir, Christof Wehmeier og Þor- finnur Ómarsson. Í undirnefnd vegna handritastyrkja voru Bjarni Jónsson, Guðrún Vilmundardóttir og Pétur Blöndal. Úthlutað úr Kvikmyndasjóði Íslands Sjö myndir hlutu vilyrði Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorfinnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Íslands, til- kynnti um úthlutanir úr sjóðnum á blaðamannafundi í gær. LANGHOLTSKIRKJA, sem hefur um árabil verið öflug miðstöð tónlist- arflutnings á höfuðborgarsvæðinu, mun á næstunni tengjast fleiri grein- um lista og menningar með fjöl- breyttum listviðburðum fram á vor. Það er nýstofnað listráð kirkjunnar sem hafa mun veg og vanda af þess- ari starfsemi og verður fyrsti við- burðurinn í kirkjunni, þar sem þrjár listgreinar fléttast saman, í dag. Dagskráin hefst kl. 17 með hátíð- artónleikum. Þar verða flutt verk frá endurreisnar- og barokktímanum fyrir málmblásara, orgel og ketil- bumbur eða pákur. Thor Vilhjálms- son rithöfundur verður fulltrúi orðs- ins listar og mun lesa upp og opnuð verður sýning á verkum myndlist- armannanna Kristjáns Davíðssonar og Ásgerðar Búadóttur. Tilefni þess að forráðamenn Langholtskirkju hyggjast hasla kirkjunni víðari völl á listasviðinu er hálfrar aldar afmæli Langholts- prestakalls en það var stofnað 29. júní 1952. Kór kirkjunnar var stofn- aður árið eftir og verður því 50 ára á næsta ári, 2003. Afmælanna verður minnst með margvíslegum hætti á þessu ári og því næsta, meðal annars með fjölbreyttum listviðburðum og verður í því sambandi ekki síst leitað til listamanna sem búa í sókninni, hafa búið þar eða tengjast Lang- holtskirkju með einhverjum hætti. Listamenn sóttir í sóknina Ólöf Erla Bjarnadóttir keramik- hönnuður, sem á sæti í listráðinu, segir að listráðið hafi viljað leita til listamanna í sókninni í þessari fyrstu Listafléttu. „Við buðum Kristjáni og Ásgerði, sem bæði eru velþekktir listamenn, að sýna í kirkjunni eins og húsrúmið leyfir, og þau þáðu það. Hvort þeirra um sig hefur búið í það minnsta í þrjátíu ár í sókninni. Þetta verða fimm ný olíumálverk eftir Kristján og þrjú ofin myndverk eftir Ásgerði; nokkuð blönduð í tíma. Það vill til að það er svo hreinn arkitekt- úr á kirkjunni, að verkin geta hangið inni í kirkjunni sjálfri, sem er mjög skemmtilegt og óvenjulegt, að ég held. Við höfum fengið Aðalstein Ingólfsson listfræðing til að tala svo- lítið um myndlistarmennina og verk þeirra. Þriðji nestorinn úr sókninni sem við buðum að taka þátt í þessu er Thor Vilhjálmsson, sem mun lesa upp úr verkum sínum. Og svo er það auðvitað tónlistin, sem verður hressileg en mjög hátíðleg, þannig að þetta verður mjög fjölbreytt.“ Á tónleikunum verður leikið á hljóðfæri sem sjaldan hljóma saman á tónlistarviðburðum hér á landi en það eru trompetar, básúnur, orgel og ketilbumbur. Flytjendur eru trompetleikararnir Ásgeir H. Stein- grímsson, Einar St. Jónsson, Eirík- ur Örn Pálsson og Guðmundur Haf- steinsson; á básúnur leika þeir David Bobroff, Jón Halldór Finns- son, Oddur Björnsson og Sigurður Þorbergsson; á orgel Douglas Brotchie og bumburnar slá þeir Eggert Pálsson og Steef van Ost- erhout, en verkin sem þeir leika eru sem fyrr segir frá endurreisnar- og barokktímanum. Í sumum verkanna skiptast málmblásararnir í tvo „kóra“ sem kallast á og eru á mis- munandi stöðum í kirkjunni. Orgelið er í hlutverki þriðja kórsins. Tvö verkanna eru eins konar at, eða ein- vígi milli tveggja ketilbumbu- eða pákuleikara. Markmið Listráðs Langholts- kirkju er að stuðla að fjölbreyttu lista- og menningarlífi á vettvangi kirkjunnar og í tengslum við starf- semi hennar. Listaflétta í Langholti Morgunblaðið/Golli Tónlistarmenn leika barokktónlist á trompeta, básúnur og bumbur. Skipulag vegna tónlistarhúss 44 tillögur sendar inn ÚRSLIT í hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar í miðborginni þar sem rísa mun tónlistarhús og ráðstefnu- miðstöð verða kynnt við hátíðlega at- höfn í Ráðhúsi Reykjavíkur á morg- un, sunnudag, kl. 16. Samtímis verður opnuð sýning á öllum tillög- unum, en dómnefnd bárust 44 tillög- ur. Í byrjun árs 1999 samþykktu rík- isstjórn Íslands og borgarráð Reykjavíkur að beita sér fyrir bygg- ingu tónlistarhúss og ráðstefnumið- stöðvar (TRH) í miðborginni. Í kjöl- far þess var skipuð samstarfsnefnd ríkis og borgar um verkefnið sem unnið hefur að undirbúningi þess síð- an. Ákveðið hefur verið að sá hluti verkefnisins sem snýr að tónlistar- húsi, ráðstefnumiðstöð, hóteli og tengdum mannvirkjum verði boðinn út í heild, þ.m.t. endanleg hönnun mannvirkja og lóðar. Þar sem um er að ræða eitt stærsta skipulags- og byggingaverkefni síð- ustu ára í miðborg Reykjavíkur, sam- þykkti borgarráð Reykjavíkur að efna til alþjóðlegrar hugmyndasam- keppni um skipulag lóðarinnar og nærliggjandi svæða við Austurhöfn í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, að höfðu samráði við hafnarstjórn og samstarfsnefnd ríkis og borgar um undirbúning TRH. Áhersla var lögð á að um hug- myndasamkeppni væri að ræða sem fjallaði um skipulag. Ekki átti að leggja fram hugmyndir um nákvæma hönnun einstakra bygginga. Lóðin, sem ætluð er undir tónlistarhús, ráð- stefnumiðstöð og hótel, er í tveimur hlutum. Annars vegar 7.200 fermetr- ar milli Geirsgötu og Tryggvagötu og u.þ.b. 20.000 fermetrar norðan Geirs- götu og í átt að Ingólfsgarði (þar sem Faxaskáli stendur nú). Mörg læknuð mein er eftir Þ. Ragnar Jónasson. Þar er rakin saga heilbrigðisþjón- ustu og velferð- armála á Siglufirði og hún skoðuð í víðu samhengi. Þetta er fimmta bók Þ. Ragnars um siglfirska sögu, menningu og mannlíf. Bókin skiptist í fjóra meginhluta en efniskaflar eru tuttugu og þrír. Fyrst er fjallað um lækningar á fyrri tíð, lækna- skipan og lækna, þá um sjúkrahúsin þrjú sem hafa verið rekin á Siglufirði í áranna rás. Loks er í bókinni fjallað um ýmsa starfsemi á heilbrigðissviði sem rekin hefur verið í bænum, svo sem sjúkrasamlag, berklavarnir, lyfja- búðir og dvalarheimili fyrir aldraða. Útgefandi er Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Bókin er 156 bls., prent- uð í Odda hf. Kápu hannaði Ragnar Helgi Ólafsson. Verð: 3.480 kr. Saga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.