Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 6
AÐEINS eitt framboð barst til stjórnar Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, VR, en framboðsfrest- ur rann út í gær og er stjórnin því sjálfkjörin. Nýr formaður VR er Gunnar Páll Páls- son, en hann tek- ur formlega við formennsku í fé- laginu á aðalfundi sem haldinn verð- ur 25. mars nk. Stjórnin mun þá skipta með sér verkum. Magnús L. Sveinsson læt- ur nú af formennsku, en hann hefur verið formaður frá 1980 og hefur set- ið í stjórn félagsins í 42 ár. Gunnar hefur starfað sem hag- fræðingur og fjármálastjóri VR síð- an árið 1991. Hann hefur átt sæti í samninganefndum, stjórnum ýmissa félaga og margvíslegum nefndum á vegum VR á undanförnum árum. Hann situr m.a. í miðstjórn ASÍ, stjórn Lífeyrissjóðs verzlunar- manna, stjórn Vinnueftirlits ríkisins og framkvæmdastjórn Landssam- bands íslenzkra verzlunarmanna og situr í Jafnréttisráði. Fólk mætir verr á fundi Gunnar Páll sagði við Morgun- blaðið að nýja embættið legðist vel í sig og hann hlakkaði til að takast á við verkefnin sem framundan væru. „Ég hef verið að vinna við ýmsar nýjungar í starfsemi félagsins á síð- ustu árum þannig að ég þekki ágæt- lega vel til. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut. Breytingar eru að eiga sér stað á vinnumarkaðnum og við þurfum að ná meiri hagkvæmni út úr hreyfingunni til þess að hafa peninga til nýrra verkefna. Jafn- framt þurfum við að gæta þess að missa ekki tengsl við félagsmennina og nálgast þá með nýjum hætti. Fólk mætir til dæmis ekki eins vel á fundi og áður.“ Gunnar Páll er fæddur í Reykja- vík árið 1961 en alinn upp í Mos- fellsbæ. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1982 og útskrifaðist sem viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Íslands árið 1987. Gunnar Páll er kvæntur Ástu Páls- dóttur, starfsmanni hagdeildar Kaupþings, og eiga þau þrjá syni; 10 ára, 8 ára og sá þriðji kom í heiminn 17. janúar sl. Þegar Morgunblaðið ræddi við Gunnar Pál í gær var hann einmitt staddur á fæðingardeildinni ásamt fjölskyldunni. „Nálgast þarf fé- lagsmenn með nýjum hætti“ Gunnar Páll Pálsson Gunnar Páll Pálsson nýr formaður VR FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ FORSTJÓRI Kaupáss, Ingimar Jónsson, hvetur alla hagsmunaaðila, fyrirtæki jafnt sem stjórnvöld og að- ila vinnumarkaðarins, til að standa saman á bremsunni gagnvart öllum hækkunum í þjóðfélaginu. Hann vís- ar á bug orðum rekstrarstjóra Sam- kaupa og Matbæjar í Morgunblaðinu í gær þess efnis að verðhækkanir í verslunum Kaupáss hafi verið „glórulausar“, en segir jafnframt að það þjóni engum tilgangi í stöðunni að keppinautar séu að kasta steinum hver í annan. Ingimar segir það rangt sem fram hafi komið í nýlegri verðkönnun DV að matvöruverð í verslunum 11-11 hafi hækkað um 26%, hið rétta sé að verðið hafi hækkað um 19,6%. Verð í viðkomandi verslun, sem lenti í könnuninni, hafi ekki verið rétt upp- fært. Í verslunum Nóatúns hafi hækkunin numið 17%. Ingimar segir að hækkanir frá þremur stærstu birgjum sem Kaupás verslaði við á síðasta ári, hafi verið á bilinu 17-19,2%. Því sé sam- ræmi þarna við verðhækkanir í verslunum. „Hækkanir frá birgjum hafa verið það örar að við höfum vart haft und- an að breyta verðinu. Ég tel samt að enginn sé saklaus í þessum efnum. Allir hafa þurft að bregðast við þessu ástandi sem hefur verið á markaðn- um. Menn mega ekki gleyma því að gengisvísitalan hækkaði til nóvem- berloka um 18,8% á síðasta ári en lækkaði í desember um 4%, úr 147,98 stigum í nóvember í 142,3 í desem- ber. Ég leyfi mér að efast um að þessi lækkun sé komin fram í verð- lagi. Þess vegna fórum við hjá Kaupási þá leið að segja upp samn- ingum við birgja um áramótin, til þess m.a. að sporna við því að þessi þróun verðhækkana héldi áfram og tryggja það að styrking króunnar um 4% í desember kæmi fram núna á næstu mánuðum í lægra vöruverði,“ segir Ingimar og telur að fyrstu vís- bendingar séu að koma fram þessa dagana um verðlækkanir í ákveðn- um vörutegundum. Leita leiða til að lækka tilkostnað Hann segir samningaviðræður standa yfir við birgja um nýja samn- inga. Þar sé m.a. verið að leita leiða til að lækka tilkostnað í heildsölu og smásölu, þannig að neytendur njóti þess í lægra vöruverði, haldi gengi krónunnar áfram að styrkjast. „Fyrirtækin, þar á meðal við, þurfa að taka höndum saman með stjórnvöldum og aðilum vinnumark- aðarins að sporna við hækkunum hvers konar. Það eru allra hagsmun- ir og við hjá Kaupási munum leggja ýmislegt á okkur til þess,“ segir Ingimar. Hann minnir jafnframt á að ýmis rekstrarkostnaður hér á landi hafi hækkað verulega á undanförnum misserum, s.s. laun og aðföng hvers konar. Verðbólga upp á 9% á nýliðnu ári komi einnig fram í hærri rekstr- arkostnaði. „Kaupás er alls ekki að maka krókinn í sínum rekstri, eins og kast- að var fram í leiðara Morgunblaðsins í gær, þvert á móti. Það eru einhverj- ir aðrir en við að maka krókinn, sé einhver að gera það, sem ég er alls ekki að segja.“ Ingimar segist geta tekið undir með forstjóra Baugs, sem í Morg- unblaðinu í gær hvatti til þess að heildsöluvísitölu yrði komið á fót. Forstjóri Kaupáss segir hækkanir birgja svo örar að verslanir hafi vart undan að breyta verði Hvetur til samstöðu gegn öllum hækkunum SIGURÐUR Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að lækkun á gengi krónunnar og kostnaðarhækkanir innanlands, séu meginskýringar á því hvers vegna verð á innfluttri matvöru hafi hækkað umfram verð- bólgu á síðasta ári. Hann segist reikna með að gengishækkun krón- unnar og grænmetislækkun erlendis muni koma fram í næstu vísitölu- mælingu. Á síðustu 12 mánuðum hækkuðu innfluttar matvörur mun meira en verðbólga, en verðlag í fyrra hækk- aði um 9,4%. Sem dæmi um hækk- anir má nefna að hrísgrjón hafa á einu ári hækkað um 38,5%, kex hefur hækkað um 24,3%, pasta um 25,2%, sykur um 27,6%, súkkulaði um 25,5% og kaffi, te og kakó um 20,4%. Hrein- lætisvörur hafa einnig hækkað mik- ið, en sápur hafa hækkað um 29,8% og tannkrem, sjampó og snyrtivörur um 20,4%. „Þær skýringar sem ég heyri helstar frá okkar aðildarfyrirtækj- um eru að gengislækkunin valdi þessum verðbreytingum. Síðan geta menn spurt sig hvort kostnaðar- hækkanir hér heima hafa ekki kallað á það að menn þurfi meiri tekjur. Fyrirtækin hafa búið við kostnaðar- hækkanir hér heima. Ég held að þetta tvennt skýri hækkanir á þurr- vöru. Varðandi grænmetið er ljóst að það urðu óskaplega miklar hækkanir á því í kjölfar uppskerubrests í Evr- ópu. Þetta endurspeglast í síðustu mælingu Hagstofunnar,“ sagði Sig- urður. Sigurður sagðist ekki hafa upplýs- ingar í höndunum um hvernig hækk- unin skiptist á milli smásölustigs og heildsölustigs. Til skoðunar hjá versluninni Sigurður sagðist vera viss um að smásöluverslunin myndi skoða þessi mál og í raun hefði hún verið að því. BÚR, sem sér um innkaup á þurr- vöru fyrir Kaupás, Samkaup og fleiri fyrirtæki, hefði sagt upp samningum við birgja í þeim tilgangi að tryggja að gengishækkun krónunnar á síð- ustu vikum skilaði sér til viðskipta- vina verslunarinnar. Baugur hefði líka verið í viðræðum við sína birgja frá því í október, en þeir hefðu farið aðra leið sem í sjálfu sér fæli efn- islega í sér það sama og BÚR hefði gert. „Ég held að alls staðar í verslun- inni séu menn að skoða möguleika í að hagræða og að halda hækkunum í skefjum,“ sagði Sigurður. Sigurður sagði að í næstu mæl- ingu Hagstofunnar ætti gengis- hækkun krónunnar í desember að koma fram og eins væri ljóst að grænmeti ætti eftir að lækka í verði. „Það er hins vegar umhugsunar- efni að sá neyslugrunnur, sem þetta byggist allt á, var orðinn nokkuð skakkur. Menn voru með allt að fimm ára gamlan neyslugrunn. Þetta var síðan leiðrétt á síðasta ári. Enn eru menn samt að keyra á ársgöml- um neyslugrunni og allt þjóðfélagið, lán og annað, færist upp og niður miðað við þetta. Á sama tíma er til lifandi neyslu- grunnur sem mælir þetta frá mánuði til mánaðar og hefur ekki verið not- aður. Fyrirtækið Markaðsgreining, sem er dótturfyrirtæki IM-Gallup, fær mánaðarlega með sjálfvirkum hætti uppfærðar upplýsingar frá verslun- um sem eru með yfir 90% af mat- vörusölu í landinu. Þessi mæling sýnir t.d. að ef vín- berin fara upp í 1.200 kr. hætta þau að seljast, en Hagstofan segir hins vegar að jafnmikið seljist af vínberj- um og áður. Þar með veldur þessi hækkun á vínberjum, sem lítið seljast, hækkun á lánum,“ sagði Sigurður. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu um hækkun á matvöru Ástæðan er gengislækkun og kostnaðarhækkanir KRABBAMEINSMIÐSTÖÐ Land- spítala – háskólasjúkrahúss tók formlega til starfa í gær með opn- un miðstöðvarinnar í nýjum hús- kynnum í Skógarhlíð 12 með liðs- styrk líftæknifyrirtækjanna Urðar, Verðandi, Skuldar og Íslenskrar erfðagreiningar. Ákvörðun um stofnun hennar var tekin af fram- kvæmdastjórn Landspítalans sum- arið 2000. Hluverk krabbameinsmiðstöðv- arinnar er að stuðla að bættri með- ferð krabbameina og að efla vís- indavinnu. Miðstöðin starfrækir meðferðartengda skráningu krabbameina, safnar saman, flokk- ar og vinnur úr heilsufarsupplýs- ingum. Í samvinnu við meðferð- araðila er miðstöðinni ætlað að stuðla að samræmingu meðferðar með því að aðstoða við gerð leið- beininga um meðferð fyrir einstök krabbamein. Farið verður með heilsufarsupplýsingar eins og þær séu hluti af sjúkraskrá á LSH. „Það hefur verið draumur okkar í mörg ár að fara af stað með þessa starfsemi og nú þegar miðstöðin er orðin að veruleika er tímabært að hefjast handa,“ sagði dr. Helgi Sig- urðsson, forstöðumaður krabba- meinsmiðstöðvarinnar, á blaða- mannafundi í gær. „Þetta er fyrst og fremst hugsað til að styrkja inn- viði Landspítalans og gera hann að lifandi þekkingarstofnun. Hér er um að ræða klíníska rannsóknar- stofu fyrir þá sem stunda krabba- meinslækningar í breiðum skiln- ingi. Allir sem tengjast meðferð krabbameins eða umönnum geta haft afnot af þessari miðstöð.“ Samkvæmt stofnskrá sem unnið er eftir eru sjö menn í stjórn krabbameinsmiðstöðvarinnar og er formaður hennar Margrét Odds- dóttir, skurðlæknir og dósent við læknadeild HÍ. „Hér er verða nýtt- ar betur þær upplýsingar sem liggja fyrir, í því skyni að styrkja okkur til þess að að stunda krabba- meinsrannsóknir,“ sagði Margrét. „Við getum orðið mjög æskilegur samvinnuaðili í mörgum erlendum rannsóknum með því að starfrækja krabbameinsmiðstöð sem þessa.“ Fagráð krabbameinsmiðstöðv- arinnar lýtur formennsku dr. Karls Tryggvasonar, prófessors við Kar- ólínsku stofnunina í Stokkhólmi. Hann er staddur á landinu í tilefni opnunar miðstöðvarinnar og sagði að starfsemi hennar gæti haft mik- ið vísindagildi á alþjóðlega vísu. „Ég hugsa að miðstöðin hafi mjög góða möguleika á að koma inn í al- þjóðlegt samstarf,“ sagði hann. „Ís- lenskar krabbameinsskrár eru mjög verðmætar í þessu tilliti.“ Karl taldi ennfremur að miðstöðin ætti góða möguleika á að fá rann- sóknarstyrki til starfseminnar hjá sjóðum Evrópusambandsins. Sex stöðugildi verða við krabba- meinsmiðstöðina og mun Urður, Verðandi Skuld leggja miðstöðinni til 250 milljónir króna á næstu sjö árum. Ennfremur mun fyrirtækið leggja fram 50 milljónir króna í stofnfé og sömu stofnfjárhæð legg- ur ÍE fram. Krabbameinsmiðstöð Landspítala – háskólasjúkrahúss tekin í notkun Ætlað að stuðla að bættri meðferð krabbameina Morgunblaðið/Þorkell Helgi Sigurðsson, forstöðumaður Krabbameinsmiðstöðvar LSH, og Margrét Oddsdóttir, formaður stjórnar miðstöðvarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.