Morgunblaðið - 19.01.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 19.01.2002, Síða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nú göngum við endanlega frá lagernum ~ hvað sem það kostar! Hellingur af gólfefnum af öllu tagi á skítaprís 19., 21. og 22. janúar Reykjavík • Fákafeni 9 • 108 Reykjavík • Sími 515 9800 Reykjanesbær • Hafnargötu 90 • 230 Reykjanesbæ Opið laugardag frá kl. 10 - 16 hi ðO pi nb er a! Það vill brenna við að á lagerum fyrirtækja safnist fyrir ýmislegt sem menn gefa sér ekki tíma til að koma í verð. Þar eru umframbirgðir ýmiskonar – afgangar og mistök í innkaupum. Þess vegna ætlum við að efna til stórbrotinnar lagersölu á fjölbreyttu úrvali gólfefna af öllu tagi: Gólfdúkar, gólfteppi, viðargólf (parket), plastparket, dreglar o.s.frv. Lagersalan stendur í 3 daga – Laugardaginn 19. janúar, mánudaginn 21. janúar og þriðjudaginn 22. janúar. Verðdæmin hér til hægri eru aðeins brot af því sem þér stendur til boða. Auglýst verð miðast við staðgreiðslu. Komdu því sem fyrst og gerðu verulega hagstæð kaup... MAMOOD, sex ára gamall, og Raqib, bróðir hans, átta ára, héldust í hendur og horfðu ráðvilltir á ljóta steinbygg- inguna, sem átti að verða heimilið þeirra. Þeir litu síðan biðjandi augum á móður sína, sem líktist helst vofu í bláum kuflinum. Hún kinkaði kolli til þeirra og ýtti þeim í áttina til nokk- urra manna, sem stóðu í dyragætt- inni. Einn þeirra kallaði hranalega til drengjanna og gaf þeim til kynna, að þeir ættu að koma inn. Þetta er helsta munaðarleysingja- hælið í Kabúl, síðasta úrræði hinna örsnauðu, sem geta ekki lengur séð fyrir börnunum sínum. „Hvað á ég að gera? Ég á átta börn og faðir þeirra var drepinn í eld- flaugaárás talibana,“ segir Shamin, móðir drengjanna. „Ég á enga pen- inga, ekkert til að gefa þeim.“ Shamin var ein í hópi sex manns, fjögurra ekkna og eins ekkils, sem komu með börnin sín í munaðarleys- ingjahælið þennan kalda janúar- morgun. Í húsinu eru 430 drengir og í öðru húsi allfjarri eru 450 stúlkur og ungir drengir. Segja má, að Afganistan sé yfirfullt af örsnauðum ekkjum með börn eftir næstum því stanslausan stríðsrekst- ur í meira en tvo áratugi. Í könnun, sem Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna gerði í Kabúl fyrir nokkrum árum, komu í ljós í borginni 35.000 ekkjur með sex börn hver að með- altali. Undantekningalítið eru þær sárafátækar og í tíð talibana var kon- um harðbannað að vinna utan heim- ilisins. „Barnafjöldinn er mikill, allt of mikill hjá þessu fátæka fólki, og þeg- ar annað foreldrið fellur frá, má segja, að börnin verði munaðarlaus. Þá er ekki lengur hægt að sinna þeirra brýnustu þörfum,“ segir Haf- iza, sem starfar fyrir Barnahjálpar- sjóðinn. Fyrir börnin eru afleiðing- arnar skelfilegar. Þau fá lítinn mat og í húsunum er hvorki hiti né rennandi vatn. Þau fara líka á mis við eðlilega ást og umönnun, móðir þeirra hefur svo marga munna að metta, að hún hefur engan tíma til að sinna hverju og einu. Sködduð á sálinni Flest börnin hafa orðið fyrir and- legu áfalli við að missa annað foreldr- ið, oftast föðurinn, og vegna hörm- unganna, sem hafa fylgt stríðs- átökunum. Næstum 90% barnanna í Kabúl hafa orðið vitni að eyðilegg- ingu, ránum og þjófnuðum og flest búast við að láta lífið í stríði að því er fram kom í könnun SÞ 1997. 54% barnanna höfðu séð einhvern, sem hafði verið pyntaður. Við þessar aðstæður líta margir foreldrar á munaðarleysingjahælið sem nokkurs konar griðastað þótt að- stæður þar séu litlu betri en á heim- ilunum og stundum verri. Þeir, sem nú stjórna heimilinu, segja að talib- anar hafi oft stolið framlögum til þess og þeir bönnuðu, að börnunum væri kennt neitt annað en trúfræði. Orðið munaðarleysingi hefur aðra merkingu á Vesturlöndum en í Afg- anistan þar sem annað foreldrið er yf- irleitt á lífi og vill hafa hönd í bagga með börnunum. Af þeim sökum er lít- ið um ættleiðingar. Konurnar, sem koma með börnin á munaðarleys- ingjahælið í Kabúl, bjóðast til dæmis margar til að vinna þar við þrif til að geta verið nærri þeim. Hljóðar og hræddar stúlkur Stúlknaheimilið, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð, er í hálfónýtu húsi, sundursprengdu í stanslausum stríðsátökum. Um það stóðu harðir bardagar snemma á síðasta áratug þegar Hazarar og Tadsíkar reyndu hvorir um sig að ná völdunum í Kabúl og þá voru margar unglingsstúlkur dregnar út úr húsinu og þeim nauðg- að og misþyrmt. Sá tími er að vísu lið- inn en andlegu örin ekki. Stúlkurnar eru alltaf inni við enda bönnuðu talib- anar stúlkum að leika sér úti. Þær eru 13 eða 14 í herbergi, safnast saman í stybbunni frá olíuofninum, sem búinn er að sóta veggina svarta. Andleg líðan stúlknanna leynir sér ekki. Sumir drengjanna hrópa og slást til að leyna tilfinningum sínum en stúlkurnar eru hljóðar. Þær horfa hálfhræddar upp á forstöðukonuna og svara aðeins með einsatkvæðisorð- um. Frozan, 12 ára, segist hafa misst móður sína úr „gulaugnasýkinni“, lík- lega einhverju afbrigði af lifrarbólgu, og síðan fór faðir hennar „yfir um“. Frozan segir, að hann þekki hana ekki lengur og þess vegna eigi hún ekkert erindi heim. Margar stúlkn- anna segjast hafa misst föður sinn í kúlnahríð stríðandi fylkinga þótt þeir hafi ekki sjálfir tekið þátt í bardögum. Skotinn á leið á markaðinn Ein stúlknanna er Rayeesa, 10 ára, með svart hár en blá augu. Hún sat á gólfinu og hvíldi höfuðið á hnjánum. Hún er ein af fáum börnum á hælinu af kynþætti Pastúna, sem eru ráðandi í suðurhluta landsins en ekki í Kabúl. Faðir hennar var á leið á markaðinn til að kaupa brauð þegar hann varð fyrir byssukúlu. Síðan veslaðist móðir hennar upp af „gulaugnasýkinni“ og Rayeesa, bræður hennar tveir og tvær systur stóðu ein uppi. „Frændi minn kom með okkur hingað og flýði síðan til Írans. Þess vegna kemur enginn í heimsókn,“ segir Rayeesa og dregur slæðuna fyr- ir andlitið. Hvaða drauma skyldi hún eiga um framtíðina? „Mig langar til að verða kennari ef ég lifi.“ „Ég sakna föður míns“ Raihana, níu ára, situr við gluggann og starir út. Hún horfir í gaupnir sér þegar hún talar og fitlar við svarta blæjuna. Hún missti föður sinn þegar talibanahermenn óku á hann fyrir slysni. Skömmu síðar voru þau systkinin, hún, bróðir hennar og tvær systur, send á munaðarleys- ingjahælið. Hana langar til að lýsa föður sínum en finnur ekki réttu orð- in. „Ég sakna föður míns,“ segir hún. „Hann var alltaf að leika við okkur og hann hló og var með stutt hár.“ Mörg þessara barna eru eins konar fórnarlömb þeirra afgönsku hefðar, að ekkjur skuli giftast aftur og þá yf- irleitt einhverjum bróður eigin- mannsins fyrrverandi. Það stendur þó yfirleitt stutt því að nýi eiginmað- urinn vill stofna til sinnar eigin fjöl- skyldu og þá stendur konan jafnein og áður með börnin. „Nýi maðurinn sýnir fósturbörn- unum enga ástúð enda erfitt að sjá sex eða sjö börnum farborða auk þess sem hann langar til að eignast sín eig- in börn,“ segir Hafiza. Ekki hræddur? Raqib og Mamood, sem komu með móður sinni á hælið, ganga hikandi inn um dyrnar. Einn af mönnunum lætur þá fá skráningarskjal og síðan er þeim fylgt inn í skrifstofu forstöðu- mannsins. Þar horfa þeir ráðvilltir í kringum sig. Á skrifstofunni er teppi á gólfum og húsgögn, ekki beint dag- legt brauð í Afganistan. Raqib varð starsýnt á skál með vestrænu sælgæti, sem gestunum var boðið upp á. Börnunum var ekki boðið neitt. Hvernig leið þeim svo? Voru þeir hræddir? Söknuðu þeir móður sinnar og systkina? „Nei, ég er ekki hræddur,“ sagði Raqib hálfbrostinni röddu og þrýsti hönd bróður síns. Kabúl. Los Angeles Times. Lífið í landi mun- aðarleysingjanna Wally Skalij Fyrrverandi hermaður í liði Norðurbandalagsins sér um að deila út matnum á munaðarleysingjahælinu í Kabúl. Wally Skalij Freshta, 10 ára „vörður“ á stúlknahælinu, er hér að siða til stöllu sína. ’ Frændi minn kommeð okkur hingað og flýði síðan til Írans. Þess vegna kemur enginn í heimsókn ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.