Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... ÞÓTT innritunargjöld við Há-skóla Íslands séu svo sem ekk- ert voðalega há er ýmis annar kostnaður sem fellur til og getur verið námsmönnum íþyngjandi, eins og t.a.m. bókakaup, svo ekki sé talað um sjálfa framfærsluna í launaleysinu. Vinur Víkverja og starfsstéttarbróðir á eiginkonu sem stundar meistaranám við Háskóla Íslands og segja þau hjónin farir sínar ekki sléttar. Og snýst málið um Lánasjóð íslenska námsmanna, sem virðist nær takmarkalaust þrætuepli. Svo munu reglur þar á bæ vera að sé námsmaður í hjóna- bandi eða skráðri sambúð þá skerða tekjur makans lánsupphæð- ina, fari þær upp fyrir ákveðið há- mark (sambærilegt öryrkjabóta- reglunum umdeildu). Vinur Víkverja mun seint teljast til hátekjumanna í íslensku þjóð- félagi og reyndar slefar hann rétt í meðallaunin (karlmanna að minnsta kosti). En einhverra hluta vegna gera lög LÍN svo ráð fyrir að laun þessi séu það há að makinn, náms- maðurinn, þurfi svo gott sem ekki á neinum lánum að halda. Eftir að dregin hefur verið frá lánsúthlut- uninni sú skerðing sem reiknuð er út frá tekjum makans stendur nefnilega eftir upphæð sem varla dugir fyrir einni skólabók, af öllum þeim fjölda bóka sem námsmað- urinn þarf að kaupa á hverri önn. Vissulega er hægt að taka undir þau rök að fólki sé í sjálfsvald sett hvort það fari út í framhaldsnám. Að það eigi hreinlega ekki að fara út í nám nema það hafi efni á og eigi heldur ekki að þurfa að treysta á skattpeninga annarra borgara, jafnvel þeirra sem ekki töldu sig hafa efni á að fara í langskólanám. En á meðan lög í landinu kveða á um jafnan rétt til náms, óháð efn- um og aðstæðum, þá hlýtur Lána- sjóðurinn og úthlutunarreglur hans að þurfa að lúta þeirri meginhug- sjón. Það vill þar að auki gleymast, sérstaklega að virðist þeim sem eldri eru, að Lánasjóðurinn er ekki lengur að gefa námsmönnum neina peninga heldur er nú rækilega séð til þess að lánið sé að fullu end- urgreitt með dágóðum vöxtum, ólíkt því sem var hér áður fyrr er verðbólgan át upp hin óverð- tryggðu lán. Það virðist einhvern veginn vera sem sjóðurinn hafi þá, og kannski að mörgu leyti rétti- lega, fengið á sig slyðruorð ein- hverrar góðgerðarstofnunar sem enn hefur ekki tekist að losa hann við, þrátt fyrir að hann hafi tekið stakkaskiptum í gegnum árin, námsmönnum vissulega í óhag. Það er auðvitað óviðunandi að námsmaður skuli missa rétt sinn til námslána og þar með möguleikann á fjárhagslegu sjálfstæði sé hann í löggildri sambúð eða hjónabandi. Slíkt leiðir eingöngu til einhvers pukurs í kringum lögin, að fólk sé að skrá sig úr sambúð meðan á námi stendur og þar með þiggja hinar og þessar bæturnar svona í bónus, sem það á í rauninni ekki rétt á og hefur enga þörf fyrir. Ekki getur ríkiskassinn komið vel út úr slíku makki. Svo er það hitt sem efst hefur verið á baugi undanfarið í hinni ei- lífu rimmu um sjóðinn alræmda, hversu óliðlegir stjórnendur hans eru og svifaseinir að bregðast við verðlagsþróun og hagsveiflum. Nýjasta dæmið snýr að námsmönn- um í hremmingum erlendis vegna stórhækkandi skólagjalda í kjölfar hruns krónunnar en annað dæmi sem minna hefur verið um rætt er að verð á erlendum skólabókum hefur rokið uppúr öllu valdi af sömu ástæðu. Og skyldi LÍN hafa gert ráðstafanir til að mæta þeirri þróun? Harla ólíklegt. Og á meðan verður þetta blessaða jafnrétti til náms hjákátlegra og hjákátlegra. LÁRÉTT: 1 kasta rekunum, 4 vafst- ur, 7 guðirnir, 8 sjávar- dýr, 9 rödd, 11 sleit, 13 vaxi, 14 skeldýr, 15 sívala pípu, 17 feiti, 20 rösk, 22 segls, 23 umbuna, 24 ákveðin, 15 snérum. LÓÐRÉTT: 1 rýr, 2 látnu, 3 kvennafn, 4 ójafna, 5 ávinnur sér, 6 framkvæmdi, 10 hljóð- færið, 12 löður, 13 megn- aði, 15 á hesti, 16 læst, 18 geðvonska, 19 gleðskap, 20 þekkt, 21 höku. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 barkakýli, 8 eldar, 9 notar, 10 nón, 11 dofna, 13 aflið, 15 matta, 18 storm, 21 fót, 22 svart, 23 eimur, 24 farangurs. Lóðrétt: 2 andóf, 3 kirna, 4 kenna, 5 lítil, 6 feld, 7 gráð, 12 net, 14 fet, 15 masa, 16 trana, 17 aftra, 18 stegg, 19 ormur, 12 morð. K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 OKKUR langar að taka undir grein Margrétar sem birtist í Morgun- blaðinu 17. janúar sl. Þar er hún að lýsa okkar heimilislífi síðastliðið ár. Við eignuðumst okkar þriðja barn í janúar 2001 og allt gekk vel fyrstu þrjá mánuðina. En á fjórða mánuði fór sú stutta að vaka og gráta út í eitt á næturnar. Svona gekk þetta frá apríl – ágúst. Þá vorum við orðin uppgefin og hin börnin farin að líða fyrir ástandið og svefnlausa foreldra. Þá var okkur bent á að tala við Örnu á Borgarspítalanum sem við gerðum. Það sama gerðist og hjá Margréti og hennar fjölskyldu, ekkert, þó við færum í einu og öllu eftir því sem okkur var sagt að gera. Það var ekki fyrr en mamman hætti öllum af- skiptum og svaf á neðri hæðinni og barnið fékk sér herbergi sem svefn- inn lagaðist. Í lok október var hún svo farin að sofa allt að 13 tíma í einu og er allt annað barn síðan. Við hvetjum alla sem eiga við þetta vandamál að stríða að notfæra sér þessa þjónustu. Ekki bíða svona lengi með þetta, það verður bara erfiðara eftir því sem börnin eldast. Með þessum orðum þökkum við fyrir alla hjálpina, með von um að þetta hjálpi öðrum. Agla og fjölskylda. Ábending til Eflingar MIG langar að benda Eflingu á að það er búið að hækka matarkörfuna um 18% að meðaltali. Heildarhækkun á mat- vöru síðastliðin tvö ár er um það bil 70%. Ég legg til að ég fái þessa hækk- un ofan á kaupið mitt strax. Jón Trausti Halldórsson starfs- maður á bensínstöð. Fyrirspurn HVAR er hægt að læra á Macintosh-tölvu? Ef einhver getur gefið mér upplýsingar um það vinsamlegast hafið sam- band við Björgu í síma 553-6871. Tapað/fundið Kvenúr í óskilum KVENÚR fannst fyrir utan Brautarstöðina (hamborgarastaður) í Ármúla milli jóla og ný- árs. Eigandi er vinsam- legast beðinn um að hafa samband í síma 899-9076 eða 552-9390. Blá vattkúla tapaðist STÓR blá handunnin jólavattkúla með silfur- lituðu munstri tapaðist í Kringlunni fyrir jól. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 695-4471. Dýrahald Fjórir kettlingar fást gefins FJÓRIR litlir tveggja mánaða síamsblandaðir kettlingar fást gefins. Upplýsingar fást í síma 691-2786. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Svefnvanda- mál barna 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Bd3 d5 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 dxc4 8. Bxc4 c5 9. Rf3 Dc7 10. Ba2 b6 11. O-O Rbd7 12. Bb2 Bb7 13. c4 Hfd8 14. He1 Hac8 15. d5 exd5 16. cxd5 c4 17. e4 b5 18. Rd4 De5 19. Df3 He8 20. Hab1 Rxe4 21. Rxb5 Dxd5 22. Rxa7 Hb8 23. Hed1 De6 24. Rb5 Dg6 25. Dh3 Rdc5 26. Rc3 Staðan kom upp í banda- ríska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Alexander Shabalov (2606) hafði svart gegn Boris Gulko (2601). 26...Rd2! 27. Hbc1 27. Hxd2 gekk ekki upp vegna 27...Dxb1+ 28. Rxb1 He1#. 27... Bc8! 28. Bb1 Rxb1 29. De3 Bb7 og hvítur gafst upp. Skák Umsjón: Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Skipin Reykjavíkurhöfn: Irena Artica kemur og fer í dag. Björn RE-79 fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bravó kom í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Jóga- námskeið hefst þriðju- daginn 22. janúar og verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17. Um er að ræða átta tíma, lágmarksþátttaka er 10 manns. Skráning afgreiðslu í s. 562-2571. Þorrablót verður haldið föstudaginn 1. febrúar, húsið opnað kl. 18 með fordrykk, þorrahlað borð, borðhald hefst kl. 18.30. Gestur kvöldsins Ingibjörg Sólrún borg- arstjóri. Flosi Ólafsson flytur gamanmál. Kar lakvartett syngur, Hjör- dís Geirs leikur fyrir dansi, aðgangsmiði gild- ir sem happdrætti. Skráning í Aflagranda, s. 562-2571, fyrir mið- vikudaginn 30. janúar. Allir velkomnir. Bólstaðarhlíð 43. Þorrablót verður föstu- daginn 1. febrúar. Þorrahlaðborð hefst kl. 17, salurinn opnaður kl. 16.30. Ómar Ragn- arsson skemmtir við undirleik Hauks Heið- ars Ingólfssonar, Ágústa Sigrún Ágústs- dóttir syngur við undir- leik Sváfnis Sigurðs- sonar, Ragnar Leví og félagar leika fyrir dansi. Skráning í s. 568-5052 fyrir föstudaginn 1. febrúar. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 11. Kóræfing- ar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ á Hlaðhömrum fimmtudaga kl. 17–19. Púttkennsla í íþrótta- húsinu kl. 11 á sunnu- dögum. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586-8014, kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566-8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Þorrablótið er 24. jan. kl. 19.30 í Fjöl- brautaskóla Garða- bæjar. Rúta frá Hlein- um og Kirkjuhvoli og Holtsbúð. Mánud. 21. jan. kl. 9 leir, kl. 9.45 boccia, kl. 11.15 og 12.15 leikfimi, kl. 13.05 róleg leikfimi (stóla leikfimi), kl. 13. gler/bræðsla, kl. 15.30 tölvunámskeið. Þriðjud. 22. jan. kl. 9 vinnuhópur gler, kl. 13 málun, kl. 13.30 opið hús, spilað bridge, vist og lomber, kl. 16 búta- saumur. Miðvikud. 23. jan. kl. 11.15 og 12.15 leikfimi, kl. 13.05 róleg leikfimi, kl. 13.30 handa- vinnuhornið. Fimmtud. 24. jan. kl. 9 vinnuhópur gler, kl. 9.45 boccia, kl. 12.15 spænska, kl. 13. postulínsmálun, kl. 14. málun. Föstud. 25. jan. kl. 9 snyrting, kl. 11 dans. Félag eldri borgara á Suðurnesjum, boðið verður upp á sparidaga á Hótel Örk dagana 14.–19. apríl. Áhuga- samir hafi samband við ferðanefnd sem fyrst. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á mánudag pútt í Bæj- arútgerð kl. 10–11.30 og félagsvist kl. 13.30, sæludagar á Örkinni 3.–8. mars. Skráning í Hraunseli í síma 555 0142. Þorrablót félags- ins verður í Hraunseli laugardaginn 26. jan. nk. kl. 19. Skráning í Hraunseli í síma 555 0142 Áríðandi að miðar verði sóttir á mánudag- inn 21. jan. milli kl. 13 og 16. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Þorrablótið er 24. jan. kl. 19.30 í Fjölbrautaskóla Garða- bæjar. Rúta frá Hlein- um og Kirkjuhvoli og Holtsbúð. Mánud. 21. jan. kl. 9 leir, kl. 9.45 boccia, kl. 11.15 og 12.15 leikfimi, kl. 13.05 róleg leikfimi (stóla leikfimi), kl. 13. gler/ bræðsla, kl. 15.30 tölvu- námskeið. Þriðjud. 22. jan. kl. 9 vinnuhópur gler, kl. 13 málun, kl. 13.30 opið hús, spilað, brids, vist og lomber, kl. 16 bútasaumur. Miðvikud. 23. jan. kl. 11.15 og 12.15 leikfimi, kl. 13.05 róleg leikfimi, kl. 13.30 handa- vinnuhornið. Fimmtud. 24. jan. kl. 9 vinnuhóp- ur gler, kl. 9.45 boccia, kl. 12.15 spænska, kl. 13. postulínsmálun, kl. 14. málun. Föstud. 25. jan. kl. 9 snyrting, kl. 11 dans. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádeginu. Sunnudagur: Félagsvist kl. 13. Dansleikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudag- ur: Brids kl. 13. Dans- kennsla Sigvalda fyrir framhald kl. 1 og byrj- endur kl. 20.30. Þriðju- dagur: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Leikfélagið Snúð- ur og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, fé- lagsheimili Félags eldri borgara söng- og gam- anleikinn „Í lífsins ólgusjó“ minningar frá árum síldarævintýr- anna í samantekt Guð- laugar Hróbjartsdóttur, Brynhildar Olgeirs- dóttur, Bjarna Ingvars- sonar og leikhópsins. „Fugl í búri“, drama- tískur gamanleikur eft- ir systurnar Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Frumsýning sunnudag- inn 3. febrúar. Sýn- ingar: Sunnudaga kl. 16, miðvikudaga kl. 14 og föstudaga kl. 14. Mið- apantanir í síma: 588- 2111, 568-8092 og 551- 2203. Brids fyrir byrj- endur hefst í febrúar. Stjórn Ólafur Lárusson. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10–16 s. 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf, Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á veg- um ÍTR á mánu- og fimmtudögum kl. 9.30, umsjón Edda Bald- ursdóttir íþróttakenn- ari. Boccia á þriðjudög- um kl. 13 og á föstudögum kl. 9.30, umsjón Óla Kristín Freysteinsdóttir, gler- málun á fimmtudögum kl. 13. Fimmtudaginn 24. janúar kl. 13.15 verður félagsvist í sam- starfi við börn úr Selja- skóla, stjórnandi Eirík- ur Sigfússon, vegleg verðlaun. Allir velkomn- ir. Myndlistarsýning Bryndísar Bjarnadóttur opin laugar- og sunnu- dag kl. 13–16. Veitingar í veitingabúð. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Vesturgata 7. Þorrablót verður fimmtud. 7. febr- úar. Húsið opnað kl. 17. Veislustjóri: Gunnar Þorláksson. Ragnar Páll Einarsson verður við hljómborðið. For- drykkur, þorrahlaðborð. Magadansmeyjar koma í heimsókn kl. 19. Skemmtiatriði, KKK syngja, fjöldasöngur og fleira. Hljómsveit Hjör- dísar Geirs leikur fyrir dansi. Aðgangsmiði gildir sem happdrætti. Upplýsingar og skrán- ing í síma 562-7077. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 14 undirbúningsfundur vegna átakshóps. Allir velkomnir. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Karlakór Reykjavíkur. Aðalfundurinn verður haldinn í Ými í Skóg- arhíð 20 laugardaginn 26. janúar kl. 10. fyrir hádegi. Venjuleg aðal- fundarstörf. Átakshópur öryrkja. Undirbúningsfundur verður haldinn í dag kl. 14 í félagsheimili Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Í dag er laugardagur, 19. janúar, 19. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Heil- agi faðir, varðveit þá í þínu nafni, því nafni, sem þú hefur gefið mér, svo að þeir verði eitt eins og við. (Jóh. 17, 11.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.