Morgunblaðið - 19.01.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 19.01.2002, Síða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 37 Opið 17. – 18. janúar kl. 14:00–20:00 19. – 20. janúar kl. 10:00–20:00 Velkomin á vörusýninguna Kínverskir dagar í Laugardals- höll. Tólf kínversk fyrirtæki kynna hágæða iðnaðarvöru. Forsvarsmenn fyrirtækjanna eru til viðtals á staðnum. Sýningin er opin almenningi. Heimilistæki Ferðaþjónusta Kínverskur bjór Iðnaðarvörur Listiðnaður Fatnaður Gjafavörur Verkfæri Kínverskir listmunir Smíði fiskiskipa Viðhald fiskiskipa Veiðarfæri Aðgangur 500 krónur fyrir 12 ára og eldri. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Aðalvinningur er ferð fyrir tvo til Kína. Skipulagt af China Council for the Promotion of International Trade og China Chamber of International Commerce. Samstarfsaðilar: Íslensk – kínverska viðskiptaráðið, Kínversk – íslenska menningarfélagið, Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráð Íslands. Kínverskir dagar í Laugardalshöll 17. – 20. janúar F í t o n / S Í A F I 0 0 3 8 6 0 Nýskr. 5.2000, 7300cc, diesel vél, 234 hö, 4 dyra, sjálfskiptur, blár, ekinn 9. þ. Fluttur inn af um- boði, er í ábyrgð, einn eigandi, Alpine CD m/skjá, NMT-sími, ABS, þægindastólar, hús m/viftu, 35" dekk, upphækkaður, brettakantar, stigbretti o.m.fl. Ford F250 XL V8TD Crewcab Grjóthálsi 1 Sími 575 1230/00 bíla land notaðir bílar bilaland.is B&L Verð 4.750 þ. UNDANFARIN ár hafa öðru hvoru birst hástemmdar yfirlýs- ingar um að nauðsyn- legt sé, æskilegt og sjálfsagt að efla mið- borg Reykjavíkur sem miðstöð verslunar, stjórnsýslu, þjónustu, menningar- og skemmtanalífs bæði fyrir höfuðborgar- svæðið og landið allt. Þetta markmið er að finna í fjölmörgum skipulagsáætlunum fyrir þetta svæði og er m.a. ítrekað bæði í síðasta svæðisskipu- lagi höfuðborgarsvæðisins og nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. Þeim sem gengur um miðborg- ina dylst þó ekki að þetta markmið hefur alls ekki náðst þrátt fyrir skipulag, margs konar fegrunarað- gerðir og sérstaka miðborgar- stjórn. Í dag er miðborg Reykja- víkur greinilega ekki það svæði sem fyrirtæki á ofangreindum svið- um keppast um að komast á. Um það vitna hvað skýrast þau fyr- irtæki sem hafa flutt frá þessu svæði undanfarin ár og það hús- næði sem þarna stendur nú autt. Sértækar og almennar aðgerðir Opinberum aðilum sem vilja að einhver þróun eigi sér stað standa í grundvallaratriðum til boða tvenns konar aðgerðir, sértækar eða al- mennar. Af sértækum aðgerðum, sem yf- irleitt eru kostaðar af opinberum aðilum, má nefna deiliskipulag ákveðinna reita, hellulagningu svæða og gróðursetningu trjáa. Al- mennar aðgerðir eru hins vegar fólgnar í því að skapa almenn skil- yrði fyrir því að einkaaðilar sjái sér hag í að framkvæma þá hluti eða stefnu sem opinberir aðilar vilja að eigi sér stað. Farsælast er þó yf- irleitt að hér sé um samræmdar að- gerðir að ræða. Ein þeirra almennu skipulagsað- gerða sem menn þykjast vita með talsverðri vissu að hvetji til þróun- ar á ákveðnum svæðum er að auka aðgengileika þeirra. Þ.e. að gera þau aðgengilegri fyrir bíla og gangandi fólk. Til skamms tíma var það yfirlýst stefna Reykjavíkur- borgar að auka ekki aðgengileika (umferðarrýmd) vestan Elliðaáa, en nú virðist vera horfið frá þeirri stefnu. Ákveðnir annmarkar eru þó á því að auka flutningsgetu gatna til miðborgarinnar úr austri og ekki virðast jarðgöng undir Skólavörðu- holt, Öskjuhlíð og Digranes vera beint aðlaðandi kostur þótt hann sé sýndur í nýju aðalskipulagi borgarinnar. Tenging yfir Skerjafjörð Önnur gömul hug- mynd sem miðar að því að gera miðborg- arsvæði Reykjavíkur aðgengilegra og skapa almenn skilyrði fyrir framtíðarþróun þess var m.a. sett fram í svæðisskipulagi höf- uðborgarsvæðisins 1985-2005, en það er tenging frá flugvallar- svæðinu yfir Skerjafjörð til Hafn- arfjarðar. Þessa tengingu er þó hvorki að finna í nýju svæðisskipu- lagi höfuðborgarsvæðisins eða í að- alskipulagi Reykjavíkur. Ef menn vilja í raun og veru efla miðborg Reykjavíkur og gera hana og flugvallarsvæðið mun aðgengi- legra en það er í dag væri rétt að skoða þennan mikilvæga hlekk í umferðarkerfi höfuðborgarsvæðis- ins og reyna að finna hér leið sem veldur sem minnstri umhverfis- röskun og kemur til móts við þá fjölþættu hagsmuni sem þarna er um að ræða. Hér koma ýmsir kost- ir til greina sem nauðsynlegt væri þá að meta. Víðtæk áhrif Ákvörðun um þetta mál getur líka haft mjög víðtæk áhrif, bæði á framtíðarmöguleika miðborgar Reykjavíkur, framtíðarskipulag flugvallarsvæðisins, stöðu Háskóla Íslands og Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og fasteignaverð á öllu þessu svæði. Auk þess myndi þessi tenging stytta fjarlægðina milli miðbæja Hafnarfjarðar og Reykjavíkur um eina 3 km og stuðla að því að efla báða þessa miðbæi og aðliggjandi svæði til muna. En hér er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Týndi hlekkurinn Gestur Ólafsson Höfundur er arkitekt og skipulagsfræðingur. Skipulag Þessi tenging, segir Gestur Ólafsson, myndi stytta fjarlægðina milli miðbæja Hafnarfjarðar og Reykjavíkur um þrjá kílómetra. FIMMTUDAGINN 3. jan. birtist grein eft- ir Héðin Unnsteinsson undir yfirskriftinni „Jafnvægi Askilepios- ar“. Ég er að mestu leyti sammála höfundi, en hnaut þó um eitt. Það er sú hugmynd að hægt sé að breyta við- horfum með því að breyta orðanotkun í ís- lenskri tungu. Héðinn telur sjúk- dóma vera dóma lækna. Ef orðið hefur nokkuð með dóma að gera þá eru sjúkdómar dómar örlaganna, eða ef notað er spekingslegt orðalag: dómar skapanornanna Urðar, Verð- andi og Skuldar. Það kemur hins vegar oft í hlut lækna að sjá fyrstir hvert dómsorðið er. Vandinn er að heilbrigðisstarfsmenn koma oft fram eins og sjúkdómar fólks gefi þeim eitthvert sérstakt vald yfir sjúklingunum. Ef lög um réttindi sjúklinga eru skoðuð þá hafa heil- brigðisstarfsmenn ekki slíkan rétt nema í undantekningartilvikum. Sjúklingshlutverkið sem veikt fólk lendir í eða er jafnvel troðið í felst í því að það séu þolendur og óvirkir þiggjendur lækninga í stað þess að vera neytendur heilbrigðisþjónustu með sjálfsákvörðunarrétt. Það þarf að breyta sjúklingshlutverkinu en ekki orðunum! (Ef hugsun Héðins er fylgt þá kveða kennarar upp lær- dóma yfir nemendunum á meðan á kennslu stendur.) Aftur að sjúklingshlutverkinu. Eitt það fáa sem ég tel mig bera ábyrgð á er ég sjálfur. Mér líkar það ekki vel þegar aðrir fara inn á mitt valdasvið og ræna mig sjálfsábyrgð- inni. Heilbrigðisstarfsmenn kunna að bera því við að þeir viti meir um sjúkdóma en ég, en við meðhöndlun sjúkdóma koma oft upp álitamál og hvers vegna á þá sjúklingurinn ekki að eiga þátt í því hvaða kostur er val- in þegar um marga er að ræða. Hvers vegna á hinn sjúki ekki að fá að ákveða hvaða áhættu hann tekur og hvaða óþægindi eru óþægilegust. Mér hafa oft reynst aukaverkanirn- ar af lyfjum verri en þau óþægindi sem þau eiga að losa mig við. Ég hef hugsað mér að fjalla frekar um orðanotkun. Ég er haldin sjúkdómi sem nefnist geðklofi. Ég nota sjálfur orð eins og sturlun, rugl og brjál- semi um það ástand sem ég var í áður en það tókst að halda sjúkdómseinkennunum niðri með lyfjagjöf. Ég er ekkert hrifinn af því þegar reynt er að nota orðalagið að ég hafi haft aðsóknarhug- myndir og verið aggressívur í stað þess að segja að ég hafi ver- ið brjálaður. Aftur á móti er ég ekki tilbúinn að skammast mín fyrir að vera geð- veikur. Ég óskaði ekki eftir því sjálf- ur og veit ekki til þess að ég hafi að- hafst neitt sem kallaði yfir mig þetta ástand. Ég reyki og á því á hættu að fá lungnaþembu. Ef það hendir mig þá á ég fyrst og fremst sök á því sjálfur; það væri frekar að ég ætti að skammast mín í því tilviki. Nú ætla ég að nefna eitt af bann- orðunum, orðið kynvilltur. Ég skil það orð ekki á þann hátt að samkyn- hneigðir séu neitt að villast. Hins vegar villtist náttúran af leið þegar hún setti homma í karlmannslíkama en gaf honum um leið kynhneigð kvenna að nokkru leyti. Ég held að sú viðurkenning sem kynvilltir hafa náð á tilverurétti sínum undanfarinn ár hafi minnst að gera með breytta orðanotkun. Annað bannorð er orðið fáviti. Samsetning orðsins vísar beinlínis til þess að fávitar hafi eitthvað minna vit en algengt er. Ég lít ekki á þetta orð sem skammaryrði nema í þeim tilvikum þegar það er notað um vel gefinn einstakling og hegðun hans stendur undir notkun orðsins; sá einstaklingur stendur sig verr en upplag hans gefur tilefni til. Ef eitt- hvað hefur breyst með því að nota orðið þroskaheftur í stað orðsins fá- viti, þá er þar það helst að nú hafa margir fordóma gagnvart þroska- heftum í stað þess að hafa fordóma gagnvart fávitum. Ég hef grun um að ef stofnað væri nýtt sambýli fyrir fávita þá væru alveg sömu líkur á því að nágrannarnir kvörtuðu um lækk- að fasteignaverð eins og ef stofnað væri sambýli fyrir þroskahefta. Ég held ekki að það sé raunhæf baráttuleið gegn fordómum að geng- isfella tungumálið með því að skipta út orðum. Það að skipta út orðum leiðir í besta falli til þess að hlutirnir hljómi betur um stund. Það sem þarf að vinna að er hæfilegt umburðar- lyndi gagnvart sérkennum annarra. Með hæfilegu umburðarlyndi á ég við að þessir einstaklingar fái rétt til að lifa í samræmi við eðli sitt og upp- lag svo lengi sem þeir ganga ekki freklega á rétt annarra. Einnig á ég við það að þeim sé heimilt að lifa hér en sé ekki ætlað að vera einhvers staðar annars staðar og að þeim sé hlíft við aðkasti og áreitni. Í mörgum tilvikum er ekki nokkur ástæða til þess að hugsa þá hugsun að lækna fólk af sérkennum. Það er ekki mjög langt síðan reynt var að þvinga örvhenda til að nota hend- urnar á sama veg og rétthendir gera vegna þess að það að vera örvhend- ur þótti afbrigðilegt. Ég hef um- gengist fólk með þetta sérkenni og sé ekki að það valdi því stórum erf- iðleikum. Hvenær gengur fólk á rétt ann- arra? Þó ég sé ekki kynvilltur þá raskar það ekki sálarró minni að sjá tvo karlmenn kyssast ástarkossum. Það er helst að þetta og annað sam- bærilegt valdi þeim hugarangri sem hafa kokgleypt einhverjar ein- strengingslegar hugmyndir um rétt og rangt hráar. Ég lít svo á að það sé mest vandamál þeirra sjálfra. Þess fyrir utan held ég að mannlífið væri heldur leiðinlegt ef við værum öll ná- kvæmlega eins. Fjölbreytileiki er grundvöllur tilbreytingar! Eftir það sem ég hef sagt hér að framan þá verð ég líklega að reyna að sætta mig við að orðið ófrísk sé haft um barnshafandi konu. Þetta orð á sér víst hefð í málinu. Að vera ófrísk merkir strangt til tekið það sama og að vera ekki frísk, það er sjúk. Ég sé ekkert sjúkt við það að konur séu með barni. Er það ekki bara gangur lífsins? Nokkrar pillur Hilmar Harðarson Viðhorfsbreytingar Það þarf að breyta sjúk- lingshlutverkinu, segir Hilmar Harðarson, en ekki orðunum! Höfundur er félagi í klúbbnum Geysi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.