Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 55 DAGBÓK Útsalan er hafin Barnarúm og barnavagnar Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 564 6610 verslun.strik.is/allirkrakkar Kennsla í byrjenda- og framhalds- flokkum hefst dagana 21. til 26. janúar n.k. 10 vikna nám- skeið. Alþjóðlegir titilhafar annast alla kennslu. Kennt verður frá kl. 17.00–19.00 alla virka daga og frá kl. 11.00–12.30, 12.30–14.00 og 14.00–16.00 um helgar. Kennslubækur innifaldar í öllum flokkum. Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga frá kl. 10.00-13.00 í síma 568 9141. Athugið systkinaafsláttinn  Ég sendi öllum, ættingjum og vinum, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu 25. desember 2001, kærar kveðjur og þakkir fyrir heimsóknir, gjafir, skeyti og kveðjur. Drottinn blessi ykkur öll. Guðrún Jónasdóttir, Furugerði 1, Reykjavík. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert skapandi og kraft- mikill og ferð oft ótroðnar slóðir. Á komandi ári verða öll samskipti þín hlýlegri auk þess sem þú gætir orðið ástfanginn. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér gæti þótt gott að ræða við vin þinn um framtíðar- drauma þína. Viðbrögð ann- arra geta hjálpað okkur að setja hlutina í samhengi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú verður hugsanlega beð- inn um að taka á þig aukna ábyrgð. Hikaðu ekki við að taka þetta að þér. Þú munt valda því með sóma. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þolir ekki að láta þér leið- ast. Gríptu hvert tækifæri til að skipta um umhverfi og fara í ferðalög þannig að þú öðlist meiri lífsreynslu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Umræður um sameiginlega ábyrgð og eignir gætu hreinsað loftið. Leitaðu álits maka og vina á því hvernig best sé að taka á málunum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Njóttu samvista við aðra í dag. Þú ættir að þiggja öll boð sem þér berast því þú þarft á örvandi félagsskap að halda. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur oft óskað þess að þú værir skipulagðari. Dag- urinn hentar vel til að gera eitthvað í málinu. Hentu því sem þú kærir þig ekki um og finndu stað fyrir það sem þú ætlar að eiga. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ást og leikur eru þér efst í huga í dag. Gefðu þér tíma til að skemmta þér og hlæja með ástvinum þínum, sér- staklega börnum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Leggðu þig fram um að gera heimili þitt meira aðlaðandi. Fjölskyldulífið er í fyrirrúmi hjá þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er að færast meiri hraði í líf þitt. Ekki hanga heima. Farðu út, sinntu erindum og hittu fólk. Njóttu þess að tala við náganna þína og vini. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Treystu á hæfni þína til að finna leiðir til að auka tekjur þínar. Eins og stendur legg- urðu höfuðáherslu á tekju- öflun og sparnað. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Afstaða sólar gerir það að verkum að þér finnst þú end- urnærður og sterkur. Þetta mun einnig leiða til hag- stæðra aðstæðna og þess að aðrir hallast á sveif með þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu að gefa þér svolitla stund með sjálfum þér í dag. Þú þarf tíma til að líta yfir farinn veg og íhuga hvert líf þitt stefnir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SVEIT Þriggja frakka leið- ir Reykjavíkurmótið eftir 11 umferðir af 19 með 224 stig. Í öðru sæti er sveit Spron með 215, þá Subaru með 211, Skeljungur með 199 og Páll Valdimarsson með 198. Sex umferðir verða spilaðar um helgina í Hreyfilshúsinu við Grens- ásveg, en mótinu lýkur á þriðjudagskvöldið. Hér er skondið spil frá síðustu umferð á fimmtu- dagskvöldið: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ G8642 ♥ G4 ♦ K6 ♣DG83 Vestur Austur ♠ D5 ♠ 107 ♥ D97 ♥ 10853 ♦ ÁD72 ♦ 10943 ♣Á1074 ♣K62 Suður ♠ ÁK93 ♥ ÁK62 ♦ G85 ♣95 Spilið liggur upp í tíu slagi í spöðum í NS, en geimið er býsna hart og flestir lét bútinn duga. Ekki þó Helgi Jóhannsson og Björn Eysteinsson í sveit Spron. Þeir sögðu fjóra spaða gegn Ragnari Magnússyni og Val Sig- urðssyni í sveit Strengs: Vestur Norður Austur Suður Valur Björn Ragnar Helgi -- -- Pass 1 grand Pass 2 hjörtu * Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Helgi og Björn spila sterkt-lauf-kerfi með 14-16 punkta grandi. Eftir yfir- færslu Björns í spaða stökk Helgi í þrjá slíka til að sýna hámarksgrand og fjórlitar- stuðning. Björn lyfti þá í geim. Valur sá á sínum spilum að makker gat ekki átt mikinn styrk og taldi því ekki vænlegt að spila hvasst út í hjarta frá drottningunni. Og ekki kom til greina að koma út með ás í láglit. „Var þetta ekki einmitt óskastundin til að spila út trompi frá Dx?“ hugsaði Valur og lagði spaðafimmuna á borðið! Helgi lét lítið úr blindum og tók tíu Ragnars með kóng. Hann spilaði laufi á drottningu og kóng Ragn- ars, sem skipti yfir í hjarta. Helgi drap og spilaði aftur laufi. Valur átti þann slag á ásinn, tók tígulás og spilaði laufi. Helgi hafði Val grun- aðan um græsku, en spilaði með líkunum – lét spaða- gosann rúlla yfir í drottn- inguna. Einn niður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 90 ÁRA afmæli. Ámorgun, 20. janúar, verður níræð Sigríður Guð- jónsdóttir, Dvalarheimilinu Seljahlíð. Hún tekur á móti gestum í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju milli kl. 15 og 18 í dag. 80 ára afmæli. Á morg-un, 20. janúar, verð- ur áttræð Sigurbjörg Stef- ánsdóttir, Strandaseli 7. Af því tilefni tekur hún á móti ættingum og vinum í safn- aðarheimili Fella- og Hóla- kirkju, Hólabergi 88, í dag, laugardaginn 19. janúar, kl. 15–18. LJÓÐABROT Sveitin mín Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin, sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Hér á andinn óðul sín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. – – – Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Sigurður Jónsson 75 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 19. janúar, er sjötíu og fimm ára Agnes Jóhannsdóttir, Efstaleiti 12, Reykjavík, eiginmaður hennar er Har- aldur Sveinsson, stjórnar- formaður Árvakurs. Þau munu eyða deginum í hópi vina og ættingja. 60 ÁRA afmæli. Sex-tugsafmæli á í dag, laugardaginn 19. janúar, Eygló Helga Haraldsdóttir, píanókennari, áður til heimilis í Kúrlandi 24. Hún og eiginmaður hennar, Eið- ur Guðnason sendiherra, eru nú við störf í Winnipeg í Kanada. Þeim sem vilja gleðja hana í tilefni dagsins er bent á reikning sem Yrsa Sigurðardóttir stofnaði til styrktar Láru Lilju Gunn- arsdóttur, sex ára dóttur- dóttur Eyglóar og Eiðs. Reikningurinn er í Lands- banka Íslands 0111-05- 267469. 75 ÁRA afmæli. Sjötíu og fimm ára verður föstudaginn24. janúar nk. Bjarni Hólm Bjarnason, fv. lögreglu- maður, Hjallavegi 5, Reykjavík. Tengdadóttir hans, Lovísa Guðmundsdóttir, húsmóðir í Bústaðakirkju, Álfheimum 38, Reykjavík, verður 40 ára 20. janúar nk. Eiginmaður hennar er Arnþór H. Bjarnason, rannsóknarlögreglumaður. Þau tengdafeðginin taka á móti vinum og vandamönnum í Lög- reglusalnum, Brautarholti 30, í dag, 19. janúar, frá kl. 20–23. FRÉTTIR Með morgunkaffinu Er ég ófrísk?! Mikið verður maðurinn minn þá glað- ur. Hann er nefnilega ófrjór. HRAFNHILDUR María Gunnars- dóttir, fimleikakona úr Stjörnunni, er íþróttamaður Garðabæjar 2001. Kjör íþróttamanns Garðabæjar fór fram við fjölmenni í sal Fjöl- brautaskóla Garðabæjar sunnu- daginn 13. janúar. Hrafnhildur hefur æft fimleika með Stjörnunni frá fimm ára aldri. Hún hefur í mörg ár verið þjálfari hjá Stjörn- unni í fimleikum og yfirþjálfari sl. tvö ár. Hrafnhildur var valin Fim- leikakona ársins 2001 af Fimleika- sambandi Íslands sem fulltrúi Meistarahóps Stjörnunnar í hóp- fimleikum. Hrafnhildur stundar nú nám við Háskóla Íslands á þriðja ári í lög- fræði. Auk útnefningar á íþróttamanni ársins voru veittar aðrar viður- kenningar fyrir ágætan árangur íþróttafólks í Garðabæ á árinu 2001. Veittar voru viðurkenningar fyrir Íslands- og bikarmeistaratitla og efnilegum unglingum í hverri grein veittar viðurkenningar. Þá fengu Aðalbjörg Karlsdóttir og Ólafur Reimar Gunnarsson viður- kenningar fyrir ástundun og fram- lag til almenningsíþrótta og Sævar Jónsson og Björn Hilmarsson fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðs- mála, segir í fréttatilkynningu. Íþróttamaður Garðabæjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.