Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 47 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I óskast á 200 tonna netabát frá Grindavík. Uppl. í símum 854 7586 og 863 6665.                 (n° 28/2001) Starfssvið: Starfsmannastjórnun, þjálfun og símenntun starfsmanna, starfsferilsáætlanir, fylgja eftir starfsreglum og -reglugerðum, halda utan um starsfmannaskýrslur o.fl. Hæfniskröfur: Háskólagráða í starfsmannastjórnun eða sambærileg menntun, nokkurra ára starfs- reynsla, helst hjá alþjóðastofnun eða ríkis- stofnun, mjög góð kunnátta í bæði ritaðri og talaðri ensku og frönsku. Áhugasömum umsækjendum er bent á heimasíðu okkar, www.efta.int þar sem allan texta auglýsingarinnar er að finna og umsóknareyðublað EFTA. Vinsamlegast takið fram starfsnúmer á umsókn. Umsóknarfrestur: 31. janúar 2002. Administration European Free Trade Association 9-11, rue de Varembé 1211 Geneva 20. Switzerland. Sími 022/749 13 54 Fax 022/733 92 91 R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF Kópavogsbúar Gunnar Birgisson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Kópa- vogs, verður til viðtals frá kl. 13.00—14.30 í dag, laugar- daginn 19. janúar, í Reið- skemmu Gusts, Álalind 3, Kópavogi. Þorrablót Sjálfstæðisfélags Kópavogs og sjálfstæð- iskvennafélagsins Eddu verður haldið í Lionssalnum Auðbrekku 25, laugardaginn 26. janúar. Húsið opnað kl. 18.30, borðhald hefst kl. 19.00. Heiðursgestur: Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra. Skemmtiatriði: Hljómsveitin Leyniþjónustan leikur fyrir dansi. Söngur, grín og gleði, mætum öll. Miðar seldir í Hamraborg 1 í dag, laugard. 19. jan. kl. 10—16 og þriðjud. 22. jan. kl. 18—20. Nefndin. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsölur Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 24. janúar 2002 kl. 14.00 á eftirtöldum eignum: Kringlumýri, Akrahreppi, þingl. eig. Sigurður Hansen, gerðarbeiðendur Lánasjóður landbúnaðarins og Íbúðalánasjóður. Messuholt, verkstæði, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eig. Gunnar Ágústsson, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins. Syðri-Breið, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eig. Kjartan Björgvinsson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf. Vatnsleysa, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eig. Jón Friðriksson og Björn F. Jónsson, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 17. janúar 2002. TILKYNNINGAR Ljóðstafur Jóns úr Vör Verðlaunaafhending verður í Salnum mánudagskvöldið 21. janúar kl. 20.00. Allir velkomnir Lista- og menningarráð Kópavogs KÓPAVOGSBÆR Bókaveislan heldur áfram, fullt af fínum bókum á 300 kr. stk. Græna hillan söm við sig — 100 kr. stk. 50% afsl. af öðrum bókum. Gvendur dúllari — alltaf góður. Fornbókasala Kolaportinu. UPPBOÐ Dráttarvélar og jeppar á uppboði! Seldar verða á nauðungaruppboði á athafna- svæði Vöku á Eldshöfða 6 í dag, 19. janúar, kl. 13.30 eftirtaldar dráttarvélar: Massey Ferguson 6265 4WD, árgerð 1999, m. Trima 470 ámoksturstækjum, vinnu- stundir 1.962. Steyr 8130A, árgerð 1996, vinnustundir 1.775. Einnig verða seldar bifreiðarnar Toyota Land- cruiser GX 33", árgerð 1997 (04/97), ekin 101.000 km og Toyota Hilux D/C, árgerð 2000 (02/00), breyttur f. 38“, ekin 38.000 km. SMÁAUGLÝSINGAR ÝMISLEGT Sjálfboðaliðar til Danmerkur Vinna og húsnæði í boði í 1-2 ár á heimavistarskólum eða félagsstofnunum fyrir börn og fullorðna. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af íþróttum, akstri, léttu viðhaldi, matreiðslu, úti- vist, ræstingum, tónlist, leik- list, listmálun, tölvum eða kynningarmálum. Vinna, húsnæði og vasapen- ingar í boði. Hafið samband í síma 0045 23 28 02 16, fax 0045 75 - 32 46 45 eða sendið tölvupóst á volunteer@mailme.dk www.volunteer.dk FÉLAGSLÍF Sunnudagur 20. janúar. Stórimeitill — Litlimeitill. Um 4—6 tíma ganga. Fararstjóri Jón- as Haraldsson. Brottför frá BSÍ kl. 11.00 með viðkomu í Mörk- inni 6. Verð kr. 1.500/1.800. Munið Þorrablótsferð FÍ 9. feb. sem er að fyllast. 27. janúar. Kúagerði — Vogar (Strand- ganga nr. tvö af sjö). Brottför kl. 10.30 frá BSÍ. Verð fyrir félaga kr. 1.300, kr. 1.500 fyrir aðra. Fararstjóri: Gunnar Hólm Hjálmarsson. 26.—27. janúar. Þorrablót Jeppadeildar — Hólaskjóli. Brottför er kl. 10.00 frá Vík í Mýrdal. Skráning stendur yfir á skrifstofu. Verð félaga kr. 2.600 á bíl + 1.200 krónur á mann. Verð utanfélaga kr. 3.400 á bíl + 1.300 krónur á mann. Takmarkað pláss. 1.—3. febrúar. Þorrablót Útivistar — Leiru- bakka í Landssveit. Hin árlega þorraferð. Brottför er klukkan 20:00 frá BSÍ. Skráning stendur yfir á skrifstofu. Verð kr. 7.600 fyrir félaga, kr. 8.700 fyrir aðra. Örfá sæti laus. Fararstjóri: Fríða Hjálmarsdóttir. Samkoma kl. 20.00. Laugardaginn 19. janúar í Suð- urhlíðaskóla, Suðurhlíð 36. Teo van der Weele predikar og þjónar til fólks. Mikil lofgjörð. Allir hjartanlega velkomnir. Uppl. í síma 564 4273. Vineyard christian fellowship international. MT-BÍLAR í Ólafsfirði hafa afhent Slökkviliði Akraness nýja slökkvibif- reið af gerðinni MT 3500. Um er að ræða Volvo FM 12 4x4, sem búinn er tönkum fyrir vatn og froðu, öflugum dælubúnaði og öllum besta búnaði til slökkvistarfa. Fullbúin kostaði bif- reiðin rösklega 15 milljónir króna. Bifreiðin verður í þjónustu slökkviliðs sem Akraneskaupstaður rekur í samvinnu við hreppana sunn- an Skarðsheiðar og standa sveitar- félögin öll að kaupum á bifreiðinni. Bifreiðin er fjórhjóladrifin og sjálfskipt. Í tvöföldu áhafnarhúsi er sæti fyrir 6 slökkviliðsmenn og eru stólar í áhafnarhúsinu búnir reyk- köfunarbúnaði. Vatnstankur í bif- reiðinni tekur 3500 lítra og til við- bótar eru tveir 200 lítra tankar fyrir léttvatn og froðu. Yfirbygging er öll úr trefjaplasti og er lögð höfuðáhersla á að nýta vel allt pláss í byggingunni fyrir búnað slökkviliðsins, jafnframt að tryggja auðvelt og gott aðgengi að búnaði. MT-bílar afhentu slökkviliði Grundarfjarðar hliðstæða bifreið síðastliðið sumar og á komandi vori verður Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins afhent slökkvibifreið samkvæmt samningi sem gerður var í kjölfar útboðs á smíði tveggja stórra bifreiða fyrir liðið. Megináhersla í starfsemi MT-bíla er lögð á þróun og smíði slökkvibif- reiða fyrir markað á Íslandi og í Færeyjum. Afhentu Akranesbæ nýja slökkvibifreið Nýja slökkvibifreiðin sem Slökkvilið Akraness hefur keypt. Akranesi. Morgunblaðið. Gengið á Stóra- og Litla-Meitil FERÐAFÉLAG Íslands skipuleggur göngu á Stóra- Meitil og Litla-Meitil við Þrengsli, sunnudaginn 20. jan- úar. Stóri-Meitill er 521 m yfir sjávarmáli, en Litli-Meitill er einungis 54 m lægri. Áætlað er að gangan taki 4–6 klst. en leið- in er 6–8 km löng. Fararstjóri er Jónas Haraldsson. Brottför frá BSÍ kl. 11 með viðkomu í Mörkinni 6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.