Morgunblaðið - 19.01.2002, Side 33

Morgunblaðið - 19.01.2002, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 33 i til ráð- Að sögn nn fjár- frá ríki, eiðnisjóði eyrarbæ, itarfélög uninni. Á síðustu árum hefur sjóðurinn veitt þeim námsmönnum verðlaun sem hafa að mati sérstakrar dómnefndar unnið framúrskarandi starf við úr- lausn verkefnis styrkt af sjóðnum. Að þessu sinni voru fimm verkefni tilnefnd til verðlaunanna en úrslitin verða kynnt á Bessastöðum hinn 22. janúar nk. kl. 16.00 Dómnefndina skipa þau Kristín Einarsdóttir, tilnefnd af Reykjavík- urborg og formaður dómnefndar, Hilmar Bragi Janusson frá Rann- sóknarráði Íslands, Árni Sigfússon frá menntamálaráðuneytinu og Vil- mundur Jósefsson frá Samtökum iðnaðarins. a veitt nk. þriðjudag styrk frá msmanna sjóði ið til- essa- verk- amiklar, afengn- man- um. r hafi sýnt gúst sl. og verið sýningar á menn- úsi. Þurfti segir ið styrkti a til rfendur inguna að ýmissa ákveð- innar konu. Þannig áttu áhorf- endur að geta speglað sig í ólíkustu frásögnum kvennanna, allt frá „undurfögrum minningum þeirra til óhugnanlegra frásagna“. Og að sýningu lokinni áttu áhorfendur að skynja það að það væri ekkert til sem héti „venjuleg kona“ því sög- urnar á bak við andlit kvennanna sem við mættum á götu „væru magnaðar og fullar af óvenjulegum og ótrúlegum uppákomum“. Unnur Ösp setti verkið saman, eins og áður segir, og lék í því en Björn Thors var „alhliða aðstoð- armaður og hönnuður útlits sýn- ingarinnar“. Ábyrgðarmaður verkefnisins var deildarforseti leiklistardeildar Listaháskóla Ís- lands; Ragnheiður Skúladóttir. Morgunblaðið/Kristinn ors og Unnur Ösp Stefánsdóttir. „VIÐ veltum því fyrir okkur, á vor- mánuðum í fyrra, í hvaða horfi þorskeldi væri á Íslandi. Okkur fannst tilvalið að gera smátilraun á því og fórum þess á leit m.a. við út- gerðarfélag Akureyringa að styrkja okkur sem þeir og gerðu,“ segir Björn Gíslason en hann og sam- nemandi hans í sjávarútvegs- fræðum við Háskólann á Akureyri hlutu einnig styrk frá Nýsköp- unarsjóði námsmanna og hefur verkefnið verið tilnefnt til Nýsköp- unarverðlauna eins og hin verk- efnin fjögur sem hér er greint frá. Aðrir aðilar studdu einnig verkefnið á ýmsan máta. Verkefnið fólst m.a. í því að safna upplýsingum um þorskeldi með því að sækja smáan þorsk í sjó og flytja hann lifandi í sjókvíar þar sem hann var alinn fram á haust, annars veg- ar á blautfóðri og hins vegar á ný- þróuðu þurrfóðri. Þá var markmið verkefnisins „að meta kostnað við að sækja fiskinn, finna út fóð- urstuðla, vöxt og gæði hráefnisins og bera það saman við fisk sem veiddur er á hefðbundinn hátt“. Í skýrslu um verkefnið segir: „Ef hægt er að framkvæma áframeldi á hagkvæman hátt getur það marg- faldað afrakstur þorskstofnsins án aukinna veiða, auk þess sem nið- urstöður tilraunarinnar koma til með að nýtast þeim vel sem hyggja á þorskeldi.“ Aðspurður segir Björn að með orðinu áframeldi sé verið að vísa til þess að fiskur sé veiddur í sjó og hann alinn áfram í sjókví. Vildi ekki þurrfóður Verkefnið hófst formlega hinn 14. maí sl. og lauk formlega í desember sl. Í júní hófust veiðar og formlegt eldi fiskanna sem veiddust hófst í júnílok. Var fiskurinn alinn fram undir lok október þegar fyrsta hluta hans var slátrað. Á eldistímanum var fiskurinn fóðraður og mældur en samhliða eldinu voru sýni til hrá- efnisprufu og efnagreininga tekin en með þeim er m.a. rannsakað fitu- magn, rakainnihald og prótein- magn. Björn segir að niðurstöður varð- andi fóðrun hafi fengist mjög fljótt. Þorskurinn vildi ekki éta þurrfóðrið jafnvel þótt hann hefði verið sveltur í allt að fjórar vikur. Það var, að sögn Björns, eitthvað við þurrfóðrið sem þorskurinn vildi ekki. „Því má segja að niðurstöðurnar úr samanburðartilrauninni með fóð- ur hafi verið að ekki er vænlegt að áframala villtan fisk á þurrfóðri þar sem yfirgnæfandi líkur eru á því að hann éti það ekki og stækki þar af leiðand ekkert í eldinu,“ segir í skýrslu þeirra Björns og Bergs. Öðru máli gegndi hins vegar um loðnuna, segja þeir Björn og Berg- ur, en fiskinum þótti hún gómsæt. Aðrar niðurstöður verkefnisins voru m.a. þær að fiskurinn sem færður var í sjókvíarnar þyngdist mikið á þeim tíma sem hann var í eldi. Í upphafi var meðalþyngd fisksins sem settur var í kvíarnar 1.770 gr. „Þegar fiskurinn var veg- inn fjórum mánuðum og fjórum dögum síðar var meðalþyngd 4.310 gr en það er þyngdaraukning sem nemur 2.542 gr og samsvarar 144% vexti sem verður að teljast mjög góð niðurstaða,“ segir í skýrslunni. „Ef litið er á vöxt vöðva í stað vaxt- ar heils fisks var þyngd vöðva hjá meðalfiskinum í byrjun 714 gr en í lok eldistímans var hún orðin 1.700 gr en það er 152% vöxtur,“ segir ennfremur. Í skýrslunni segir ennfremur að þegar litið sé á þorskeldi sé það ekki aðeins vöxturinn sem menn horfi hýru auga til. „Það sem skiptir ekki minna máli er lögun fisksins en þorskur sem vex jafnhratt og raun ber vitni í eldinu er í raun um margt frábrugðinn villtum þorski eins og við þekkjum hann. Eldisfiskurinn er mun þyngri miðað við lengd heldur en villtir félagar hans. Fisk- urinn er mun breiðari og hausminni en það er sökum þess að beinagrind hans nær ekki að fylgja eftir hinum hraða vöðvavexti hans og fyrir vikið verður hann allsérstæður í útliti. Þessar breytingar leiða til þess að vinnslunýting hans er mun betri heldur en nýting villts fisks og eins er flakið af honum þannig í laginu að mun hærra hlutfall þess fer í verðháa flokka heldur en hjá villt- um fiski.“ Björn segir að niðurstöður verk- efnisins gefi mönnum vissulega til- efni til bjartsýni um framtíð þorsk- eldis. Verkefnið hafi farið fram úr þeirra björtustu vonum bæði hvað varðar vaxtarhraða og fóðurnýt- ingu. Þeir Björn og Bergur benda þó á að hér sé aðeins um afmarkaða tilraun að ræða og margt þurfi að kanna, ætli menn sér út í þorskeldi í stórum stíl. Morgunblaðið/Kristján Björn Gíslason og Bergur Guðmundsson. Bergur Guðmundsson og Björn Gíslason Ástæða til bjartsýni um fram- tíð þorskeldis MARKMIÐ verkefnis Gríms Sig- urðssonar laganema á 5. ári var m.a. að lýsa réttarstöðu samlags- hlutafélaga á Íslandi en vinnan við verkefnið fólst aðallega í því að lesa erlendar fræðibækur og safna „því litla sem til er um slík hlutafélög hér á landi,“ segir Grímur. Sam- lagshlutafélög eru félög sem líkjast mjög hlutafélögum og einkahluta- félögum, að sögn Gríms, en meg- ineinkenni þeirra er þó að innan þeirra eru tvær tegundir fé- lagsmanna; annars vegar fé- lagsmenn sem bera fulla ábyrgð á skuldum félagsins með öllum eign- um sínum og hins vegar fé- lagsmenn sem bera einungis tak- markaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins að því marki sem þeir hafa lagt hlutafé til félagsins. Grímur byrjaði á verkefninu í apríl sl. en lauk því í haust með því að skila af sér um níutíu síðna skýrslu um samlagshlutafélög, sögu þeirra hér á landi, samanburð þeirra við önnur félagaform og um helstu kosti þeirra og notk- unarmöguleika, svo fátt eitt sé nefnt. Í formála skýrslunnar segir að lítið hafi verið ritað um samlags- hlutafélög hér á landi og að íslenskt samlagshlutafélag hafi aldrei verið stofnað. „Nýsköpunargildi skýrsl- unnar felst í því að draga upp mynd af kostum félagsformsins og benda á leiðir til að þessir kostir fái notið sín í íslensku viðskiptalífi,“ segir m.a. í formála. Er skýrslan styrkt af Verðbréfaþingi Íslands sem og Nýsköpunarsjóði námsmanna. Litin hýru auga Grímur bendir á að í nokkur ár hafi samlagshlutafélög verið litin hýru auga þar sem talið væri að skattlagning þeirra væri afar hag- stæð í ákveðnum tilfellum en stuttu eftir að hann lauk við gerð skýrsl- unnar var skattalögum breytt hér á landi á þann hátt að þeir kostir fengu ekki notið sín. Segir hann það því borna von að samlagshluta- félög verði stofnuð hér á landi við núverandi skattaumhverfi. Hann telur þrátt fyrir það að samlags- hlutafélög séu fjölbreytt og áhuga- vert félagaform sem geti sameinað það besta úr báðum heimum fé- lagaréttarins, þ.e. frá félögum með takmarkaðri og ótakmarkaðri ábyrgð. Grímur segir að síðustu að þótt skattaumhverfinu hafi verið breytt hér á landi samlagshlutafélögum í óhag standi skýrslan samt sem áð- ur eftir sem fræðilegt framlag til umræðunnar um samlagshluta- félag enda hafi lítið verið um þau ritað hér á landi fram að þessu. Hann segir það jafnframt vera mik- inn kost að fá tækifæri til að fara ofan í mál sem þessi og kveðst mjög ánægður með að verkefnið hafi ver- ið tilnefnt til Nýsköpunarverð- launa. Morgunblaðið/Golli Grímur Sigurðsson Grímur Sigurðsson Samlagshluta- félög áhugavert félagaform VERKEFNI Páls Ísólfs Ólason- ar, nemanda í efnaverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet, DTU, snerist um stjórnun fæðu- inntöku, en að sögn Páls er offita af mörgum talin alvarlegasta heilsufarsvandamál vestrænna þjóða. Offita, segir hann, getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, svo sem hjarta- og æða- sjúkdóma eða sykursýki. Einnig geta átraskanir svo sem lystarstol haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu einstaklinga. „Fjölmargir þættir hafa áhrif á fæðuinntöku og þar með líkams- þyngd. Nýlega hefur verið sýnt fram á að í heila eru mörg taugaboðefni sem koma við sögu í stjórnun á jafnvægi milli fæðuinntöku og bruna orkuefna og þar með stjórn- un líkamsþyngdar.“ Páll Ísólfur segir að á Lífeðl- isfræðistofnun Háskóla Íslands hafi á undanförnum árum verið unnið að rannsóknum á efnum sem ýmist hafa örvandi eða hamlandi áhrif á fæðuinntöku tilraunadýra. „Ég hafði áður unnið sumar- vinnu á Líffeðlisfræðistofnuninni og sótti um að fá að taka þátt í þessu verkefni síðastliðið sumar,“ segir Páll Ísólfur, en verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði. Hann segir að verkefni sitt, sem ber heitið Taugastjórnun á líkams- þyngd og fitubúskap, sé þannig hluti af stærri rannsókn sem unnið er að innan Lífeðlisfræðistofnunar- innar. Efni sem örvar fæðuinntöku leiðir til fitusöfnunar Verkefnið fólst í því, að sögn Páls Ísólfs, að efni voru gefin til- raunadýrum í fjórar vikur og könn- uð áhrif þeirra á fæðuinntöku og fituefnaskipti. „Í ljós kom að þegar gefið var efni sem örvar fæðu- inntöku leiddi það til fitusöfnunar og hárrar blóðfitu. Þegar gefið var efni sem hamlar fæðuinntöku leiddi það til minni fitusöfnunar og blóðfita hélst innan eðlilegra marka.“ Páll Ísólfur segir að fæði dýr- anna hafi verið það sama; um 50% fæðunnar voru meltanleg kolvetni (sykrur) og 3% var fituefnið soja- olía. „Það er því ljóst að kolvetni, sem neytt er umfram orkuþörf, fara í fitumyndun í líkamanum og safnast síðan fyrir í fituvef, sem leiðir til þyngdaraukningar og hárrar blóðfitu,“ segir Páll Ísólfur. Hann segir að víða erlendis sé unnið við rannsóknir með tauga- boðefni og stjórnun þeirra á lík- amsþyngd en ekki sé vitað til þess að aðrir hafi kannað áhrif efnanna á fituefnaskiptin., þ.e. rannsóknin fór fram með því að fylgjast með tilraunadýrunum í fjórar vikur. Leiðbeinandi verkefnisins var Guðrún V. Skúladóttir, vísinda- maður við Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands. Páll Ísólfur bætir því við að síð- ustu að frekari vinna hans að verkefninu sé ekki fyrirhuguð en þó sé ætlunin að birta niðurstöður þess í virtu erlendu vísinda- tímariti. Páll Ísólfur Ólason Páll Ísólfur Ólason Fjölmargir þættir hafa áhrif á fæðuinntöku angurinn anum t að ganga n. Á em kind- gtinni er n. Við mi sem n er rétt t er að ð þessu d kind- g skrá í sem hún gir í g Björns ni gangs- ðntölvu og sem sér sara og í gagna- Basic- enju- og er gja þeir Benedikt og Björn ennfremur. Þá benda þeir á að til að mögulegt sé að framkvæma vigtun með þess- um hætti sé nauðsynlegt að merkja hverja skepnu með rafrænu auð- kenni; annaðhvort í eyrað eða með því að skjóta því undir húð dýrsins. Benedikt og Björn segja mikinn vinnusparnað og hagræðingu felast í notkun búnaðar sem þessa fyrir bændur. Eins og málum sé háttað í dag hjá íslenskum fjárbændum séu kindur vigtaðar með handafli og upplýsingar skráðar í bók. Er það gert um það bil fimm til tíu sinnum yfir veturinn. Það sé gert til þess að fylgjast með þyngdarferli hverrar kindar yfir veturinn og eru þær upp- lýsingar m.a. nýttar til fóðurstýr- ingar, sjúkdómaeftirlits og afurða- mats. „Með notkun vigtunar- gangsins og MeMe-tölvubúnaðarins verður vigtunarferlið og úrvinnsla upplýsinganna mun einfaldari og skilvirkari.“ Morgunblaðið/Þorkell i Tómasson og Björn Brynjúlfsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.