Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 41 var elst barna þeirra hjónanna Sig- ríðar Ólafsdóttur og Sigfúsar Jónas- sonar er um langt skeið bjuggu á hin- um sögufræga stað Forsæludal er tengdur er nafni Þórólfs heljarskinns og í nálægð við slóðir draugsins Gláms og Þórhallastaði, þar nokkuð neðar, vestan Vatnsdalsár. Þar átt- ust við draugurinn og Grettir Ás- mundarson. Það er magnþrungið sögusvið. Sigfús í Forsæludal var mikill sögumaður og þekktur vísnasafnari en Sigríður eiginkona hans bar í blóði sínu skáldaæð frá sjálfum Bólu- Hjálmari. Systkinin í Forsæludal uxu upp frá þessum grunni. Ingi- björg var bráðgjör og tápmikil. Á unglingsárum hennar átti Sveinn frá Elivogum leið um Vatnsdalinn og orti 26 vísur, aðallega um bændurna. Fyrstu þrjár vísurnar í þeim flokki sem hann gerði er lofgerð um dalinn sjálfan en fjórða vísan og fjórar þær næstu eru um Ingibjörgu. Svo mikið fannst honum til um þessa vatns- dælsku ungmeyju. Fyrsta vísan er þannig: Stofni vænum vaxin frá vermda í blænum fjallsins fjólu græna fann ég á fremsta bænum dalsins. Og síðasta vísan er þannig: Glæsimeyjan gáfna fjörg glúpnar ei við þrætur eitthvað segir Ingibjörg áður en beygjast lætur. Sveinn varð nokkuð sannspár. Á grunnskólaárum Ingibjargar gekk hún, ásamt bróður sínum Benedikt, sem var næstur henni að aldri, frá Forsæludal út að Þórormstungu, um eins og hálfs til tveggja klukku- stunda gang og mætt var í skólann á réttum tíma. Þetta „afrek“ þótti sjálfsagt á þessum tíma, en mikill var aðstöðumunurinn borið saman við okkur systkinin í Þórormstungu og krakkana sem voru á bæjunum í næsta nágrenni og þætti ekki koma til mála nú. Þrátt fyrir þessa aðstöðu voru Forsæludalssystkinin í farar- broddi um námsárangur í barnaskól- anum. Á unglingsárum Ingibjargar átti hún ágætan hest sem hún nefndi Glæsi. Á honum var hún mjög virk í störfum heimilisins út á við og gerð- ist það einnig í störfum ungmenna- félagsins í sveitinni, gegndi þar sér- sviði að skrifa í blaðið Ingimund gamla bæði í bundnu máli og óbundnu með glæsibrag, enda rit- stjóri blaðsins meðan til hennar náð- ist. Hlutskipti Ingibjargar varð lengst af hljóðlátt húsmóðurstarf við hlið bónda síns. Hún var náttúruunnandi og naut þess að hugsa um heimili sitt og búpening. Ljóðagerð leitaði jafn- an á huga hennar og mörg vísan og heilu kvæðin urðu til við bústörfin, en allt var dagfar hennar hljóðlátt og óádeilið um annarra hagi. Hún ástundaði einfaldleika um lífshætti og allan aðbúnað en hafði ríkt fegurð- arskyn og naut þess, einkum eftir að búskapurinn var að baki, að ferðast um landið og ekki síst hálendið. Látleysi Ingibjargar kemur vel fram í kvæði hennar „Ég óskaði forð- um“: Ég óskaði forðum að laga mín ljóð í litríkt og hljómfagurt mál. Vildi að mér tækist að gæða þau glóð og gefa þeim einhverja sál. – En þau urðu í reyndinni hismi og hjóm sem helst mætti líkja við skel sem er tóm því skyldu þau borin á bál. – En mér verður hugstæðast lagið þitt ljúft sem lyfti svo hátt mínum brag. Í kveðskapnum aldrei ég kafaði djúpt en kaus mér hið auðvelda lag. – En samvinna okkar að sjálfsögðu er minnst það sýnir að við hefðum eitt sinn kynnst og átt saman indælan dag. Kvæði þetta mun Ingibjörg hafa ort til vinkonu sinnar og svo til jafn- öldru í sveitinni, en þær skiptust á ljóðum á unglingsárum og meðan báðar lifðu. Á kyrrðarárum Ingibjargar á síð- ari hluta ævi hennar minnist hún lið- ins tíma og finnur til saknaðar: Er að baki athöfn forn allur sleginn skárinn enda rekinn út í horn orfið þitt og ljárinn. – Vildi ég geta heilan hitt hlut sem fyrr var notið, en hrífuskaftið hála mitt hérna liggur brotið. Ingibjörg Sigfúsdóttir kvaddi líf sitt jafn hljóðlátt og hún hafði lifað. Hún kvartaði aldrei þótt kraftar hennar þrytu og umfang hennar yrði bundið innan fjögurra veggja. Hún var þó sátt og frá henni stafaði nota- leg útgeislun. Undir lokin var vitund hennar komin heim að Forsæludal. Hún var trygg uppruna sínum og vinum. Ég þakka henni langa sam- fylgd og votta þeim er næst henni stóðu samhug minn. Grímur Gíslason frá Saurbæ. Það var í vikulok, síðla ágúst árið 1975, og liðið að mjöltun, að við Ingi- björg Sigfúsdóttir gengum í flekk úti á túni á Flögu í Vatnsdal til þess að keppa við sólina. Þó var þetta varla flekkur, heldur dreif frá því í gær þegar háin var tekin saman og hlaðið í fúlgu í tóttinni. Nú var sá tími að- liggjandi að sólin lækkaði á lofti og skugginn hlypi niður brekkurnar. Við rökuðum í takti, sæl og brosandi, því bæði höfðum við fengið gleði vinnunnar í vöggugjöf. Heyið rauk í logninu, rauðleitt af hallandi skininu. Við kepptumst við og vorum ávallt í sólinni með skuggann við hæl – og sigruðum. Síðar um kvöldið stóðum við hljóð eins og hugfangið æskufólk á austurtröppunum og horfðum á gullið bráðna í hömrum fjallsins á móti. Þá strengdum við þess heit að skrifast á, yrkja, hittast, vera vinir og minnast hvort annars. Hún var þá 65 ára, ég 37 árum yngri. Fyrsta endurminningin um þessa yndislegu konu er á Refsteinsstöð- um, á bakka Hópsins, er hún faðmar Guðrúnu systur sína að sér, kyssir Ívar mág sinn og börn þeirra og klappar aðkomudreng á vangann. Eftir það verður minningin áþreifan- legri: pönnukökur með sultu og rjóma, bragðmikill reyktur silungur, ilmandi töðulykt, heimalingur á hlaði, örverpi úr hænu, djúpgrænt vatnið, fuglasöngur, og fjöllin séð frá öðru sjónarhorni en áður, úr norðri. Ingibjörg ólst upp í stórum systk- inahópi innst í Vatnsdal, í Forsælu- dal, hjá ástríkum foreldrum á ann- áluðu rausnar- og menningarheimili; Sigríður móðir hennar var hagmælt, komin af Hjálmari í Bólu, en Sigfús faðir hennar elskur að bókum og batt inn prent fyrir menn. Hann reisti síð- ar vindrafstöð ásamt sonum sínum og leiddi rafmagn í bæinn. Börnin voru umvafin hlýju og grósku, allt var fallegt: skrúðgarðurinn, matjurt- irnar og runnarnir, fossarnir í gilinu, túnhallinn niður að ánni, húsdýr og fuglar. Útsýnin yfir til Víðidalsfjalls var ólýsanleg. Ingibjörg var sérstök kona að út- liti og innræti, gáfuð og andrík og orti vísur sem lifa, hún var orðheppin og fundin á efni. Hún var glaðvær og hláturmild – sem er ættarfylgja. Hún hafði milda útgeislun og svo góða nærveru að ókunnugu fólki fannst það hafa þekkt hana alla ævi. Skepn- urnar áttu athvarf hjá henni, einkum kýrnar, og komu til hennar eins og ósjálfrátt, því að þær fundu að hún skildi og umbar og gaf það sem hún átti dýrast: umhyggju, eftirtekt og kærleik. Börnin hlupu í fang henni til að hlusta á ævintýr. Það voru forréttindi að fá að kynn- ast Ingibjörgu Sigfúsdóttur og eiga vináttu hennar. Hún var slík kona, að víðförull maður sem hefur reynt flest, skilur í andblæ af návist henn- ar, að lífsfyllingin fellst í hugarró og stuttum skrefum. Vegferð slíkrar konu er til vitnis um trú og lífmögn ríkrar tilfinningar, hrifnæmi, and- lega fegurð og samlíðan með öllu því sem dregur andann. Þau prýði eru helg og gjöful í hjarta. Nú er farið að birta á ný með hækkandi sól, en þó er enn úrsvalt og ímleitt fram í dal. Blá forsæla umlyk- ur sál sem leitar skjóls, og nóttin fell- ur á með hljóðskraf, laufþyt og skrjáf. Níels Hafstein. ✝ Þorbjörg HelgaMagnúsdóttir frá Sveinsstöðum A- Hún., Hnitbjörgum, Blönduósi, fæddist á Sveinsstöðum 5. jan- úar 1921. Hún lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Blönduósi 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónsína Jónsdóttir, f. 19.2. 1883, d. 7.10. 1976, og Magnús Jónsson, f. 4.12. 1876, d. 9.9. 1943. Systkini henn- ar voru Marsibil Gyða, f. 18.3. 1908, d. 1932, Jón, f. 1.1. 1910, d. 1967, Elísabet, f. 21.8. 1911, Ólaf- ur, f. 22.1. 1915, d. 1991, Baldur, f. 21.11. 1918, d. 1992. Þorbjörg ólst upp á Sveinsstöðum hjá foreldrum sínum og lauk hefðbundnu barnaskólanámi. Hún vann að hefð- bundnum bústörfum á Sveinsstöðum, fyrst hjá foreldrum sínum og síðar hjá Ólafi bróður sínum og konu hans, Hall- beru Eiríksdóttur. 1980 flutti hún í Hnitbjörg á Blöndu- ósi og bjó þar fram til þess að hún fór á Heilbrigðisstofnunina á Blöndu- ósi, þar sem hún lést. Útför Þorbjargar fer fram frá Þingeyrakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku Gugga, en undir því nafni hefur þú alltaf gengið innan fjöl- skyldunnar. Nú hefur þú fengið hvíldina langþráðu. Það vantaði ekki nema einn dag upp á 81 árs afmælið þitt. Líf þitt var ekki dans á rósum. Þú greindist með flogaveiki strax í æsku og fylgdi sá sjúkdómur þér eins og svartur skuggi allt þitt líf. Í upp- hafi voru ekki til nein lyf við þessum sjúkdómi sem verkuðu sem skyldi. Sjúkdómurinn markaði þig allt lífið og dvaldir þú ætíð undir handleiðslu móður þinnar sem verndaði þig á æskuheimilinu á meðan hún lifði. Í barnaskóla naust þú þess að læra bókleg fög og sýnir vitnisburður þinn frá þessum tíma að þú varst góðum gáfum gædd. Þú fékkst lítið að fara út af heimilinu og um aðra skóla- göngu var ekki að ræða vegna sjúk- dómsins, það vissi enginn hvenær næsta flogakast kæmi. Ef þú hefðir átt kost á meiri menntun væri ekki ólíklegt að þú hefðir valið handmennt því þú varst bráðlagin við allar hann- yrðir strax sem barn og varst alltaf með þær uppi við. Þú kenndir okkur krökkunum að reikna, einnig sumum að prjóna, sauma og hekla. Þú raktir upp og lagaðir og hafðir þolinmæði fyrir okkur. Á sunnudögum saumaðir þú eða heklaðir en virka daga voru það prjónarnir. Á seinni árunum var það vinnan þín að prjóna fallega fingravettlinga. Þú fórst alltaf eina ferð á ári til Reykjavíkur til að heim- sækja systkini þín Betu og Jonna og þeirra fjölskyldur. Beta saumaði á þig flotta kjóla og mikið varstu ánægð þegar þú klæddir þig upp á í nýju fötin sem þú hafðir eignast. Þú varst fagurkeri og fannst gaman að glöðum litum og að eiga falleg föt. Garðurinn á Sveinsstöðum var þinn sælustaður, þar áttir þú margar góð- ar stundir með mömmu þinni og svo líka ein en þú þekktir allar plönturn- ar og varst mjög ánægð ef einhver gaukaði að þér fjölærri plöntu sem þú gróðursettir og hlúðir vel að, þetta voru börnin þín. Þú gladdist yfir vor- komunni, að sjá laufin skjóta upp kollinum, hvaða plöntur lifðu vetur- inn af. Þú fluttir frá Sveinsstöðum, bernskuheimilinu þínu, 1980 í Hnit- björg á Blönduósi, orðin fast að sex- tugu. Þá fyrst fékkst þú eigið her- bergi og áttir að fara að sjá um þig sjálf. Þar áttir þú mörg góð ár og undir haga þínum vel með aðstoð góðra nágranna í húsinu. Aldrei kom- um við í heimsókn nema að verða að þiggja veitingar, alltaf varðst þú að eiga með kaffinu ef einhver liti inn. Þú áttir ekki marga vini enda ekki farið langt né víða um dagana. Og ekki gerðir þú kröfur til samfélags- ins. Þú varst sem amma í fjölskyldu okkar. Dætur okkar áttu margar góðar stundir hjá þér við að spila lönguvitleysu, veiðimann, refskák, myllu og að föndra. Þú prjónaðir vettlinga og sokka á þær og passaðir upp á að það vantaði ekki. Þú prjón- aðir líka vettlinga á vinkonur þeirra sem komu iðulega með þeim í heim- sókn og ekki spillti fyrir að alltaf var til nammi upp í litla munna í hænunni hennar Guggu. Við vonum að nú hafir þú fengið friðinn og komist til for- eldra þinna sem þú saknaðir svo mik- ið. Hafðu þökk fyrir allt. Smávinir fagrir folda skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggar nótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgr.) Ásrún og fjölskylda. Hún Gugga er dáin. Hún er hvíld- inni fegin, búin að bíða þess í mörg ár að komast til hans pabba síns. Hann var henni mjög kær, brosmildur og hlýr. Þorbjörg Helga hét hún fullu nafni, en heima var hún aldrei kölluð annað en Gugga. Hún var dóttir afa og ömmu Magnúsar og Jónsínu á Sveinsstöðum. Um þau sagði Ásgeir L. Jónsson í grein sem birtist í Heima er best: „Hinn 14. júní 1907 giftist Magnús Jónsínu Jónsdóttur bónda í Hrísakoti á Vatnsnesi, Jónssonar. Prýðilega gefin kona, eins og ættir stóðu til, og auk þess talin meðal fríð- ustu og álitlegustu kvenna í sýslunni, enda reyndist hún fyrirmyndar hús- móðir. Magnús var gáfaður, annálað- ur gleðimaður og hrókur alls fagn- aðar bæði heima fyrir og annars staðar í kunningjahóp. Ég, sem var hjá þeim hjónum 11 fyrstu búskap- arár þeirra, tel heimili þeirra eitt hið gleðiríkasta, er ég hef kynnst.“ Á þessu heimili foreldra sinna ólst Gugga upp, yngst sex systkina. Hún stundaði nám í Skólahúsinu, en þar var farskóla sveitarinnar. Skólahúsið var byggt af sveitarfé- laginu og tekið í notkun 1916 og mun vera fyrsta hús sem byggt var yfir skóla í sveit á Íslandi. Guggu gekk vel í námi og hlaut mjög góðar einkunnir á fullnaðarprófi frá barnaskóla. Framtíðin blasti við þessari ungu stúlku, sem var sólargeisli foreldra sinna. Skömmu síðar fékk hún floga- veiki, sjúkdóm sem á þeim árum var engin lækning við. Varð hún því að lifa með sjúkdómi, sem hamlaði hennar lífi alla tíð. Amma annaðist dóttur sína og bar mikla umhyggju fyrir henni og studdi meðan henni entist aldur til. Saman bjuggu þær á heimili foreldra minna, eftir að afi dó. Þegar lyf komu fram, sem hjálpað gátu var hún til lækn- ismeðferðar í Reykjavík en sjúkdóm- urinn hafði tekið sinn toll. Eftir að amma andaðist dvaldi Gugga á Reykjalundi um skeið. Það var henni til góðs og hún fékk síðan íbúð í Hnitbjörgum á Blönduósi. Þar tók hún þátt í lífi fólksins og fé- lagsstarfi og mat hún mikils sam- skiptin við íbúana. Síðustu æviárin dvaldi hún á sjúkradeild Heilbrigð- isstofunarinnar á Blönduósi. Gugga sinnti ýmsum störfum á heimili foreldra minna. Hún hafði un- un af því að sinna hvers konar garð- rækt. Löngum stundum undu þær amma í garðinum heima, og þegar þar var búið að gróðursetja hvern blett var hann stækkaður að mun, einkum til þess að auka trjáræktina. Hún hafði einnig gaman af að fylgjast með hve trén í Ólafslundi stækkuðu mikið. Sá lundur var gróðursettur af fé- lagasamtökum í sveitinni til minning- ar um Ólaf á Sveinsstöðum, sem var langafi hennar. Hún tók oft þátt í gróðursetningu í þann lund. Þar er nú vinsæll áningarstaður við þjóð- veginn. Gugga hjálpaði okkur systkinun- um við lærdóminn. Þá var farskóli í sveitinni en aðeins fáa mánuði á ári svo mikið af uppfræðslu barnanna varð að fara fram á heimilunum. Ég minnist þess að Gugga var iðin við að kenna mér að reikna. Hún sagði oft, þú verður að reyna að skilja þetta, en það var miklu auðveldara og fljót- legra að láta hana hjálpa sér við hvert dæmi. Þannig náðust mikil afköst. Loksins tóks henni þó að koma því inn hjá mér að ef skilninginn skorti væri engin kunnátta til staðar. Handavinna var Guggu handleik- in. Hún saumaði út, heklaði og prjón- aði. Einkum var hún iðin við að prjóna vettlinga. Það má segja að það hafi verið hennar aðalstarf eftir að hún kom á Hnitbjörg og voru fallegu út- prjónuðu fingravettlingarnir hennar mjög eftirsóttir og vinsælir. Nú eru dagar hennar taldir. Líf hennar hefði orðið allt annað ef lyf og læknisþekking hefði verið til staðar til að vinna bug á, eða halda í skefjum sjúkdómi hennar strax í upphafi. Sem betur fer eru framfarir lækna- vísindanna miklar. Gugga, sem í æsku var í fremstu röð sinna jafn- aldra, var í lífinu talandi dæmi um hvað mikilvægt er að lyf og þekking sé til staðar til að bregðast við hverj- um sjúkdómi strax í byrjun. Blessuð sé minning hennar. Magnús og Björg, Sveinsstöðum. Kæra Gugga: Nú ert þú farin. Við getum ekki heimsótt þig oftar. Það var gott að koma til þín, þú varst allt- af góð við okkur krakkana. Þegar þú bjóst á Hnitbjörgum opnaðir þú alltaf hænuna þína, þegar við komum í heimsókn. Í henni var alltaf eitthvað gott og þó að við kláruðum allt nammið í einni heimsókninni var hún alltaf full þegar við komum í þá næstu. Þú varst ekki með hænuna þína eftir að þú komst á sjúkrahúsið. Þeg- ar við fórum til þín með innpakkaðan konfektkassa og blóm á Þorláks- messu þá varst þú alltaf svo miður þín að hafa ekkert til þess að gefa okkur. Við sögðum að það væri allt í lagi. Þú hélst nú ekki og opnaðir pakkann, þó að við segðum að þú ætt- ir ekki að opna hann fyrr en á að- fangadag. Þú gast bara ekki hugsað þér að við færum án þess að við fengj- um eitthvað. Nú fékkstu loksins hvíldina, far þú í friði með þökk fyrir sokkana og vettlingana og allt það góða sem þú hefur gert fyrir okkur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elín Ósk, Þorgils, Ólafur og Helga. ÞORBJÖRG HELGA MAGNÚSDÓTTIR ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.