Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 57 „HÆ „Skarp“, hvernig hefurðu það,“ segir hlýleg og svolítið hás rödd hin- um megin línunnar. Það er síðla dags í Reykjavík en árla morguns í Los Angeles og röddin hin hressasta mið- að við það. Og hún er áhugasöm. Blessunarlega. Enda erfitt að gera sér í hugarlund hversu spenntir Hollywood-stórlaxar eru fyrir því að verja hluta af sínum dýrmæta tíma í símtal við blaðamann í fámennu landi sem hefur þegar allt kemur til alls harla lítil áhrif á heildarafkomu stór- mynda. En áhuginn leyndi sér ekki. „Þú býrð í landi sem mig dauðlang- ar til að heimsækja einn góðan veð- urdag. Ég hef séð í kvikmyndum ykk- ar að landslagið er stórbrotið – alveg einstakt. Ég man samt ekki nein nöfn.“ Og svo hélt röddin áfram að lýsa áhuga sínum á landi og þjóð, goshver- ir, eldstöðvar, jöklar – allt þetta sí- gilda. „Svo er Björk frábær. Hún heillaði mig upp úr skónum í Myrkra- dansaranum. Ótrúlegur leiksigur!“ Þessi jákvæði og uppbyggilegi við- mælandi er Harold Becker, einhver kunnasti kvikmyndaleikstjóri í Holly- wood samtímans. Maður sem hóf feril sinn sem ljósmyndari en gerði sína fyrstu kvikmynd The Ragman’s Darlings fyrir þremur áratugum. Liðu síðan sjö ár uns önnur mynd hans birtist en útkoman reyndist hið næsta sígilda glæpadrama The Onion Fields, mynd sem stimplaði Becker rækilega inn í bíóborgina. Næsta af- rek Beckers var að uppgötva tvær af helstu stjörnum samtímans, þá Tom Cruise og Sean Penn, er hann fékk þeim þeirra fyrstu stóru hlutverk í herskóladramanu Taps árið 1981. Næsta markverða mynd hans kom árið 1988 og var hið rómaða en ein- hverra hluta vegna gleymda kókaín- drama The Boost með James Woods og Sean Young. Mætti og segja að þá hafi hann komist á þær skriður sem enn sér ekki fyrir endann á því næsta mynd á eftir er ef til vill hans fræg- asta, sálfræðitryllirinn The Sea of Love, mynd sem segja má að hafi markað endurkomu Al Pacino í sviðs- ljósið eftir þunglyndið sem fylgdi stórskellinum Revolution. Síðan þá má segja að þær hafi komið á færi- bandi dramablendnar spennumyndir Beckers, Malice, Mercury Rising, City Hall, sem hver á sinn hátt gefur vel til kynna handbragð leikstjórans; næmt auga fyrir smáatriðum, um- hyggju með persónum og áhuga á hinu ófyrirséða. Þétt og þrúgandi Tilefni símtalsins til hans er að nú um helgina er frumsýnd hér á landi nýjasta mynd hans Domestic Disturb- ance, spennutryllir með John Travolta og Vince Vaughn í aðalhlutverkum. Mynd sem í stuttu máli fjallar um nýfráskilinn föður (Travolta) sem þarf að horfast í augu við að til skjalanna er kominn hinn fullkomni stjúpfaðir (Vaughn) – heillandi, efnaður og vel metinn – sem vitanlega reynir að vinna augastein föðurins, einkasoninn, á sitt band. Faðirinn kemst þó fljótlega að því í gegnum þann stutta að þar kann að leynast úlfur í sauðargæru en á harla erfitt með að telja öðrum trú um að þar búi annað að baki en beiskja og öfund í garð mannsins sem tekið hefur hans stað. „Mér fannst sagan búa yfir miklum möguleikum. Hún er þétt og þrúg- andi, fáar en sterkar persónur og fléttan áhugaverð,“ segir Becker að- spurður hvað hafi laðað hann að verk- efninu. „Svona þér að segja þá sá ég fyrir mér eina af eftirlætis myndum mín- um, gömlu Hitchcock-klassíkina Shadow of a Doubt, þetta þema um úlfinn í sauðargærunni og reyndar líka drenginn sem hrópaði úlfur, úlf- ur.“ – Flestar mynda þinna hafa á einn eða annan hátt fjallað um glæpi. Er það tilviljun eða hefurðu alltaf verið veikur fyrir krimmum? „Það er alfarið á valdi leikstjórans að gera mynd að trylli eða spennu- mynd – hvort honum tekst að ná áhorfandanum á sitt vald. Takist það þá er fyrst hægt að ráðskast með áhorfandann, misnota tilfinningar hans og raunveruleikaskyn. Þetta er vandasamt nákvæmisverk sem ég kann að meta. Hið óvænta er eitthvað sem ég hef jafnframt hugfast sem ómissandi drifkraft góðrar spennu- myndar. Það vill svo til að glæpir skapa gjarnan þessar óskaaðstæður spennumyndarinnar.“ Becker heldur áfram að tala um eðli spennumynd- arinnar og er greinilega búinn að velta því gaumgæfi- lega fyrir sér. Hann segir valkostina, hvernig byggja eigi upp spennuna, óendanlega fyrir leikstjórann eins og t.a.m. hvort áhorf- andinn eigi að vera á undan eða eftir framvindunni, þekkja glæpamanninn eða ekki. „Það er samt ekki svo að ég kæri mig ekki um að koma nálægt annars konar viðfangsefni,“ áréttar Becker. „Ég er í raun opinn fyrir öllu en þegar maður hefur skapað sér ákveðið orð- spor á einu sviðinu þá rekur sams konar efni greiðlegar á fjörur manns.“ – Þegar þú leitast við að ná áhorf- endum á þitt vald, leitarðu þá til meistara á því sviði, til manna á borð við Hitchcock? „Einhver mikilvægasti þátturinn í þessu sambandi er staðsetning töku- vélarinnar, hvert sjónarhornið er. Hitchcock var snillingur á því sviði og var svo sannarlega með auga fyrir hinu eina „rétta“ sjónarhorni. Því er varla hægt annað en að taka hann sér til fyrirmyndar. En auðvitað eru fyr- irmyndirnar fleiri.“ Smábæjarrökkur – Það er vottur af gamla rökkur- myndastílnum (film noir) í Domestic Disturbance. Ertu unnandi þeirra mynda? „Ég ólst upp við þessar myndir og þær eru mér mjög kærar. Því viður- kenni ég fúslega að ég vonaðist til að myndin innihéldi einhver einkenni rökkurmyndanna.“ – Það er óvenjulegt að sjá þennan samruna fjölskylduharmleiks og rökkurmyndar. „Rökkurmyndirnar lutu sömu lög- málum og Domestic Disturbance að því leytinu til að persónurnar voru ætíð fáar og á einhvern undarlegan hátt alveg einangraðar frá umheim- inum, í gildru vandamála sem snertu enga aðra. Einmitt þetta gerði þær svo áhugaverðar og ólíkar öllum öðr- um myndum. Domestic Disturbance á sér stað í einangruðu umhverfi, ónefndum bæ sem gæti verið klipptur út úr málverki eftir Norman Rock- well. Allt er slétt og fellt en undir niðri leynast skuggahliðar.“ – Domestic Disturbance er önnur myndin sem þú gerir um krakka sem lendir í óskemmtilegum „fullorðins- aðstæðum“. „Jú, það er rétt. En þó algjör til- viljun. Í Mercury Rising var mark- miðið að draga upp sanna mynd af einhverfu barni en í þessari er barnið fórnarlamb hrikalegrar framvindu. Tvennt ólíkt fyrir mér. Það er mikil áskorun að vinna með svo ungum leikurum, alveg óútreiknanlegt. Mað- ur veit nefnilega aldrei hvað kemur út úr tökunum, hvort viðkomandi leikari ráði við það, sem hinn ungi Matt O’Leary (sonurinn) gerði svo sannar- lega.“ – Þrátt fyrir glæpafléttuna í mynd- inni virðist samt kjarni hennar felast fyrst og fremst í sambandi feðganna og því áfalli sem faðirinn verður fyrir er hann hættir að treysta syni sínum. „Vissulega. Það er hjarta myndar- innar. Ég reyndi einnig að draga fram tilfinningastríð föðurins eftir að hann sér að sér og ákveður að leggja allt traust sitt á son sinn, þrátt fyrir allt mótlætið sem það kostar. Ég hafði gaman af því að leika mér með heima- manninn sem allt í einu verður utan- garðs um leið og aðkomumanninum er tekið opnum örmum.“ Travolta er enginn viðvaningur – Um það leyti sem þú komst að verkinu var Travolta þegar kominn um borð. Þekktust þið fyrir? „Það er langt síðan við töluðum fyrst saman um að við þyrftum að gera mynd saman. Hann hafði haft samband við mig nokkrum sinnum eftir það en ekkert varð úr uns hann tilkynnti mér að hann ætlaði að leika aðalhlutverkið í henni þessari. Við féllum báðir fyrir handritinu.“ – Hvernig var svo að vinna með honum? „Ég fann það út að ég hafði eig- inlega aldrei gert mér grein fyrir hversu hæfileikaríkur leikari hann er í raun. Hann hefur leikið svo ótrúlega fjölbreytt hlutverk á ferlinum að það er aðdáunarvert. Við náðum vel sam- an og höfðum báðir það meginmark- mið að leiðarljósi að myndin yrði að vera trúverðug í einu og öllu. Hann lagði sig mjög fram við það – er sann- ur fagmaður – lærði að sigla og smíða til þess að líta ekki út eins og algjör viðvaningur.“ – Og Vince Vaughn. Þú valdir hann. „Já, enda er hann alveg frábær leikari. Það þýddi ekki annað fyrir þetta erfiða hlutverk aðkomumanns sem vinnur traust allra á ótrúlega skömmum tíma og ástir fráskilinnar og viðkvæmrar konu sem trúir hon- um fremur en sínum eigin syni.“ – Hvað er svo framundan? „Ég vildi óska þess að ég vissi hvað ég væri að fara að gera í næstu viku!“ – Þá er bara eftir að þakka fyrir gott spjall? „Þakka þér. Vertu svo í sambandi þegar þú kemur næst til L.A. Þá get- um við spjallað í betra tómi.“ Úlfur, úlfur – í sauðargæru Maðurinn á bak við nýjustu mynd John Travolta, spennutryllinn Domestic Disturbance, er Harold Becker. Skarphéðinn Guðmundsson sló á þráðinn til þessa reynsluríka og vinarlega kvikmyndaleikstjóra sem á að baki myndir á borð við The Sea of Love, Malice og Mercury Rising. Reuters Hjarta myndarinnar er sambandið milli föður og sonar. Sýningar eru hafnar á bandarísku spennumyndinni Domestic Disturbance Það fór vel á með Becker og Travolta á tökustaðnum. skarpi@mbl.is Ný dönsk í kvöld Vesturgötu 2, sími 551 8900 HARMONIKUBALL Gömlu- og nýju dansarnir - Dansleikur fyrir alla „..........Kátir dagar koma og fara.....“ Dansleikur í kvöld frá kl. 22.00 í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Söngkona Ragnheiður Hauksdóttir. Munið gömlu dansana í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, í kvöld kl. 21.30 Félag harmonikuunnenda Hljómsveit Þorsteins Þorsteinssonar með Villa Guðmunds og Vindbelgirnir leika fyrir dansi. Mætum öll — tökum með okkur gesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.