Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að viðbrögð Evrópu- sambandsins við óskum EFTA- ríkjanna um breytingar á samningn- um um Evrópskt efnahagssvæði hafi verið neikvæðari en fram komu í við- ræðum við Louis Michel, utanríkis- ráðherra Belgíu, sl. sumar, en Belgar fóru þá með formennsku í ESB. Hann segist ekki gera sér miklar vonir um að það verði hægt að ná fram öllum þeim breytingum sem gera þyrfti á EES-samningnum. Að undanförnu hafa EFTA-löndin þrjú, Noregur, Ísland og Liechten- stein, verið að samræma sjónarmið vegna komandi viðræðna við Evr- ópusambandið um endurskoðun EES-samningsins. Í frétt í norska blaðinu Bergens Tidende segir að Ís- lendingar hafi fallist á að í viðræðun- um verði einungis gerð krafa, af hálfu EFTA-landanna, um upp- færslu samningsins en ekki um að samingurinn verði endurskoðaður eins og Ísland hafi upphaflega óskað eftir. Norðmenn hafi ekki viljað ganga svo langt í viðræðunum. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að hvorki Ísland né Noreg- ur hefði sett fram afdráttarlaus sjón- armið í þessu máli. Löndin væru búin að leggja mikla vinnu í að undirbúa viðræður við ESB. „Það sem við gerðum var að fara yfir þau málefni sem hefðu breyst frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var gerður. Það höf- um við gert og við höfum flokkað þau. Í fyrsta flokki er það sem við köll- um uppfærslu á samningnum til sam- ræmis við þær breytingar sem hafa orðið í Evrópusambandinu. Þá eru menn með það í huga hvernig hann hefði litið út ef þessar staðreyndir hefðu verið komnar fram á þeim tíma. Þetta hafa menn farið yfir á EFTA-skrifstofunni og það eru allir sammála um það að taka þetta upp við Evrópusambandið. Í öðru lagi varðar þetta aðgang að þeim nefndum sem við höfum ekki aðgang að í dag vegna þess að það var ekki gert ráð fyrir ýmsu á þeim tíma. Ég á von á því að við tökum það upp við ESB. Þar fyrir utan eru ýmis önnur atriði sem eru flóknari eins og sú staðreynd að vald ráðherraráðsins og Evrópuþingsins hefur stóraukist varðandi ákvarðanir og við höfum ekki aðgang þar að. Hvort og hvernig verður hægt að breyta því er óljóst en viðbrögð Evrópusambandsins, að því er varðar slíkar breytingar, hafa verið mjög neikvæð. Þar af leiðandi erum við ekki bjartsýnir á því sviði. Í síðasta lagi eru atriði sem varða bókun 9 og tollamál gagnvart Evr- ópusambandinu sem er allflókið mál. Það varðar ekki beint samninginn sjálfan heldur útfærslu á bókun 9 sem er hluti af samningnum. Hvort við förum í það mál sameiginlega eða hver í sínu lagi er ekki ljóst. Ég held að það megi vera öllum ljóst að það er mikið hagsmunamál okkar Íslend- inga að halda aðgangi að mörkuðum í Evrópu og það á ekki síst við um af- drif samninga við Mið- og Austur- Evrópuríkin þegar þau ganga inn í ESB, en þá mun bókun 9 gilda um viðskipti með sjávarafurðir við þessi ríki en ekki fríverslunarsamningarn- ir milli þeirra og EFTA-landanna. Það sem við erum að gera núna er að þreifa á Evrópusambandinu og tala um málið okkar í milli. Ég mun síðan fara til Madrid og ræða við for- mennskuríkið og í framhaldi af því mun ég eiga fundi með fram- kvæmdastjórninni í Brussel. Það er kannski fyrst eftir þá fundi sem þessi mynd verður orðin skýrari,“ sagði Halldór. Ekki ágreiningur við Noreg Halldór og Jan Petersen, utanrík- isráðherra Noregs, ræddu þessi mál í Stokkhólmi í síðustu viku og þeir ræddust aftur við í síma í gær. Hall- dór sagði að enginn ágreiningur væri milli landanna. Menn væru að skoða hvað væri heppilegt að gera sameig- inlega og hvað væri heppilegt að gera hver í sínu lagi. „Ég neita því ekki að þau viðbrögð sem ég hef fengið frá Evrópusam- bandinu upp á síðkastið eru neikvæð- ari en þau pólitísku skilaboð sem ég fékk frá formennskuríkinu þegar Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu, var hér á landi.“ Halldór sagði ekki ákveðið hvenær formlegar viðræður hæfust við Evr- ópusambandið. „Það er mikilvægt að þessi mynd fari að skýrast því að hún þarf að liggja fyrir þegar málin verða tekin fyrir af Evrópusambandsríkj- unum og af ríkjunum sem sótt hafa um inngöngu í sambandið því að um- sóknarríkin verða jafnframt aðilar að EES,“ sagði Halldór. Í Bergens Tidende kemur fram að viðbrögð Evrópusambandsins við málaleitan EFTA-ríkjanna hafi verið neikvæð. Haft er eftir Erik Arhus, sem starfar við norska sendiráðið í Bruss- el, að það verði meira að segja erfitt að fá Evrópusambandið til að sam- þykkja þær lagatæknilegu breyting- ar sem gera þurfi á EES-samningn- um. Utanríkisráðherra er ekki bjartsýnn á árangur viðræðna við ESB um endurskoðun EES-samningsins Höfum fengið neikvæð viðbrögð frá ESB MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í Valhöll í gær breytingar á prófkjörsreglum flokksins þannig að leiðtogaprófkjör geti farið fram fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í Reykjavík í vor. Fyrir fundinum lá tillaga þessa efnis frá stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík. Í breyttum reglum felst m.a. skilyrði um að full- trúaráðið samþykki leiðtogaprófkjör, en það hefur boðað til fundar 26. jan- úar nk. Þá samþykkti miðstjórnin breytingu á prófkjörsreglum fyrir al- þingiskosningarnar vegna skiptingar Reykjavíkur í tvö kjördæmi. Heim- ilaði miðstjórnin eitt prófkjör fyrir bæði kjördæmin. Þannig verði efstu tveir frambjóðendurnir í prófkjörinu í fyrsta sæti í hvoru kjördæmi fyrir sig og þannig koll af kolli. Margeir Pétursson, formaður stjórnar Varðar, segir samþykkt miðstjórnarinnar algjörlega vera í takt við það sem fulltrúaráðið hafi lagt upp með. Nú sé ekkert því til fyr- irstöðu að fulltrúaráðið komi saman á kjördæmisþingi laugardaginn 26. janúar nk. og ákveði endanlega til- högun prófkjörsins. Margeir segir enn ekkert liggja fyrir um framboðs- frest fyrir væntanlegt leiðtogapróf- kjör. Ekki náðist í Davíð Oddsson, for- sætisráðherra og formann Sjálfstæð- isflokksins, en hann sagði í fréttum RÚV í gærkvöldi að Björn Bjarnason menntamálaráðherra þyrfti að fara að gera upp hug sinn varðandi þátt- töku í prófkjöri í borginni eða ekki. Hann kæmist ekki hjá því að taka ákvörðun einhvern næstu daga. Björn og Júlíus segjast ætla að ákveða sig á næstunni Björn sagði í samtali við Morgun- blaðið að samþykkt miðstjórnar í gær breytti í raun litlu fyrir sig. Hann hefði ekki enn gert upp við sig hvort hann gæfi kost á sér eða ekki, en það styttist óðum í þá ákvörðun. Um um- mæli Davíðs sagðist Björn ekki geta verið meira sammála formanni flokksins. „Ég þarf að taka af skarið á næstu dögum,“ sagði Björn. Eyþór Arnalds, sem hefur gefið kost á sér í leiðtogaprófkjör, sagði niðurstöðu miðstjórnarinnar ekki hafa komið sér á óvart, hún hefði nokkurn veginn verið í anda þess sem fulltrúaráðið hefði lagt fyrir. Strax hefði legið fyrir að þessi hugmynd ætti góðan hljómgrunn, og þá hefði hann ákveðið að láta slag standa. „Ég hef hvergi hvikað frá mínum áformum, enda engin ástæða til. Ég átti von á því að fleiri gæfu kost á sér í byrjun en menn hafa viljað hugsa sitt ráð,“ sagði Eyþór. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sem líkt og Eyþór hefur gefið kost á sér í leiðtogaprófkjör, sagðist geta tekið undir með formanni Sjálfstæðis- flokksins um að tímabært væri fyrir Björn Bjarnason að taka af skarið, ekki síst miðað við umfjöllun að hans hálfu að undanförnu. „Hann hlýtur að vera búinn að fá nægar vísbend- ingar um hljómgrunn fyrir hans framboði til að geta tekið ákvörðun,“ sagði Inga Jóna. Nauðsynlegur valkostur Um niðurstöðu miðstjórnarinnar sagði Inga Jóna það gott að hafa þennan möguleika um leiðtogapróf- kjör til staðar í reglum flokksins. Það væri síðan fulltrúaráða í hverju sveit- arfélagi að meta hvað ætti við hverju sinni. Nauðsynlegt væri að bjóða þennan valkost þegar hljómgrunnur fyrir almennum prófkjörum væri að breytast. Júlíus Vífill Ingvarsson borgar- fulltrúi sagði að sér litist mjög vel á þá leið sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði valið til að velja leiðtoga á lista flokksins í Reykjavík. Hann sagði að innan tíðar myndi hann upplýsa hvort hann gæfi kost á sér í leiðtoga- prófkjörið. „Staða flokksins meðal borgarbúa er mjög sterk sem stendur. Skoðana- kannanir gefa ótvírætt til kynna að sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn er gott í borginni. Ég tel, og vona, að leiðtogaprófkjör og uppstilling í framhaldi af því muni gefa okkur öfl- ugan lista sem tryggi sigur sjálfstæð- ismanna í vor,“ sagði Júlíus Vífill. Morgunblaðið/Kristinn Davíð Oddsson og Geir H. Haarde ræða saman við upphaf fundar miðstjórnarinnar í Valhöll í gær. Miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins samþykkir leiðtogaprófkjör ÞAÐ VORU ekki aðeins ljúfir tónar sem flugu um sali Háskólabíós á fimmtudagskvöldið á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, því Alex- ander Anissimov stjórnandi missti tónsprotann úr hendi sér svo hann þeyttist í átt að hljóðfæraleik- urunum. Enginn slasaðist þó né sló feilnótu og í gagnrýni Morgunblaðs- ins segir að tónleikarnir í heild hafi verið mjög vel heppnaðir. Atvikið átti sér stað þegar aðeins nokkrar mínútur voru eftir af flutningi verks eftir tónskáldið Smetana. „Ég missti reyndar af þessu atviki, hann fór svo vel með þetta,“ sagði Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari og kons- ertstjórnandi. „Hann er með svo fal- legar hreyfingar. Sprotinn flaug, en hann brosti bara voða sætt og hélt sínu striki. Þannig að hann lét ekki á neinu bera.“ Vel er hægt að ímynda sér að fljúgandi tónsproti fipi tónlist- arfólkið, en svo virtist ekki vera á tónleikunum í Háskólabíói. „Þetta hafði engin áhrif á tónleikana, þarna er auðvitað þaulreynt fólk á ferð,“ sagði Sigrún. „Eina hættan er að við gætum fengið hláturskast þegar svona gerist!“ Tónsprotar í álögum? Sigrún telur að atvik sem þessi komi oft fyrir enda handahreyfingar stjórnenda á þá lund. „Þetta gerist örugglega mjög oft. Einn stjórnandi bað mig alltaf að hafa aukasprota til taks. Þetta var reyndar Rico Saccani blessaður,“ rifjar Sigrún upp. „Hann var alltaf með rosalegar handa- sveiflur og þótti öruggara að hafa aukasprota hjá okkur ef hinn skyldi hendast eitthvað út í sal.“ Á tónleikunum í fyrradag urðu engin slys á fólki þó að sprotinn hafi þotið með töluverðum krafti, þegar áhrifaríkir lokatónar verksins náðu hámarki. Sigrún segist ekki vita hvort hljóðfæraleikararnir séu tryggðir fyrir óhöppum sem þess- um. „Ég hef reyndar aldrei hugsað út í það. Það ætti kannski að vera einhver trygging fyrir þessu þar sem þetta er ákveðin slysahætta á vinnustað,“ segir hún hlæjandi. „Hins vegar gerðist það í morgun að Bernharður Wilkinson flautuleikari, sem er aðstoðarstjórnandinn, stakk sig í lófann á sprotanum á skóla- tónleikum. Svo það getur ýmislegt gerst með þessa blessuðu sprota.“ Sigrún segir að vissulega komi annað slagið upp óhöpp á tónleikum, strengir slitni og annað í þeim dúr. „En fólk bara tekur því og skiptir um streng svo lítið beri á. Þetta fylgir allt saman því að leika og hlusta á lifandi tónlist.“ Stjórnandi Sinfóníunnar missti tónsprotann í miðjum klíðum Enginn slasaðist né sló feilnótu Morgunblaðið/Þorkell Alexander Anissimov NOKKRAR tafir urðu á flugi til Keflavíkur og Reykjavíkur í gær- kvöldi vegna yfirvinnubanns flugum- ferðarstjóra. Tveir flugumferðar- stjórar, sem áttu að mæta á kvöld- vaktina í Keflavík, voru veikir og því voru aðeins tveir flugumferðarstjór- ar þar á vakt í nótt. Að sögn Guðmundar Haraldsson- ar, vaktstjóra í Flugstjórnarmið- stöðinni í Reykjavík, var smá seink- un á nokkrum vélum til Keflavíkur og hálftíma seinkun var á flugi Ís- landsflugs til Sauðárkróks. Reiknað var með einhverjum töf- um á vélum Flugleiða frá Bandaríkj- unum í morgun vegna yfirvinnu- bannsins og áðurnefndra veikinda. Tafir á flugi vegna yfirvinnubanns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.