Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Guðlaugur Þór sagði álit sam- keppnisráðs vera áfellisdóm um tónlistarskóla í borginni. Þar kæmi fram að borgin hefði ekki sett fram formlegar reglur um úthlutun styrkja, reglur sem stuðst væri við væru ógagnsæjar og byðu heim hættu á mismunun. Sagði hann það ótrúlega framkomu af hálfu borg- arinnar að neita afgreiðslu máls meðan aðili þess hefði leitað réttar síns. Guðlaugur Þór sagði meiri- hlutann hafa lofað tveggja milljóna króna styrk en þar sem hann hefði ákveðið að leita réttar síns hefði meirihlutinn ákveðið að lækka styrkinn um eina milljón króna. Sigrún Magnúsdóttir, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans, sagði Tónskóla Hörpunnar hafa tekið til starfa fyrir rúmum tveimur árum án þess að afla sér leyfa. Sveit- arfélög hefðu ákvörðunarvald um hvort tónlistarskólar séu styrktir og þar sem stofnun Hörpunnar hefði ekki verið með samþykki borgarinnar hefði ekki verið lofað styrk. Boðinn styrkur til tilraunastarfs Guðlaugur Þór sagði aðalatriði málsins og gagnrýnivert að draga styrkloforð til baka vegna þess að umsækjandi hefði leitað réttar síns. Hrannar Björn sagði það með öllu óeðlilegt að veita styrk meðan mál Hörpunnar hefði verið hjá Samkeppnisstofnun. Sagði hann Guðlaug Þór einungis vera að reyna að gera málið tortryggilegt og þyrla upp moldviðri. Minnti hann á að lagt hefði verið til á fundi fræðsluráðs 14. janúar að veita Tónskóla Hörpunnar einnar milljónar króna styrk til að gera tilraun með breytta kennsluhætti fyrir börn á fyrsta og öðru ári í hljóðfæraleik. Sagði hann af- greiðslu hafa verið frestað m.a. vegna málflutnings sjálfstæðis- manna. Styrkúthlutun til tón- listarskóla gagnrýnd MÁLEFNI Tónskóla Hörpunnar komu til umræðu á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi það sem hann nefndi ótrúlega framkomu af hálfu borgarinnar að úthluta ekki styrk til skólans þar sem skólastjórinn hefði kvartað til Sam- keppnisstofnunar um meinta mismunun við úthlutun styrkja borgarinnar til tónlistarskóla. Hrannar Björn Arnarsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, sagði það hafa verið með öllu eðlilegt að bíða með að úthluta styrk meðan mál- ið hefði verið til skoðunar hjá samkeppnisráði. VÍSAÐ var frá í borgarstjórn Reykjavíkur í fyrradag tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, um að endurskoða strax göngustígaframkvæmdir við hest- húsabyggðina í Víðidal. Hrannar Björn Arnarsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, bar fram frá- vísunartillögu og var hún sam- þykkt. Guðlaugur Þór gerði málið að umtalsefni þar sem hann taldi nauðsynlegt að aðskilja umferð gangandi og hjólandi frá umferð hrossa. Tillaga sjálfstæðismanna hafði verið lögð fram í umhverf- is- og heilbrigðisnefnd í síðustu viku og var henni einnig vísað frá þar. Framkvæmdir langt komnar Guðlaugur Þór kvaðst vilja gera aðra tilraun með að fá sam- þykki fyrir því að endurskoða framkvæmdirnar enda væri slysa- hætta því samfara að leyfa um- ferð hestamanna á sömu göngu- og reiðhjólastígum. Gerir tillaga sjálfstæðismanna ráð fyrir að um- ferð þessara hópa yrði aðskilin eins og kostur er og að samráð yrði haft við Íslenska fjallahjóla- klúbbinn og Hestamannafélagið Fák við endurskoðunina. Hrannar Björn sagði tillögu sjálfstæðismanna hafa komið fram heldur seint, eða þegar framkvæmdir við stígana hafi verið langt komnar. Af þeim sök- um hefði henni verið vísað frá í umhverfis- og heilbrigðisnefnd og því beint til gatnamálastjóra að öllum öryggisráðstöfunum sem fram koma í greinargerð hans um málið yrði fylgt fast eftir. Einnig að samráð yrði haft við hagsmunaaðila. Flutti Hrannar Björn sömu frávísunartillögu á borgarstjórnarfundinum. Guðlaugur Þór ítrekaði að hann vildi gefa meirihlutanum tækifæri til að gera það eina rétta í málinu, að endurskoða framkvæmdirnar í því skyni að draga úr slysahættu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Óskar Bergsson blönduðu sér líka í umræðuna af hálfu Reykjavík- urlistans og sögðu nauðsynlegt að laga þessi mál og að það yrði gert. Frávísunartillaga meirihlutans var síðan borin upp og hún sam- þykkt. Vilja endurskoða göngustíga við Víðidal Í UPPHAFI fundar borgar- stjórnar Reykjavíkur á fimmtu- dag minntist Helgi Hjörvar, for- seti borgarstjórnar, Sigurjóns Péturssonar, fyrrverandi borgar- fulltrúa, sem lést af slysförum 10. janúar. Fór hann nokkrum orðum um feril Sigurjóns. Sigurjón starfaði lengi í borg- arstjórn Reykjavíkur og var borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins árin 1970 til 1994. Árin 1970 til 1990 sat hann í borgarráði, hann átti sæti í útgerðarráði, stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkur og stjórn Veitu- stofnana. Þá greindi Helgi frá því að Sigurjón hefði í áratug setið í stjórn Trésmiðafélags Reykjavíkur og að honum hefðu verið falin fjölmörg trúnaðar- störf á vegum félagsins og borg- arinnar. Sigurjón starfaði frá árinu 1996 sem deildarstjóri grunn- skóladeildar Sambands ísl. sveitarfélaga. Sagði Helgi hann m.a. hafa haft kjarasamn- ingamál á sinni könnu og hefði einmitt verið á heimleið frá kynningarfundi um samn- ingamálefni þegar hann beið bana í umferðarslysi. Vottuðu borgarfullrúar hinum látna virð- ingu sína með því að rísa úr sætum. Sigurjóns Péturssonar minnst í borgarstjórn VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ræddi skipulag Norðlingaholts, sem er austan Seláshverfis, á fundi borg- arstjórnar í fyrradag. Kvaðst hann gagnrýna drög að samningi milli borgarinnar og Rauðhóls ehf. vegna framkvæmda í Norðlingaholti. Hann sagði landið vera í eigu margra aðila, eða nærri 50 ha., en að 28,9 ha. væru í eigu borgarinnar. Vilhjálmur sagði sjálfstæðismenn gagnrýna það sem hann nefndi fjár- hagslegt samkrull borgarinnar með tveimur fyrirtækjum varðandi skipu- lag og framkvæmdir á þessu svæði. Hann sagði að ætlunin væri að verk- efnið yrði fjárhagslega sjálfstætt en þó væri gert ráð fyrir að borgin ann- aðist reikningshald þess. Taldi hann það fyrirkomulag óheppilegt og að fara ætti heldur þá leið sem sjálfstæð- ismenn hefðu bent á að borgin seldi hlut sinn á svæðinu. Mætti hugsa sér að Rauðhóll ehf. keypti land borgar- innar eða annar aðili sem áhuga hefur á að koma þar við sögu. Borgarfulltrúinn sagði Reykja- víkurlistann ætla með þessu að halda áfram þeirri stefnu að bjóða upp lóðir eins og gert hefur verið í Grafarholti og halda þar með áfram uppboðs- stefnu sem leiðir til þess að lóðaverð hækkar áfram. Sagði hann sjálfstæð- ismenn vilja innheimta sanngjarnt gatnagerðargjald í Norðlingaholti. Þá gagnrýndi Vilhjálmur að samráð við aðra lóðahafa á svæðinu um skipu- lagsvinnu hefði verið í algjöru lág- marki. Borgarstjóri vísaði þessari gagn- rýni á bug og sagði borgina vinna á svipaðan hátt og áður. Hún undir- byggi byggingarland og skipulag og semdi síðan við ýmsa aðila um bygg- ingarframkvæmdir. Hér væri um það að ræða að semja við tvo stóra land- eigendur um málið en ekki væri hug- myndin að stofna nýtt fyrirtæki né heldur væri ætlun borgarinnar að ráðast sjálf í framkvæmdir. Samningsdrög vegna Norðlingaholts gagnrýnd UM þessar mundir eru starfsmenn fyrirtækisins Húsavík – harðviður hf. að vinna við sögun á íslensku lerki. Lerkið kemur úr Guttorms- lundi í Hallormsstaðarskógi. Nota á það sem gólfefni í Sesseljuhús, vistmenningarstöð sem er í bygg- ingu á Sólheimum í Grímsnesi. Eftir að búið er að saga trjábol- ina niður í gólfborð verða þau sett í þurrkklefa í nokkrar vikur og að því loknu fullunnin sem gólfefni. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem harðviðarfyrirtækin sem starfrækt hafa verið á Húsavík vinna gólfefni úr íslensku hráefni utan þess að unnið hefur verið úr trjábolum sem rekið hefur á fjörur hér við land. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Vilberg Jóhannesson meðhöndlar íslenskt lerki sem síðar verður notað sem gólfefni í Sesseljuhúsi á Sólheimum. Vinnur gólfefni úr íslensku lerki Húsavík. Morgunblaðið. HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur vísað frá dómi ákæru sýslu- mannsins á Hvolsvelli gegn bónda í Rangárvallasýslu sem ákærður var fyrir illa meðferð á dýrum. Ákæran var í sex liðum. Var maðurinn m.a. sakaður um að hafa riðið í hrossarekstri „brúnum hesti, horuðum vegna vanfóðrunar og ójárnað, skilið hann eftir sveitt- an og umhirðulausan í vegkanti.“ Þá hafi hann ekki hirt og fóðrað nægilega vel hrossastóð sem hann hafi seinna rekið um 40 km leið með þeim afleiðingum að mörg voru að því komin að drepast. Stóðið sem hafi talið um 150–200 hafi hann síðan hýst í óviðunandi húsnæði og m.a. ekki hleypt hross- unum út til viðrunar. Honum var ennfremur gefið að sök að hafa sleppt 30–40 stóðhestum í haga, án þess að um örugga vörslu væri að ræða. Þá hafi hann haldið hunda án viðunandi umönnunar. Hund- arnir hafi verið geymdir í viðbygg- ingu, milligangi og bílskúr án þess að hreinsað væri undan þeim og þeim ekki tryggt eðlilegt frelsi til hreyfingar. Þorgerður Erlendsdóttir héraðs- dómari gerði ýmsar athugasemdir við alla liði ákærunnar og sagði hana í heild sinni ónákvæma og óskýra. Ekki væri ætíð ljóst fyrir hvað væri ákært, lýsing á atburð- um væri gjarnan ónákvæm og eig- endur eða umráðamenn hrossanna ekki tilgreindir. Því væri ekki ann- að hægt en að vísa málinu í heild sinni frá dómi. Allur sakarkostnaður féll á rík- issjóð, þ.m.t. málsvarnarlaun skip- aðs verjanda mannsins, Guðmund- ar Óla Björgvinssonar hdl. Bóndi ákærður fyrir illa meðferð á dýrum Vísað frá vegna galla í ákæru FÉLAGSMÁLARÁÐ fjallaði um biðlista á öldrunarstofnunum Ak- ureyrarbæjar á síðasta fundi sín- um. Í yfirliti um biðlista frá ára- mótum kemur fram að 34 einstaklingar bíða eftir hjúkrun- arrými og þar af eru 24 í mjög brýnni þörf. Er þetta fjölgun um 13 frá því í janúar á síðasta ári. Eftir dvalarrými bíða 66 ein- staklingar, eða 14 fleiri en í janúar í fyrra. Félagsmálaráð telur þess- ar tölur sýna að fá þurfi sem fyrst afstöðu heilbrigðisráðuneytisins til úttektar á hjúkrunarrýmaþörf sem ráðuneytinu var kynnt sl. vor. Jafnframt verði í væntanlegum viðræðum um þjónustusamning í málefnum aldraðra lögð áhersla á að finna leið til að auka heima- þjónustu við þá einstaklinga sem eru í brýnni þörf. Biðlisti eftir rýmum lengist Öldrunarstofnanir Akureyrarbæjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.