Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á þessu námskeiði er lögð áhersla á ítarlega kynningu á XML fyrir forritara og tæknilega ráðgjafa. Farið er í grunnþætti XML og tengda tækni og leitast er við að tengja tæknina við viðskiptasjónarmið og hagkvæmni við notkun. Leiðbeinendur eru Örn Arnar Jónsson tölvunarfræðingur og Sólmundur Jónsson ráðgjafi og starfa þeir báðir hjá TÍR ÞEKKING OG LAUSNIR en fyrirtækið sérhæfir sig í þjónustu og vörum á sviði XML. Dagsetning og tími: 22., 23. og 24. janúar n.k. kl. 13 - 17. Verð: 35.000 kr. Allar nánari upplýsingar og skráning á www.ru.is eða í síma 510 6200 www.ru.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 1 65 25 0 1/ 20 02 XML námskeið fyrir þróunaraðila EFTIRLITSNEFND með fjármál- um sveitarfélaga segir ljóst að fjár- hagsstaða sveitarsjóðs Reykjanes- bæjar sé fremur alvarleg. Umræða var um málið á fundi bæjarráðs í vik- unni og var bæjarstjóra falið að svara bréfi nefndarinnar. Í bréfi nefndarinnar til bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar er vakin sérstök athygli á miklum skuldum bæjarsjóðs sem í árslok námu liðlega 366 þúsund krónum á hvern íbúa. Þá var peningaleg staða neikvæð um tæplega 288 þúsund á íbúa. Loks er bent á að fjárfestingarútgjöld á því ári námu nær þrefaldri framlegð ársins. Óskar nefndin eftir því að henni verði gerð grein fyrir því innan þriggja mánaða hvernig þróunin hafi orðið í fjármálum sveitarfélagsins á árinu 2001 og hvernig bæjarstjórnin hyggist bregðast við fjárhagsvand- anum. Fulltrúar Samfylkingarinnar létu bóka í bæjarráði, þegar bréfið var lagt fram, að niðurstaða nefndarinn- ar sé í samræmi við þær athuga- semdir sem þeir hafi sett fram við af- greiðslu reikninga og fjárhags- áætlana að undanförnu. „Við teljum því mikilvægt að nefndinni verði svarað og af gefnu tilefni leggjum við áherslu á að nefndinni verði send rétt svör.“ Í samræmi við áætlanir Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks létu það koma fram í bókun að fjárhagsstaða Reykjanesbæjar væri í samræmi við áætlanir og upplýsingar sem eftir- litsnefndinni voru veittar á síðasta ári. „Það er ljóst að Reykjanesbær mun fá slíkar fyrirspurnir næstu 2–3 árin, á meðan verið er að ná jafnvægi í skuldastöðunni. Niðurgreiðslur skulda hófust á árinu 2001 og eins og fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir munu skuldir Reykjanesbæjar verða greiddar niður um 585 milljónir á árinu 2002,“ segir meirihlutinn. Hann vísar jafnframt til föðurhús- anna öllum dylgjum um að upplýs- ingagjöf til eftirlitsnefndarinnar sé ekki rétt. Ellert Eiríksson bæjarstjóri segir að fjárhagsstaðan sé eins og gert var ráð fyrir þegar eftirlitsnefndinni var svarað fyrir ári og raunar heldur betri því útlit sé fyrir að skuldir verði greiddar meira niður en þá hafi verið miðað við. Menn ætli sér að standa við það sem þeir hafi gefið út og muni það koma fram í svari Reykjanes- bæjar til nefndarinnar. Eftirlitsnefndin aðvaraði að þessu sinni 31 sveitarfélag, um tíu fleiri en á síðasta ári. Eftirlitsnefnd aðvarar bæjarstjórn Fjárhagsstaða bæjarsjóðs fremur alvarleg Reykjanesbær JARÐLIND ehf. hefur keypt Hita- veitu Krýsuvíkur. Aðaleign félagsins er borhola sem Krýsuvíkursamtökin létu bora og jarðhitaréttindi henni tengd. Jarðlind er í meirihlutaeigu Hita- veitu Suðurnesja hf. en Hafnarfjarð- arkaupstaður, Garðabær, Bessa- staðahreppur og Jarðboranir hf. eiga minni hluta. Félagið lét bora há- hitaholu á Trölladyngjusvæðinu sem er í nágrenni Kýsuvíkur. Kaupsamningurinn er metinn á 15 til 20 milljónir kr. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að kaupin á Hita- veitu Krýsuvíkur hafi verið gerð í samráði við Hafnarfjarðarkaupstað sem er landeigandi í Krýsuvík. Til- gangurinn hafi meðal annars verið að aðstoða samtökin. Muni Jarðlind reka hitaveituna og einnig verði hug- að að rafmagnsframleiðslu fyrir starfsemina á svæðinu. Júlíus segir að með kaupunum eignist Jarðlind öfluga jarðhitaholu. Til álita geti komið að bora þarna frekar í framtíðinni og sú borhola sem fyrir er gæti nýst sem rann- sóknarhola í því sambandi. Jarðlind eignast jarðhitaréttindi Krýsuvík OPNUÐ hefur verið ný heimasíða Vatnsleysustrandarhrepps, www.vogar.is. Jóhanna Reynis- dóttir sveitarstjóri opnaði síðuna í vikunni með aðstoð Jóns Inga Baldvinssonar netstjóra. Við athöfn af þessu tilefni greindi sveitarstjórinn frá því að eldri heimasíða hreppsins væri orðin úrelt enda barn síns tíma. Samið hefði verið við Hugvit um endurhönnun síðunnar og við Form.is um eyðublaðakerfi. Heimasíðunni er ætlað að auð- velda almenningi aðgengi að upp- lýsingum um sveitarfélagið og aðila tengdum því, í máli og myndum. Á síðunni getur al- menningur leitað sér upplýsinga um helstu gjaldskrár stofnana sveitarfélagsins, þar eru birtar tilkynningar og einnig er hægt að nálgast og fylla út eyðublöð er varða ýmsa starfsemi á vegum þess. Þannig getur fólk sótt á raf- rænan hátt um leikskólapláss, lóðir og byggingarleyfi, svo nokkuð sé nefnt. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Allar umsóknir rafrænar Vogar HVER er sinnar gæfu smiður er yfirskrift forvarnarviku sem efnt verður til í Grindavík í næstu viku, dagana 21. til 25. janúar. Grinda- víkurbær og Grunnskóli Grinda- víkur standa fyrir forvarnarvik- unni. Grindavíkurbær mun bjóða bæj- arbúum í sund þessa daga og einnig að kynna sér þreksal sundlaugar- innar einn dag í vikunni. Í grunnskólann koma ýmsir gest- ir og verða með fræðslu fyrir nem- endur, foreldra og kennara. Þar munu nemendur og kennarar brjóta upp vanabundna stundaskrá og einbeita sér að forvörnum, sér og öðrum til handa. Föstudagurinn verður að mestu helgaður gestum og gangandi sem vilja kynna sér af- rakstur vinnu nemenda. Efsta stig skólans mun fást við gerð forvarnaspils um málefni eins og tóbak, vín og fíkniefni. Þegar gerð spilsins verður lokið munu þau spila það við foreldra, gesti og efsta bekk miðstigs. Miðstigið mun fást við málefni tengt einelti, tóbaks- vörnum og hollustu. Yngsta stigið glímir við málefni tengd umferð gangandi vegfarenda, slysavarnir, að útbúa umferðarfræðsluspil og fjalla um matarvenjur og svefn. Hver er sinnar gæfu smiður Grindavík TIL Suðurnesja fluttu á síðasta ári 64 mönnum fleira en fluttu í burtu. Byggist þessi fjölgun ekki síst á fólki sem flutt hefur frá útlöndum. Suðurnes eru einn þriggja landshluta utan höfuðborgarsvæð- isins þar sem fólksfjölgun varð vegna búferlaflutninga á síðasta ári, að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofu Íslands. Fleiri fluttu til allra sveitarfélaganna en fóru þaðan, nema Reykjanesbæjar. Flestir fluttu í Vatnsleysustrand- arhrepp, 46. Til Sandgerðis fluttu 23, 18 til Grindavíkur og einn í Gerðahrepp. En 24 fluttu úr Reykjanesbæ umfram þá sem þangað fluttust. Áður hefur komið fram að á síðasta ári fjölgaði í öll- um sveitarfélögunum á Suðurnesj- um þegar litið er til allra þátta sem áhrif hafa, nema í Gerða- hreppi, sem stóð í stað. Fækkunin í Reykjanesbæ stafar einkum af fólksflutningum úr Njarðvíkum, þaðan fluttu 34 um- fram aðflutta, en lítilsháttar fjölg- un varð á móti í Keflavík og Höfn- um. Þegar tölur yfir búferla- flutninga til og frá Reykjanesbæ eru skoðaðar sést að frá útlöndum koma 57 manns, umfram þá sem flytja út. Er það tiltölulega hátt hlutfall af heildarflutningum fólks til landsins. Frá öðrum sveitar- félögum á Suðurnesjum flytja 10. Aftur á móti flytja yfir 90 úr bæn- um til annarra landshluta, ekki síst höfuðborgarsvæðisins, um- fram þá sem flytja til baka. Það er skýringin á því að flutningahlut- fallið er óhagstætt í Reykjanesbæ á þessu ári. 57 koma frá útlöndum Suðurnes AUK Reykjanesbæjar eru Vatnsleysustrandarhreppur og Sandgerðisbær í hópi þeirra sveitarfélaga sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga telur ástæðu til að aðvara vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Reykjanesbær og Vatns- leysustrandarhreppur fengu bréf frá eftirlitsnefndinni fyrir ári, ásamt átján öðrum sveitar- félögum. Nú bætist í hópinn og er Sandgerðisbær meðal þeirra sem nú fá aðvörun. Þurfa því þrjú sveitarfélög af fimm á Suð- urnesjum að gera grein fyrir því í ár hvernig þau hyggist leysa úr fjárhagsvandanum. Sandgerði bætist í hópinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.