Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 25 1.851.- Gott stofuteppi Smámynstrað, efnismikið, uppúrklippt. Verð nú: 1.851 kr. m2 Verð áður: 3.085 kr. eða 2.777.- stgr. 40% afsláttur Til á lager: 140 fermetrar V E R Ð D Æ M I 8 Emotion plastparket Sliþoltsflokkur 23. Mynstur: Ljós hlynur H1040. Verð nú: 998 kr. m2 Verð áður: 1.695 kr. eða 1.610.- stgr. 40% afsláttur Til á lager: 550 fermetrar 998.- V E R Ð D Æ M I 2 286.- 3 litir af filtteppi Dökkblár, grár og dökkdrapp. Verð nú: 286 kr. m2 Verð áður: 440 kr. eða 395 kr. stgr. 35% afsláttur Til á lager: 1400 fermetrar V E R Ð D Æ M I 1 Slitþolið gólfteppi Þéttofið og rauðleitt. Verð nú: 2.430 kr. m2 Verð áður: 3.740 kr. eða 3.366.- stgr. 35% afsláttur Til á lager: 200 fermetrar. 690.- Mynstraðir dreglar Afgangar. Verð frá: 690 kr. pr. lengdarmeter 50-70% afsláttur 670.- Skipadreglar Inngangsdreglar í 1 og 2ja metra breidd. Litir: Drapp og ljósgrár Verð nú: 670 kr. m2 Verð áður: 1.340 kr. eða 1.206.- stgr. 50% afsláttur Til á lager: 400 fermetrar. 490.- Heimilisgólfdúkar Úrval mynstra og þykkta. 2ja metra breiðir. Verðdæmi: 490 kr. m2 / 690 kr. m2 / 875 kr. m2 50% afsláttur Til á lager 8 mynstur, alls 240 fermetrar. Emotion plastparket Smellt, slitþolsflokkur 23. Mynstur: Dökk, samlit hnota. Verð nú: 1.406 kr. m2 Verð áður: 1.874 kr. eða 1.687.- stgr. 25% afsláttur Til á lager: 400 fermetrar 1.270.- Emotion plastparket Slitþolsflokkur 23. Mynstur: Eik, ljóst beyki, rautt beyki o.fl. Verð nú: 1.270 kr. m2 Verð áður: 1.695 kr. eða 1.610.- stgr. 25% afsláttur Til á lager: 660 fermetrar 2.877.- Viðargólf – Parket Frá Karelia, Finnlandi Beyki Polar Light – ljóst beyki, 1. flokkur. Verð nú: 2.877 kr. m2 Verð áður: 4.110 kr. eða 3.494.- stgr. 30% afsláttur Til á lager: 320 fermetrar. 2.970.- Viðargólf – Parket Frá Tarkett. Olíuborið beyki. Beyki natúr – samlitt Verð: 3.258 kr. m2 Beyki heart - líflegt útlit Verð: 2.970 kr. m2 35% afsláttur Til á lager: 165 fermetrar. Viðargólf – Parket Frá Tarkett. Falleg dökk viðartegund. Kempas natúr. Verð nú: 3.615 kr. m2 Verð áður: 5.560 kr. eða 5.004.- stgr. 35% afsláttur Til á lager: 300 fermetrar. 2.430.- 3.615.-1.406.- V E R Ð D Æ M I 3 V E R Ð D Æ M I 4 V E R Ð D Æ M I 5 V E R Ð D Æ M I 6 V E R Ð D Æ M I 7 V E R Ð D Æ M I 9 V E R Ð D Æ M I 1 0 V E R Ð D Æ M I 1 1 V E R Ð D Æ M I 1 2 ARGENTÍNSKA ríkisstjórnin hefur krafist þess að Carlos Menem, fyrr- verandi forseti landsins, útskýri upp- runa tíu milljóna Bandaríkjadala sem hann er sagður eiga á svissneskum bankareikningum. Menem var forseti 1989–1999 og sætir nú rannsókn fyrir „ólöglega auðsöfnun“. Samkvæmt fjölmiðlafréttum hafa svissnesk yfir- völd fundið tíu milljónir dala á reikn- ingum hans. Menem er ekki í Argentínu núna, en hann hefur gagnrýnt forseta landsins, Eduardo Duhalde, harðlega og sagt hann „vanhæfan“ og hafa rústað efnahag landsins. Duhalde tók við embætti í ársbyrjun og afnam tengingu gengis argentínska pesóans við Bandaríkjadalinn, en þeirri teng- ingu var komið á í forsetatíð Menems 1991. Gengi bréfa á verðbréfamarkaðin- um í Buenos Aires snarféll á fimmtu- dag, þegar viðskipti hófust þar, en þeim var hætt fjórða janúar, skömmu áður en tenging pesóans við dalinn var afnumin. Var sölugengi dalsins 1,95 til 2,1 pesói. Argentínskir fjölmiðlar greindu frá því að bankastjóri seðlabanka lands- ins, Roque Maccarone, hefði lagt fram uppsagnarbréf, en hann mun hafa lent í deilum við efnahagsmála- ráðherrann, Jorge Remes Lenicov, vegna þeirra ráðstafana er stjórnin hefði gripið til í baráttunni við efna- hagskreppuna er geisar í landinu. Mótmæli vegna efnahagsástands- ins halda áfram og særðust alls níu manns, sjö lögreglumenn og tveir óbreyttir borgarar, í átökum, sem brutust út á nokkrum stöðum í norð- urhluta landsins í gær. Carlos Menem Krefja Menem skýringa Buenos Aires. AFP. HART er nú sótt að bandaríska sagnfræðingnum Stephen E. Ambrose, sem skrifað hefur hverja metsölubókina á fætur annarri á undanförnum ár- um, en hann er sakaður um að hafa nýtt sér efni annarra þannig að til vansa sé. Ambrose vitnar að vísu ávallt skilmerkilega til heimilda sinna en rannsóknir þykja hafa leitt í ljós að hann tekur oft heilu málsgreinarnar nánast óbreyttar úr verkum annarra án þess að setja í gæsalappir en þannig auðkenna menn jafnan að um beina tilvitnun sé að ræða. Mál þetta komst í hámæli þegar bandaríska stórblaðið The New York Times greindi frá því fyrir viku að í ljós hefði komið að nýjasta met- sölubók Ambrose, The Wild Blue, hefði að geyma orðalag og málsgreinar sem svipaði óeðlilega mik- ið til orðalags sem sagnfræðingurinn Thomas Childers notar í bók sinni The Wings of Morning. Báðar fjalla bækurnar um flugmenn í síðari heimsstyrjöldinni. Sem fyrr segir er ekki um það að ræða að Ambrose vitni ekki til heimildar en reglan er sú að menn annaðhvort umorði efni annarra fræði- manna, þegar við það er stuðst, eða setji um það gæsalappir til að auðkenna að orðalag annars manns (og þ.a.l. hugsun sem hann hefur mótað) sé notað. Er ýjað að því í frétt The New York Times að eftir að Ambrose skrifaði sína fyrstu metsölubók árið 1994, D-Day, hafi hann æ síðan hirt minna um vandvirkni í heimildanotkun sinni en meira um að koma frá sér metsölubókum með reglulegu milli- bili. Ambrose hefur skrifað fjölda bóka síðan 1994 en frægð hans jókst þó til muna á síðasta ári þeg- ar leikarinn Tom Hanks og leikstjórinn Steven Spielberg framleiddu sjónvarpsþættina Bræðra- bönd (e. Band of Brothers) eftir bók hans en þætt- irnir hafa nýverið verið sýndir hér heima á Stöð 2. Nemendur skammaðir noti þeir sömu vinnubrögð Fyrir 1994 hafði Ambrose ritað nokkur „dæmi- gerð“ fræðiverk, m.a. ævisögur forsetanna Dwights D. Eisenhowers og Richards M. Nixons, en ekki hafa verið gerðar athugasemdir við heim- ildanotkun í þeim. Eftir að The New York Times birti grein sína í fyrri viku hafa hins vegar fundist ótalmörg dæmi í nýrri verkum hans sem mönnum þykja bera vott um hroðvirkni. Málið hefur vakið mikla umræðu meðal sagn- fræðinga í Bandaríkjunum og hafa sumir háskól- ar brugðið á það ráð að taka bækur Ambrose af lestrarlistum. Benda menn á að kennarar leggi mikla áherslu á það við nemendur sína að vanda sig þegar vitnað er til heimilda og virðast flestir sammála um að nemandi, sem beitti sömu vinnu- brögðum og Ambrose, myndi lenda í vandræðum. „Við segjum nemendum að svona vinnubrögð gangi engan veginn, og þau eru ekkert afsakan- legri þó að um þekktan höfund sé að ræða,“ segir Arnita Jones, framkvæmdastjóri Sagnfræðinga- félagsins þar vestra. Ambrose ver sig hins vegar og leggur áherslu á að hann vitni alltaf til frumtexta og hrósi höf- undum þeirra jafnvel fyrir vel skrifaðan texta. „Ég er að segja sögu,“ sagði hann. „Ég ræði ekki heimildirnar. Ég ræði söguna, sem ég er að segja. Hversu mikinn áhuga hefur lesandinn eiginlega á þessum hlutum? Það er ekki eins og ég sé að skrifa fræðilega doktorsritgerð.“ Segist Ambrose harma það hafi hann gerst sek- ur um óvandvirkni og segir að mistökin verði leið- rétt í seinni útgáfum verka sinna. „En það er ekki eins og ég sé að stela verkum annarra. Ef ég er að skrifa kafla um tiltekið mál og finn gott efni í bók annars sagnfræðings þá skrifa ég það bara upp eftir honum og vísa svo til þess. Það eina sem skiptir mig máli er hvaðan það kom.“ Þessi ummæli ollu vonbrigðum Childers pró- fessors, sem ekki hafði viljað bregðast hart við því þó að svipað orðalag væri í nýjustu bók Ambrose og sinni, The Wings of Morning, sem kom út 1995. „Hversu erfitt er eiginlega að umorða kafla úr verkum annarra?“ spyr hann. „Finndu sjálfur orðin til að lýsa því sem þú vilt segja! Ekki láta aðra um vinnuna, skrifaðu þína bók sjálfur!“ Úr sjónvarpsþáttunum Bræðrabönd (Band of Brothers) sem gerðir eru eftir bók sagn- fræðingsins Stephens E. Ambrose. Þekktur sagnfræð- ingur sakaður um hroðvirkni New York. AP. VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti var „götustrákur“ á uppvaxtarárum sínum. Frá þessu segir hann í nýrri bók, sem gefin hefur verið út í Rúss- landi. Greinir Pútín þar jafnframt frá því að áhugi hans á því að ganga til liðs við rússnesku leyniþjónust- una, KGB, hafi kviknað við áhorf sovéskra bíómynda sem vörpuðu rómantískum hetjuljóma á líf og störf KGB-manna. „Ég lærði fljótt að ég þurfti að vera fær um að láta hart mæta hörðu,“ segir Pútín í bókinni Vlad- ímír Pútín: Ævisaga, sem blaðamað- urinn Oleg Blotskí hefur ritað. Rifj- ar Pútín sérstaklega upp slagsmál, sem hann lenti í nokkru áður en hann hóf skólagöngu. „Ég öðlaðist skilning á því að til að vinna þá þarf maður að vera tilbúinn til að berjast til síðasta blóðdropa,“ segir hann. Í bók sinni rekur Blotskí uppvaxt- arár Pútíns, háskólaár hans og inn- göngu í KGB. Notast höfundurinn við samtöl sem hann átti við Pútín en einnig við framburð vina og vandamanna, sem og kennara sem þekktu til forsetans í fæðingarborg hans Pétursborg, sem á sovéttímum hét Leníngrad. „Ég lærði það sem ég kann á göt- unni,“ segir Pútín, sem er 49 ára, í bókinni. „Að stunda götur borgar- innar með þessum hætti er eins og að alast upp í frumskóginum.“ Vígamóður Pútíns olli því að hann komst upp á kant við kennara sína í grunnskóla, að því er fram kemur í bókinni. Varð það m.a. til þess að honum var ekki veitt inn- ganga í barnasamtök Kommúnistaflokksins fyrr en nokkru seinna en öðrum börnum. „Ég var óhlýðinn og tregur til að fylgja skólareglum,“ segir Pútín nú. „Þegar mað- ur elst upp á götunni heldur hann áfram að lifa eftir lögmálum hennar jafnvel þó hann skipti um um- hverfi.“ Lýsa bekkjar- bræður og kennarar Pútín sem upp- stökkum dreng, sem aldrei óttaðist að skora á hólm þá sem þó voru honum sterk- ari eða valdameiri. „Hann var aldrei hræddur við neinn,“ sagði Viktor Bor- isenko, einn af æsku- vinum Pútíns. Blotskí blaðamaður segist sjálfur hafa átt frumkvæði að bókinni en mörgum finnst þó líklegt að Pútín og ráðgjafar hans hafi lagt blessun sína yfir útgáfu hennar enda styrki hún þá ímynd, sem húsbændur í Kreml vilji varpa fram af rússneska forset- anum; nefnilega að hann sé karl í krapinu. Pútín var „götustrákur“ í æsku ’ Ég lærði það semég kann á götunni ‘ Kápa bókarinnar Vladímír Pútín: Ævi- saga eftir Oleg Blotskí, sem kom í bókaverslanir í Moskvu í vikunni. Moskvu. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.