Morgunblaðið - 19.01.2002, Side 29

Morgunblaðið - 19.01.2002, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 29 BRÚÐULEIKHÚSIÐ 10 fingur frumsýnir á morgun kl. 15 í Gerðu- bergi nýtt leikverk sem byggt er á ævintýrinu um Mjallhvíti og dverg- ana sjö. Í sýningunni leiðir sögukon- an börnin í gegnum þessa sígildu sögu á nokkuð óvenjulegan hátt, nefnilega með töfrabrögðum. Það er Helga Arnalds brúðulistakona sem á allan heiður af leik og útliti sýning- arinnar en Þórhallur Sigurðsson leikstýrir. „Ég framkvæmi raunveruleg töfrabrögð í sýningunni, það eru engar ýkjur,“ segir Helga Arnalds og kveðst hafa lært þau af galdra- manni í skrýtinni galdrabúð í Van- couver í Kanada. „Ég var þar að sýna Leif heppna á síðasta ári í tengslum við landa- fundaverkefnið. Einn daginn var ég að skoða mig um í bænum og kom í töfrabragðabúð. Ég spurði galdra- manninn hvort hann ætti einfalda galdra. Hann sýndi mér ýmislegt og það endaði þannig að ég keypti hálfa búðina af honum og fór svo heim á hótel að æfa mig. Þá skildi ég að maður þarf að vera alvöru töframað- ur til að láta þetta virka. Svo eru auðvit- að alls kyns brúðuleikhústöfrar í sýningunni, töfrar sem höfða til ímyndunaraflsins í börnunum. Það er það sem er svo skemmtilegt við leikhúsið.“ Helga segir að sagan um Mjall- hvíti sé sögð án allra undanbragða eða ritskoðunar. „Þetta er hin hefð- bundna saga um vondu nornina, epl- ið og kambinn. Mér finnst mjög mik- ilvægt að segja gömlu ævintýrin eins og þau voru sögð í gamla daga. Þau hafa haldist svona mann fram af manni og það er engin tilviljun hvernig þau eru. Ég held að ævintýr- in hjálpi börnum að komast í gegn- um ýmsar erfiðar tilfinningar. Auð- vitað á ekki að hræða börnin en samt er allt í lagi að hjörtun slái aðeins hraðar meðan á sögunni stendur og síðan endar allt vel og allir koma á leiðarenda sem sigurvegarar yfir eigin ótta.“ Helga notar brúður fyrir Mjall- hvíti og dvergana sjö en leikur sjálf bæði nornina og sögumanninn. „Sögumaðurinn er lykilpersóna því fyrir lítil börn er mjög mikilvægt að hafa tengilið við söguna með þessum hætti. Myndirnar alltaf að breytast og það hjálpar börnunum að halda athyglinni.“ Auk þess að leika og stjórna brúð- unum hefur Helga einnig skrifað handritið, búið til brúðurnar og grímurnar og hannað leikmynd og búninga. „Hluti galdranna er einmitt leikmyndin sem breytist stöðugt þegar á hana er varpað töfrandi ljós- myndum eftir Áslaugu Snorradótt- ur.“ Mjallhvít verður eins og fyrr segir frumsýnd í Gerðubergi á morg- un, sunnudag, en að því loknu mun hún ferðast milli skóla og leikskóla vítt og breitt um landið.“ Helga kveðst hafa forsýnt Mjallhvíti í nokkrum leikskólum og viðtökur verið mjög góðar. „Ég laga sýn- inguna nokkuð að aldri áhorfend- anna því það er alls ekki sama hvort þeir eru 1–4 ára eða 5–9 ára.“ Leikhúsið 10 fingur hefur á síð- ustu tíu árum fært börnum á öllum aldri ævintýrasýningar í skóla og leikskóla landsins. Helga rekur leik- húsið og hefur hún einnig ferðast með sýningar sínar víðsvegar um heiminn, m.a. til Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu og nú síðast alla leið til Ástralíu. Sýningar Helgu hafa fengið góða dóma. Þær þykja frum- legar og ná sérlega vel til ungra áhorfenda. Brúðuleikhúsið 10 fingur frumsýnir nýtt leikverk Mjallhvít og dverg- arnir í nýjum búningi Ljósmynd/Áslaug Snorradóttir Helga Arnalds ásamt Mjallhvíti og dvergunum sjö. ÞJÓFAR og þjófseðli er greini- lega komið á heilann á fyrrverandi leikritaskáldi, núverandi kvik- myndahandritshöfundi og -leik- stjóra, David Mamet. Að þessu sinni eru aðalpersónurnar fjórir skálkar í innbrotsgengi, þar sem Joe Moore (Gene Hackman), ræður ríkjum. Hans hægri hönd er Bobby Blane (Delroy Lindo); Pinky (Ricky Jay), er í snattinu en fjórði meðlimurinn er Fran (Rebecca Pidgeon), hin unga og fagra eiginkona Joes. Vandamál steðja að genginu. Joe er festur á filmu í skartgriparáni, þýfissalinn Bergman (DeVito), neitar að borga fjórmenningunum þeirra hlut öðru- vísi en þeir taki að sér fífldjarft rán á svissneskri gullsendingu. Joe hefur lengi ætlað sér að setj- ast í helgan stein og sigla um heims- ins höf ásamt Fran sinni, á glæsilegri skútu, sem liggur tilbúin við festar. Aðeins eitt vantar upp á að láta drauminn rætast; væna fjárfúlgu til að geta lifað áhyggjulausu lífi það sem eftir er ævinnar. Joe tekur því að sér gullránið, ásamt sínu fólki og Jimmy Silk (Sam Rockwell), slóttug- um náunga sem Bergman krefst að sé með í ráninu. Flestallt gengur eft- ir, gengið gómar fjársjóðinn en þátt- takendur byrja samstundis ósvífnar blekkingar. Hver gildran eltir aðra, prettir og svik, uns endalokin koma í ljós. Mamet er fágaður leikstjóri, sem- ur fínar línur og smellin tilsvör og er snjall í leikaravali, að undanskildu valinu á fröken Pidgeon, sem virkar drumbsleg og ótrúlega kynþokka- laus, andstætt því sem á að vera einn aðalþáttur undirförulustu persónu myndarinnar. Pidgeon er þarna ljós- lega af einni ástæðu; hún er eigin- kona Mamets. Aðrir leikarar eru hörkugóðir og bæta talsvert upp gegnsætt handrit þar sem áhorfand- inn verður að gleypa endalaust bí- ræfnar tilviljanir og ódýrar lausnir eins og þá að persónurnar (einkum Joe), eiga ekki í minnstu vandræðum með að sjá fyrir næsta leik andstæð- ingsins. Mamet náði lengst í The Spanish Prisoner, að skapa ásjálegan glæpa- trylli, hér hefur hann engu við að bæta. Þvert á móti ofbýður hann heilbrigðri skynsemi áhorfenda ein- um of oft. Gengur fram af langlund- argeði manns gagnvart síendurtekn- um, augljósum götum í framvindunni og langt um of lygilegri atburðarás. Götóttur vefur KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri og handritshöfundur: Daavid Mamet. Kvikmyndatökustjóri: Robert Elswit. Tónlist: Theodore Shapiro. Aðal- leikendur: Gene Hackman, Danny De- Vito, Delroy Lindo, Sam Rockwell, Reb- ecca Pidgeon, Ricky Jay. Sýningartími 105 mín. Warner Bros. Bandaríkin 2001. THE HEIST (RÁNIÐ) Sæbjörn Valdimarsson MYNDLIST og Guðshús hafa átt samleið í gegnum aldirnar. Myndlistarmenn hafa verið fengnir til að gera altaristöflur, skírnar- fonta, steinda glugga, freskur á veggi og fengnir til að höggva út skúlptúra til skrauts utandyra svo fátt eitt sé nefnt. Kirkjur heimsins eru því flestar nokkuð vel birgar af listmunum og skreyti. Þrátt fyrir þetta taka menn þó stundum upp á því að halda tímabundnar mynd- listarsýningar inni í kirkjum sem er hið besta mál. Vandamálið sem þá blasir við er einfalt; hvernig verður listinni best komið fyrir innan um það sem þar er fyrir. Við þetta vandamál þurfa lista- mennirnir á sýningunni Trúin – Listin – Lífið í Vídalínskirkju í Garðarbæ að glíma og útkoman er misjöfn. Þær Kristín G. Gunn- laugsdóttir og Steinunn Þórarins- dóttir takast á við aðalrými kirkj- unnar, Steinunn með einni lágmynd Himni og jörð, en Kristín með þremur málverkum, Þorgerð- ur Sigurðardóttir er á göngunum og glerlistamennirnir Sigrún Ólöf Einarsdóttirog Sören S. Larsen eru þar mitt á milli. Verk Steinunnar er mynd af svani á uppleið og manni sem horf- ir til himins með útbreiddan faðm- inn. Myndin er þrungin upphafinni stemningu og vísar í tilbeiðslu og trú. Hún nýtur sín vel í rýminu og stærð verksins er í góðu hlutfalli við sýningarstaðinn. Það eina sem skyggir á upphengið er kirkju- orgelið sem staðsett er neðan við verkið og stelur athygli frá verk- inu. Ekkert truflar þó verk Kristínar G. Gunnlaugsdóttur þó að verk hennar „Dagur gleðinnar“ stingi í stúf við hin tvö verkin, „Hvíta fjall- ið“ og „Fjallgöngu“. Þau verk má auðveldlega skoða í samhengi. Í Fjallgöngu koma tvær hvítklæddar mannverur, englar, gangandi niður af fjalli (Hvíta fjallinu?) með lítinn vængjaðan hest sín á milli. Þetta gæti verið sjálfur Pegasus en flug hans um himinhvolfin hefur í gegn- um aldirnar verið túlkað sem tákn um ódauðleika sálarinnar, en á seinni tímum tákn um ljóðrænan innblástur. En hvaða hvíta fjall er Kristín að mála? Það gæti verið himneskt en er þó líklega ítalskt enda er lista- konan menntuð þar í landi. Það er óvenjulegt en jafnframt athyglis- vert að sjá slíkt verk eftir Kristínu en hingað til hef ég ekki séð mann- laus verk eftir hana. Sigrún Ó. Einarsdóttir og Sören S. Larsen hefðu mátt huga betur að uppstillingu sinna gripa því þeir njóta sín ekki nógu vel þar sem þeir eru. Gripirnir eru haganlega gerðir og altariskertastjakarnir eru t.d. sérstaklega fallegir. Í stað þess að loka þá inni í glerkassa hefði ég viljað sjá þeim stillt upp á þeim stað þar sem þeir eiga heima; uppi á sjálfu altarinu. Þorgerður Sigurðardóttir hefur allan sinn feril unnið að myndum með trúarlegu ívafi og sækir sér minni, aðferðir og fyrirmyndir í gömul íslensk handrit og texta. Í Vídalínskirkju sýnir hún þrjár myndaraðir. Á vegg við innganginn í kirkjuna er verk um fæðingu frelsarans Jesú Krists, myndir úr myndröðinni Krossar frá árinu 2000 eru á vegg inni í kirkjunni og að síðustu sýnir hún verk sem bera yfirskriftina „Bænir og brauð“. Við gerð þeirra verka byggir hún á hefð brauðmóta sem sjá má á byggðasöfnum og Þjóðminjasafni og þrykkir hún hringlaga mynstur og texta djúpt ofan í pappír. Text- ana tekur hún m.a. úr þekktum borðbænum og gjarnan er þar minnst á brauð, enda er brauð vel þekkt fyrirbæri úr kristnum sög- um. T.d. má þarna sjá textana „Betri er blessun Guðs en brauð mikið“ og „Gef oss í dag vort dag- legt brauð“. Þessi verk eru mest spennandi af því sem Þorgerður stillir upp í þetta skiptið. Englar og brauðmót Hvíta fjallið eftir Kristínu G. Gunnlaugsdóttur. Þóroddur Bjarnason MYNDLIST Vídalínskirkja Kristín G. Gunnlaugsdóttir, Sigrún Ólöf Einarsdóttir, Sören S. Larsen, Steinunn Þórarinsdóttir og Þorgerður Sigurðar- dóttir. Opið alla daga frá kl. 10–20. Til 20. janúar. ÝMIS EFNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.