Morgunblaðið - 19.01.2002, Side 30

Morgunblaðið - 19.01.2002, Side 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ KLARÍNETTIÐ – og bassaútgáfa þess, 19. aldar snilldarafrek belgíska hljóðfærasmiðsins Adolphes Saxs sem var engu verr af sér vikið en saxofónninn, enda bassaklarínettið án efa bezt heppnaði lágtíðnilimur allra tréblásarafjöl- skyldna – voru í brenni- depli á öðrum tónleik- um Myrkra músíkdaga á miðvikudagskvöldið var. Sem kunnugt státa báðir einblöðungar jafnframt af langvíðasta styrkleikasviði allra blásturshljóðfæra að lúðrum meðtöldum. Verður ekki annað sagt en að leikvangurinn hafi verið valinn af kost- gæfni m.t.t. þess arna, því kvartfullur indjána- tjaldlaga salur Karla- kórs Reykjavíkur, sem kenndur er við Ymi frumjötun (og ætti raunar að skrifa broddlaust sem stutt sérhljóð að fornu skv. Finni Jónssyni í Lexicon Poëticum), reyndist kjörin ómvist fyrir tónamboðin með sérlega tærum og vökrum hljómburði sínum. Efnisskráin var fjölbreytt og spannaði – að sónötu Denisovs (1972) og aldursforsetanum eftir Stravinskíj (1919) slepptum – um 20 ár og allt fram á þetta. Litla B-klarínettið var í forsæti í fyrsta hluta, dimmradda stóribróðir þess í þeim seinni, og end- aði hvor lota með samleiksverki, hvoru tveggja íslenzku. Hafizt var handa með stuttu einleiksverki eftir Hróðmar Sigurbjörnsson, „Músík fyrir klarínett“ (1984); eins konar frumkönnunaretýða höfundar á nýrri möguleikum hljóðfærisins eins og kvarttónum, tvíhljómum, meðsöng og andstæðum í tónhæð og styrk sem bar 18 ára aldur sinn vel og fersklega. „Þrjú verk fyrir klarínett“ eftir klass- íska þúsundþjalamódernistann Igor Stravinskíj var röð örverka sem hald- ið hefur sínum hlut óskertum fram á okkar dag sem ómissandi „standarð- ur“ í efnisvali klarínettista. Skyldi engan undra í jafngóðum flutningi og hér var að heilsa. Ósvikinn hjarðsælusvipur var yfir síðustu tveim verkum fyrir hlé og í fögru samræmi við uppruna skál- meiunnar sem smalahljóðfæri við suðrænni og veðursælli aðstæður en rámur brennivínsréttasöngur norð- urhjarans er sprottinn úr. Tvíþætt Sónata síberska atgervisflóttatón- skáldsins Edisons Denisovs (f. 1929 í Tomsk en búsett í París síðan 1990) var, sem undangengnu verkin, án undirleiks og lék einkum á líðandi ídyllískum nótum í I. þætti (Lento, poco rubato). II. þátturinn (Allegro giusto) myndaði vakra púlsrytmíska andstæðu, og lék hvort tveggja í höndum einleikarans. Einkennilega hugfangandi og „tímalaust“ nútíma- verk, sem valdið hefði ókunnugum getspekingum miklum vandræðum að árfesta í spurningakeppni. „Sumarskuggar“ nefndist verk El- ínar Gunnlaugsdóttur fyrir sópran, píanó og klarínett, samið 2001–2. Það samanstóð úr fjórum fremur stuttum „vignettum“ auðkenndum Á sumar- stígnum, Veghefilsstjórinn, Foss nið- ar og Skugginn af vegvísinum. Hækuleg örljóð Óskars Árna Óskars- sonar (úr flokknum Vegvísar) drógu upp skýrar smámyndir af frónskri hásumarnáttúru í hlédrægum en að- laðandi söng Hlínar Pétursdóttur við kliðmjúkan klarínettleik Rúnars og hluttækan slaghörpuslátt Snorra Sig- fúsar Birgissonar. Sparneytinn rit- háttur verksins harmóneraði vel við zenræna orðafæð ljóðanna, og mátti reyndar stöku sinni kenna vott af bæði asískri pentatóník og skyndileg- um „ofboðs“-innskotum til marks um skyldan andblæ eldfjallaeyjanna í austri og vestri. Sama skorts á nótnabruðli gætti í öðru verki Elínar og eldra eftir hlé, „Rún“ fyrir einleiksbassaklarínett (1989), sem í fyrri hluta mótaðist af stökum hveragosum upp úr liggjandi lognmollu, í seinna af háttliggjandi tónsviði ásamt tvíhljómum, kvarttón- um og öðru framvarðarglingri í hálf- gildings mínímalisma. Eftir Kórverj- ann Isang Yun, sem Kolbeinn Bjarnason hefur verið duglegur við að kynna hér á flautu, kom næst Monolog (1983), langt en andstæðuríkt stemmningarstykki fyrir bassaklarínett. Sterkar útlínur mótuðu hið á köflum allhvassa Duo fyrir [eitt] bassa- klarínett eftir Hollend- inginn Theo Loevendie í sérdeilis brilljantri túlkun Rúnars, þar sem leikið var með gervitví- röddun í e.k. nútímaút- færslu af aðferð Bach- tímans fyrir einleiks- hljóðfæri m.þ.a. kljúfa „sögutónsviðið“ í tvennt. Töluðust þar við tveir ólíkir persónuleikar, annar margmáll, hinn stuttur í spuna. Tíð notkun blaðsmella sýndi að sá nú- tímaeffekt er, ef nokkuð, enn áhrifa- meiri á bassaklarínett en á minna módelið. Síðast á dagskrá var fjórþætt mús- íkantískt verk eftir Hróðmar frá í hitteðfyrra, „Trio Parlando“ fyrir pí- anó, flautu og bassaklarínett. Stíll hvers þáttar var töluvert ólíkur hin- um, einna sérkennilegast í I, er tefldi saman röltandi bassalínum, innskots- flautugusum og nærri þjóðlegu fim- mundablokkhljómaferli. II. var ið- andi tónakös í „moto perpetuo“, stundum rofin af kyrrari blásturství- leik. Hin meinláta tónaveröld III. þáttar byggði á örfáum píanókorðum með harðsoðnum hnýfilyrðum frá hvorum blásara til skiptis. Fínallinn kvaddi svo frá enn öðrum heimi með iðandi latneskum danshrynjum (þ.á m. súrrealískum tangó) en ójöfnum takttegundum, öllu fleytt áfram af blóðheitu óðagoti í bráðskemmtileg- um samleik. Rúnar Óskarsson hafði ekki áður leikið í návist undirritaðs, en ljóst var að senn gæti farið að þrengjast fyrir dyrum í hérlendum klarínettleik, þótt þegar sé vel haldinn góðum spilurum. Hvað nýjustu einleiksverkin snertir gekk blástur hans alltjent næst galdri réttnefnds virtúóss. Svo ekki sé reif- uð spurningin fágæta: „Var stykkið svona vel samið – eða var það bara svona vel flutt?“ Einblöðungs- galdur TÓNLIST Ýmir Klarínetttónleikar. Verk eftir Hróðmar Sigurbjörnsson, Stravinskíj, Denisov, El- ínu Gunnlaugsdóttur, Yun og Loevendie. Rúnar Óskarsson, klarínett; Snorri Sigfús Birgisson, píanó; Hlín Pétursdóttir sópr- an; Kolbeinn Bjarnason, flauta. Miðviku- daginn 16. janúar kl. 20. MYRKIR MÚSÍKDAGAR Ríkarður Ö. Pálsson Rúnar Óskarsson ar, Snorrastofa í Reykholti og Reykjavíkurakademían. Edda – miðlun og útgáfa fékk stærsta þýðingarstyrkinn sem menningaráætlun Evrópusam- bandsins úthlutaði að þessu sinni, 75.139 evrur, sem jafngilda um sjö millj. kr. Styrkurinn er veittur til að þýða tíu evrópskar bækur yfir á íslensku. Samstarfsverkefnið Arena Fornleifastofnun Íslands tekur þátt í stóru samstarfsverkefni Arena sem hlaut 598.730 evrur í styrk eða um 56 millj. kr. Arena stendur fyrir Archaeological Re- cords of Europe-Network Access og felst verkefnið í því að þróa að- ferðir til að varðveita upplýsingar um evrópskar fornminjar á tölvu- tæku formi og gera þær aðgengi- legar. Þannig verður hægt að öðl- ast nokkuð heildstæða mynd af því efni sem leitast er við að fá upplýs- ingar um og sjá hvernig ýmsir þættir tengjast innan evrópsks menningarsamfélags. Samstarfs- aðilar koma frá Danmörku, Nor- egi, Póllandi, Rúmeníu og Bret- landi. Þá fengu nokkrar evrópskar bókaútgáfur styrk til að þýða ís- lenskar bækur. Ítalska bókaútgáfan Iberborea GERT hefur verið opinbert hverjir hljóta styrki úr Menningu 2000, menningaráætlun Evrópusam- bandsins, og taka Íslendingar þátt í þremur verkefnum sem fengu út- hlutað alls um 760 þúsund evrum, sem svara til ríflega 70 millj. króna. Sögur og samfélög Borgarbyggð er í forsvari fyrir sagnfræðilegt rannsóknarverk- efni, Sögur og samfélög, sem hlýt- ur 85.871 evru í styrk, en það jafn- gildir u.þ.b. 8 millj. króna. Verkefnið fjallar um sagnaritun og sagnagerð fyrri tíma og hvernig umhverfið mótaði og var mótað af sagnagerð, jafnvel öldum saman. Markmið verkefnisins er að ná saman fræðimönnum margra landa til þess að fá dýpri skilning á samspili sagnanna og samfélag- anna sem þær skópu og varðveittu. Hápunktur verkefnisins er al- þjóðleg ráðstefna sem verður hald- in í Borgarnesi 8.–12. ágúst nk. Samhliða ráðstefnunni verða sett- ar upp sýningar og menningarvið- burðir tengdir Egils sögu, vefsíða verkefnisins verður sett upp og gefið út ráðstefnurit. Samstarfsað- ilar eru frá Þýskalandi og Eist- landi og ennfremur taka þátt í verkefninu Safnahús Borgarfjarð- fékk styrk til að þýða Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson, J.M. Meulenhoff í Hollandi hlaut styrk til að þýða 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason, finnska bóka- útgáfan Oy Like Kustannus Ltd. fékk styrk til að þýða Þögnina eftir Vigdísi Grímsdóttur og Borgens Forlag í Danmörku hlaut styrk til að þýða ljóð eftir Jón úr Vör. Menningu 2000 er ætlað að efla menningarsamskipti Evrópubúa og kynna evrópska menningu og eru þátttökulönd alls tuttugu og sjö. Áætlunin nær til hvers konar menningararfleifðar, bókmennta og annarra listgreina. Veittur er stuðningur til samstarfshópa, rannsókna, starfsþjálfunar, ný- sköpunar, sýninga, hátíða, ráð- stefna, þýðinga o.fl. Meðal skilyrða fyrir umsókn er að a.m.k. þrjú lönd, sem eiga aðild að menningar- áætluninni, séu þátttakendur. Umsóknir um þýðingarstyrki eru undanþegnar þessu skilyrði. Við styrkveitingar á yfirstand- andi ári verður lögð áhersla á sjón- rænar listir, árið 2003 verður lögð áhersla á verkefni á sviði tónlistar, dans og leiklistar. Árið 2004 verður tileinkað menningararfi. Þó verður hægt að sækja um styrk til verkefna á öðr- um sviðum bæði árin. Þrír styrkir úr menn- ingaráætlun ESB Á MIÐRI jólaföstunni tók leik- konan Kristín G. Magnús sig upp ásamt föruneyti og hélt til Eng- lands þar sem hún lék í þrígang dagana 14., 15. og 16. desember sl. valda þætti úr sýningu sinni Light Nights. Kristín hefur um rúmlega þriggja áratuga skeið haldið úti sumarleikhúsi í Reykjavík fyrir enskumælandi ferðamenn og lengst af sýnt í Tjarnarbíói þar sem margur ferðalangurinn hefur fengið sína fyrstu nasasjón af ís- lenskum þjóðsagnaarfi í gegnum persónulega túlkun Kristínar og aðstoðarfólks hennar. „Upphaf þessa sýningarferða- lags má rekja til þess að ég sýndi sýningu mína Apaþjóðfélagið á Edinborgarhátíðinni í ágúst 2000 og vakti athygli Mark Ross, list- ræns stjórnanda Diorama- listamiðstöðvarinnar í Mið- London. Hann bauð mér að koma og sýna í Diorama og eftir vanga- veltur og útreikninga varð þetta niðurstaðan að fara með kafla úr Light Nights-sýningunni.“ Ásamt Kristínu stóðu þeir að sýningunni Halldór Snorrason framkvæmdastjóri, Jón Ívarsson hljóðmeistari, Þórður Orri Pét- ursson ljósameistari, Steingrímur Þorvaldsson sá um leikmynd og Hazel Balto var sýningarstjóri. Sýningin var styrkt af mennta- málaráðuneytinu, Flugleiðum í London, sendiráði Íslands í Lond- on, Myndbandasjóði Félags ís- lenskra leikara, Listasjóði Egils Skalla-Grímssonar, Diorama-lista- miðstöðinni og DigM Studio í London. Góð viðbrögð í gegnum árin Kristín kveðst hafa fullan hug á í því að halda starfsemi Ferðaleik- hússins áfram en neitar því ekki að ýmsar blikur séu á lofti og nýir óvissuþættir framundan. „Ég er að vona að við fáum inni í Iðnó aftur næsta sumar, en sem stendur fást engin ákveðin svör um hvernig rekstri hússins verður háttað. Ég hef einnig áhyggjur af því að Upp- lýsingamiðstöð ferðamála í Banka- stræti verði lögð niður. Það mátti skilja á orðum borgarstjóra að þegar ný upplýsingamiðstöð tæki til starfa yrði sérstök áhersla lögð á að veita upplýsingar um viðburði á vegum Reykjavíkurborgar. Ég vona að allir sem sinna ferða- mönnum í borginni sitji þar við sama borð. Þá er líklegt að ferða- mönnum fækki eitthvað á næsta sumri eins og víðast hvar annars staðar eftir atburðina 11. sept- ember.“ Kristín kveðst hafa fengið mjög góð viðbrögð áhorfenda í gegnum árin og á safn bréfa því til vitnis. „Fjölmargir ferðamenn hafa lýst því fyrir mér hvað þeir skildu landið og þjóðina betur eftir að hafa séð Light Nights.“ Kynning á íslenskri menningu Aðspurð um hvort þetta sé leik- hús sem standi undir sér segir Kristín að hún sé í rauninni að gera eitthvað sem ekki eigi að vera hægt. „Smástyrkveiting frá menntamálaráðuneytinu árlega hefur gefið okkur kjark til að halda áfram – en án þessarar styrkveitingar myndi starfsemin leggjast niður. Ég ráðlegg engum að leggja út í þetta enda eru að- stæður gjörbreyttar frá því sem áður var. Í upphafi voru ýmsir boðnir og búnir til að leggja okkur lið en nú er öldin önnur, nú situr hver í sínu horni í ferðamálum. Í mörgum tilfellum hefur ferðamað- urinn sjálfur, uppá eigið eindæmi, þurft að uppgötva tilveru okkar. Það ætti t.d. að vera sjálfsögð þjónusta hjá öllum leiðsögumönn- um að upplýsa ferðamenn um hvað er að gerast í borginni í menningarmálum hverju sinni,“ segir Kristín G. Magnús leikkona sem á sínum tíma lék stór hlutverk í Þjóðleikhúsinu og stóð ýmislegt til boða erlendis. „Ég kaus frekar að reka eigið leikhús og kynna þjóðsagnaarfinn útlendingum á ís- lenskri grund og ferðast erlendis með sýningarnar. Við erum að kynna íslenska menningu um víða veröld. Síðustu ummæli Sveins Haraldssonar leiklistargagnrýn- anda Morgunblaðsins: „Light Nights er í rauninni stórmerkilegt menningarlegt fyrirbrigði,“ hafa reynst okkur gott veganesti.“ Aðstandendur Light Nights í London. Halldór Snorrason, Kristín G. Magnús, Mark Ross, Graham Hedges og Hazel Balto. Light Nights á far- aldsfæti ♦ ♦ ♦ MYNDLISTARSKÓLI Mosfells- bæjar, sem áður hét Myndlistarskóli Ásdísar, er að hefja sitt fimmta miss- eri og hefst fyrsta námskeiðið 28. janúar. Kennt verður í barna-, ung- linga- og fullorðinsflokkum og standa námskeiðin fram í maí. Lögð er áhersla á klassíska grundvallar- þætti myndlistar, teiknun, málun og mótun, en jafnframt skapandi til- raunastarf. Aðalkennari og stofnandi skólans er Ásdís Sigurþórsdóttir, myndlist- arkona og myndlistarkennari. Skól- inn er til húsa á 2. hæð í gamla Ála- fossverksmiðjuhúsinu í Álafosskvos. Myndlist í Mosfellsbæ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.