Morgunblaðið - 19.01.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.01.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kynning á Eflingu og ETAI-rannsókninni Foreldrar í lykilhlutverki FFA-fræðsla fyrirfatlaða og aðstand-endur boðar til kynningar á „Eflingu – Áleiðis með börnum“ og ETAI-rannsókninni í dag. Ingibjörg Auðunsdóttir, kennsluráðgjafi við skólaþróunarsvið Háskól- ans á Akureyri, mun sjá um kynninguna, en hún stóð að útgáfu Eflingar ásamt fleirum og fer fyrir hlut Íslands í ETAI-verk- efninu. Hún svaraði góð- fúslega nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins um umrædda málaflokka. – Hvað er FFA? „FFA stendur fyrir fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur og er sam- starfsverkefni Landssam- takanna Þroskahjálpar, Sjálfs- bjargar landssambandsins, Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra og Styrktarfélags vangef- inna. FFA stendur fyrir nám- skeiðum og fræðslu um margvísleg málefni sem tengjast fötluðum. Auk námskeiða fyrir foreldra hafa m.a. verið haldin sérstök námskeið fyrir afa og ömmur fatlaðra barna.“ – Segðu okkur eitthvað frá handbókinni Eflingu – Áleiðis með börnum, sem þú ætlar að kynna... „Efling er handbók sem kenn- arar, í samvinnu við foreldra og sérfræðinga stoðþjónustu, geta notað við að vinna einstaklings- áætlun fyrir börn og ungmenni með sérþarfir í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskól- um.“ – Hver gefur bókina út og eftir hvern er hún? „Ég gef bókina út í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp en höfundar hennar eru banda- rískir. Einn þeirra, Michael F. Gi- angreco, kom til Íslands 1999 og hélt hér fyrirlestra og námskeið.“ – Hvar verður kynningin og hvernig fer hún fram? „Kynningin fer fram í húsa- kynnum Þroskahjálpar á Suður- landsbraut 22. Kynningin fer fram með tveimur stuttum fyr- irlestrum og umræðum á milli. Efnið verður til sýnis á staðnum.“ – Hverjum er kynningin ætluð? „Þessi kynning er ætluð for- eldrum og aðstandendum fatlaðra barna og ungmenna og fötluðum einstaklingum sem stunda nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla.“ – Ef efni Eflingar er skoðað, hvernig standa þau mál á Íslandi sem bókin snýr að? „Mesti vandinn við að skipu- leggja þátttöku nemenda með miklar sérþarfir í almennum bekk er að hafa á takteinum raunhæfar lausnir á námi nem- endanna. Það er mjög áhugavert að fylgjast með vinnu kennara sem eru að skipuleggja nám nem- enda með sérþarfir þegar þeir leita raunhæfra leiða til að tryggja aðild nemand- ans að almennum bekk því þá þróast gjarnan aðferðir sem koma öll- um nemendum að gagni. Hugmyndafræði Eflingar byggist á einu mikilvægasta hlut- verki menntunar sem er að skapa hverjum einstaklingi sem best lífsskilyrði. Foreldrar gegna lyk- ilhlutverki í gerð slíkra náms- áætlana. Samstarf allra sem vinna með einstaklingnum er ómissandi liður í að tryggja gæði menntunar. Við gerð námsáætl- unar verður leitin að lausn vanda oftar til þess að efla hverja náms- áætlun og þeir sem hana vinna gera sér grein fyrir því að sér- kennsla er þjónusta en ekki stað- ur. Alla þessa þætti tel ég að megi bæta í íslenskum skólum. Efling er verkfæri til að vinna að þessum markmiðum.“ – Svo er kynning á ETAI-rann- sókn, hvað er þar á ferðinni? „ETAI-rannsóknin – Enhanch- ing teachers ability in inclusion, sem við nefnum „Bætt skilyrði til náms,“ er rannsókn fjögurra þjóða, þ.e. Austurríkismanna, Ís- lendinda, Portúgala og Spán- verja. Rannsókninni var ýtt úr vör í því skyni að læra af þeim skólum og þeim kennurum sem höfðu náð framúrskarandi ár- angri á sviði heiltæks skólastarfs. Niðurstöður rannsóknarinnar voru notaðar sem grunnur að stuðningsefni fyrir kennara. Stuðningsefnið samanstendur af handbók og verkefnum ætlað kennurum, auk myndbands frá löndunum fjórum. Tilgangur ETAI-verkefnisins er að gefa kennurum kost á að efla færni sína við almenna grunnskóla við að skipuleggja nám án aðgrein- ingar.“ – Hver er hlutur Íslands í um- ræddri rannsókn? „Hlutur Íslands er stór. Rósa Eggerts- dóttir var verkefnis- stjóri rannsóknarinnar, Ísland átti fjölmenn- asta starfshópinn, frumkvæði að rannsókninni kom héðan og fjármálasýsla var í okk- ar höndum. Íslenski starfshópur- inn stendur fyrir ráðstefnu 13. apríl í Lundarskóla á Akureyri þar sem ETAI-rannsóknin verður kynnt. Þótt þáttur Íslands hafi verið umtalsverður er rétt að leggja áherslu á að við áttum gott og farsælt samstarf við erlendu samstarfsaðilana.“ Ingibjörg Auðunsdóttir  Ingibjörg Auðunsdóttir er fædd 8. maí 1949 í Kópavogi og uppalin þar. Handavinnukennari frá KÍ 1970 almennur kennari við sama skóla 1973 og BA í sér- kennslufræðum frá KHÍ 1993. Stundar meistaranám við Há- skólann á Akureyri. Á árunum 1970–85 var hún grunnskóla- kennari í Kópavogi og á Akur- eyri. Kennsluráðgjafi á Fræðslu- skrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra og á Skólaþjónustu Ey- þings 1995–99 og kennsluráð- gjafi á skólaþróunarsviði Háskól- ans á Akureyri frá 1999. Varaformaður Þroskahjálpar fjögur síðustu árin. Maki Ingi- bjargar er Guðmundur Svaf- arsson og eiga þau synina Auðun og Karl. …Ísland átti fjölmennasta starfshópinn Nei, nei, góði, við göngum ekki svo langt, bara skatt á hvert ris, ekki á hvert út og inn. SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp til laga sem miðar að því að efla varnir gegn hryðjuverkum. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyr- ir að lögregla fái rýmri heimildir til rannsókna og húsleitar en nú er. „Markmið þessa frumvarps er að gera nauðsynlegar breytingar á lögum til þess að íslenska ríkið uppfylli skuldbindingar samkvæmt þremur alþjóðasamþykktum, á vegum Sameinuðu þjóðanna, gegn hryðjuverkum,“ segir Sólveig. Um er að ræða samþykktir sem miða að því að koma í veg fyrir hryðju- verkaárásir, fjármögnun hryðju- verka og ályktun SÞ frá 26. sept- ember sl. um varnir gegn hryðju- verkum. Ekki er um að ræða sérstök lög um varnir gegn hryðjuverkum heldur verða gerðar breytingar á almennum hegningarlögum og lög- um um refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfs- manns. Svipað og á Norðurlöndum „Þessar lagabreytingar eru sam- bærilegar við endurskoðun laga sem á sér stað á öðrum Norð- urlöndum og í flestum vestrænum ríkjum í kjölfar hryðjuverkanna [11. september],“ segir Sólveig. Fyrirmynd frumvarpsins er að nokkru leyti sótt í frumvarp sem lagt hefur verið fyrir danska þing- ið. Frumvörpin eru þó ólík m.a. að því leyti að í því íslenska er ekki gert ráð fyrir auknum rannsókn- arheimildum lögreglu. „Slíkar breytingar eru ekki lagðar til í þessu lagafrumvarpi. Þær verða skoðaðar nánar í heildarendurskoð- un um meðferð opinberra mála en það er alveg óvíst hvort þörf verði á slíku,“ segir Sólveig. Frumvarpið miðar að því að skil- greina nánar hvaða verknaður telst hryðjuverk og verða þau flokkuð sem brot gegn stjórnskipun rík- isins og æðstu stjórnvöld þess. Þá verði fjármögnun hryðjuverka gerð refsiverð en slíkt skortir í gildandi lögum og nánar kveðið á um refs- ingu þess sem veitir hryðjuverka- starfsemi stuðning. Að auki verður refsilögsaga íslenska ríkisins rýmkuð þannig að unnt verði að refsa fyrir hryðjuverk án tillits til þess hvar þau eru framin og án til- lits til þjóðernis þess sem framdi verknaðinn. Frumvarpið verður kynnt í ríkis- stjórnarflokkunum á næstunni. Lagabreytingar til að verjast hryðjuverkum FERÐAMÖNNUM er nú heimilt að koma með tollfrjálsan varning til landsins að verðmæti 46 þúsund krónur í stað 36 þúsund kr. áður og hver hlutur má kosta allt að 23 þús- und krónum í stað 18 þúsund króna áður, samkvæmt reglugerðarbreyt- ingu sem fjármálaráðherra hefur gert. Börn yngri en 12 ára mega flytja inn varning fyrir helming þessara upphæða. Þá hefur verið fest í reglugerð heimild til innflutnings á þremur léttvínsflöskum sé ekki sterkt vín tekið með inn í landið. Áður var heimilt að flytja inn tvo lítra af áfengi sem innihélt vínanda sem var minni en 22% að styrkleika, en það hefur nú verið hækkað í 2,25 lítra. Óbreytt er hins vegar að taka má með sér sex lítra öls og einn lítra áfengis sem er sterkara en 22%. Andvirði matvæla sem taka má með sér til landsins hækkar úr 10 þúsund kr. í 13 þúsund kr. og mega þau vega allt að því þrjú kg. 17 þúsund kr. fyrir flugliða og farmenn Einnig hafa viðmiðunarfjárhæðir vegna tollfrjáls innflutnings far- manna og flugliða einnig verið hækkaðar úr 13 þúsund krónum í 17 þúsund krónur hafi þeir verið skemur en 15 daga í ferð. Ef ferðin hefur staðið lengur en 15 daga er fjárhæð tollfrjáls innflutnings 34 þúsund kr. en var áður 26 þúsund krónur. Verðmæti toll- frjáls varnings hækkar DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur auglýst lausar til umsóknar embætti sýslumannsins á Ísafirði og á Blönduósi. Stöðurnar verða veittar frá 15. febrúar 2002. Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Arnar- hvoli, eigi síðar en 23. janúar 2002. Ólafur Helgi Kjartansson, sem áður var sýslumaður á Ísafirði, hefur verið skipaður sýslumaður á Selfossi og Kjartan Þorkelsson sem var sýslumaður á Blönduósi, hefur verið skipaður sýslumaður á Hvolsvelli. Í auglýsingunni kemur fram að sú regla gildir hjá ráðuneytinu og undirstofnunum að jafnrétti kynjanna skuli haft í heiðri við stöðuveitingar. Umsóknir þar sem umsækj- andi óskar nafnleyndar verða ekki teknar gildar. Lausar stöð- ur sýslu- manna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.