Morgunblaðið - 19.01.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 19.01.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kynning á Eflingu og ETAI-rannsókninni Foreldrar í lykilhlutverki FFA-fræðsla fyrirfatlaða og aðstand-endur boðar til kynningar á „Eflingu – Áleiðis með börnum“ og ETAI-rannsókninni í dag. Ingibjörg Auðunsdóttir, kennsluráðgjafi við skólaþróunarsvið Háskól- ans á Akureyri, mun sjá um kynninguna, en hún stóð að útgáfu Eflingar ásamt fleirum og fer fyrir hlut Íslands í ETAI-verk- efninu. Hún svaraði góð- fúslega nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins um umrædda málaflokka. – Hvað er FFA? „FFA stendur fyrir fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur og er sam- starfsverkefni Landssam- takanna Þroskahjálpar, Sjálfs- bjargar landssambandsins, Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra og Styrktarfélags vangef- inna. FFA stendur fyrir nám- skeiðum og fræðslu um margvísleg málefni sem tengjast fötluðum. Auk námskeiða fyrir foreldra hafa m.a. verið haldin sérstök námskeið fyrir afa og ömmur fatlaðra barna.“ – Segðu okkur eitthvað frá handbókinni Eflingu – Áleiðis með börnum, sem þú ætlar að kynna... „Efling er handbók sem kenn- arar, í samvinnu við foreldra og sérfræðinga stoðþjónustu, geta notað við að vinna einstaklings- áætlun fyrir börn og ungmenni með sérþarfir í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskól- um.“ – Hver gefur bókina út og eftir hvern er hún? „Ég gef bókina út í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp en höfundar hennar eru banda- rískir. Einn þeirra, Michael F. Gi- angreco, kom til Íslands 1999 og hélt hér fyrirlestra og námskeið.“ – Hvar verður kynningin og hvernig fer hún fram? „Kynningin fer fram í húsa- kynnum Þroskahjálpar á Suður- landsbraut 22. Kynningin fer fram með tveimur stuttum fyr- irlestrum og umræðum á milli. Efnið verður til sýnis á staðnum.“ – Hverjum er kynningin ætluð? „Þessi kynning er ætluð for- eldrum og aðstandendum fatlaðra barna og ungmenna og fötluðum einstaklingum sem stunda nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla.“ – Ef efni Eflingar er skoðað, hvernig standa þau mál á Íslandi sem bókin snýr að? „Mesti vandinn við að skipu- leggja þátttöku nemenda með miklar sérþarfir í almennum bekk er að hafa á takteinum raunhæfar lausnir á námi nem- endanna. Það er mjög áhugavert að fylgjast með vinnu kennara sem eru að skipuleggja nám nem- enda með sérþarfir þegar þeir leita raunhæfra leiða til að tryggja aðild nemand- ans að almennum bekk því þá þróast gjarnan aðferðir sem koma öll- um nemendum að gagni. Hugmyndafræði Eflingar byggist á einu mikilvægasta hlut- verki menntunar sem er að skapa hverjum einstaklingi sem best lífsskilyrði. Foreldrar gegna lyk- ilhlutverki í gerð slíkra náms- áætlana. Samstarf allra sem vinna með einstaklingnum er ómissandi liður í að tryggja gæði menntunar. Við gerð námsáætl- unar verður leitin að lausn vanda oftar til þess að efla hverja náms- áætlun og þeir sem hana vinna gera sér grein fyrir því að sér- kennsla er þjónusta en ekki stað- ur. Alla þessa þætti tel ég að megi bæta í íslenskum skólum. Efling er verkfæri til að vinna að þessum markmiðum.“ – Svo er kynning á ETAI-rann- sókn, hvað er þar á ferðinni? „ETAI-rannsóknin – Enhanch- ing teachers ability in inclusion, sem við nefnum „Bætt skilyrði til náms,“ er rannsókn fjögurra þjóða, þ.e. Austurríkismanna, Ís- lendinda, Portúgala og Spán- verja. Rannsókninni var ýtt úr vör í því skyni að læra af þeim skólum og þeim kennurum sem höfðu náð framúrskarandi ár- angri á sviði heiltæks skólastarfs. Niðurstöður rannsóknarinnar voru notaðar sem grunnur að stuðningsefni fyrir kennara. Stuðningsefnið samanstendur af handbók og verkefnum ætlað kennurum, auk myndbands frá löndunum fjórum. Tilgangur ETAI-verkefnisins er að gefa kennurum kost á að efla færni sína við almenna grunnskóla við að skipuleggja nám án aðgrein- ingar.“ – Hver er hlutur Íslands í um- ræddri rannsókn? „Hlutur Íslands er stór. Rósa Eggerts- dóttir var verkefnis- stjóri rannsóknarinnar, Ísland átti fjölmenn- asta starfshópinn, frumkvæði að rannsókninni kom héðan og fjármálasýsla var í okk- ar höndum. Íslenski starfshópur- inn stendur fyrir ráðstefnu 13. apríl í Lundarskóla á Akureyri þar sem ETAI-rannsóknin verður kynnt. Þótt þáttur Íslands hafi verið umtalsverður er rétt að leggja áherslu á að við áttum gott og farsælt samstarf við erlendu samstarfsaðilana.“ Ingibjörg Auðunsdóttir  Ingibjörg Auðunsdóttir er fædd 8. maí 1949 í Kópavogi og uppalin þar. Handavinnukennari frá KÍ 1970 almennur kennari við sama skóla 1973 og BA í sér- kennslufræðum frá KHÍ 1993. Stundar meistaranám við Há- skólann á Akureyri. Á árunum 1970–85 var hún grunnskóla- kennari í Kópavogi og á Akur- eyri. Kennsluráðgjafi á Fræðslu- skrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra og á Skólaþjónustu Ey- þings 1995–99 og kennsluráð- gjafi á skólaþróunarsviði Háskól- ans á Akureyri frá 1999. Varaformaður Þroskahjálpar fjögur síðustu árin. Maki Ingi- bjargar er Guðmundur Svaf- arsson og eiga þau synina Auðun og Karl. …Ísland átti fjölmennasta starfshópinn Nei, nei, góði, við göngum ekki svo langt, bara skatt á hvert ris, ekki á hvert út og inn. SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp til laga sem miðar að því að efla varnir gegn hryðjuverkum. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyr- ir að lögregla fái rýmri heimildir til rannsókna og húsleitar en nú er. „Markmið þessa frumvarps er að gera nauðsynlegar breytingar á lögum til þess að íslenska ríkið uppfylli skuldbindingar samkvæmt þremur alþjóðasamþykktum, á vegum Sameinuðu þjóðanna, gegn hryðjuverkum,“ segir Sólveig. Um er að ræða samþykktir sem miða að því að koma í veg fyrir hryðju- verkaárásir, fjármögnun hryðju- verka og ályktun SÞ frá 26. sept- ember sl. um varnir gegn hryðju- verkum. Ekki er um að ræða sérstök lög um varnir gegn hryðjuverkum heldur verða gerðar breytingar á almennum hegningarlögum og lög- um um refsiábyrgð lögaðila vegna mútugreiðslu til opinbers starfs- manns. Svipað og á Norðurlöndum „Þessar lagabreytingar eru sam- bærilegar við endurskoðun laga sem á sér stað á öðrum Norð- urlöndum og í flestum vestrænum ríkjum í kjölfar hryðjuverkanna [11. september],“ segir Sólveig. Fyrirmynd frumvarpsins er að nokkru leyti sótt í frumvarp sem lagt hefur verið fyrir danska þing- ið. Frumvörpin eru þó ólík m.a. að því leyti að í því íslenska er ekki gert ráð fyrir auknum rannsókn- arheimildum lögreglu. „Slíkar breytingar eru ekki lagðar til í þessu lagafrumvarpi. Þær verða skoðaðar nánar í heildarendurskoð- un um meðferð opinberra mála en það er alveg óvíst hvort þörf verði á slíku,“ segir Sólveig. Frumvarpið miðar að því að skil- greina nánar hvaða verknaður telst hryðjuverk og verða þau flokkuð sem brot gegn stjórnskipun rík- isins og æðstu stjórnvöld þess. Þá verði fjármögnun hryðjuverka gerð refsiverð en slíkt skortir í gildandi lögum og nánar kveðið á um refs- ingu þess sem veitir hryðjuverka- starfsemi stuðning. Að auki verður refsilögsaga íslenska ríkisins rýmkuð þannig að unnt verði að refsa fyrir hryðjuverk án tillits til þess hvar þau eru framin og án til- lits til þjóðernis þess sem framdi verknaðinn. Frumvarpið verður kynnt í ríkis- stjórnarflokkunum á næstunni. Lagabreytingar til að verjast hryðjuverkum FERÐAMÖNNUM er nú heimilt að koma með tollfrjálsan varning til landsins að verðmæti 46 þúsund krónur í stað 36 þúsund kr. áður og hver hlutur má kosta allt að 23 þús- und krónum í stað 18 þúsund króna áður, samkvæmt reglugerðarbreyt- ingu sem fjármálaráðherra hefur gert. Börn yngri en 12 ára mega flytja inn varning fyrir helming þessara upphæða. Þá hefur verið fest í reglugerð heimild til innflutnings á þremur léttvínsflöskum sé ekki sterkt vín tekið með inn í landið. Áður var heimilt að flytja inn tvo lítra af áfengi sem innihélt vínanda sem var minni en 22% að styrkleika, en það hefur nú verið hækkað í 2,25 lítra. Óbreytt er hins vegar að taka má með sér sex lítra öls og einn lítra áfengis sem er sterkara en 22%. Andvirði matvæla sem taka má með sér til landsins hækkar úr 10 þúsund kr. í 13 þúsund kr. og mega þau vega allt að því þrjú kg. 17 þúsund kr. fyrir flugliða og farmenn Einnig hafa viðmiðunarfjárhæðir vegna tollfrjáls innflutnings far- manna og flugliða einnig verið hækkaðar úr 13 þúsund krónum í 17 þúsund krónur hafi þeir verið skemur en 15 daga í ferð. Ef ferðin hefur staðið lengur en 15 daga er fjárhæð tollfrjáls innflutnings 34 þúsund kr. en var áður 26 þúsund krónur. Verðmæti toll- frjáls varnings hækkar DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur auglýst lausar til umsóknar embætti sýslumannsins á Ísafirði og á Blönduósi. Stöðurnar verða veittar frá 15. febrúar 2002. Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Arnar- hvoli, eigi síðar en 23. janúar 2002. Ólafur Helgi Kjartansson, sem áður var sýslumaður á Ísafirði, hefur verið skipaður sýslumaður á Selfossi og Kjartan Þorkelsson sem var sýslumaður á Blönduósi, hefur verið skipaður sýslumaður á Hvolsvelli. Í auglýsingunni kemur fram að sú regla gildir hjá ráðuneytinu og undirstofnunum að jafnrétti kynjanna skuli haft í heiðri við stöðuveitingar. Umsóknir þar sem umsækj- andi óskar nafnleyndar verða ekki teknar gildar. Lausar stöð- ur sýslu- manna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.