Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 31 LÍFSKJÖR þjóðar- innar í nútíð og fram- tíð munu að miklu leyti ráðast af því hvernig hlúð er að menntun og jöfnum möguleikum allra til náms. Auknar álögur á nemendur, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir í lok síðasta árs, eru því afar vara- samar, stríða gegn öll- um hugmyndum um jafnrétti til náms og leiða til þess að fjöldi nemenda hættir við nám. Þannig er brotið grundvallaratriði varðandi jafnrétti til náms óháð fjárhag og búsetu. Allt að 100% hækkun á gjöldum nemenda Eitt af síðustu verkum ríkis- stjórnarinnar fyrir jólin var að auka gjaldtökur í framhaldsskólum og háskólum. Í framhaldsskólum voru innritunargjöld hækkuð um 41,7% og skrásetningargjöld í háskólum hækkuðu um 30% úr 25.000 kr. í 32.500 kr. Fram hefur komið hjá Stúdentaráði að 16.000 kr. skrá- setningargjaldið dugar til að standa straum af kostnaði við innritun og rekstur nemendaskrár. Helmingur gjaldsins virðist því vera almenn tekjuöflun til að standa undir kostn- aði við kennsluna og almennan rekstur skólans. Vaxandi útgjöld við skólanám tengist líka bókakaupum og far- tölvunotkun. Bókakaup vegna fram- haldsnáms eru ekki undir 30 þús- und kr. og tölvunotkun er vaxandi þáttur í starfi nemenda. Flestir nemenda geta hinsvegar ekki fest kaup á tölvu nema með lánum. Of- aná allt þetta hækkaði ríkisstjórnin svo efnisgjöld um 100% eða úr 25 þúsund krónur í 50 þúsund krónur sem getur haft úrslitaáhrif á fram- haldsnám nemenda. Ríkisstjórnin er með þessu að stuðla að því að nemendur hverfi frá námi í enn meira mæli en nú er, einfaldlega vegna þess að fjöldi nemenda á ekki fyrir skólakostnaðinum. Stuðlað að flótta úr verknámi Ástæða er líka til að vekja athygli á þessari aðför ríkisstjórnarinnar að nemendum í ljósi nýlegrar skýrslu Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands um ójöfnuð í tekju- skiptingu á Íslandi sem vaxið hefur á undanförnum árum. Ein helsta til- laga stofnunarinnar um hvernig sporna megi gegn þeirri þróun var að hvetja til aukinnar og almennrar menntunar með auknu framboði og fjölbreytni náms. Sérstök athygli er vakin á því í skýrslunni að nauðsynlegt sé að styðja við hvers kyns verknám. Og hvernig skyldi nú ríkisstjórnin gera það? Jú, með því að hækka gjald á efniskostnað í verklegu námi um 100%. Þessi mikla hækkun getur ráðið úrslitum um hvort þeim sem vilja fara í iðn- eða verknám sé það fjárhagslega kleift. Til viðbótar innritunar- og efnis- gjaldi þurfa nemendur í öllum lög- giltum iðngreinum að kaupa verk- færi eða annað námstengt efni sem þeir nota meðan á námi stendur. Kostnaður hárgreiðslunema vegna þessa er um 65 þúsund krónur og matreiðslu- nema um 45–50 þús- und krónur. Auk þess er bókakostnaður við hverja önn um 30.000– 50.000 kr. Þetta hefur m.a. leitt til þess að aðsókn að iðnnámi hefur minnkað mikið með ár- unum. Stór hluti nem- enda í verknámi er af landsbyggðinni, þar sem skólar þar hafa þurft að leggja niður mikið af verknáms- kennslu. Nemendur af landsbyggðinni verða því sérstaklega fyrir barðinu á þessari hækkun sem lögð er á þá til viðbótar verulegum útgjöldum í formi ferðakostnaðar og hárrar leigu á íbúðum á höfuðborgarsvæð- inu. Enn einn landsbyggðarskattur- inn bætist því á afrekaskrá ríkis- stjórnarinnar. Ríkisstjórnin hafnaði betri kosti Ofangreind hækkun á innritunar- og efnisgjöldum, sem ríkisstjórnin ákvað fyrir jólin að ná úr vösum nemenda, skilar ríkissjóði 100 millj- ónum króna. Nær hefði verið, eins og Samfylkingin lagði til, að falla frá þessari gjaldtöku á nemendur, en hækka þess í stað tóbaksgjald um 5 kr. Það hefði skilað ríkissjóði sömu tekjum. Allir nema ríkisstjórnin sjá að þessi tillaga er í alla staði skyn- samlegri, enda vinnur hún gegn reykingum og kemur jafnframt í veg fyrir að námi fjölda fólks sé teflt í tvísýnu. Auk þess hefðu verð- lagsáhrifin sem eru að kynda undir verðbólgunni þessa dagana, orðið mun minni með hækkun tóbaks- gjaldsins eða um 0,03%, en verð- lagsáhrif námsmannagjaldanna á vísitöluna verða 0,14%. Ríkisstjórn- in felldi þessa tillögu, einfaldlega vegna þess að íhaldinu er í mun að festa skólagjöldin í sessi og fram- sóknarmenn láta það yfir sig ganga. Aðför að jafnrétti til náms Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður. Gjaldtökur Nær hefði verið, segir Jóhanna Sigurðardótt- ir, að falla frá þessari gjaldtöku á nemendur, en hækka þess í stað tóbaksgjald um 5 kr. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.