Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HINN ungi Ruslan Pónómarjov heldur enn forystunni í heimsmeist- araeinvíginu í skák þegar þremur skákum er lokið þrátt fyrir harða atlögu Ívantsjúk, einkum í annarri skákinni. Staðan er nú 2-1 Pónóm- arjov í vil. Þriðja skákin var tefld í gær og hafði Pónómarjov hvítt. Ívantsjúk tók nú mun betur á móti en í fyrstu skákinni þegar hann neyddist til að leggja niður vopnin eftir einungis 23 leiki. Að þessu sinni var skákin í jafnvægi mestan tímann, þrátt fyrir að Ívantsjúk kysi hvasst byrjunar- afbrigði í Sikileyjarvörn, og það leit út fyrir að Ívantsjúk væri fremur að skapa sér færi en Pónómarjov. Undir lok skákarinnar var það þó Pónómarjov sem hóf vinningstil- raunir, þótt þær bæru ekki árangur. Ívantsjúk bauð tvívegis jafntefli í skákinni. Pónómarjov hafnaði fyrra boðinu, en féllst á skiptan hlut þeg- ar síðara boðið kom frá Ívantsjúk. Þriðja skákin tefldist þannig: Hvítt: Pónómarjov Svart: Ívantsjúk Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. g3 – (Pónó hefur oft leikið 6. Rdb5 í þessari stöðu, t.d. 6. – Db8 7. Be3 a6 8. Bb6 axb5 9. Rxb5 Bb4+ 10. c3 Ba5 11. Rc7+ Kf8 12. Rxa8 Dxa8 13. Dd6+ Rge7 14. Da3 f5 15. b4 fxe4 16. bxa5 og hvítur vann (Pón- ómarjov-Ívanísevic, Batumi 1999). Hann hefur greinilega ekki áhuga á að sjá það í þessari skák, hvað Ív- antsjúk hefur matreitt fyrir hann í afbrigðinu.) 6. ...a6 7. Bg2 d6 8. 0–0 Bd7 9. Rxc6 Bxc6 10. He1 Be7 11. Dg4 h5 12. De2 h4 13. a4 – (Eða 13. Bf4 Hc8 14. Had1 e5 15.Be3 Rf6 16.Bg5 Rh7 17.Bxe7, jafntefli (Hannes Hlífar Stefánsson- Zvjaginsjev, Reykjavík 1994).) 13. ...hxg3 14. hxg3 Hc8 15. a5 Kf8 (Ein leið til að ljúka skákinni strax með jafntefli: 15. ...Rf6 16. Be3 e5 17. Ra4 Bxa4 18. Hxa4 Dxc2 19. Dxc2 Hxc2 20. Hb4 Hc7 21. Bb6 Hc8 22. Ba7 Hc7 23. Bb6 Hc8 24. Ba7, jafntefli (Berkvens-Rohde, Þýskalandi 1999).) 16. Be3 Rf6 17. Bb6N – (Nýr leikur. Þekkt er 17. Hed1 e5 18. Hd2, jafntefli (Svidler-Movses- ian, Polanica Zdroj 2000).) 17. ...Db8 18. Bf3 Rd7 19. Bd4 Bf6 20. Bxf6 gxf6 21. Bg2 Re5 22. f4 Da7+ 23. Kf1 Rg6 24. Df2 Dxf2+ 25. Kxf2 Hh5 26. Hh1 Hc5 27. Hh7 Ke7 (Eða 27. ...f5 28. exf5 Hxf5 29. Re4 Ke7 30. Hd1 Ba4 31. Rxd6 Hxc2+ 32. Kf1, með nokkuð jöfnu tafli.) 28. Bf1 – 28. ...Rf8 (Ef til vill er eina tilraun svarts til að ná betra tafli að fórna skipta- mun: 28. ...Hxc3!?, t.d. 29. bxc3 Bxe4 30. Hb1 Rf8 31. Hh5 Hxc3 32. Bd3 Bxd3 (32. – Bc6 33. Hb3 Hxb3 34. cxb3) 33. Hxb7+ Rd7 34. cxd3 Hxd3 35. Ha7 e5 36. Hxa6 Rc5 37. Ha7+ Ke6 38. f5+ Kd5, með vand- metinni stöðu.) 29. Hh8 Bb5 30. Bd3 – (Ekki 30. Bxb5 axb5 31. Ke3 b4 32. Ra4 Hxc2 o.s.frv.) 30. ...Bxd3 31. cxd3 Rd7 32. Hxc8 Hxc8 33. d4 Hc4 34. Ha4 Hxa4 35. Rxa4 f5 (Eða 35. ...Rb8 36. d5 f5 37. exf5 exd5 38. Rb6 d4 39. Ke2 Rc6 40. Rd5+ Kd8 0.44/13 41. b4 Ra7 42. Kd3 Rc6 43. g4 Ke8 44. g5 Kf8 45. Ke2 Kg7 46. f6+ og hvítur á vinn- ingsstöðu.) 36. exf5 exf5 37. Rc3 Rf6 38. d5 Rd7 39. b4 Rf6 40. Ke3 Kd7 41. Kd4 Rh5 42. Re2 Rf6 43. Kc4 Re4 44. b5 axb5+ 45. Kxb5 Kc7 46. Kc4 Kb8 47. Kb4 (og keppendur sömdu jafntefli.) Í hinni sögulegu annarri skák ein- vígisins mátti Pónómarjov þakka fyrir jafnteflið: Hvítt: Ívantsjúk Svart: Pónómarjov Móttekið drottningarbragð 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4 Rf6 4. e5 Rd5 5. Bxc4 Rb6 6. Bd3 Rc6 (Svartur má auðvitað ekki drepa á d4 í þessum leik, eða þeim næstu, vegna þess að þá tapar hann drottn- ingunni, eftir Bd3-b5+ o.s.frv.) 7. Re2 Bg4 8. f3 Be6 9. Rbc3 Bc4!? (Algengara er að leika 9. ...Dd7, t.d. 10. Re4 Bd5 11. Rc5 Dc8 12. a3 e6 13. Dc2 Bxc5 14. dxc5 Rd7 15. f4 Bxg2 16. Hg1 Bf3 17. Hxg7 Dd8 18. Be3 Dh4+ 19. Hg3 0–0–0 20. Rc3 Rdb8 21. Bf1 Bg4 22. Df2 Bf5 23. b4 a6 24. b5, með vandmetinni stöðu, en skákinni, Drejev-Salov, Elista 1998, lauk með jafntefli.) 10. Bxc4 Rxc4 11. 0–0 – Það kom mörgum á óvart, að Ív- antsjúk valdi ekki skarpasta fram- haldið, 11. Db3 Rb6 12. e6!? fxe6 13 Dxe6 Rxd4 (13. – Dd7!?) 14. De4, t.d. 14. – Rc6 15. Bg5 Dc8 16. 0–0–0 e5 17. Rd4 Bd6 18. Rxc6 bxc6 19. f4 0–0 20. fxe5 He8 21. Bf4 De6 22. exd6 Dxe4 23 .Rxe4 Hxe4 24. Bg3 cxd6 25. Hxd6 Hc8 26. Hf1 He2 27. Hf2 Hxf2 28. Bxf2, með betra tafli fyrir hvít (Volkov-Drozdovskij, Skt. Pétursborg 2000).) 11. ...e6 12. a3!? – (Það er skemmtileg tilviljun að leikurinn, a2-a3, er nýjung eins og í fyrstu skákinni! Þekkt er 12. f4 Dd7 13. Dd3 Rb6 14. f5?! 0–0–0 15. Bg5 Be7 16. Bxe7 Dxe7 17. Dg3 g6 18. f6? Db4 19. a3 Dc4 20. Had1 Hd7 21. De3 Db3 22. d5 Rc4 23. Dh3? Db6+ 24. Kh1 R6xe5, og svartur vann (Chow-Shamkovich, Chicago 1990).) 12. ...Dd7 13. Kh1 Be7 14. Db3 Rb6 15. Be3 0–0 16. Hac1 a5 17. Hfd1 a4 18. Dc2 Hfd8 19. Rf4 Ha5 20. De4 g6 21. Dc2 – (Tímafrekir liðsflutningar svarts á a-línunni hafa leitt til betra tafls fyrir hvít. Það kann að virðast und- arlegt hjá Ívantsjúk að hörfa með drottninguna, en eðlilegasti leikur- inn, 21. h4, virðist lítið betri, t.d. 21. ...Rd5 22. Rfxd5 exd5 23. Df4 He8 24. Bf2 Haa8 o.s.frv.) 21. ...De8 22. De2 Hd7 23. Hc2 Rd5 24. Rcxd5 exd5 25. Hdc1 f6 26. Rd3 – (Hvítur græðir lítið á að leika 26. e6, t.d. 26. – Hd8 27. Dd2 Hb5 28. He1 Bd6 29. Bf2 Ra5 30. Rd3 Rc4 31. Dh6 c6 o.s.frv.) 26. ...fxe5 27. dxe5 d4 28. Bh6 g5!? 29. Hxc6!? – Þessi fórn gefur hvíti ágæta stöðu, en um leið fær svartur tæki- færi til að flækja taflið. Hvítur virð- ist eiga tvær einfaldari og betri leið- ir: 29. Dd2 Had5 30. Bxg5 Rxe5 31. Rxe5 Hxe5 32. Bf4 He6 33. Hxc7 Hxc7 34. Bxc7 Bf6 35. Bg3 He2 36. Dd3, eða 29. f4 Dg6 30. fxg5 Bxg5 31. Bxg5 Dxg5 32. Rc5 He7 33. Dc4+ Kg7 34. Hf1 o.s.frv.) 29. ...bxc6 30. Hxc6 – (Hér virðist enn sterkara að leika 30. Dd2, sem hótar bæði hórknum á a5 og peðinu á g5.) 30. – Bd6 31. f4 Hf7 32. Hc1 – Þegar hér var komið skákinni, átti Ívantsjúk eina mínútu eftir til að ná 40 leikja markinu, en Pónóm- arjov átti enn minni tíma.) 32. – Hxf4!? 33. Rxf4 Hxe5 34. Dc4+ Df7 Eftir 34. ...Kh8 35. Rd3 c5 36. Hf1 (36. Rxe5 Dxe5 37. g3 De4+ 38. Kg1 De3+) 36. ...He6 37. Bxg5 Dh5 38. Rf4 Bxf4 39. Bxf4 He8 40. Bd6 á hvítur vinningsstöðu.) 35. Rd3 Hf5 36. Dxf7+ Kxf7 37. h4 gxh4 38. Kg1 Ke6! 39. Hc4 h3! 40. gxh3 Kd5 41. Hxa4 Ke4! (Þessi kóngssókn er síðasta von svarts um björgun.) 42. Rf2+ Kf3 43. Hxd4?! – (Eftir 43. Hc4 virðist hvítur fá vinningsstöðu, t.d. 43. – He5 44. Rd3 He6 45. Bc1 Ke4 46. Rc5+ Bxc5 47. Hxc5 He7 48. a4 o.s.frv. Rúsneski stórmeistarinn, Sergei Shipov, telur þó hvít verða í miklum tæknilegum vandræðum með að innbyrða vinninginn.) 43. ...Bc5 44. Hd2 Hf6 45. Bg5? – (Afleikur, sem kostar Ívantsjúk vinninginn. Eftir 45. Hc2 Bd4 46. Bc1 Kg3 47. Hc3+! (47. Kf1 Bxf2 48. Bg5 Hf5 49. Bh4+ Kxh4 50. Hxf2 Hb5 51. Kg2 Hb3) og hvítur nær hrókakaupun- um, sem er honum í hag.) 45. ...Hg6 46. Kf1 Hxg5 47. Hd3+ Kf4 48. Hc3 Bb6 49. b4 Hd5 50. Hd3 Hf5 51. Rd1 c5 52. Rc3 cxb4 53. axb4 Ke5+ 54. Ke1 Hf4 (Hvítur á peði meira en svartur. Svarti biskupinn tryggir jafnteflið, því að hann er mun betri en hvíti riddarinn, þar sem peð eru á báðum vængjum.) 55. Hd5+ Ke6 56. Hb5 Bc7 57. Rd5 – (Eða 57. Hh5 Hxb4 58. Hxh7 Be5 o.s.frv.) 57. ...He4+ 58. Kf2 Bd6 og kepp- endur sömdu um jafntefli. Hvítur kemst ekkert áfram. Tefldar verða átta skákir og er teflt daglega 16.–24. janúar, nema hvað sunnudagurinn 20. janúar verður frídagur. Skákirnar hefjast klukkan 13 og hægt er að fylgjast með þeim á ICC, www.fide.com og fleiri stöðum á Netinu. Pónómarjov heldur forystunni SKÁK Moskva HEIMSMEISTARAEINVÍGIÐ Í SKÁK 16.1.–24.1. 2002 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson VINNUMÁLASTOFNUN hefur á síðustu þremur mánuðum ákveðið að synja fjórum nektarstöðum um út- gáfu nýrra atvinnuleyfa, að sögn Heiðu Gestsdóttir lögfræðings hjá Vinnumálastofnun. Um er að ræða Vegas og Bóhem í Reykjavík og Setrið og Venus á Akureyri. Heiða segir að málin séu ekki öll sambærileg. Þannig skorti í ein- hverjum tilvikum nauðsynleg gögn sem eiga að fylgja með umsóknum. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að yfirvöldum barst í hendur samningur við nektardansmey hjá Vegas sem var talsvert frábrugðinn þeim samningum sem framkvæmda- stjóri staðarins hafði framvísað við Vinnumálastofnun. Í kjölfarið hefur Vinnumálastofnun hætt að veita Vegas atvinnuleyfi. Dregið úr réttindum Í lögum um atvinnuréttindi út- lendinga er kveðið á um að skilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfis sé að fyr- ir liggi ráðningarsamningur sem tryggi erlendum starfsmanni laun og önnur starfskjör til jafns við heima- menn sbr. lög um starfskjör launa- fólks og skyldutryggingu lífeyris- réttinda. Þetta á jafnt við um laun og önnur réttindi. Heiða segir aðspurð að samning- urinn sem Vegas gerði við dansmeyj- arnar en var ekki framvísað við Vinnumálastofnun, hafi dregið úr réttindum dansmeyjanna en ekki aukið þau. Vinnumálastofnun hefði engar athugasemdir gert hefði samningurinn aukið réttindi þeirra eða kveðið á um hærri laun. Heiða segir að grunur leiki á um að slíkir samningar séu gerðir á öðr- um nektarstöðunum en stofnunin hafi þó ekki beinharðar sannanir um slíkt. Að öðrum kosti ófáanlegar til landsins Þór Ostensen, framkvæmdastjóri Vegas, neitar því að réttindi nekt- ardansmeyja minnki þó þær hafi gert annan samning við staðinn en þann sem var framvísað við Vinnu- málastofnun. Réttindi þeirra séu ávallt tryggð með þeim samningum sem hafi verið framvísað við stofn- unina. Hliðarsamningurinn, eins og hann nefnir ofangreindan samning, sé í raun notaður til að auka við laun dansmeyjanna. Dansmeyjar frá löndum utan EES yrðu ófáanlegar til landsins ef þeim yrði boðið upp á þau laun sem til- greind eru í samningnum sem fram- vísað er við Vinnumálastofnun. Í mörgum tilfellum fái dansmeyjarnar hliðarsamningana í hendurnar áður en þær koma til landsins og skrifa gjarnan undir þá ytra. Hann bætir því við að enginn þeirra nektarstaða sem hann hafi haft spurnir af hafi fengið úthlutað atvinnuleyfi fyrir nektardansmeyjar utan EES upp á síðkastið. Þór segir að sér virðist sem Vinnu- málastofnun reyni með ýmsum hætti að tefja útgáfu atvinnuleyfa því stofnunin sé að reyna að koma í veg fyrir starfsemi nektarstaða. „Þetta er þrýstingur frá stjórnvöldum og ekkert annað.“ Í Morgunblaðinu í gær auglýsti Vegas eftir dönsurum og borðdöm- um til starfa. Þór viðurkennir að ástæðan sé m.a. ofangreindir erfið- leikar með að útvega erlenda dans- ara, þó það skipti ekki sköpum. Einnig vonast hann til þess að með auknu hlutfalli íslenskra dansara slái hugsanlega á fordóma gagnvart starfsemi nektarstaða. Ekki gerðar athugasemdir ef réttindi eru ekki skert Fjórum nektarstöðum synjað um atvinnuleyfi BERGSVEINN Alfonsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Neyðarlínunn- ar, segir að boðun slökkviliða á lands- byggðinni og björgunarsveita með SMS-skilaboðum hafi í aðalatriðum reynst vel. Vandamál sem komið hafi upp hafi verið leyst. Bregðist kerfið séu aðrar leiðir til að senda út boð. Í stjórnstöð Neyðarlínunnar er hægt að ganga úr skugga um að skilaboðin hafi borist í símana hjá viðkomandi. Enn er þó ekki hægt að sjá hvort handhafar símanna hafi í raun lesið skilaboðin en Bergsveinn bendir á að nú sé í smíðum nýtt kerfi sem nefnt hefur verið Boði, sem eigi að bjóða upp á þennan möguleika. Eftir að slökkvilið hefur verið kallað út með SMS-skilaboðum hafa slökkviliðsstjórarnir samband við Neyðarlínu og fá frekari upplýsingar um aðstæður. Aðspurður hvort komið hafi fyrir að slökkviliðsmenn hafi hreinlega ekki vaknað þegar SMS-boðin berast í símana segist Bergsveinn ekki hafa heyrt af slíkum dæmum. Hann kann- ast heldur ekki við að slæmt GSM- samband hafi valdið miklum vand- ræðum við boðun en tekur þó fram að ekkert kerfi sé fullkomið. Á tímabili hafi t.a.m. gengið seint að koma skilaboðum til slökkviliðsmanna á Dalvík en lausn hafi fundist á því vandamáli. Slökkviliðsstjórar óska af og til eft- ir því að kerfið sé prófað og björg- unarsveitir fá send skilaboð mánað- arlega til að ganga úr skugga um að allt virki. Talsmaður Neyðarlínunnar Boðun með SMS hefur reynst vel Námskeið um staðla STAÐLARÁÐ Íslands stendur fyrir námskeiði föstudaginn 1. febrúar kl. 8.30–14.45 á Laugavegi 178, fyrir þá sem vilja læra á nýja útgáfu ISO 9000-gæðastjórnunarstaðlanna. Markmið námskeiðsins er að þátt- takendur geti gert grein fyrir meg- ináherslum og uppbyggingu kjarna- staðlanna í ISO 9000:2000-röðinni og þekki hvernig þeim er beitt við að koma á og viðhalda gæðastjórnunar- kerfi. Auk þess að skýra uppbyggingu staðlanna, notkun og kröfurnar í ISO 9001 verður farið yfir tengsl staðl- anna og gæðastjórnunarkerfis sam- kvæmt ISO 9000. Þátttakendur leysa hópverkefni í gerð verklagsreglna. Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is eða í síma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.