Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í GEGNUM tíðina hefur það þótt eftir- sóknarvert og góð þjóðrækni að velja ís- lenskt. Ekki síður í dag þegar við Íslend- ingar eigum orðið mörg fyrirtæki sem í engu gefa erlendum eftir hvað tækni og hæfni varðar og á mörgum sviðum sjáum við íslensk fyrirtæki í fararbroddi. Ekki síst á sviði hugvits og há- tækni. Átök milli Veður- stofu Íslands og Halo, einkarekinnar veður- stofu, hafa vakið athygli mína og jafnframt nokkra furðu. Íslendingar þarfnast líklega framar flestum þjóðum öruggrar og aðgengilegrar veðurspár. Hér gerast veður vá- lyndari en víða annarsstaðar. Allir þekkja fréttaflutning af ófærð milli landshluta, í lofti, á láði og legi, og fáar þjóðir eru jafnháðar hafinu og fiskinum í því og við. Árlega gerast válegir atburðir á landinu okkar sem rekja má til veð- urs, ekki síst á hafi þegar veður rjúka upp svo skyndilega að ekki veitist öllum heimkoma. Þetta hefur íslensk þjóð mátt lifa við og þurft að sætta sig við, enda þótt tækni og framfarir í veðurfræði hafi gert spár betri og nákvæm- ari. Veðurstofa Íslands hefur staðið vaktina eins og viti á sjávar- strönd í áratugi og staðið sig vel. Nú ber nýtt við. Okkur eru færðar þær fréttir frá Veðurstofu Íslands að veðurspár sem hún sendir út á öldur hljóðvakans nú séu ekki eins áreiðan- legar og þær voru. Ástæðan er sögð ófullkomnari veð- urupplýsingar erlendis frá. Öryggi í veðurspám er svo stórt mál og þess eðlis að ekki er við- unandi að í þeim efnum sé stigið skref afturábak. Þarna má hvorki ráða ferð pólitík né sérlund. Ábyrgð þeirra sem þessi mál höndla getur varðað líf. Ekki er ég sjómaður en mér næg- ir að vera Íslendingur til að láta í ljósi óánægju og áhyggjur vegna þessara frétta. Áhyggjur mínar beinast samt fyrst og fremst að þeim sem sjóinn sækja og geta átt líf að launa fyrir góðar og öruggar veðurspár. Enginn veit nokkurn tíma hversu oft það hefur gerst. Undirritaður hefur vegna starfs síns þurft að fylgjast náið með veðri og hefur verið ómetanlegt að geta haft nokkuð örugga vitneskju um veðurhorfur. Það var góð viðbót þegar ég frétti af Halo-veðurstof- unni og vefsíðu hennar theyr.com á vefnum. Þar hef ég verið reglulegur gest- ur síðan og hefur mér þótt ná- kvæmnin alla jafna mjög góð og stundum hreint afbragð. Halo-veð- urstofan rekur öflugt reiknilíkan (ályktun höfundar vegna nákvæmni veðurfrétta) sem hún hefur boðið Veðurstofu Íslands aðgang að. Eftir lestur greina í dagblöðum um átök milli þessara veðurstofa sem virðast því miður snúast um pólitík og minna eilítið á leik katt- arins að músinni vil ég beina þeirri hvatningu til forráðamanna Veður- stofu Íslands að þeir skoði hvort ekki sé tími til að hefja samstarf við íslenskt hátæknifyrirtæki í veður- fræðum á frjálsum markaði sem gerir eitthvað nýtt og virkilega gott. Er ekki gengið sömu megin göt- unnar að sama marki, öryggi neyt- enda? Sem áhugamaður um veður og veðurfræði og sem reglulegur not- andi bæði Veðurstofu Íslands og theyr.com get ég gefið veðurspám Halo-veðurstofunnar bestu með- mæli. Íslenskt – já, takk. Íslenskt – já, takk Erling Magnússon Veðurfregnir Er ekki tími til kominn, spyr Erling Magnússon, að Veðurstofa Íslands skoði möguleika á samstarfi við íslenskt hátæknifyrirtæki í veðurfræðum á frjálsum markaði? Höfundur er húsasmíðameistari. Í HVERT sinn sem veðurlag er sérstætt koma fram vangaveltur um hlýnun í lofthjúpi jarðar og orsakir henn- ar. Oftast er þá minnst á loftmengun, einkum svonefnd gróðurhúsa- áhrif. Flestir kenna þar mönnum um og eigna þeim verulegan hluta hlýnunar en allmargir leggja fremur áherslu á náttúrulegar sveiflur í magni gróðurhúsa- lofttegunda og í sól- geisluninni og til eru þeir sem telja hlýn- unina óverulega og hlut okkar mannanna afar lítinn. Svo er margt spaklegt sagt um áhrif hlýn- unar; hvort hún megi teljast „góð“ eða „vond“. Það er auðvelt að missa sjónar á aðalatriðunum í málinu þeg- ar upp eru sett hagsmunagleraugu eða menn hengja sig í einstaka þætti. Staðreyndir um hlýnun og óson eru m.a. þessar:  Meðalhiti jarðar hefur hækkað um a.m.k. 0,6 stig á einni öld sam- kvæmt gögnum frá hundruðum veðurathugunarstöðva í strjálbýli og þéttbýli. Talan segir skýrt til um verulega uppsveiflu, þrátt fyr- ir kalt tímabil á öldinni. Í tölunni felst einnig misræmi í hlýnun eftir hnattsvæðum. Þótt talan virðist lág og hún sé meðaltal fyrir allan hnöttinn er hún engu að síður slá- andi. Meðalhiti síðustu 23 ára er hærri en meðalhiti áranna 1960– 1991, þar af voru níu hlýjustu árin á árabilinu 1990–2000.  Koldíoxíð (kolsýringur) er aðeins ein af gróðurhúsalofttegundun- um. Hún hefur aukist að magni um a.m.k. 20% á rúmri hálfri öld. Bæði hafið og gróður jarðar binda efnið.  Auking metans, sem verður m.a. til í landbúnaði og við hvers kyns rotnun, er enn hrað- ari og sú lofttegund er öflugari gróður- húsalofttegund en kolsýringurinn. Þetta efni binst lítið.  Áhrif ósons (tiltekin gerð súrefnis) eru lítil á hitastig loft- hjúpsins. Ósonlag hátt í lofti ver aftur á móti lífríkið fyrir skaðlegu útfjólubláu ljósi. Ósonlagið er m.a. háð hitastigi í háloftunum og mengun, bæði nátt- úrulegri (t.d. vegna eldgosa) og mann- gerðri. Sveiflur í ósonmagni loft- hjúpsins urðu æ tíðari og víðtæk- ari á sl. 20 árum. Nokkrar augljósar staðreyndir um umhverfisáhrif hlýnunarinnar (hún er þó ekki einráð) eru þessar:  Meirihluti jökla heimsins minnk- ar. Flestar vísbendingar hníga líka að því að ísar Suðurskauts- landsins séu á undanhaldi; reynd- ar hægt.  Sjávarborð hækkar á heimsvísu um 1–2 millimetra á ári að með- altali.  Öfgar í veðurfari eru algengari nú en áður.  Nokkrar vísbendingar eru til um breytta hafstrauma.  Eyðimerkur stækka og skóglendi minnkar þrátt fyrir hlýnun.  Hlýnun lofthjúpsins er mest um miðbik jarðar.  Aldauði tegunda í lífríkinu er hraðari nú en áður og verulegar gloppur koma fram í frumfram- leiðslu lífvera í hafinu (þörungar og smádýr). Óstöðugleiki er greinilegur í sögu jarðar. Magn gróðurhúsaloftteg- unda sveiflast mjög í jarðsögunni, gróðurhula er breytileg og veðurfar ávallt óstöðugt, í mismiklum mæli. Sum ferlin sem stýra öllu þessu eru ekki óháð manninum, einkum eftir að hann komst á iðnaðarstig og sam- félög hans tóku að telja milljarða manna. Breytingar á veðurfari, gróðurhulu, sjávarborði og lífsskil- yrðum hafa ávallt bæði jákvæð og neikvæð áhrif. Það er ljómandi nota- legt ef gróðurskilyrði batna hér en vont ef það hækkar ört í sjó eða jökl- ar minnka of hratt og mikið. Við á Ís- landi getum ekki valið okkur þessi áhrif að vild og við berum, eins og allir menn, ábyrgð á vegferð annarra sem lenda í kreppu vegna þess sem okkur kann að hugnast í þessum efn- um. Þess vegna ber mönnum skylda til að lágmarka jafnan umhverfis- áhrif sín og reyna að varðveita sem best jafnvægið í náttúruferlunum. Það er jafn heimskulegt að halda að menn og athafnir þeirra séu ekki hluti náttúrunnar og þessara ferla eins og að telja sig ráðsmann náttúr- unnar og yfir hana hafinn. Vel getur farið svo að náttúrleg kólnun jafni núverandi upphitun út eftir 1–2 ára- tugi en það dugar ekki til sem fram- tíðarsýn, því jafn augljóst er að hlýn- unin gæti hert á sér og manngerð áhrif þar aukist. Menn vinna ekki í núinu upp á vonarpening þegar framtíð kynslóða er í húfi. Maðurinn stjórnar vissulega umhverfinu að- eins að hluta en það leysir hann ekki frá ábyrgð á því. Þetta vita allir, en eru ósammála um leiðir. Staldrað við veðurfar Ari Trausti Guðmundsson Veður Magn gróðurhúsa- lofttegunda, segir Ari Trausti Guðmundsson, sveiflast mjög í jarðsögunni. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og m.a. ráðgjafi hjá Línuhönnun hf. UNDANFARIÐ hefur mörgum orðið tíðrætt um sterka stöðu Kópavogsbæjar. Hjá flestum kemur fyrst upp í hugann hröð uppbygging bæjarins, bæði hvað varðar fjölg- un íbúa og aukningu á atvinnuhúsnæði. Nýj- asta dæmið um hið síð- astnefnda er eins og allir vita Smáralind. Í þessari umræðu vill það gjarnan gleymast að Kópavogsbær veitir íbúum sínum að mörgu leyti frábæra þjónustu. Með því að gæta að- halds í rekstri bæjarsjóðs hafa bæj- aryfirvöld náð að skila nægjanlegum tekjuafgangi til að standa undir myndarlegum fjárfestingum sem síðan hafa skapað skilyrði fyrir stór- bætta þjónustu á ýmsum sviðum. Sem dæmi um málaflokka, þar sem þjónusta við bæjarbúa hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum, eru skólamál og leikskólamál. Grunnskólar Kópavogsbær varð fyrst af stóru sveitarfélögunum til að ljúka við ein- setningu grunnskóla, en því tak- marki var náð á árinu 1997. Allmörg sveitarfélög hafa ekki enn náð þess- um lögboðna áfanga. Í nýju hverf- unum, þ.e. Smára-, Linda- og Sala- hverfi, hafa skólarnir verið einsetnir frá upphafi. Í eldri hverfum bæjarins þurfti að byggja við flesta af skól- unum til þess að geta einsett þá. Þessar viðbyggingar við eldri skóla hafa kostað bæjarsjóð nálægt einn milljarð króna. Það munar um minna, þegar ört vaxandi bær kallar á hlutfallslega miklar fjárfestingar í skólum, leikskólum og fleiri þjón- ustustofnunum í nýjum hverfum. Á því kjörtímabili, sem nú er senn að ljúka, hefur umræða um leikskóla- mál verið ofarlega á baugi. Þessi mál voru töluvert í umræðunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1998, en þau eru enn frekar í kastljósinu núna. Bæði er að eftirspurnin hefur farið vaxandi en einnig skiptir máli að kröfur skattborgaranna um góða þjónustu hafa aukist. Í upphafi kjörtíma- bilsins voru leikskól- arnir 12 en nú eru þeir orðnir 15 talsins og í vor er áætlað að sá 16. bætist í hópinn (leik- skóli við Rjúpnasali). Samkvæmt þessu fjölg- ar leikskólum í bænum um þriðjung á einu kjörtímabili. Auk þess er nú verið að ljúka viðbyggingu við leikskólann Efstahjalla. Þess má geta að árið 1990 þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur tóku við meirihlutanum í Kópavogi voru 7 leikskólar í bænum. Í vor má reikna með því að unnt verði að fullnægja eftirspurn fyrir öll tveggja ára börn og eldri í bænum. Ég þori að fullyrða að þessi árangur þolir samanburð við flest ef ekki öll stærri sveitarfélög á landinu. Eldri borgarar Á síðasta áratug hefur ýmislegt verið gert til að auka og bæta þjón- ustu Kópavogsbæjar við eldri borg- arana. Þá voru félagsheimilin Gjá- bakki og Gullsmári byggð. Þessar þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða lögðu grundvöllinn að stórbættri þjónustu við þennan aldurshóp. Fé- lagsstarf aldraðra stendur nú með miklum blóma og tel ég að bæjaryf- irvöld eigi töluverðan þátt í því. Öldrunarþjónusta á vegum bæjar- ins hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum. Árið 1995 tók til starfa sambýli aldraðra í Gullsmára 11. Einnig rekur Kópavogsbær ann- að sambýli fyrir aldraða sem er Skjólbrekka á Skjólbraut 1a. Félagsleg heimaþjónusta fyrir þá sem af ýmsum ástæðum þurfa á að- stoð að halda við heimilishald og aðra aðstoð, hefur einnig aukist umtals- vert. Ekki má gleyma myndarlegu framlagi bæjarsjóðs til byggingar nýju álmunnar í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Framtíðin Af ofangreindu má sjá að þjónusta Kópavogsbæjar við bæjarbúa er með því besta sem þekkist hér á landi. Þó er mörg þjónustan sem bæjarfélagið veitir og er ótalin hér. Við Kópa- vogsbúar getum verið stoltir af því að tilheyra slíku bæjarfélagi. Að mínu mati bendir flest til þess, að á næstu árum skapist skilyrði til að bæta þjónustuna enn frekar. Líklega verður uppbygging bæj- arins þá hlutfallslega hægari en á undanförnum árum. Gangi það efitr þá eykst svigrúm til að bæta þjón- ustuna enn frekar. Jafnframt er ástæða til að leggja enn meiri áherslu á umhverfismálin. Í því sambandi er nærtækast að ljúka sem fyrst við frágang opinna svæða í bænum. Mikilvægt er að góð samvinna sé um þessi mál milli íbúa bæjarins og bæjaryfirvalda. Kópavogsbær – þjónusta við bæjarbúa Halla Halldórsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi Kópavogi. Byggðamál Þjónusta Kópavogs- bæjar við bæjarbúa, segir Halla Halldórs- dóttir, er með því besta sem þekkist hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.